Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Side 4
44 DV. LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR1985. Bjöm í Reynhólum, eins og hann er jafnan kallaður, er hundrað ára i dag. Hann dvelst nú á sjúkrahúsinu á Hvammstanga, sem er jafnframt dvalarheimili aldraðra. Hann er við sæmilega heilsu, en farinn að tapa sjón; hann getur hvorki lesið né skrifað lengur. Hann vill spara sjónina og horfir þess vegna ekki á sjónvarp. En minninu hefur litið hrakaö. Ég tók Björn tali, og fer samtal okkar hér á eftir: Viltu segja mér eitthvaö um ætt þina og uppruna, Björn? Ég er Miðfirðingur og skammast min ekkert fyrir það. Ég er fæddur á Þverá i Núpsdal. Faðir minn var Guðmundur Jóhannesson, Ólafssonar, Vilhjálms- sonar frá Bjargi i Miðfirði. Móðir mín hét Þorbjörg Jónasdóttir, ættuð úr Eyjafirði, en ólst upp i Viðidal i Vestur- Húnavatnssýslu. Ég er ekki ættfróður maður, þótt ég hefði áhuga á að stunda ættfræði, þegar ég var ungur. Langaði mikið tíi að veröa leíkari Foreldrar minir fiuttust að Svertings- stöðum, þegar ég var á öðru árinu. Móðir mín dó árið 1903, og brá þá fað- ir minn búi. Ég var lausamaöur i Reyn- hólum eftir það til ársins 1909. Ungur kynntist ég Jóni S. Bergmann, hann ólst upp á Króksstöðum. Það var stutt milli bæjanna, og við vorum hálfgerðir fóstbræður. Við hittumst m.a. á glimu- fundum; það var mikið glimt þá. Ég hafði mikinn áhuga á leiklist og eitt sinn lék ég Skugga-Svein. Það var leikið i Núpsdalstungu. Þessi sýning' var lengi í minnum höfð i Miðfirði. Mig langaði mikið til að verða leikari. Ég stundaði nám í Flensborg i Hafnarfirði 1909 til 1912. Það voru bestu og skemmtilegustu ár ævi minnar. Þar voru með mér Miðfirðing- arnir Jón Pálsson frá Heggstöðum og Halldór Jóhannsson frá Haugi. Svo voru auðvitað þarna menn viðs vegar af landinu. Einna kunnastur þeirra varð Bjarni Bjarnason, sem síðar varð skólastjóri á Laugarvatni. Þarna voru ágætir kennarar. Þar má fyrst nefna ögmund Sigurðsson skóla- stjóra, mikinn ágætismann. Þá var þarna hinn merki skóiamaður Helgi Valtýsson. Þá voru þeir kennarar við Flensborg séra Janus Jónsson og séra Guðmundur Einarsson frá Flekkudal í Kjós. Mér likaði prýðisvel viö þá alla, þeir voru miklir ágætismenn allir. Taugaveiki / Flensborg Hvaö er þér minnisstæöast frá skóla- árunum? Það gaus upp taugaveiki i skóianum á miðjum vetri annað skólaár mitt. Mötuneyti var 1 skólanum, og við feng- um eitrað kjöt úr Hraunum. Margir urðu veikir og lágu lengi. Ég slapp, og var ég ráðinn til þess að hjúkra hinum sjúku. Þarna var Bernharð Stefánsson, hann var reyndar í öðrum skóla í Hafnarfirði, en boröaði með okkur i mötuneytinu. Mér fannst mjög skemmtilegt að hjúkra hinum siúku og tala við þá. Annað, sem mér er minnisstætt og varð mér örlagaríkt, var það, að tveir Miðfirðingar komu viö hjá okkur i Flensborg. Það voru þeir Ólafur Hall- dórsson og Magnús F. Jónsson frá Torfustöðum. Það voru kátir karlar, þó ekki sé meira sagt. Þeir voru á leið til sjóróöra á Suðurnesjum. Við fylgdum þeim áleiðs suður að Straums- vik, þrír eða fjórir skólapiltar. Þegar við snerum heimleiðis, datt okkur i hug að reyna með okkur, hver væri fljótast- ur að hlaupa. Við drógum ekki af okk- ur. Ég hafði vinninginn. En nokkrum dögum siðar veiktist ég af brjósthimnu- bólgu og fékk 42ja stiga hita. Héraðs- læknirinn, Þórður Edílonsson, stund- aði mig og undraðist hann að ég skyldi lifa þetta af. Steinhissa 6 að óg skyldi Hfa af Skólastjórahjónin tóku mig inn á heimilið og lánuðu mér herbergi sitt og ágætt rúm. En það var kalt, hriöaði inn um gluggann. Matthias Einarsson læknir kom til min og honum til að- stoðar var Guðmundur Thoroddsen. Þeir stungu með nálpipum i brjósthol mér og töppuðu af vatni. Þeir voru, eins og Þórður, steinhissa á að ég skyldi lifa þetta af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.