Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Page 13
DV. FÖSTUDAGUR 26. APRIL1985.
13
Úr stöðnun til uppbyggingar?
„Ýmsum á fundinum þóttu réðherrar Sjélfstœðisfiokksins undariega
staðir f mörgum málum og of miklir vemdarar hins gamla „kerfis", og
voru menn afl þvi leyti samméla ungum sjélfstœðismönnum & þeirra
landsfundi."
a „Þessar samþykktir hljóta að telj-
w ast tímamótaverk þegar þess er
gætt að það er flokkur forsætisráðherra
sem gerir þær og það þá jafnframt haft
í huga hver samstarfsaðilinn er.”
Þá er lokið síðari „stórfundi”
stjómarflokkanna, þaö er aðalfundi
miðstjómar Framsóknarflokksins.
Niðurstöður fundarins var afdráttar-
laus stuðningsyfirlýsing við ráð-
herra flokksins og ríkisstjórnina.
Fremur lítið var deilt um stjómar-
stefnuna sjálfa, helst vora það
vaxtamálin, sem menn greindi á um.
Ýmsum á fundinum þóttu ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins undarlega stað-
ir í mörgum málum og of miklir
verndarar hins gamla „kerfis”, og
vora menn að því leyti sammála ung-
um sjálfstæðismönnum á þeirra
landsfundl
Ferskur andblær
eða óskhyggja?
I stjórnmálaályktun fundarins
kennir margra grasa, sem tæplega
hefði verið þar að finna fyrir nokkr-
um árum. Samþykktin byggist
raunar á framsöguræðu formanns-
ins og forsætisráðherrans aö lang-
mestu leyti, en þar hvatti hann til
nýs átaks i atvinnuuppbyggingu.
Meðal markverðustu atriða á þvi
sviði má nefna hugmyndir um að
fella niður aðflutningsgjöld og sölu-
skatt vegna stofnunar nýrra fyrir-
tækja sem teljast til nýsköpunar í at-
vinnulifi og selja á erlendan markað,
auk skattaívilnana og ivilnana i
orkuverði, skattaivilnun eða styrki
úr ríkissjóði vegna rannsókna- og
þróunarstarfsemi fyrirtækja, örvun
við þátttöku útlendinga í nýjum at-
vinnugreinum, ef við getum af þeim
lært, og aö aöstaða til samkeppni og
á lánamarkaði verði gerð sambæri-
leg við það sem erlendir keppinautar
búa við.
Þessar samþykktir hljóta að
teljast tímamótaverk þegar þess er
gætt að það er flokkur forsætisráð-
herra sem gerir þær og það þá jafn-
framt haft í huga hver samstarfs-
aðilinn er. Sjálfstæðisflokkurinn
getur vart annað en stutt þessar til-
lögur í raun, hvernig svo sem
gengur að framkvæma þær. Þegar tíl
framkvæmdanna dregur verða
menn nefnilega að gá vel að því
Kjallarinn
MAGNÚS
BJARNFREÐSSON
hvort unnt sé að setja um málin það
pottþéttar og réttlátar reglur að ekki
sé hætta á misnotkun, því fríðindin
sem boðin era samkvæmt ályktun-
inni geta verið býsna þýðingarmikil.
Þá er því heldur ekki að leyna að þau
geta bæði haft tímabundna tekju-
rýrnun og útgjöld í för með sér fyrir
ríkissjóð, tekjumissi, sem varla
verður mætt með öðra en erlendri
lántöku, þvi svo virðist sem við göng-
um að mestum hluta fyrir þeim I
dag. Árangurinn á hins vegar að
verða stórauknar tekjur ríkissjóðs og
þjóðarinnar allrar. Vonandi komast
menn að þeirri niðurstöðu að unnt sé
að standa við fyrirheitin, því það er
algert lífsspursmál fyrir okkur að
geta nú aukið framleiðslu okkar og
þar með þjóðartekjur.
Flókið vaxtadæmi
Almennt vora menn sammála um
að vextir yrðu að lækka. Sú skoðun
að háir vextir auki ekki verðbólgu
átti sér formælendur fáa — ef nokk-
um. Er víst raunar flestum öðrum en
sprenglærðum hagfræðingum orðið
það ljóst. Þær raddir heyrðust á
fundinum að raunvextir mættu helst
ekki vera hærri en 3%. En þar er ill-
vígt ljón á veginum. Meirihluti þess
fjánnagns sem á boðstólum er í
landinu í dag er erlent f jármagn, eða
55% að sögn forsætisráöherra.
