Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Side 12
52 DV. LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR1985. Með míkrófilmu í rakvélinni angurs. Hann fór að gera sér grein fyrir því að grimmasta refsing Sovét- manna fyrir njósnimar og flóttann var að halda honum frá fjölskyldunni. Malik, á fundi i Öryggisráðinu, hafði nær talað af sór vegna U-2- málsins. Andrei Gromýkó utanríkisráðherra fékk fljótt álit á Tévténkó og studdi hann til frama i utanríkisþjónustunni. — Eiginkonur þeirra voru miklar vinkonur. „Eftir því sem mánuðirnir liðu fór ég að verða einmana. Ég vildi tala við konur, vera í félagsskap þeirra, láta þær taka eftir mér og hugsa um mig,” skrifar Tévténkó í útdrætti bókar sinnar sem birtist í Time. „Tengiliðir mínir virtust ekki vita hvað þeir gætu gert. Konur var ekki hægt að fá í gegn- um CIA og FBI. Ég gat ekki hugsaö mér að fara á bari til að finna stelpur og ég gat varla sett auglýsingu í New York Review of Books: Sovéskur | flóttamaður, 47 ára, sækist eftir hjálp , kvenmanns við að hef ja nýtt líf. ” Loks lögðu FBI mennimir til að hann reyndi að hafa samband við leigu- dömuþjónustu. Þeir gáfu honum nokk- ur simanúmer. „Þannig komst ég í samband viö Judy Chavez. Fyrst varð ég mjög heill- aður af þessari konu. Ég bað hana að hætta við aðra viðskiptavini sina og snúa sér aö mér eingöngu. Hún gerði það. I nokkrar vikur hélt ég að hún ætlaöi að efna loforð sitt. Hún hjálpaði mér viö að flytja í íbúö þar sem ég bjó undir fölsku nafni.” En Judy Chavez sveik Tévténkó. Hún sagði fjölmiölum frá honum og sambandi þeirra. Einnig frá því hvar hann bjó og frá hinu falska nafni. Hún sagði að hann hefði borgað sér með peningum frá CIA sem hann segir rangt. Sannleikurinn beittasta vopnifl Tévténkó giftist aftur, konu að nafni Elaine, sem hann hitti fyrir tilverkan lögfræðings síns. Hann segist oft hafa verið spurður að því hvort KGB sitji ekki um líf hans. Það sé hætta sem hann sé búinn aö sætta sig við. Hann hafi fregnað að hann hafi verið dæmdur til dauöa í fjarvist sinni í Moskvu. Hann endar útdráttinn:,,! ævisögu minni hef ég reynt að segja sannleik- ann. Blákaldur sannleikurinn er virk- asta vopnið gegn faisinu sem sovéska kerfið byggist á. Ég hef leitað að sann- leikanum um sjálfan mig, um landið sem ég elska og stjómina sem ég kynntist og hata. Ég vona að ég hafi hjálpað til við að fletta ofan af lyginni, við að veikja aðdráttarafl hennar og við að færa nær þann tíma sem fólkið, sem ég tilheyri enn, verður jafnfrjálst til að tala sannleikann svo allur heimur megi heyra. ” Heimkvaðning Dag einn var Tévténkó sagt að hans biði símskeyti frá Moskvu. Það voru skipanir um að fara til Sovétríkjanna. Tilgangurinn var óljós: „til ráðagerða í sambandi við aukaþing SÞ um afvopnunarmál og til skrafs um vissar aðrar spurningar.” Tévténkó vissi ekki til að hann ætti neitt vantalaö við Kremlverja um aukaþingið og þessar „vissar aðrar spumingar” vöktu strax hjá honum ótta. Hann hringdi í tengiliði sína hjá CIA og bað um að fá að hitta þá strax. Hann hann hefði brennt hann. Kona hans hlaut að hafa hringt í einhvem í sovésku sendinefndinni. Nokkrum vik- um síðar fékk hann að vita að Lina væri dauð. Opinbera skýringin var að hún hef ði framið sjálfsmorð. Vantaði konu Tévténkó uggði um heill bama sinna. Gennadi sonur hans var í starfi. Hann var óháður. Hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af honum. En Anna bjó með ömmu sinni. Hann sendi þeim bréf og skeyti en án ár- sagöist vilja flýja og helst strax. Þeir mölduðu ekki í móinn í þetta sinn. Daginn eftir sagði hann einum starfsfélaga sínum að sennilega kæmist hann ekki til Moskvu fyrr en eftir nokkrar vikur vegna mikilla anna. „Ég myndi ekki