Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Side 3
DV. FÖSTUDAGUR 26. APRlL 1985. 3 Skaftamálið: Löngbið eftir sér- fræðingi Mál Skafta Jónssonar blaðamanns gegn lögreglumönnunum er enn í Sakadómi Reykjavíkur. Aö því er Hjörtur Aðalsteinsson sakadómari tjáði DV er nú beðið umsagnar sér- fræðings í réttarlækningum. Eins og DV hefur greint frá stóð upp- haflega til að ljúka gagnavinnslu í Sakadómi fljótlega eftir páska. Þá átti að senda málið til Hæstaréttar. Hjörtur sagði að ekki væri vitað hvenær vænta mætti umsagnar ofan- nefnds sérfræðings. Hann þyrfti að lesa yfir öll málsskjöl áður en hann gæfi umsögn sína. Það tæki væntan- lega einhvem tíma. Því væri ljóst að máliö yrði ekki sent Hæstarétti á næstu dögum. -JSS Langlínumínút- an tífalt dýrari en innanbæjar Fimm þingmenn Alþýöubandalags vilja fela ríkisstjórninni að gera áætlun um uppbyggingu símakerfisins og símaþjónustu til að jafna gjaldskrá símans í áföngum með það að markmiði að landiö verði allt eitt gjaldsvæði innan 5 ára. Þeir hafa lagt fram tillögu til þings- ályktunar um sama gjald fyrir síma- þjónustu á öllu landinu. Þeir vilja einnig tryggja að kostnaður vegna símtala við stjórn- sýslustofnanir verði hinn sami hvar sem er á landinu fyrir árslok 1987. Samkvæmt mælingum Póst- og símamálastofnunarinnar virðast 75% skrefa á landsbyggðinni vera vegna langlínunotkunar en aðeins 40% á Reykjavíkursvæðinu. Miðaö við meðalsamtalslengd, 3—5 mín. á lang- línu, lætur nærri, að mati Pósts og síma, að hver mínúta í langlínusamtali kosti nú 10 sinnum meira en í innan- bæjarsamtali. Þetta kemur fram í greinargerð fyrir tiUögu þing- mannanna fimm, þeirra Hjörleifs Guttormssonar, Ragnars Arnalds, Skúla Alexanderssonar, Steingríms J. Sigfússonar og Helga Seljan. -ÞG Sporhundur- inn Kolur rakti slóð hestamanns sem villtist íþoku fyrir ofan Haf narfjörð 15 ár piltur úr Hafnarfirði, sem fór í útreiðartúr á þriðjudagskvöld, vUltist í þoku. Þegar pilturinn, sem lagði af stað i útreiðartúrinn kl. 20 um kvöldið, var ekki kominn heim kl. 1 eftir miðnætti var hafin leit að honum. Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði var köUuö út. Atján manns og spor- hundurinn Kolur lögðu af stað tUleitar og kl. 4 fannst pilturinn uppi við Sléttu- hUð. Það var Kolur sem rakti slóð hestsins og pUtsins. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem sporhundur rekur slóð eftir mann sem er á hestbaki, sagði Snorri Magnússon hjá Hjálpar- sveit skáta í Hafnarfirði í samtaU við DV. Snorri sagöi aö pUturinn hefði vUlst út af veginum vegna þoku og ákveðið að halda kyrru fyrir. „Hann var orðinn kaldur þegar við fundum hann,” sagði Snorri. -sos Leigubílstjóri ræðst á 18 ára ungmenni: „Sparkaði hvað eft- ir annað í mig” „Mér brá auövitað mjög þegar leigu- bUstjórinn henti mér í jörðina og sparkaði hvað eftir annað í mig, einkum fyrir neðan beltisstaö. Síðan fór hann í jakkann minn, tók þaöan veski mitt með persónuskilríkjum, einhver jum peningum og ók á brott.” Þetta sagði Gunnlaugur Marinósson, 18 ára ungmenni, sem lenti í heldur óskemmtUegri ökuferð aðfaranótt 14. aprUsl. Gunnlaugur var 'að koma af skemmtistað. Stöðvaði hann leigubU og bað bílstjórann að aka sér í Breið- holt. A leiðinni tóku þeir tal saman og varðsundurorða. Þegar bUstjórinn átti að aka inn í innkeyrslu við heimili Gunnlaugs beygði hann í þveröfuga átt og stöövaði bUinn. „Ég sat í aftursæti og vissi ekki fyrr en bUstjórinn stökk út. Hann svipti upp afturhurð bUsins og dró mig út. Ég datt fljótlega. Þá hóf bílstjórinn að sparka í mig hvað eftir annað, einkum fyrir neðan beltisstað. Síöan fór hann í jakkavasa minn, tók þaðan veskið mitt, ýmis skilrUci, ökuskírteini og eitthvað af peningum. Meö þetta hélt hann á brott. Eg skreiddist heim, lurkum laminn eftir meðferöina. Eg tók ekki eftir því frá hvaða stöð bíUinn var. En bU- stjórinn var ungur maður, rétt um þrítugt, heldég.” Gunnlaugur stundar nám í skóla úti á landi og þangaö hélt hann strax Gunnlaugur Marinósson lenti I óskemmtilegri ökuferð. daginn eftir atburðinn. En veski sitt og skilrOci hefur hann enn ekki fengið. ViU hann beina þeim tUmælum tU viðkomandi bílstjóra að hann komi þessum hlutum tU skila sem aUra fyrst. -JSS Bang & Olufsen Danska Einu sinni voru tveir ungir menn. Þeim hugkvæmdist að örugglega væri hægt að nýta tæknina betur: Tæknin ætti að þjóna fólkinu og vera því til góða. Félagarnir stofnuðu fyrirtæki til að vinna að einu markmiði: Að framleiða tæki sem ættu sér ekki jafningja, hvorki í hönnun né tæknilegri fullkomnun. Fyrirtækið skýrðu þeir Bang & Olufsen. Dirfska þeirra borgaði sig. í danska ævin- týrinu varð draumurinn um fullkomna mynd ævintýrið og hreinan tón að veruleika, og tækin hlutu lof og viðurkenningu. í gegnum árin hefur hvergi verið hnikað frá markmiðum þeirra Peters Bang og Svend Olufsen. Hjá B & O finnast enn úrlausnir, þar sem aðrir sjá aðeins vandkvæði og tormerki. Þarna liggur munurinn á venju- legum tækjum og frábærum. Radíóbúðin hefur Bang & Olufsen tæki á boðstólum. Kynntu þér þau nánar. Þau eru örugglega við þitt hæfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.