Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 26. APRlL 1985.
11
Vöruverð og
kaupmáttur
Siguröur Þórðarson í Reykjavik:
— Eg vildi fá að vita hvemig á að
bæta úr fyrir þetta fólk sem er að
missa íbúðir sínar?
„Lenging lána og lækkun vaxta er
mjög mikilvæg aðstoð í þessu sam-
bandi. Auk þess er verið aö ræða um
leiðir til að aðstoða slíkt fólk í gegnum
skatta þar sem húsnæðisstyrkur yrði
greiddur út. En ég vil taka skýrt fram
að það er ekki búið að ákveða um það
mál á þessari stundu. Mjög mikið er
verið að gera í þessum málum núna.
Og ég held að ég geti lofað því að í
næstu viku veröi endanlega gengiö frá
ákveðnum hugmyndum þessu lútandi.
Sem reyndar nokkrar eru nú þegar
komnar til f ramkvæmda. ”
— Ertu sammáia mér um að fá vöru-
verð niður og láta kaupið standa í
stað?
„Já, það væri ég svo sannarlega ef
ég réði við það. Eg var einn af þeim
sem var vantrúaður á að gefa frjálsa
álagningu á vöru. En það hefur sýnt
sig að þar sem samkeppni hefur verið
sæmileg þar hefur vöruverð hækkað
minna en framfærslukostnaður. En
aðrar vörur hafa hækkað, ja, kannski
óbærilega mikið, þar á meðal landbún-
aðarvörur því það hefur verið dregið
úr niðurgreiðslum landbúnaöarafurða
og fleira. Eg veit ekki hvort við ráðum
út af fyrir sig við það að lækka vöru-
verð betur heldur en með því að auka
samkeppnina á milli seljenda. Frá því
í janúar í fyrra þar til núna í mars er
ekkert misgengi á milli launa og vöru-
verös þó sveiflur séu á báða bóga. Eg
trúi því og treysti að framundan sé
tími þar sem kaupmáttur og kauptaxt-
ar hækka meira en veröbólgan. Þannig
eiga kjörin smám saman aö fara batn-
andi.”
Söluskattur
útgerðar
af eigin
rekstrarvörum
Kristján Jónsson, Reykjavik:
— Er þaö rétt aö útgerðin borgi ekki
söluskatt af rekstrarvörum sínum?
„Þarna kemurðu mér líklega á gat,
ég veit ekki annað en útgerðin borgi
söluskatt af sínum rekstrarvörum, ég
held að ég megi fullyrða það, en ég
verð að segja þér alveg eins og er,
Kristján, að ég þyrfti nú að athuga
þetta. Ástæðan fyrir því að ég held
að það sé rétt er að það náðist núna
samkomulag um að endurgreiða sölu-
skatt í fiskvinnslu, og þar með í raun
og veru sjávarútvegi, á þessu ári og sú
endurgreiðsla er metin 550 milljónir
króna og ef útgerðin, ég tala nú ekki
um fiskvinnslan, borgaði ekki sölu-
skatt hefði þetta ekki verið nauðsyn-
legt.”
— Astæðan fyrir spurningunni,
Steingrímur, er sú að ég hef heyrt að
útgerðin keypti hinar og þessar vörur
og notaði svo til eigin þarfa. „Þetta hef
ég líka heyrt, en ég hefði nú heldur
haldið að þetta væri í sambandi við það
að þá skrifuðu óráðvandir útgerðar-
menn slikt á útgeröina en ekki á heim-
ilið og þannig kemur útgerðin út með
mikiu minni hagnað og borgar miklu
minni opinber gjöld og það hefur verið
kvartað undan þessu sums staðar á
landinu að útgerðarmenn væru með
enga skatta af þessum ástæðum, svo
að ég held að það sé nú frekar það sem
áttervið.”
Lélegþjónusta
Bifreiða-
eftirlits
Snæbjöm Guðnason, Reykjavík:
— Mig langar að spyrja þig í sam-
bandi við Bifreiðaeftirlit ríkisins. Þar
hefur mikið verið talað um að breyta
starfsaðferðum, maður kvíðir fyrir að
fara þarna uppeftir, þeir eru lengi að'
afgreiða, virðast gera í því að tefja af-
greiðsluna. Er ekki á döfinni að færa
starfsemi eftirlitsins meira út til bif-
reiðaverkstæðanna sjálfra?
„Það er satt að segja búið að vera á
döfinni mjög lengi. Þegar ég var nú
stuttan tíma dómsmálaráðherra hafði
ég mikið samband við Bílgreinasam-
bandið og þá voru gerð drög að frum-
varpi um það þar sem gert var ráð
fyrir að þeir hefðu nánast eftirlit með
bif reiðaverkstæðunum og stöðvuðu bif-
reiðar hvenær sem þeim sýndist og
skoðuöu hvort þær væm í lagi. Það var
nú ekki samstaöa um þetta, en mér
fannst þetta út af fyrir sig vera athygl-
isvert en niðurstaðan varð sú, og ný-
lega búið að breyta því, að það var
felld niður skoðun fyrstu tvö til þrjú ár
bifreiða og reynt að draga þannig úr.
En menn treystu sér ekki til aö ganga
lengra sem ég hef út af fyrir sig verið
1 hlynntur. Það má kannski segja þeim
‘til afsökunar að þeir hafa árum saman
vakið athygli á lélegri aðstöðu, þeir
þurfa að vera aö þessu úti, stundum í
slyddu og bleytu, og þaö er slæm að-
staöa þama irnifrá. ”
Tilboð Hag-
virkis um
vegalagningu
Ægir Kristinsson, Fáskrúðsfirði.
— Hvað finnst þér um tilboð Hag-
virkis um vegariagninguna norður í
land frá Reykjavík?
„Ut af fyrir sig finnst mér tilboðiö
ákaflega athyglisvert en ég held að það
sé mjög erfitt að ganga að því. I fyrsta
lagi er auðvitaö alls ekki hægt að gera
það nema veita fleirum tsdcifæri*
tíl að bjóða i svona, i öðm lagi raskar
það náttúrlega allri langtímaáætlum
öig hugmyndum um visst jafnvægi á
‘milli kjördæma í svona framkvæmd-
um og svo i þriðja lagi þá hijóta menn
að spyrja að því hvar þeir ætli að fá
peninga og hvemig, þannig að þetta
þarf að skoðast miklu betur, að minu
mati, áður en það er samþykkt og ég
hefði viljað sjá svona gert í heldur
smærri skömmtum heldur en aila leið
tilAkureyrar.”
— Eg las um það í einhverju blaði að
það hefði einhver annar aðili, stór að-
ili, tekið að sér að bjóða í það sem eftir
varð, er eitthvað til í því?
„Nei, ég hef nú ekki heyrt það en ég
heyrði það í fréttum einnig að aðili á
Akureyri, man ekki hvað hann heitir,
Samverk held ég, hafi einmitt sagt
svipaö hér, að þeir vildu fá að bjóða i
l£ka, en ég hef ekki séð neitt frá þeim
néöðrum.
INGVAR DG GYLFI
I____81144 - fírensásveg 3- 8H44_I
ALLAR STÆRPIR
MÓPFEROABÍLA
SÉRI.EYFISBÍLAR AKUREYRAR H.F.
FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR H.F.
RÁDHÚSTORGI 3. AKUREYRI SÍMI 25000
Blómaskreytingar
við öll tækifæri
LANGHOLTSVEÖ 89 - SlMI 34111
maiinia
BÖXNA
PRESSÖR
-þústíllirbamtániann...
KJÖTMIÐSTÖÐIN
Laugalæk 2. Sími 686511.