Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Side 10
50
Hæstsettidiplómat
Sovétmaima, sem flúið
hef ir vestur fyrir
jámtjald, segirfrá
b'finuaðbaki
Kremlarmúrunum,
kynnumsínumaf
æðstu ráðamönnum
Sovétríkjanna,
grunsemdum um
myrkraverkKGBog
tveggjaoghálfsárs
njósnum fyrir
Bandaríkjamenn
siðustumisserínsem
hannvarenn
íþjónustu Rússa
Brotthlaup Arkady Tévténkó,
aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Sam-
einuöu þjóðunum, í apríl 1978, varð
efni stórfyrirsagna blaöa um allan
heim. Hann var æðsti diplómat sovésk-
ur sem leitað hafði hælis vestantjalds
frá lokum síðari heimsstyrjaldar og
hafði verið tuttugu ár rúm í utanríkis-
þjónustu Rússa og náð skjótum frama.
En það var ekki fyrr en núna í
janúar, þegar kunnugt var gert að
væntanleg væri bók með minningum
hans, sem það vitnaðist að hann hefði í
rúm tvö ár njósnaö fyrir Bandaríkja-
menn.
Tímaritið „Time” hefur í tveim
framhaldsgreinum birt útdrætti úr
bókinni „Breaking with Moscow”
(Snúið baki við Moskvu) þar sem
lýsingar Tévténkós á ýmsum ráða-
mönnum og yfirmönnum sínum úr
innsta hring í Kremlarkastala hafa
vakið feikilega athygli.
Hann dregur upp dökka mynd af
KGB-leyniþjónustunni, njósnum henn-
ar, bæði heima fyrir og erlendis,
og flettir ofan af því, sem margir vissu
þó fyrir, að flestir Sovétmenn erlendis
eru skyldaðir til þess að liðsinna KGB í
njósnunum ef þeir ekki beinlínis eru
erindrekar leyniþjónustunnar. —
Tévténkó viðrar grunsemdir sínar um
að KGB hafi að fyrirmælum Kremlar-
herranna fyrirkomið Dag Hammar-
skjöld, framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, Anwar Sadat Egyptalands-
forseta og fleirum.
Kynntist Gromýkó
í gegnum soninn
Upphaf ferils Tévténkós í utanríkis-
þjónustu Sovétríkjanna var það að
hann vann að ritgerð með skólabróöur
sínum um hlutverk þjóðþinga í afvopn-
un og friöarumleitunum. Þessi skóla-
bróðir var Anatoly sonur Andrei
Gromýkós utanríkisráðherra. Þeir
sýndu föður Anatolys ritgerðina og
mun Gromýkó hafa fengið álit á náms-
manninum unga. — Síðar átti
Tévténkó frama sinn að miklu leyti að
þakka það traust sem Gromýkó bar til
hans og þeirri vináttu, sem tókst milli
eiginkvenna þeirra. — Hann réðst til
utanríkisráðuneytisins 1956.
Um þær mundir var Ungverjalands-
málið í uppsiglingu og þá heyröi
Tévténkó fyrst af manni sem heimur-
inn átti síöar eftir að heyra af en það
var sovéski sendiherrann í Búdapest,
Júrí Andrópoff. Einn skólabræðra
Tévténkós lýsti Andrópoff í miðju
atburöanna í Búdapest þannig fyrir
Tévténkó: „Hann haggaðist ekki þótt
byssukúlumar hvinu og öllum í sendi-
ráðinu liði eins og undir umsátri.”
Flokksaðild nauö-
syn fyrir framann
„Þegar ég hóf störf hjá Sameinuðu
þjóðunum og í afvopnunardeildinni,”
segir í útdrætti „Time” á einum stað,
„áttaði ég mig á því hvað ég var í raun-
inni heppinn. Við sem fylgdumst með
Þýskalandi, Bandaríkjunum, afvopn-
unarmálum og V-Evrópu heyrð-
um til forréttindastétt. Hinir, sem
fylgdust með Afríku og Asíu, öfunduðu
okkur. Þeir þurftu ekki aðeins að
starfa í leiðinlegra loftslagi við lélegri
laun og minna vöruúrval, heldur gekk
þeirra forfrömun tregar. ”
Tévténkó lýsir því hvemig hann
gekk í Kommúnistaflokkinn af hag-
kvæmnisástæöum. öðruvísi gat hann
varla vænst stöðuhækkana. Utmálar
hann flokksf undina sem leiðindastund-
„Haltu þig sem lengst frá þessum
KGB-týpum."
