Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Page 4
4
DV. FÖSTUDAGUR 26. APRIL1985.
Uppsagnir á Selfossi vekja athygli:
BÆJARSTJORIOG BYGGINGA
FULLTRÚISEGJA UPP
Stefán Omar Jónsson, sem var
ráöinn bæjarstjóri á Selfossi 1982,
sagöi starfi sínu lausu á bæjarstjórnar-
fundi á fimmtudaginn. Áöur haföi
Helgi Bergmann Sigurösson, bygg-
ingafulltrúi Selfoss, sagt starfi sínu
lausu.
Sá orörómur hefur veriö uppi á Sel-
fossi að Stefán Omar hafi sagt starfi
sínu lausu vegna ágreinings í sam-
bandi viö stjómun hitaveitu bæjarins.
„Eg hef aldrei heyrt þetta áður og vil
ekki ræða málin í f jölmiðlum. Þetta er
eins og gengur og gerist, að maður
skiptir um starf,” sagði Stefán Omar í
viötali við DV.
Stefán Omar sagði aö ekkert sam-
band væri á milli uppsagnar hans og
Helga Bergmanns. „Helgi sagði starfi
sínu lausu af persónulegum ástæðum.
Eg vissi ekki um uppsögn hans og hann
ekki um mína þegar ljóst var að viö
værum að segja upp,” sagði Stefán
Omar.
Uppsögn Stefáns Omars hefur vakið
mikiö umtal á Selfossi enda hefur hún
komið á óvart hjá bæjarbúum. Stefán
Ömar er þekktur fyrir mikla bjartsýni
og trú á uppgang bæjarfélagsins.
„Eg er ennþá bjartsýnn fyrir hönd
bæjarfélagsins. Engarbreytingarhafa
oröið þar á þó aö ég hafi sagt starfi
minu lausu. Bæjarfélagið er á réttri og
góðri leið. Það kemur maður í manns
stað,” sagði Stefán Omar.
-SOS.
Stefán Ómar Jónsson.
DVáReykhólum:
Steypustjóri
gerir klárt
— kíkt inn í smiðju Guðlaugs
Theódórssonar
Hann er steypustjórinn á Reykhól-
um, á tvo steypubíla og einn krana,
selur 1500 rúmmetra af steypu á ári,
þjónar þeim í Dölunum líka, og
auðvitað að gera klá rt fyrir sumarið.
Vertíðin er senn að byrja hjá
Guölaugi Theódórssyni í Steinveri sf.
Það varð maður var við þegar kíkt var
inn í verkstæði hans. Það var verið að
gera klárt.
„Þetta er ekkert stórræði,” sagði
Guðlaugur, rólegheitin uppmáluð.
Ekki látunum fyrir að fara. „Dugir
mérrétttilaðlifa.”
Guðlaugur sagði að vertíöin hæfist
hjá sér seint í maí, þá færu menn að
huga að steypuvinnunni.
„Annars er þetta meira leiga á tækj-
unum en að ég búi sjálfur til steypuna.
Þaö er mest um þaö að ég leigi út
tækin.”
Steypustjóri hefur Guðlaugur verið í
8 ár, hann missti af vinnu við Þörunga-
vinnsluna hf. „Hún var komin áður en
ég byrjaði,” eins og hann oröar það.
— Ogíhverjuáður?
„Já, ég var í ýmsu áður en maður fór
í steypuna, fékkst þó nokkuð við við-
gerðirábílum.”
Hér með færð þú góðar óskir að
sunnan um góð viðskipti í sumar, Guð-
laugur. -JGH
92 gámar af ísuðum
fiski til Englands
— Þetta er mesta magn af ísuöum
fiski sem hefur verið flutt með gámum
til sölu á mörkuðum erlendis á svo
stuttum tíma, sagði Jóhanna Hauks-
dóttir, fulltrúi hjá LIU. Nú eru á leið-
inni á markað í Grimsby og Hull um
1100 tonn af ísuðum fiski í gámum —
mest er af kola. Það eru þrjú skip sem
hafa lestað farminn í Vestmanna-
eyjum og á S-Vesturiandi, alls eru
þetta 92 gámar.
