Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Síða 5
DV. FÖSTUDAGUR 26. APRlL 1985. 5 Áburðarverksmiðjan: Tapið um 43 milljónir kr. — afskriftir námu 90 milljónum — vandinn nú talinn íkringum 100 milljónir kr. Fjárhagsvandi Aburðarverksmiöj- unnar er enn óleystur en rætt er um að hann sé í kringum 100 milljónir króna. Talið er líklegast að verk- smiðjan fái beinan styrk úr ríkis- sjóði. Nefnd til að fjalla um aðstoð- ina er enn óskipuð. Hún á að athuga hvernig og hversu mikil aöstoðin verður. Samkvæmt upplýsingum DV nam tap verksmiðjunnar á síðasta ári um 43 milljónum króna. Gengistap reyndist hins vegar vera um 191 milljón króna. Og afskriftir verk- smiöjunnar voru 90 milljónir, bók- færðarafskriftir. Vandi Aburðarverksmiðjunnar nú, eftir að áburðarverð hækkaði, er tal- inn í kringum 100 milljónir króna. Þaö er einmitt sú taia sem verk- smiðjan fékk úr kjamfóðursjóði á síðasta ári. Nýhækkaö áburðarverö hækkar tekjur verksmiðjunnar um 16,2%. Verksmiðjan sjálf áætlaði hins vegar að hún þyrfti 56% hækkun á þessu ári svo afkoman yröi eðlileg eins og það er kallaö. Tekjur verksmiðjunnar á síðasta ári voru í kringum 760 milljónir króna. En gjöld voru um 803 milljón- ir, þar af reiknaðar afskriftir um 90 milljónirkróna. Verð áburðarins hefur hækkaö um 40% til bænda. Engar niðurgreiðslur munu koma í ár, það er greiðslur úr kjamfóöursjóði. Til upprifjunar skulum viö segja að verðið í fyrra hafi verið 100. Bændur greiddu 83, kjarnfóðursjóður 17. Greiðsla bændanna hefur hækkaö um40%,úr83íll6. Tekjur verksmiðjunnar hækka úr 100 í 116, þaöerl6% hækkunin. Verk- smiðjan vildi þvi fá verðið upp í 156 en það fékkst ekki fram í gegnum áburðarverðið. -JGH ITT Ideal Color 3304, -fjárfesting í gæöum á stórlækkuöu veröi. Vegna sérsamninga við ITT verksmiðjurnar í Vestur Þýskalandi, hefur okkur tekist að fá takmarkað magn af 20" litasjónvörpum á stórlækkuðu verði. ITT Verð á 20" ITT litsjónvarpi Kr. 28.700,- Sambærileg tæki fást ekki ódýrari. ITT er fjárfesting í gæðum. SKIPHOLTI 7 SIMAR 20080 8c 26800 Bjarki Elíasson um aðgerðir leigubílst jóra: „Eru alls ekki að að- stoða lögregluna” „Leigubílstjórar eru alls ekki að að- stoða lögregluna með þeim aðgerðum sem þeir hafa haft í frammi undan- farnar helgar til að stöðva farþega- flutninga Sendibila hf. Við kærum okkur alls ekkert um það. Leigubíl- stjórar eru þarna að fara út fyrir sitt verksvið.” Þetta sagði Bjarki Elíasson yfirlög- regluþjónn er DV ræddi við hann. Leigubílstjórar hafa sem kunnugt er haft í frammi aðgerðir undanfarnar helgar til að stöðva farþegaflutninga Sendibíla hf. Einn bílstjóranna sagði nýlega í viötali við DV aö bílstjórarnir væru með þessu að aðstoöa lögregluna þar sem Sendibílar hf. væru að brjóta lög. „Eg er ekki að mæla Sendibílum hf. bót,” sagði Bjarki, „en ef einhver er að brjóta af sér þá eru þaö báðir aöilar í þessumtilvikum.” Bjarki sagði ennfremur aö mál Sendibíla hf. hefði verið rannsakað. Það væri nú til umfjöllunar hjá sak- sóknara. Hann legði endanlegt mat á meðferð þess. Þetta mál lyti sömu lög- málum og önnur af sama toga. Það yrði að ganga rétta boðleið. ,,Við munum grípa inn í ef til tíðinda dregur milli Sendibíla hf. og leigubíl- stjóra,” sagði Bjarki. ,,En við getum ekki komið í veg fyrir svona lagaö.” -JSS. með Jjölda stórraviiminga íbúðarvinningur ♦ r ♦ Vinningar tii íbúðakaupa á 500þúsund krónur MIÐI ER MÖGULEIKI ____ HAPPDRÆTTI________ Dvfdarheiiralis aldraðra sjómanna tttáé VÍÐSJÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.