Raunvextir af því fé í nýjum lánum
eru í dag um 10%. Sér þá hver maður
að útilokað er að koma raunvöxtum
niður í 3%, enda munu aðeins um
20% þess fjár sem falt er á lána-
markaði koma í gegnum innlenda
fjárveltu banka og sjóðakerfis.
Þannig virðist ljóst að hin geig-
vænlega skuldasöfnun okkar sé búin
að taka af okkur ráðin á fjármagns-
markaönum, ofan á allt annað. Ber
raunar allt að sama branni að þá
skuldasöfnun verður að stöðva eða
stilla í hóf svo sem f rekast er unnt.
Engu að síður er ljóst að vextir
verða að lækka í þjóðfélaginu, og ef
seðlabankamenn skilja það ekki
verður aö breyta lögum um vaxta-
ákvarðanir.
Bættrar menntunar þörf
En það er ljóst að þótt f jármagns
sé þörf til þess að unnt verði að koma
á nýsköpun atvinnu og efnahagslifs
og nauðsynlegt sé að atvinnufyrir-
tæki geti fengið það fjármagn án
okurkjara, þá skiptir ekki minna máli
að til sé þekking og menntun til þess
að ávaxta pundiö. Því miður hefur
islenska menntakerfið alls ekki
brugðist rétt við þeirri þróun sem
ljós hefur verið þeim sem sjá vildu í
mörg ár, jafnvel áratugi. Ekki
verður hjá því komist aö leita svara
við því hvers vegna svo hefur farið
og hvers vegna við blasir að mörg ár
muni líöa áður en menntakerfið
verður komið í takt við umheiminn
og nútimann. Ekki kenna þeir sem
ekki kunna og hræddur er ég um að
fræðsla kennara um hina nýju upp-
lýsingaöld, sem er þegar gengin í
garð, sé raunalega lítil. Á hinum
nýju tímum er meira virði aö kunna
að afla sér upplýsinga en að vera
gangandi alfræðibók. Þekking og
kunnátta í miðlun upplýsinga og
hvers kyns fjölmiðlun er mikil-
vægari en að kunna formúlur utan
að. Markaðssetning er mikilvægari
eöa í það minnsta eins mikilvæg og
framleiðsla.
Á öllum þessum sviðum er
menntakerfi okkar klumsa, eða því
sem næst. Ekkert bendir til þess að
þeir sem þar eiga að ráða ferðinni
megi á næstunni vera að því að líta
upp úr launaþrasi sinu til þess að
aðgæta hvemig heimurinn lítur út,
hvað þá að velta vöngum yfir því
hvemig hann muni líta út að nokkr-
um árum liðnum. Grunnskólalögin
era oröin úrelt áður en þau hafa tekið
fullt gildi. Nýjar námsskrár standa
eins og nátttröll í vegi nauðsynlegra
nýjunga. Það er vissulega ekki glæsi-
legt ástand sem þarna blasir við og
óhjákvæmilegt fýrir okkur að fara að
taka til höndum á þessu sviöi, ef viö
ætlum að teljast til velferðarþjóð-
félaga í upphafi tuttugustu og fyrstu
aldarinnar.
Vonandi beitir núverandi ríkis-
stjóm sér fyrir endurskipulagningu
menntakerfisins i takt við nútímann.
Það væri verðugt áframhald á þeirri
uppbyggingarstefnu atvinnuUfsins
sem grunnur hefur verið lagður að á
fundum stjórnarflokkanna að undan-
förnu.
Magnús Bjarnfreðsson.
Rlkynjaðasta melnsemd íslensks
þjóðfélags er ofþensla rikisvaldsins:
Rikl sem þenst stjórnlaust yflr holt
og hæðir og hefur fyrir löngu gleymt
upprunalegum tilgangi.
Ef allt er tíundað má ætla að allt að
helmingur af allri starfsemi ríkisins
brjóti í bóga við frjálslynda stjórn-
arhætti og ætti því að Icggjast niður.
Þeir sem álita að þetta sjónarmið
eigi eitthvað skylt vlð frjálshyggju
(riki = her, lögregla, löggjafar- og
dómsvald) þekkja ekki mun á ósann-
aðri öfgakreddu og heilbrigðri skyn-
seml.
(öfugt við það sem margir
„hægri” menn virðast álíta eiga
þessi tvö sjónarmið, frjálslyndi og
frjálshyggja, fátt annað sameigin-
legt en keimlíkt nafn.)'
Margir hafa komið að móli við mig
og sagt aö það sé slæmt að „hægri”
menn séu komnir í hár samaa En
frjálslynd ihaldssemi á akkúrat ekkert
skylt við frjólshyggju Mikons Fried-
mans.
