Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR1985. Sérstæð sakamál Anna Grimaldi varfl þekktur blaflamaflur og sand i arfifl varkefni. Þarna er mynd af henni ásamt fanganum Raffaele Culoto sem var háttsettur mafiu- foringi. heiman og út um gluggann gat hún séð hverthannfór. Anna stóð sig ákaflega vel sem blaöamaður. Hún var i kynnum við marga þekkta ítalska stjórnmálamenn úr skemmtanalifinu og hún notaði sér þau sambönd til að verða sér úti um fréttaefni. Mannætan Hæstsettu og hlédrægustu menn landsins, sem annars töluðu aldrei við blöð, voru barnaleikur fyrir önnu Grimaldi. Hún tók bara upp símann og hringdi í þá: „Heyrðu, félagi. Það er dálítið sem miglangartilaðspyrjaþig...” Hún fékk fljótlega nafnið „Mannæt- an” meöal blaðamanna. Eftir að hún kynntist Ciro Paglia var eins og hún slappaði aðeins af. Hún virtist fullnægð af blaðamannastarfinu og frístundum með honum. Og ógæfan varð til að þeim fannst þau enn tengdari hvort öðru. Þau höfðu verið saman í verkefni sem blaðamenn, Ciro og hún, og voru á leiðinni á ritstjórn með Fiat-Panda sem Anna stýrði. Þau lentu í árekstri. Anna var ómeidd eftir áreksturinn en Paglia slasaðist alvarlega, fékk inn- vortis blæðingar. Honum var ekið taf- arlaust á Loreto-Crispi spitalann og lagður á skurðarborðið. Skurðlæknarn- ir sögðu að hann væri á milli heims og helju og efuðust um að þaö tækist að bjargalífihans. Þegar Elena Paglia kom á spítalann og gekk að eins manns herberginu á deildinni, þar sem Paglia var vandlega gætt, gekk Anna í veg fyrir hana og meinaði henni að komast til manns síns. Það leiddi til heiftarlegra deilna milli þeirra og hefði líkast til endað með handalögmálum ef roskinn yfir- læknir hefði ekki komið til skjalanna og minnt þær á að það væri maður liggjandi fyrir dauðanum innan við dymar. Fjögur skot Paglia-hjónin skildu eftjr að honum batnaði. Anna sá til þess aö Ciro Paglia fékk endurhæfingu eftir sjúkraleguna. Þau urðu nú fyrst óaðskiljanleg. Það var sem sé ærin ástæöa til að ætla aö Elena Paglia hefði ástæðu til að vilja önnu Grimaldi feiga. En hún kvaðst hafa fjarvistarsönnun og hana hafði hún. Hvernig féllu upplýsingar Elenu saman við þá vitneskju sem lögreglan hafði um gerðir önnu áður en hún var myrt? Bevilacqua og félagar hans rannsök- uðu það. Fyrstu klukkustundir kvöldsins var hún aö kaupa inn í tilefni af því að Elv- ira, dóttir hennar, átti afmæli. Meðal þess sem Anna keypti voru tvær portvínsflöskur og nokkrir pakk- ar af smákökum sem hún fór með.á II Mattino. Hún lét dyravörðinn fá þær með þeim boðum að fara meö þær upp á ritstjóm og gefa félögum hennar svo að þeir gætu skálað fyrir Elviru. Bevilacqua taldi að dyravörðurinn hefði verið næstsíðasti maður sem sá hana á lifi. Móðir hennar var sá síð- asti. Klukkan tæplega 20 kom hún heim og setti Pönduna i bílskúrinn. Síðan fór hún að dyrum á háum veggnum sem umlukti garðinn sem var umhverfis lúxusíbúöina hennar. Þama hitti hún morðingjann. Hann fór með henni inn í garðinn og skaut fyrst tveimur skotum og síðan aftur einu. Anna reyndi að flýja en var þá skotin fjórða skotinu og féll niður. Skömmu síðar lést hún. Síðbúinn gestur Lögregluforinginn lítur á það sem gefið að það hafi verið maður sem Anna þekkti. Annars hefði hún ekki leyft viðkomandi að koma með sér inn í garðinn. Enginn í íbúðinni hafði heyrt skotin. Þar hafði verið leikin diskótón- list. Morðinginn fór ekki út úr garð- inum gegnum dymar sem Anna og hún/hann komu inn um. Hann klifraði heldur ekki yfir vegginn á stað þar sem var tiltölulega auðvelt að stökkva nið- ur hinum megin. Það sýndi að um var að ræða mann sem að þekkti aðstæður vel. Böm önnu og Ugo Grimaldi köll- uðu þennan stað leynistaðinn. Skotin komu úr byssu sem var 6,35 kalibera. Það var byssa af stærð sem glæpalögregla kallaði kvennabyssu vegna þess hve lítil hún er. Byssan fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Síðbúinn gestur fann lík önnu. Hann kom aö aðaldyrunum og gekk upp gangstíginn. Á leiðinni rak hann augun i eitthvaö á milli trjánna. Þegar hann fór til að athuga hvað þetta væri sá hann að þetta var lík önnu Grimaldi. Aðeins dauðinn getur slökkt Lögreglunni var samstundis gert viðvart. Yfirheyrslur hófust. Ciro Paglia viðurkenndi að hann hefði verið með myrtu konunni fyrr um daginn. Fjarvistarsönnun hans var í lagi á þeim tíma sem morðið var f ramið. En hvemig var fjarvistarsönnun fyrrverandi eiginkonu hans. Sam- kvæmt skilningi rannsóknarlögregl- unnar var hún vafasamari þar sem hún var einungis 20 mínútur. Bevilacqua lét Elenu Paglia fara í paraffinrannsókn. Rannsóknin reynd- ist nokkuð jákvæð og sýndi að Elena gat hafa skotiö af byssu nokkru áður. En hún hafði tekið þátt í skotæfingum ásamt manni sinum meö skammbyss- um. Það sagði hún vera ástæðuna fyrir því að prófunin reyndist jákvæð. Hún neitaöi að eiga byssu en vitni voru að því að Ciro Paglia hafði gefið henni byssu af þessari sömu gerð nokkru áð- ur þegar enn var gott á milli þeirra hjóna. Lögregluforinginn Agostina Bevilae- qua hafði sínar hugmyndir um þetta mál. Ef til vill hefur hann verið minn- ugur oröa enska leikskáldsins William Wycherleys: „Aðeins dauöinn getur siökkt loga afbrýðiseminnar.” Kannski hefur hann líka hugsaö um hefnd ítölsku neðanjarðarhreyfingar- innar. Morðið á daðursömu yfirstéttar- frúnnierennóleyst. — ....... Kópavogsbúar — Kópavogsbúar. Kristján Óskarsson leikur á orgelið í kvöld, sunnu- dagskvöld, frá kl. 21.00. IJcfltllUVUIlt i2óbtorui 26. 200feópai)ogiir, jfelnii42541 J íifl í Á ÍÞRÓTTAFRÉTTIR HE 'NNAR NÝ SÖLUSKRIFSTOFA FYRIR SIGLUHARÐARHÚS Höfum opnað nýja söluskriístoíu fyrir Siglufjarðarhús í Hamraborg 12, Kópavogi. Símanúmerið er 641177. Jafnframt mun Verkírœðiþjónusta Guðmundar Óskarssonar, Laugavegi 18, annast sölu Sigluíjarðarhúsa til 1. maí nk. flBfe HÚSEININGAR HF SIGLUFIRÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.