Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Blaðsíða 2
42
DV. LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR1985.
Breið
DÖNSK SÓL í AMERÍKU
DANSKIR
HOMMAR
ÍHÆTTU
Þriðji hver danskur hommi
er smitaður af sjúkdóminum
illræmda, Aids. Talið er að 10
prósent þeirra muni deyja af
völdum sjúkdómsins.
Engin dönsk kona hefur
fengið þennan sjúkdóm enn.
Danir eru nú byrjaðir að
selja sól til Bandaríkjanna. Það
sem hér um ræðir eru hinir
vinsælu sólbekkir sem margir
hafa notað mikið hér á landi.
Það sem er athyglisvert er að
salan er mest til Kaliforníu og
sólríku fylkjanna þar um slóðir.
Ástæðan fyrir þessu er sú
að Bandaríkjamenn á þessum
slóðum eru svo önnum kafnir
þegar sólin skín að þeir verða
að leggjast í sólbekki til að
verða brúnir.
Sala Dana til Bandaríkjanna
er mikil og að sögn mikið
gróðafyrirtæki.
Það er margt, ef ekki allt,
hægt í viðskiptum ef viljinn er
fyrir hendi. Við Íslendingar
ættum kannski að fara að
hugleiða að selja Grænlend-
ingum ísskápa.
England
Danmarh
tmynduð göng undtr
$ Ermarsund
Kebenhavn
SjíBllamj
Malmo
Frankrike
fcdtnburgÞ
LoifartO
8'Slýn
Hambutg
Lonáonl
Rhein/Matn
Lubeck
Muncben
Zutich
Mtiaoo
Hraðlestarkerfi fyrir Evrópu
Mar$tC‘He
* 0st-Tyskland
Vest-Tyskland
Ronta
MtiMÍAÍ
MAGANUM
Mexíkönsk kona, 86 ára,
komst nýlega að því að hún
var með múmíu inni í sér.
Það var reyndar tilviljun að
hún komst að þessu. Hún fór
nýlega á spítala til að Sáta
kanna hægðatruflun sem
hrjáði hana. Læknarnir komusl
að því, þegar þeir litu inn í
gömlu konuna, að þar
lá nær fullskapað fóstur sem
var komið í múmíuástand.
Fóstrið vó 900 grömm. Gamla
konan sagði að þegar hún
hefði verið 27 ára hefði hún
haldið að hún væri ólétt. En
ekkert kom barnið og velti
hún þessu ekki fyrir sér meira.
Frá þeim tíma hefur hún verið
stálhraust og ekki þurft að
leita læknis.
UNGUNGAR
ÁFLÓTTA
Í heiminum í dag er talið
að flóttamenn séu um 10
milljónir. Helmingurinn af
þessum hópi er börn og ungl-
(ingar. Árið 1985 var tileinkað
æskunni. Það er því ástæða til
að minna á þessa staðeynd.
Það finnst að minnsta kosti
flóttamannaráðinu í Noregi.
Unglingar í Vesturheimi eiga
ekki bara að líta í eigin barm.
SONUR
HITLERS
DÁINN?
Maður einn, er nefur haldið
því fram aö hann sé sonur
hins illræmda Hitlers, er nú
dáinn. Þessi maður er franskur
og lést 66 ára. Hann hét Jean-
Marie Loiret. Máli sínu til
stuðnings hélt hann því fram
að Hitler hefði verið I tygjum
við móður sína er hann
gegndi herþjónustu í Frakk-
landi í fyrri heimsstyrjöldinni.
Þessar fullyrðingar Loiret
slógu ekki í gegn. Samt voru
til þeir sem studdu þær, m.a.
Werner Maser sem er eða var
þýskur sagnfræðingur.
SÆNSKIR DRAUMAR
Per G. Gyllenhammer, for-
stjóri Volvofyrirtækisinsog einn
aðalhugsuðurinn á Norður-
löndum í sambandi við
framtíð iðnaðar og efnahags-
vill vekja Evrópu til lífsins.
Hann vill gera það með því
móti að allar samtengingar
milli landa verði auðveldari og
hraðari en núna.
Hann leggur til að gert verði
allsherjar hraðlestakerfi í
álfunni. Göng verði grafin
undir Ermarsund og brýr yfir
þar sem það á við.
Þessar framkvæmdir munu
kosta eina 2400 milljarða
íslenskra króna á 30 ára tima-
þili. Per ímyndar sér að einka-
framtakið geti séð um þessar
framkvæmdir. Þeir sem standa
að vegaframkvæmdunum geta
innheimt veggjald og einnig
myndu þeir fá miklar skatta-
ívilnanir. Með þessu móti
tengjast öll lönd Evrópu. Ef
þetta fyrirkomulag sér dagsins
Ijós mun það taka um 5 tima
að fara frá Mílanó til
Manchester.
EITUR í FANGELSI
Þriðjungi allra fanga í norsk-
um fangelsum hafa verið boð-
in eiturlyf innan veggja
■fangelsanna. Þetta kom I Ijós í
könnun sem dómsmálaráðu-
neytið þar í landi lét gera
nýlega.
Af þeim föngum, sem eru
þekktir fyrir að nota einhvers
konar eiturlyf utan múranna,
segjast 2 þriðju hafa notað
eiturlyf á meðan á afplánun
stóð.
Það er hass sem er yfir-
gnæfandi I fangelsinu. Einnig
eru dæmi um amfetamín,
morfín og heróín. Áfengi er
einnig á boðstólum, bæði
smyglað og heimatilbúið.
ALGJ0RAPI
Um nokkurt skeið hefur
verið leitað stíft að snjómann-
inum eða einhverri furðu-
skepnu sem átti að ganga laus
í fjallahéruðum Kína. Fyrir
nokkru var svo skýrt frá því
opinberlega að loksins hefði
tekist að góma dónann.
Hins vegar kom í Ijós við
nánari athugun að fyrirbrigðið
var engin furðuskepna heldur
api. Reyndar nokkuð sjaldgæf
tegund.
Menn eru nokkuð miður sín
yfir þessu. Hins vegar eru þeir
ekki af baki dottnir sem eru
hvað áhugasamastir um þetta.
Villimannastofnunin í Kína
segir að þrátt fyrir þessi mis-
tök séu þeir þar vissir um að
furðudýr sé til þarna í fjölllun-
um.