ráöleggja þér að » bíða svo lengi,” sagði starfsfélaginn. Eitthvað í rödd hans sagöi Tévténkó aö í orðunum fælist aðvörun. Hann ákvað að segjast ætla að fara eftir viku. Dag Hammarskjöld, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóöanna, fórst i dularfullu flugslysi í Kongó, en Tóv- ténkó grunar að KGB hafi haft þar hönd í bagga. Francis Gary Powers, flugmaður U- 2-vélarinnar, sem Rússar skutu niður, var reiðubúinn að bera vitni. Fimmtudagur Fimmtudagur yrði dagurinn. Það sagði hann Bandaríkjamönnunum. Hann sagöi konu sinni að bíða ekki eftir sér, hann þyrfti að vinna þangaö til seint um kvöldið. Á skrifstofu sinni skrifaði hann henni bréf. Ég örvænti ” sagði hann Ég get Eisenhower, forseti Bandaríkjanna, og Krúsjoff forsætisráðherra, Krúsjoff hvórki lifað né’unnið meö fólid’sem ég loiddi ",ke"1 Bi,dru út af U-2-njósnamálinu. hata, hvorki í New York né Moskvu. Það verður miklu betra að lifa hér og ég mun gera allt sem ég get til að j reyna að ná önnu (dóttur þeirra) út úr Sovétríkjunum. Hann sagöist myndu I hringja til hennar næsta morgun til að fá svar hennar. Þessu bréfi læddi hann i iim undir dymar heima hjá sér ásamt | hárri fjárhæð. * I Time greininni segir Tévténkó: | „Vegna þess að ef ég tæki lyftuna ætti | ég á hættu að rekast á aðra sovéska „Ég myndi ekki ráðleggja þér að bíða svo lengi," sagði starfs- félaginn. Eitthvað 1 rödd hans sagði Tévténkó að í orðunum fælist aðvörun. Hann ákvað að segjast ætla að fara eftir viku. „Á filmunni eru símanúmer, staðar- heiti, nöfn á fólki sem þú getur haft samband við I Moskvu ef þú þarft." Framh. af bls. 51 með örfilmunni. Eftir fyrirlestrana fór hann upp á hótel til aö pakka niöur í töskur. Þá fékk hann næstum því áfall. Rak- vélin sem hann haföi skilið eftir í baðherberginu var horfin. Hann mundi ómögulega hvor rakvélin það var. Hann gramsaði í ferðatöskunni og fann hina rakvélina. Hann reyndi að opna hana. Þegar hann gat það ekki leist honum ekki á blikuna. „Ég féll sitjandi niður á rúmið,” segir hann í grein sinni í Time. „Ég starði á gamalt, ljótt teppið, og gat ekki haft stjóm á sjálfum mér. Loksins mundi ég að ég haf ði gleymt einu atriði við að opna handfangið. Setja númerið. Yta fast. Því hafði ég gleymt. Nú snúa. Handfangið snerist. örfilman var enn óskemmd í vélinni. ” embættismenn í byggingunni fór ég niður stigana, 20 hæðir. Þegar ég var loksins kominn út fyrir sá ég hvítan bíl sem lagt var hinum megin á 64. stræti, alveg eins og sagði í flóttaáætluninni. Hann var 50 metra í burtu en fjar- lægöin virtist gífurleg, hættuleg. Það gæti verið KGB leyniþjónustumaður sem biöi i dimmum ganginum, ósýni- legur mér, óséður af Bandaríkja- mönnunum, meö fyrirmæli um aö stöðva mig og hníf eða byssu til að framfylgja fyrirmælunum. Flótta- áætlunin varð allt í einu einskisverö: éghljóp.” Með bandarísku njósnurunum fór hann til hælis sem leyniþjónustan var með í Pennsylvaníufylki. Það fyrsta sem hann gerði næsta morgun var aö hringja til konu sinnar. Karlmanns- rödd svaraði. „Lina?” spurði Tévténkó. „Hún er ekki heima,” svaraði ókunnug karlmannsröddin. Tévténkó skellti símanum á eins og (— ■—;------\ Nú er rétti tíminn að panta FLEKAMÓT Leitið upplýsinga: BREIÐFJÖRB BUKKSMHXIA-STEYPUMðT-VBtKPALLAR SICTIJNI 7 -121 REYKJAVIK-SIMI29022 Fyrir eða eftir bíó PIZZA HOSIÐ Grensésvegi7. Sími 38833. afturljós og gler Autobianchi Alfa Sud Fiat 125, pólski Fiat 127 '78—'81 Fiat 127 '82— Cortina '77—'80 Peugeot 504 VW Passat '77-'80 VW Golf VW Transporter M. Benz307 D M. Benz 200 Steingrímur Björnsson sf., Suðurlandsbraut 12, Rvík. Símar 32210 og 38365. ! m KJOTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2. Sími 686511.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.