Æxlin
Þau meinvörp sem rikið hefur
dreift um þjóðarlíkamann skipta
ekki tugum.heldur hundruðum. Hér
verða þó aðeins talin nokkur þau
augljósustu.
Þessi æxli eiga það sameiginlegt
að þau sjúga nú til sin stóra hluta af
næringu þjóðarlíkamans með þeim
afleiðingum að mörg líffæri hans
svelta.
Þessi æxli eru m.a. öll atvinnu-
fy rirtæki í eigu ríkisins. öll slík fyrir-
tæki geta einkaaðllar rekið betur en
ríkið og eiga þvi að yfirtaka þau með
manni og mús.
Þetta þýðir á mæltu máll að rikið
(og sveitarfélög) eiga að hætta öllum
rekstrl i sambandi við sement,
áburð, flskvinnslu, útgerð og
þöranga svo dæmi séu nefnd.
En meinvörpin eru fleiri. Ríkið
ÞJÓDARMEINID
„En frjólslynd ihaldsseml á akkúrat akkart skylt vifl frjálshyggju
Miltons Frisdmans."
a „Það sem gera þarf er að stokka
w upp alla starfsemi Rannsóknaráðs
og Vísindasjóðs og laða fé einkaaðila í
rannsóknir með víðtækum kerfisbreyt-
ingum.”
JÓN ÓTTAR
RAGNARSSON
MATVÆLAFRÆDINGUR
Frjálslyndi
í framkvæmd
rekur margs konar ráðgjöf, t.d. efna-
tækni- og innkaupaþjónustu fyrir
atvinnulifið æm einkaaðilar gætu
rekið betur en rfkiö, skatt-
borgurunum að kostnaðarlausu.
Vanræktu sviðin
Utþenslustefna íslenska rikis-
valdsins hefur att því inn á fjölmörg
svið þar sem það á ekkert erindi, á
meðan vanræktu svlðin skipta tugum
ef ekki hundruöum.
Hættulegast er þó að ríkið hefur
nær ekkert látið efnalega og andlega
verðmætasköpun til sín taka, þótt
hún stjórni því alfarið hvort hér
verður búið eftir 100 ár eða ekki.
Ríkið er um þessar mundir að
setja 50 milljónir i Rannsóknaráð
ríkislns. Þessi dúsa á að duga til að
leysa vandamál rannsókna i land-
inu... í bili.
Þessi hlægilega ölmusa er enn ein
sönnun þess að íslenskum stjórn-
málamönnum ætlar ekki að
heppnast að taka þetta brýnasta
hagsmunamál Islendinga föstum
tökum.
Það sem gera þarf er aö stokka
upp alla starfsemi Rannsóknaráðs
og Visindasjóðs og laða fé einkaaðila
í rannsóknir með víðtækum kerfis-
breytingum.
Niðurskurður
Ætli Islendingar að lifa af sem þjóð
(sem ekkert bendir til að þeim
takist) þurfa þeir að skera ríkisbú-
skapinn niður um hartnær helming.
En jafnframt þurfa þeir að auka
framlög til menningarmála um allt
að 1/10 af núverandi fjárlögum.
(Heildarskerðingin gæti því orðið
alltað40%.
Stór hluti af þessu fé þarf að fara í
rannsóknir. Þarf að leggja
Rannsóknaráð rikisins niður og
stofna í staðinn geysiöflugan
rannsóknasjóð atvinnulifsins með
samstarfi einkaaðila og opinberra
aðila.
Þeir sem veita fé úr þessum sjóði
ættu að vera „öldungar” úr rööum
visindamanna og atvinnurekenda
sem era fyrst og fremst þekktir af
eigin afrekum.
Einungis slíkir „öldungar”, sem
eru sjálfir búnir að draga sig út úr
„slagnum”, eru líklegir til að gæta
þess hlutleysis við úthlutanir sem
skipta sköpum.
Lokaorð
Fyrirtæki á Vesturlöndum, sem
era gjaldþrota, byrja á því að skera
niður kostnað og margfalda framlög
til rannsókna. Nákvæmlega það
sama þarf íslenska ríkið aö gera.
Astæðan er ekki aðeins sú að ríkið
er gjaldþrota og fleytir sér áfram á
erlendum vixlum, heldur og að það
sinnir ekki lengur undirstöðusviðum
þjóðlífsins.
Það er við þetta verkefni — öðrum
fremur — sem við, sem yngri erum,
verðum að berjast. Hvort það
heppnast er óvíst. En ef það mistekst
er hitt víst að þá er úti um þessa
þjóð. Jón Óttar Ragnarsson.