Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Qupperneq 16
16
DV. FÖSTUDAGUR 26. APRIL1985.
Spurningin
Hver er þín óskaríkisstjórn?
Ásta Finnbogadóttir verslunarmar:
Eg held bara að mér finnist þessi ágæt
sem nú situr viö stjórnvölinn.
Erla Ivarsdóttir tölvuritari: Þaö má
margt gera betur en ég er ekki viss um
að viö fáum betri ríkisstjórn en viö höf-
um nú.
Guðrún Eysteinsdóttir nemi: Eg veit
þaö varla, ég fylgist ekki nægilega vel
með stjórnmálum til aö geta svarað
þessu.
Hinrlk Sigurjónsson vélstjóri: Eg hef
lítið spáö í þaö. Ætli ég kysi ekki sterka
stjórn sem tækist á við vandann.
Sigriöur Auðunsdóttir verslunarkona:
Eg hef ekki hugleitt þaö mikið. Helst
mæli ég meö Bandalagi jafnaðar-
manna í stjórn.
Halldór Gunnarsson verslunarmaður:
Einna helst vildi ég hafa Sjálfstæðis-
flokkinn einan að völdum.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Piltamir'hafa Ahyggjur af að fá einkunnir sinar of saint til að geta sótt um framhaldsskóla i vor.
„Er kennurum illa
við 9. bekkinn?
— bréf tveggja skólapilta
Heiðar B. Kristjánsson og Jón Þór
Jónsson skrifa:
Við erum hér tveir piltar í 9. bekk
Héraðsskólans í Reykjanesi við Isa-
fjarðardjúp og viljum koma á fram-
færi óánægju okkar með þaö að kenn-
arar grunnskólanna hafa neitað að
fara yfir samræmdu prófin nú í vor,
án sérstakrar greiðslu.
Þeir vita kannski ekki hvað þetta
bitnar illa á nemendum 9. bekkjar,
ekki síst á þeim sem eru í skólum úti
á landi. Er kennurum kannski illa
við 9. bekkinn í ár? Þessi vetur hefur
verið nemendum gagnslaus að öllu.
Fyrst og fremst lamaðist öll kennsla
í haust vegna verkfalls BSRB og svo
þetta með samræmdu prófin í vor.
Hvemig eigum við aö geta sótt um
framhaldsskólanám fyrir næsta vet-
ur?
Við erum sammála því, sem Albert
Guðmundsson sagði í verkfallinu í
haust um vinnutíma kennara eða
öllu heldur frítíma þeirra. Er ekki
nóg fyrir þá að vera á launum þá
þrjá mánuði ársins, sem þeir kenna
ekki og geta þá unnið við annað?
Ef við fengjum að vita einkunnirn-
ar, viku til hálfum mánuði eftir próf-
in, þá gætum við kannski haft mögu-
leika til að sækja um framhalds-
skólanám með góðum fyrirvara.
Eins og málin standa nú getum við
ekki fengið upplýsingar um niður-
stöður prófanna fyrr en um mánaða-
mót maí-júní eða e.t.v. seinna.
Hvemig endar þetta eiginlega?
Við erum vissir um að flestir í 9.
bekk eru sammála okkur.
Spilasafnarar
Enn skrifa hingað á lesendasíðuna
spilasafnarar og hvetja fólk til að
senda sér einstök spil ef það á einhver
aflögu. Nöfnin eru:
Sigrún M. Jóhannsdóttir
Eiríksstöðum, Jökuldal,
701 Egilsstaðir
og
Heiðar Ásgeirsson
Brekkubæ
Borgarfiröi eystra.
Góð mynd-
listarsýning
Ellert Guðmundsson hringdi:
Fyrir stuttu lögöum við leið okkar í
Eden í Hverageröi og Utum þar augum
fagra sýningu málverka hjá Magnúsi
Guðmundssyni listamanni, búsettum í
Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð.
Við kviðum því helst að tíminn milU
rútuferöa yrði of lengi að líða þegar
ekki var annaö erindi en að skoða eina
málverkasýningu en svo reyndist ekki.