ir, er liðu seint undir kjaftavaðli um
stefnumál, og eins gróusögur um
„flokksfélagana”. Andstyggilegasti
þáttur þeirrar skyldu sem flokkurinn
lagði félögunum á herðar var snuðrið
um náungann, jafnt í einkalífi sem í
starfi. — „Kommúnistum er ætlað að
vera öðrum skínandi fyrirmynd í allri
hegðan. Þegar þeir í staöinn stunda
drykkjuskap, brask, smygl á vestræn-
um munaðarvörum og öðru Amoralka
(misferli) er ætlast til þess aö yfir-
menn þeirra kalli þá inn á teppið. En
flokkurinn leggur meiri áherslu á
iðrun og yfirbót, fremur en tuktun, og
því hærra settur sem hinn brotlegi er
þeim mun meiri tilhneiging til aö
hylma yfir misgjörðirnar.”
Krúsjoff teymdi
Eisenhower í gildru
Tévténkó rifjar upp U-2 atburðinn
þegar bandarisk njósnaþota af U-2
gerð var skotin niður yfir Sovétríkjun-
um 1960. Gromýkó hafði ráðið Krúsjoff
frá því að láta skjóta niður þessar flug-
vélar vegna hættunnar á versnandi
sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna. Hann taldi að Washingtonstjórn-
in mundi láta sér segjast viö hörð mót-
mæli og viðvaranir. Þetta virti
Krúsjoff að vettugi og þegar flug-
maður einnar slíkrar vélar, Francis
Gary Power, hafði verið handsamaöur
lagði hann gildru fyrir Eisenhower
Bandaríkjaforseta. Hann leyndi Eisen-
hower því að Powers væri á lífi og
ginnti forsetann til að neita opinber-
lega að U-2 flugvélar flygju yfir Sovét-
ríkin. — Raunar munaði minnstu að
lausmælgi Jakoffs Maliks að3toðar-
utanríkisráðherra eyðilegði gildruna.
Malik gat ekki stillt sig um aö gorta af
því viö sendiherra eins austantjalds-
ríkis, hvaða hval hefði rekið á fjörur
Kreml. Sendiherrann sagöi miöstjóm-
inni frá samtalinu og var uppálögð
þagnarskylda. Æfur vildi Krúsjoff
reka Malik úr flokknum og frá
embætti. Varö Malik aö knékrjúpa
honum grátandi til að biðjast fyrir-
gefningar en slapp þó ekki við að verða
auðmýktur frammi fyrir öllum í ráöu-
neytinu.
Af lýsingum Tévténkós virðist
Krúsjoff hafa haft gaman af að skop-
ast að öðrum Kremlverjum. Einhvem
tima á siglingu með farþegaskipinu
Baltika (sem sumir Islendingar
kannast við) eggjaði Krúsjoff sjálfan
forseta Sovétríkjanna, Nikolai
Podgomy, til að dansa einn af
þjóðdönsum Okraníu, afar erfiðan
dans, og var Podgomy þá á sjötugs-
áldri. 1 þessari sjóferð spáöi Krúsjoff, í
samtali við Tévténkó, fyrir um að
Kúba ætti eftir að verða útbreiðslustöð
kommúnisma í Suður-Ameríku:
„Kommagrýluhræðsla þeirra í
Ameríku, sem sjá rautt í hverju homi,
á eftir að flæma Castró beint í fang
okkur,” spáði Krúsjoff.
Dauði Hammarskjölds
Þegar Tévténkó heyrði síðar af flug-
slysinu í september 1961, þegar Dag
Hammarskjöld, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóöanna, fórst rifjaöist
upp annað samtal hans við Krúsjoff úr
þessari sjóferð 1960. — „Eg hræki á
Sameinuðu þjóðimar,” urraði Krúsjoff
argur yfir afskiptum SÞ í Kongó og
einkanlega þó aögerðum Dags
Hammarskjölds. „Þetta eru ekki
okkar samtök. Og þessi liðónýti Ham
(rússneskt gælunafn á framkvæmda-
stjóranum en það þýðir göltur) er meö
nefið í mikilvægum málum sem koma
honum hreint ekkert við. Hann hefur
tekið sér umboð sem hann hefur ekki.
Við verðum að losa okkur við hann með
öllum ráðum. Við skulum svo sannar-
lega velgja honum undir uggum.” —
Vinir Tévténkós í Afríkudeild utan-
ríkisráðuneytisins sögðu honum ein-
DV. LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR1985.
hvem tíma að þeir hefðu séð leyni-
skýrslu frá KGB þar sem gefið var til
kynna að sovétvinveittur Kongó-her-
flokkur hefði skotið flugvél Hammar-
skjölds niður.
