Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Side 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 26. APRÍL1985. ÓRAUNHÆFT AÐ FARA UNDIR 74 PRÓSENT —- segir forstjóri Hagvirkis um tilboð í norðurveg FÍB fagnar tilboði Hagvirkis Stjórn Félags íslenskra bifreiöaeig- enda hefur fagnaö tilboði Hagvirkis varöandi varanlega vegagerö á leið- inni Reykjavík—Akureyri. Treystir FlB því aö ríkisstjórn og Alþingi taki máliö til skjótrar athugunar og hrindi því í f ramkvæmd nú í sumar. „FIB telur aö athuga þurfi tilboð Hagvirkis nákvæmlega. Vera kann aö bjóða þurfi þessar framkvæmdir út meö venjulegum hætti eöa kanna á annan hátt hvort nokkrir aöilar í landinu gætu unnið verkið skjótar og hagkvæmar.” -KMU. Heiðarskóli tuttugu ára Forráöamenn verktakafyrirtækis noröanlands, Samtaks, hafa lýst því yfir að hægt sé aö ljúka lagningu bundins slitlags á þjóðveginn milli Reykjavíkur og Akureyrar fyrir 65 prósent af kostnaðaráætlun Vega- gerðar. „Eg tel ekki raunhæft að fara neöar en 74 prósent af kostnaöaráætlun,” sagði Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis. „Ástæöan fyrir því aö prósentutalan er ekki lægri er sú aö í tilboðinu eru hlutir eins og brýr og slitlag, sem geta ekki farið mikið niður fyrir áætlun, og þar aö auki hönnun,” sagöi Jóhann. Ymsir hafa orðiö til aö efast um aö prósentutala Samtaksmanna sé vel ígrunduö. Franz Arnason hjá Norður- verki á Akureyri, sem er með stærstu verktökum norðanlands, sagöi að Samtak samanstæði af einum ýtu- stjóra á Akureyri og körlum á Sauðár- króki. Þeir heföu aldrei lagt slitlag og hefðu aldrei unnið saman í tilboösverki áöur en þeir fengu Leiruveg. „Þetta er algjört rugl,” sagöi ráðamaöur hjá Vegageröinni um 65 prósent tölu Samtaks. „Þessir Sam- taksstrákar ættu aö láta það vera aö grobba sig. Þeir eru búnir meö innan viö tíu prósent af sínu fyrsta verki,” sagði Vegagerðarmaðurinn. Franz Amason hjá Noröurverki treysti sér ekki til aö áætla fyrir hve mikla f jármuni mögulegt væri aö gera noröurleiöina varanlega. Hann taldi hins vegar aö öll verktakafyrirtæki í landinu yfir meðalstærð gætu ráðið við verkið á þeim tíma sem Hagvirki nefnir. „Viö höfum ekkert á móti því aö þetta veröi boðið út,” sagði Jóhann Bergþórsson hjá Hagvirki. „Ef einhver treystir sér til að fara neöar en viö græðir Vegagerðin þvi meira,” sagöi forstjóri Hagvirkis. -KMU. Frá Haraldi Bjarnasyni á Akranesi. Heiðarskóli í Leirársveit er tuttugu ára um þessar mundir og verður af- mælisins minnst meö hátíöarhöldum um helgina. Heiöarskóli er grunnskóli fyrir hreppana sunnan Skarðsheiðar að Hvalfjaröarbotni og eru nú um 100 nemendur í skólanum og þar starfa 8 fastráðnir kennarar auk skólastjór- ans, Siguröar Guömundssonar, sen verið hefur skólastjóri frá stofnun skólans. Upphaflega var skólinn heimavistar- skóli en heimavist þar var lögö niður áriö 1972 og er nemendum nú ekiö dag- legatil ogfráskóla. Undirbúningur fyrir afmælishá- tíðina hefur staðiö yfir aö undanförnu og hafa nemendur haft veg og vanda af því verkefni. Skólanefndin ákvaö að efna til opinnar viku í 10 daga og