Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Qupperneq 9
DV. FÖSTUDAGUR 26. APRIL1985. 9 Útlönd Útlönd Nýja Kaledónía: Kjósa um heima- stjórn 1987 Frá Friðriki Rafnssyni, fréttaritara DVíParís: Franska ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í gær, fimmtudag, til að taka ákvörðun um ráðstafanir í málefnum Nýju Kaledóníu. I f undarlok gaf forsætisráðherra, Laurent Fabius, út tilkynningu sem kvað á um fyrir- hugað stjórnarfyrirkomulag á eyja- klasanum. I máli ráðherrans kom fram að tvö grundvallaratriði teldust vera for- senda hvers kyns lausnar deilu- málsins. Annars vegar þótti ráðherra nauðsynlegt aö haldið yrði uppi reglu og deiluaðilar ræddu málin. Hins veg- ar taldi ráðherrann að bæði þyrfti að taka með i reikninginn hagsmuni hinna ýmsu þjóðfélagshópa á staðnum sem og franska ríkisins. Fabius tilkynnti ennfremur að stefnt væri að þvi að veita eyjaklas- anum sjálfstæði í framtíðinni, sjálf- stæði sem yrði þó í beinum tengslum við Frakkland. Atkvæðagreiðsla um heimastjórn mun fara fram í síðasta lagi fyrir árs- lok 1987, það er eftir þingkosningamar hér í Frakklandi næsta vor. Þangað til verður eyjaklasanum skipt í fjögur svæði, sem stjórnað verður af beint kosnum héraðsþingum. Gert er ráð fyrir að kosningar til þess- ara héraösþinga fari fram í ágúst- mánuði næstkomandi. Áætlun stjórnarinnar gerir sömuleiðis ráð fyrir stórauknum fjár- framlögum til uppbyggingar atvinnu-, þjóð- og menningarlífs á Nýju Kaledóníu. Ráðherrann sló svo botninn í yfir- lýsinguna með því að ítreka nokkuð sem ofarlega hefur verið á baugi und- anfarið, en það er sú ætlun rikisstjórn- arinnar að stórauka heraflann í Nýju Kaledóníu. Eyjaklasinn er Frökkum afar mikilvægur hernaðarlega, því mestur hluti kjamorkutilrauna þeirra fer f ram á Kyrrahafssvæðinu. MAFÍUMORÐ Á SIKILEY Fjárhirðir í starfi hjá einum mafíuforingja á Sikiley og tveir 15 ára piltar voru meðal sex manna, sem skotnir voru til bana í gær við .Kataníu. Virðist þarna hafa verið um hefndaraðgerðir að ræða út af gamalli misklíð innan mafíunnar, en foringi hinna drepnu, Francesco Alleruzzo, er í fangelsi. Önnur réttarhöld yfir von Biilow Martha „Sunny” von Bulow lá eitt- hvert sinn rænulaus í níu klukkustund- ir á meðan eiginmaður hennar,Klaus, las í bók og hundsaði beiönir um aö kveðja til lækni. Þetta bar Maria Schrallhammer, sem var þema Mörthu í 23 ár, fyrir rétti í gær. Það eru önnur réttarhöldin yfir hinum danskættaða Klaus von Bulow, sem sakaður er um að hafa reynt aö myröa eiginkonu sína, svo að hann gæti erft milljónir hennar og gengið að eiga hjákonu sina. — Haldið er fram aö hann hafi sprautað konu sína insúlíni, en hún hefur ekki komið til méðvitundar síðan í desember 1980. Viö fyrstu réttarhöldin var Klaus fundinn sekur og dæmdur í 30 ára fang- elsi, en áfrýjunarréttur Rhode Island hnekkti þeim úrskurði út af tæknilegu atriði. Auðmanninum Claus von Biilov brá þegar hann var fyrst dæmdur sekur um morðið á eiginkonu sinni. Síðan var þeim úrskurði hnekkt en nú reynir saksóknari aftur. Átta lögreglumenn drepnir Atta lögreglumenn fórust og 11 að skæruliðum í norðlægum héruðum særðust þegar sprengja sprakk á landsins. Skæruliðar hafa yfirgefið æfingasvæði lögreglunnar í E1 bækistöðvar sínar til að forðast Playon í E1 Slavador. árásirhersins. A meðan sóttu um 4.500 hermenn Gunnar Ásgeirsson hf. Fæst einnig í Blómavali v/Sigtún Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200 og Alaska í Breiðholti. GARÐURINIM ÞINN VERÐUR „GÖTUPRÝÐI" EF ÞÚ KLIPPIR LIMGERÐIÐ MED FÖSTUDAGSKVÖLD W|»í í JIS HÚSINUI í JIS HÚSINU OPIO I ÖLLUM DEILDUM T1L KL. 8 í KVÖLÐ GLÆSILEGT ÚRVAL HÚSGAGNA Á TVEIMUR HÆÐUM Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best OPIÐ LAUGARDAG KL. 9-16 Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála VISA Jli 'A A A A. A A »■ 2 CD C D d 13 nU'lO. _ :_G_i EZ ._ZZ lJ il Í-IQQJ UUIJOO.JU I fti Bl n SU itfl UIU U U i' i I • l n, Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 • 20 tommu fjarstýrt litasjónvarp. • 8 stöðva val. • Quick-start In-liner myndlampi. • Tengi fyrir hátalara og segulbandsupptökur. ÍH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.