Grundarfoss og Skeiðsfoss fóru með
samtals 68 gáma og Helgey fór með 24
gáma. Lágt verð hefur verið á kola hér
á landi. Hærra verð fæst fyrir fiskinn á
Bretlandseyjum. -SOS
Einn í smiðju sinni að gera klárt fyrir vertiðina. Steypustjórinn á Reykhól-
um, Guðlaugur Theódórsson. „Þetta er ekkert stórresði, dugir már rétt til
aó lifa." DV-mynd: Kristján Ari.
1
frpjjjj
Nýtt leikrit hjá
Leikf élagi Akureyrar:
Kötturinn
sem fer
sínar eigin
Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir
heitir nýtt leikrit eftir Olaf Hauk
Símonarson sem veröur frumsýnt hjá
Leikfélagi Akureyrar klukkan 17.00 á
sunnudaginn. Þaö hefur sannarlega
verið mikið leikritunarár hjá Olafi
Hauki því ný verk eftir hann hafa verið
á fjölunum í þremur leikhúsum, Þjóð-
leikhúsinu, á Húsavík og nú í leikhús-
inu á Akureyri. Þar aö auki hafa
Blómarósirnar hans ilmað og svo er
Leikfélag Reykjavíkur byrjað að æfa
leikritið Ástin sigrar sem Húsvíking-
arnir voru með.
Þetta nýja barna- og fjölskylduleik-
rit er byggt á smásögu eftir Rudyard
Kipling. Þaö fjallar um það hvemig
hin villtu dýr eru tamin og verða hús-
dýr og hvernig siðmenningin tekur við
af villimennskunni. Þarna eru saman
komin f yrstu dýrin og fyrstu hjónin.
Dýrin sem koma fram eru hundurinn
og það sést hvernig hann verður besti
vinur mannsins, villihesturinn sem
veröur þarfasti þjónninn og kýrin sem
verður búbót mikil. Og svo blessaður
kötturinn sem fer bara sínar eigin leið-
ir. Þama eru lika maðurinn, konan og
bamið. Kötturinn vill auövitað halda
frelsi sínu gagnvart manninum en
verður á endanum að sætta sig við að
taka á sig skyldur.
Ölafur Haukur sagði þetta um kött-
inn sinn í samtaU við DV: „Ætli þessi
köttur þama fari ekki nærri eðU katt-
anna. Þeir koma alltaf aftur að sækja
sér fæðu og hvílast þegar þeir þreyt-
ast. Eg held að kötturinn eigi eftir aö
njóta hyUi hjá krökkunum eins og kett-
ir yfirieitt gera. Þaö er ekki fyrr en við
eldumst sem við verðum örg út í sjálf-
stæöiþeirra.”
Persónumar í leikritinu eru músík-
alskar í meira lagi og gera verkið að
hálfgerðum söngleik. Þarna em 10
söngvar sungnir, lög og textar em eftir
Olaf Hauk. Gunnar Þórðarson útsetti
og hljómsveit hans lék inn á band sem
er notað í sýamgunni.
LeUtararnir eru Þráinn Karlsson,
Theodór JúUusson, Þórey Aðalsteins-
dóttir, Sunna Borg, Pétur Eggerz,
Marinó Þorsteinsson og Rósberg
Snædal. Messiana Tómasdóttir
hannaði leikmynd og búninga, Alfreö
Alf reðsson lýsrngu og Sigrún Valbergs-
dóttir er leikstjóri.
JBH/Akureyri.
Islandsmeistaramótiö í vaxtarrækt á sunnudag:
SVIÐSUÓSIN OG
HVATNINGARHRÓP
ÁHORFENDA HEILLA
I líkams- og heUsuræktarstöövum
landsms er vaxtarræktarfóUc að leggja
síðustu hönd á undirbúning sinn fyrir
Islandsmeistaramótið í vaxtarrækt,
sem fer fram í veitingahúsinu Broad-
way næstkomandi sunnudag. Við
brugðum okkur í Orkulmdina í
Brautarholtinu, þar sem Stefán Hall-
grimsson frjálsíþróttakappi ræður
rUcjum, og tókum tvo af væntanlegum
keppendum, sem þar æfa, tali. Eru það
Olafía Svandís Grétarsdóttir og Július
Ágúst Guðmundsson.