hafa nemendur, sem eru 10 ára og eldri, stundað nám samkvæmt stundatöflu hálfan daginn en unnið aö marg- víslegum verkefnum hinn helming dagsins. Eitt athyglisverðasta verkefniö hefur verið uppsetning leikvallar viö skólann og er hann að mestu heima- smíðaöur og úr heimafengnu hráefni. Þá hefur veriö unnið að uppsetningu sýninga, svo sem á handavinnu og gömlum myndum úr starfi skólans. Gefiö verður út nemendablað og sett veröur upp tívolí á svæöinu. Þá hefur Heiöarskóli nú gefið út vandað afmælisrit þar sem rakin er saga skólans og skemmtilegir atburöir rifjaðir upp af nemendum fyrri ára í rnáli og myndum. Úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald A föstudaginn var maöur nokkur, sem á sínum tíma kom viö sögu Karls- efnis-fíkniefnasmyglsins, úrskuröaöur í þrjátiu daga gæsluvarðhald. Viö hús- leit hjá manninum fannst talsvert magn af fíkniefnum. -SOS. íslensk málstöð: BaldurJónsson forstöðumaður Samkvæmt lögum um Islenska mál- nefnd, sem tóku gildi 1. janúar 1985, rekur málnefndin Islenska málstöð í samvinnu við Háskóla Islands. For- stööumaöur Islenskrar málstöðvar er jafnframt prófessor í íslenskri mál- fræöi í heimspekideild með takmarkaöa kennsluskyldu. Forseti Islands hefur aö tillögu menntamálaráöherra skipaö Baldur Jónsson, mag. art., forstööumann Islenskrar málstöðvar og prófessor í islenskri málfræöi í heimspekideild Háskóla Islands frá 1. apríl 1985 að telja. Um embættið sótti, auk Baldurs, Eiríkur Rögnvaldsson, cand. mag. Astrid Lindgren á kvikmyndahátíð Kvikmyndahátíð 1985 veröur opnuö þann 18. maí meö sýningu á kvikmynd- inni Ronju ræningjadóttur sem gerð er eftir hinni ástsælu bamasögu Astrid Lindgren. Astrid hefur notiö geysilegra vinsælda meöal íslenskrar æsku, en hún er m.a. höfundur Línu langsokks, Bróöur míns Ljónshjarta ogElsku Míó míns. Astrid mun koma til landsins og veröa viðstödd opnunina ásamt leiktjóranum Tage Danielsson, sem er einn af þekktustu leikurum og leik- stjórum Svía. Þá veröur væntanlega dagskrá meö verkum Astrid í Norræna húsinu á meöan á dvöl hennar stendur. Skáldkonan og leikstjórinn koma hing- að í sameiginlegu boöi listahátíðar og Norræna hússins. Viðræður ASÍ og st jórnvalda um úrbætur íhúsnæðismálum: Samkomulag um greiðslujöfnun f rumvarp lagt fyrir Alþingi í næstu viku? I viöræðunefnd ASI og stjómvalda, um úrbætur í húsnæðismálum, hefur náöst samkomulag um drög að frumvarpi um greiðslujöfnun. Nú er verið að ræða þessi drög innan stjómarflokkanna og innan ASI. Búist er viö aö þessi drög veröi lögð fyrir ríkisstjómarfund á næstu dögum. Björtustu vonir gera ráö fyrir því, ef aö líkum lætur, aö frumvarpiö veröi orðiö að lögum í næsta mánuði. DV er ekki kunnugt um efnisinnihald frumvarpsins í smáatriðum. Þaö er þó byggt á þeim hugmyndum sem áöur hafa komiö f ram um greiðslujöfnun. Greiöslujöfnun felur í sér að þegar afborganir fara yfir ákveöiö mark skeröast þær. Mismunurinn kemur til greiðslu þegar lániö hefur veriö greitt upp aö öðm leyti. Þessi aðferð felur einfaldlega í sér að lánstíminn lengist þegar kaupgetan minnkar. Höfuövandamálið