Krúsjoff og Kennedy
I minningum sínum víkur Tévténkó
að atburðinum á þingi Sameinuðu
þjóðanna þegar Krúsjoff æpti móðgan-
ir úr sæti sinu að utanríkisráðherra
Spánar og baröi i boröiö meö öðrum
skónum sem hann hafði rifið af sér. —
„Við vorum orölausir yfir framkoma
Krúsjoffs og blygðuðumst okkar.
Gromýkó, sem sjálfur var jafnan
óaðf innanlegur á mannamótum, hvítn-
aði um munninn, svo uppvægur varð
hann, en Krúsjoff gerði eftir á gaman
að öllu og sagði nauðsynlegt að lífga
upp á deyfðina í sölum Sameinuðu
þjóðanna.
Eftir eldhúskappræður þeirra
Krúsjoffs og Kennedys í Vín hafði
sovéski forsætisráðherrann lítið álit á
Kennedy. Honum þótti lítið til um
frammistöðu Kennedys eftir Svína-
flóainnrásina misheppnuðu á Kúbu eöa
viðbrögð hans fjórum mánuöum
seinna vegna Berlínarmúrsins. Af því
öllu dró Krúsjoff þá ályktun að
Kennedy væri hugdeigur og mundi
ekki bregðast harkalega við ef kjam-
orkueldflaugum yrði komið fyrir á
Kúbu. Það kom mjög flatt upp á
Krúsjoff þegar Kennedy með hafn-
bartninu setti honum stólinn fyrir
dymar. Tévténkó segir að í Kreml séu
menn enn í dag ekki búnir að gleyma
niöurlægingunni af þeim málalyktum.
„Munið Kúbu!” segja þeir ef þeim
finnst einhver tillagan fáránleg. Þeir
eru staðráðnir í að lenda aldrei aftur í
sömu aöstööu.
Tévténkó segir að morðið á Kennedy
hafi komið Kremlverjum á óvart og að
þeir hafi verið sannfærðir um að
Lyndon Johnson, CIA og mafían hefðu
staðið að því. Var Kremlverjum alla
daga í nöp við Johnson.
Krúsjoff bylt
Hann segir að margar ástæður hafi
legið til þess að Krúsjoff var sviptur
völdum í október 1964. Ýmsar reglur
sem hann haföi komiö á, er gerðu
kerfiskurfa hrædda um stöður sínar,
afhjúpun hans á glæpum Stalíns og
loks fyrirhuguð uppstokkun innan
flokks á næsta miðstjómarfundi rak
allt til þess að menn þoldu ekki við.
Tévténkó ber Nikolai Fedorenko, sem
var sendiherra hjá Sameinuðu þjóöun-
um, fyrir því að Mikhail Suslov og
Alexei Kosygin hafi verið aöalhvata-
menn hallarbyltingarinnar gegn
Krúsjoff. I valdaskiptingunni eftir á
sætti Suslov sig vel við að vera erkipáf-
inn og aðalhugmyndafræðingur en
Kosygin undi ánægður við formanns-
sæti ráðherranefndarinnar með lykil-
völdin í efnahagsmálunum og utan-
ríkismálunum. Það var aftur erfiöara
að semja um hver skyldi veröa leiðtogi
flokksins og aðalritari miðstjómar-
innar. Loks urðu þeir sáttir um Leonid
Brésneff, sem var þingforseti, en það
var meira virðingartiltill en valda-
embætti. Þá sáu þeir ekki fyrir hvað
hann mundi sækja sig og töldu hann
raunar ekki þeirra jafnoka að viti.
Gromýkó sá hins vegar fljótt hvað í
Brésneff bjó og hafði raunar strax á
árum Krúsjoffs styrkt tengsl sín við
hann. Gromýkó tók meira að segja að
leggja stund á skotveiöar til þess að
geta verið með Brésneff við uppá-
haldsdægradvöl hans. Aðalstyrkur
Brésneffs að mati Tévténkós var
óvenjuleg skipulagshæfni og lagni við
miðlun mála. Andagiftin var minni og
gáfumar ekki leiftrandi eins og
margar Brésneffsskrýtlur eru
sprottnar út af. Svo sem eins og: „Það
getur ekki orðið nein persónudýrkun
þegar engin er persónan.” — En hægt
og hægt jók Brésneff óhrif sín og völd
innan Kremlar, en um leið dró úr hlut-
verki Kosygins sem aðaltalsmanns
Moskvu í utanríkismálum. Gromýkó
varð hans ráögjafi og smám saman
aöalsmiður utanríkisstefnunnar.
Kjarnasprengja á Kína?
Sovétmenn urðu óðir og uppvægir við
landamæraskærur Kínverja hjá
„Ef þú ert samvinnuþýður við
okkur getur það ekki annað en
hjálpað þér og frama þínum."