Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Side 19
DV. LAUGARDAGUR 23. FEBROAR1985. 59 Endalaust verður auðvitað hægt að karpa um það hvað bar hæst í rokktónlist á síðasta ári og sennilega mun tíminn einn skera úr um það hvað gleymist og hvað lifir. Gagnrýnendur blaða og tímarita í Bretlandi sem á annaö borð settust niður og reyndu að meta uppskeru ársins komust að ólíkum niðurstöðum eins og greint hefur verið frá í Helgarpoppi. Þó var ein plata á öllum listum og einlægt í ein- hverju af fimm efstu sætunum, plata Specials AKA, In the Studio. Við kynnumst lítilsháttar fyrirhða Specials AKA, Jerry Dammers, í pistli dagsins. Eric von Strohem TitiU plötunnar, In the Studio, er ósköp blátt áfram og fremur látlaus við fyrstu sýn. En þekki menn sögu plötunnar verður þessi vísun í hljóðverið dálítið skondin, eins og allir segja nú á tímum. En áður en skýring veröur gefin á nafngiftinni segir Dammers frá því hver hann vildi vera ef hann mætti óska sér að likamnast í einhverjum öðrum manni: Eric von Strohem er svarið. Eric hver? Hann var kvikmyndaleikstjóri og fór á tímum þöglu myndanna til fyrirtækja í Hollywood og bað þau um tvær milljónir Bandarikjadala svo hann gæti búið til kvikmynd. Þegar hann varð svo uppiskroppa með aurana fór hann á nýjan leik til fyrirtækisins sem fjármagnaöi myndina og kvaðst ekki hafa lokið gerð hennar. Forráðamenn fyrir- tækisins horfðu síðan á hálfs annars tíma langa kvikmynd í hæsta gæða- flokki en endinn vantaði. Svo þeir létu kvikmyndaleikstjórann fá milljón í viðbót. Og þannig gekk um hríð. Myndin lengdist sífeUt og miUjónimar urðu fleiri og fleiri uns þar var komið að myndin var orðin fjórir klukkutímar að lengd, fuU- gerð, og kvikmynúafyrirtækinu ger- samlega ókleift að sýna myndina í bíóhúsum. Og það sem verra var: það var með öUu vonlaust að stytta myndina. Eric von Strohem haföi skapaö sniUdarverk sem enginn gat augumUtið. I hljóðveri Ástæöan fyrir því að Jerry Dammers segir þessa sögu verður skUjanleg í ljósi þess að hann gerði sjálfur samning við hljómplötufyrir- tæki, ChrysaUs, og fékk í hendurnar kom /u0i T'T M8n"»'« WiomsveWnh*' ana *es,n Ptótu "* 9af « o'na ,nyndfaend|ð ®JÖasta áre 8nna Waut einu lag- Br«Uandi, /'u ver«'aun í Stan Campbell. Jerry Dammers. álitlega uj^hæð tíl þess að búa tU fjór- ar breiöskífur. Allir peningamir fóm hins vegar í það að fuUgera eina plötu: In the Studio. Hljómsveitin var í hljóðveri meira og minna (aðaUega meira) í heU tvö ár, sjö daga vikunnar. Arangurinn varð fyrsta flokks hljómplata sem allir hafa keppst um að bera lof á, — en hefði ekki verið hægt að hljóðrita plötuna á skemmri tima? „Jú, auðvitað, en ef ég á að vera raunsær þá er ástæðan sú að ég vUdi að Specials AKA yrði jafngóð hljóm- sveit á plötu og gömlu Specials. Frómt frá sagt er Specials AKA ekki eins góð en ég vUdi samt að platan yrði jafngóö svo... það er hægt, en það kostar lengri tíma,” sagði Jerry Dammers í nýlegu viðtaU. Gömlu Speciais Okunnugum lesendum tU glöggvunar: Uppi var i Bretlandi fyrir fáum árum hljómsveit að nafni The Specials og átti feikivinsældum að fagna. Hún var forystusveit hjá 2- Tone hljómplötufyrirtækinu en á þess snærum voru aukinhelur hljóm- sveitir eins og Madness, Selecter og Beat, aUt hljómsveitir sem voru að einhverju leyti að leUca ska-tónlist, afbrigði af reggí. Specials vakti Uka mikla athygU fyrir beinskeytta texta og barðist gegn kynþáttahatri, víg- búnaöi, glæpum og atvinnuleysi svo fátt eitt sé nefnt. Stóri smeUur Specials kom sumarið 1981 er Ghost Town fór á topp breska listans þrátt fyrir bann í BBC en lagið