hefur veriö hvemig beita eigi greiðslujöfnun á þá sem þegar em þjakaðir af þungum greiöslum af lánum vegna minnkandi kaupgetu og hárra vaxta. DV er kunnugt um að greiöslu- jöfnunin verður látin gilda frá þeim tíma sem lán voru almennt verötryggö. Greiðslujöfhunarfrumvarpið miðar því að því aö létta raunir húsbyggj- enda sem þeir hafa gengiö í gegnum á síöustu misserum. Þeim gefst tækifæri til að lengja lánin eins og greiðslu- jöfnun heföi veriö viö lýði þegar lánin voru upphaflega tekin. Hér er fyrst og fremst veriö aö tala um húsnæðislán. Þá er einnig gert ráö fyrir því að líf- eyrissjóðslán verði felld undir sömu reglur. Einnig er þess vænst aö banka- lán, sem lánuð hafa verið til langs tíma og verötryggö, geti fallið undir greiöslujöfnunarreglumar. Hvaö snertir skammtímalán þá getur greiðslujöfnun lítil áhrif haft á þau. DV er ekki kunnugt um hversu miklar lánalengingarnar veröa. Þaö fer eftir því hvemig kaupmátturinn veröur. Hins vegar er ljóst aö um allverulega lengingu getur verið aö ræða f yrir þá sem verst hafa farið út úr húsnæðisbraskinu. Sú upphæð getur skipt tugum þúsunda. Næsta verkefni viöræðunefnd- arinnar er að finna lausn á vaxta- málunum. ASI og Framsóknarflokkur- inn eru hlynnt því aö vextir lækki. ASI hefur lagt til að vextir lækki úr 5 prósentum í 3 prósent. Otreikningar hafa sýnt aö 2/3 hlutar af aukinni greiöslubyröi eiga rætur sínar aö rekja til hærri vaxta. Þriðjungurinn stafar af rýrnandikaupmætti. Skattaafsláttarhugmyndin fyrir hús- byggjendur og þá sem em aö kaupa sér húsnæði er enn til umræðu í nefnd- inni. Hún hefur þó ekki hlotið nægilega góðar undirtektir. Menn eru sammála um að hún verði að vera þannig úr garöi gerð að hún íþyngi ekki neinum. Þá er ekki lokið viöræðum í nefnd- inni um framtíðarskipan verðtrygg- ingar lána. Ekki hefur tekist að komast að niðurstööu um hvemig veröbótavísitalan á lán eigi aö vera í framtíðinni. -APH. Hreinsun hafin í Kollafjarðarstöðinni. Kerin eru meðal annars gufusoðin. DV-mynd: VHV. Kollafjarðarstöðin: Kerin gufusoðin Byrjaö er aö hreinsa ker Laxeldis- stöövar ríkisins í Kollafirði eftir aö tveimur milljónum seiöa var slátraö þar í síðustu viku. Kerin eru meðal annars gufusoðin. Seiöin, sem slátraö var í síöustu viku, voru ÖU frá árinu 1984. Þau voru úr mjög sýktum klakfiski, fiski sem bar veruleg sjúkdómseinkenni nýma- veikinnar. Enn eru eftir í stöðinni seiöi frá árinu 1983. Sjúkleg einkenni hafa ekki fundist í þeim, hins vegar em þau með smit. Ákvörðun hefur ekki veriö tekin um slátrun þessara seiöa. Sjá á til hvemigþauþróasttUvorsins. -JGH. ▲ MITSUBISHI ^COLT MITSUBISHI M M MOTORS Framdrifinn smábíll með eitthvað fyrir alla: » Unga fólkið velur COLT vegna þess hve hann er kröftugur, snöggur og sportlegur. » Foreldrarnir velja COLT af pví hann er ódýr í rekstrl og endursöluverö er svo hátt. » Afi og amma velja COLT sökum þess hve gangviss hann er, þýður og þægilegur í snúningum. » Öll eru þau sammála um að krónunum sé vel varið í Mitsubishi COLT ■SlMP83 Verð frá kr. 379.900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.