Svandís Grétarsdóttir
Svandis er 19 ára Reykjavíkurmær,
ættuð úr Borgarfirðmum, og starfar
nú sem læknaritari hjá Trygginga-
stofnun ríkisins en hún útskrifaðist
sem stúdent frá Kvennaskólanum um
sL jól. Aðspurð um íþróttaferil sinn
sagðist hún hafa byrjað að æfa frjálsar
íþróttir meö UMSB þegar hún var í
sveit í Reykholtsdal, 13 til 15 ára að
aldri. Þá sagöist hún hafa æft hand-
bolta og keppt með IR í þrjá vetur en
hætti í handboltanum þegar hún
byrjaði að æfa lOcamsrækt fyrir rúm-
um tveimur árum. Sagðist Svandís
hafa orðið vör við ýmsar breytmgar á
likama srnum þegar hún byrjaði aö
æfa l&amsræktma, óþarfa fita hvarf,
hún varð meðvitaöri um líkama sinn
og sjálfsöryggiö óx. Þaö var svo um sl.
áramót sem Svandís ákvað að keppa í
Islandsmeistaramótinu og hóf undir-
búnrng undrn það meö erfiðum og
þungum vaxtarræktaræfingum. Sagði
Svandís að sig heföi langaö til að sjá
hvort hún þyldi það líkamlega og
andlega álag sem fýlgdi því að búa sig
undir og taka þátt í keppni sem þess-
ari. Sagðist Svandís hlakka til keppn-
innar en sú tilhlökkun væri þó blandrn
svolitlum kvíða fyrir því að standa í
litlum sundfötum einum klæða í sviðs-
ljósinu fyrir framan mörg hundruð
manns.
Júlíus Guðmundsson
Hinn keppandinn, sem viö trufluðum
við æfingar í Orkulindmni, var Júlíus
Guðmundsson en hann er einungis 17
ára gamall. Þrátt fyrir það hefur hann
æft vaxtarrækt í rúm þrjú ár og keppt
sex sinnum í vaxtarrækt. Á Lslands-
meistaramótmu 1982 lenti Júlíus í
Svandis saglst hlakka til afl taka
þátt i islandsmaistaramótinu í
vaxtarrœkt en sú tilhlökkun er þó
blandin kvífla fyrir þvl að þurfa afl
standa fáklœdd fyrir framan fjölda
áhorfenda.
DV-myndir Jóhann Kristjánsson.
þriðja sæti í unglingaflokki. Arið eftir
varð hann einnig í þriðja sætinu í
Islandsmeistaramótinu en viku eftir
það keppti hann á Norðurlandsmóti á
Akureyri og lenti þá í öðru sæti. I
nóvember 1983 keppti Júlíus á Kefla-
víkurflugvelli og lenti þar í öðru sæti.
A Islandsmeistaramótinu í fyrra
keppti Júlíus í 70 til 80 kg flokki og
hafnaði þar í öðru sæti. Viku síðar
keppti hann í Islandsmeistaramóti
Július Guflmundsson æfir um þess-
ar mundir sjö daga vikunnar, þrjár
klukkustundlr á dag. Þessa dagana
segist hann taka minni þyngdir en
fleiri endurtekningar, auk þoss sem
hann tekur fleiri aukaæfingar fyrir
„finpússningu".
unglinga á Akureyri og varð þá
Islandsmeistari í -75 kg flokki. Að
þessu sinni hyggst Júlíus keppa í +75
kg unglingaflokki og sagðist hann
stefna að því að verða Islandsmeistari
unglinga. Július sagðist hafa mikla
ánægju af að keppa í vaxtarrækt og
skipti þá ekki máli þótt hann ienti í
neösta sætinu ef áhorfendur stæðu með
honum og hvettu hann til dáða.
-Jóhann Kristjánsson.