f jaUaði um þjóðfélagsástandið i Bretlandi og einkanlega hiö stórkostlega atvinnu- leysi. Höfundur flestra laga og texta Specials var Jerry Dammers. Mitt í sigurvímunni splundraöist Specials, þrir Uösmanna sveitar- innar stofnuðu Fun Boy Three, sem gaf út tvær plötur og fór síöan á sömu leið; fyrrum söngvari Specials og Fun Boy Three, Terry Hall, rekur nú hljómsveitina The Colour Field við þriðja mann og hún á lag inni á topp tuttugu i Bretlandi þessa stundina. Allt á huldu Jerry Dammers hélt hins vegar nafni Specials, safnaði Uöi og kaus að halda uppi merki hljómsveitarinnar. Það hefur hann gert á eftirminnUeg- an hátt meö plötunni In the Studio en framhaldið er óljóst. Hljómsveitin Specials AKA er í raun holinu fyrir stjórnmálaskoðanir sínar. Mandela hefur talsvert verið í fréttum uppá síðkastið og fuUyrða má að mun fleiri íbúar á Vestur- löndum þekki tU sögu hans eftir aö Specials AKA sömdu lagið um hann sem varð bærUega vinsælt á siöasta ári. Og þó hann sé ekki enn laus úr haldi þá segir Dammers að því markmiði með útgáfu lagsins hafi verið náö aö vekja fólk tU um- hugsunar um kúgun hvíta minnihlut- ans í Suöur-Afríku á svarta meirihlutanum. Afríka tengist Uka síðasta verkefni Jerry Dammers. Hann hefur ásamt ýmsum fleirum endunmnið lag Pioneers, Starvation (Sultur) og lagið verður gefið út tU styrktar Eþíópíusöfnuninni í þessum mánuði. Flytjendur auk Specials AKA verða Madness, UB40, General PubUc, Lynval Golding, fyrrum Uðsmaður Specials, og upphaflegu flytjendumir, Pioneers. Fyrir rokkunnendur er aðeins ein von: að Jerry Dammers haldi áfram aö semja og flytja þá stórfenglegu tónlist sem hann hefur boðið uppá meö Specials og Specials AKA. -Gsal. Specials AKA, t.f.v. John Bradbury, John Shipley, Rhoda Dakar, Jerry Dammers, Gary McManus og Stan Campbell. SpeciaAKAig Jerry Dammers aðeins tU á pappírunum og það eru mest skuldakvittanir gætum við sagt. Söngvarinn, Stan CampbeU, yfirgaf skútuna um mitt síðasta ár og enginn söngvari hefur verið ráðinn í hans stað. Hljómsveitin hefur nánast engan hljómplötu- samning lengur þar eð útgáfufyrir- tækið á inni hjá henni þrjár plötur sem tæplega verða gerðar án nokkurs fjármagns. 1 raun og sann mætti lýsa Specials AKA gjaldþrota og hendur Jerry Dammers eru kirfi- lega bundnar í skuldafeninu. Samt er hann bjartsýnn á einhverja úrlausn. Einn blaðamaður benti honum á aö semja eitthvert léttmetis popplag í anda Duran Duran, selja þaö i stórum upplögum og taka siðan aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið. „Nei, ég gæti ekki fengið mig tU þess að gera neitt í líkingu við Duran Duran. Það væri of skammarlegt.” Á myndbandi En þó Dammers gæti reynst það erfitt að gefa út plötur á næstunni hefur hann haft nóg að sýsla. Fyrir skemmstu kom út myndband sem spannar stóran hluta af sögu Specials, aUt frá Message to You Rudi tU laga á nýju plötunni, þar á meðal auðvitað What I Like Most About You Is Your Girlfriend, en myndbandiö með því lagi var kosiö besta myndbandiö í Bretlandi á síð- asta ári. Þessi nýi miðUl hefur heUlað Dammers og hann hálft í hvoru stjómaði Specialsmyndband- inu í samvinnu við „alvöru”- I leUcstjóra, samdi aukinheldur hand- ritið og var potturinn og pannan i öUu við gerð þess. Og í framtíðinni stefnir hann á kvUcmyndagerð og stefnan er þegar mörkuð: þjóðfé- lagslegur raunveruleUci. Nelson Mandela Ekki er hægt að fjaUa um Specials AKA án þess að tengja hljómsveitina nafni leiðtoga suöurafríska þjóðar- ráösins Nelsons Mandela, sem nú hefur setið á þriðja tug ára í svart-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.