Þama getur að líta fagrar landslags-
myndir og „fantasíur” er lýsa ríkri
sköpunargáfu og hugmyndaflugi
mikUs drengskaparmanns. Má þar
skynja mikla trú og Ufsspeki leitandi
anda. Ein myndanna er mjög sérstæð
að uppbyggingu og útfærslu. Spái ég að
þar sé á ferð mynd sem Magnús gæti
náð langt með og skapað sér verðugan
sess meðal Ustamanna.
Eg ráðlegg öUum að koma að skoða
sýninguna og láta i ljós álit sitt á henni.
Sýningin stendur tU 29. apríl.
HRINGIÐ
í SÍMA
68-66-11
kl. 13 til 15
eða
SKRIFIÐ
Tapsárindi Liver-
poolaðdáanda
Unlted aðdáandi skrifar:
Einhver Jón G. Hauksson ryðst
fram á ritvöUinn í DV mánudaginn
var í pistUnum Um helgina. Þar
fjaUar hann um leUt Manchester
United og Liverpool í F.A bikar-
keppninni sem Manchester United
vann verðskuldaö. En þeir hjá Liver-
pool kunna ekki að taka ósigri. I stað
þess að viöurkenna yfirburði United
liðsins þá er tekið til við að ausa
óhróðri um United leikmenn og
kenna um óheppni eða óheiðarleika.
Að úrsUtamarkið hafi verið kol-
ólöglegt. Nú er það svo aö hvorki
línuvörður né dómari, sem báðir voru
vel staðsettir til að dæma um þetta
mark, gerðu athugasemdir við stað-
setningu Mark Hughes. Einnig sást
það greinilega í sjónvarpinu að ann-
ar miðvarða Liverpool, Alan Han-
sen, var fyrir innan Hughes er
Strachan gaf boltann.
En það er aUtaf sama sagan. I stað
þess að f jaUa um ruddamennsku Liv-
erpool leikrnanna þá er einbUnt á aUt
annað mál. Virtist í leiknum á laug-
ardagúin að leikmenn Liverpool ætl-
uðu hreinlega að gera út af við
nokkra leikmenn United. DalgUsh
sparkaði Whiteside niður aftan frá.
Hroðalegt brot og með því ljótara
sem sést hefur í vetur. Verðskuldaði
brottrekstur. Eg hlustaöi á lýsing-
una á leiknum er hann var leikinn
miðvikudaginn 17. apríl og þar kom
fram að mörg ljót brot Liverpool
spUara undir lokin sýndu að þeir sáu
sæng sína upp reidda og ætluöu að
„Skrlfa af þekkingu og heilindum
um ensku knattspymuna," segir
bréfritari.
koma einhverjum leikmanna United
út af. Þessi leikkafU var ekki sýndur
í sjónvarpinu. Einnig var því sleppt
er McDonald var bókaður vegna
ljótsbrots.
United leikmenn létu þennan
óþverra ekkert á sig fá en spiluðu til
sigurs. Hughes og Robson áttu og
góðan leik ásamt besta markveröi í
ensku knattspyrnunni, McGrath.
Eg vU að lokum beina þeim tUmæl-
um til Jóns G. Haukssonar að skrifa
af þekkingu og heUindum um ensku
knattspyrnuna í stað þess að vera
með skítkast í garð andstæðinganna.
Lesendur
Lesendur
F®sturey*fogarvégur^í
Famkvæmda
Lesend
hringdl: --
JsSrSSK
mm
björtura aui?um til fr« UUÖ
ve~ - - ■*«
4 txsaari ,
^SmSSS^1
Leiðir liggja til
allra átta
Ferðalangur skrifar:
„Aðeins fáein orð til að þakka Hjör-
leifi Olafssyni athugasemdir hans við
fyrra bréf mitt varðandi veg i Gríms-
nesi og Biskupstungum.
Skelfing er ég glaður aö það skuU
vera von á almennUegum vegum um
þessar slóðir.
Leyfi mér þó að gera eina athuga-
semd. Mér finnst ástæða til að merkja
vegi sem verið er að vinna við og eru
e.t. v. sérlega illfærir af þeim sökum og
benda á aðra leið. Væri jafnvel ekki úr
vegi að segja á skUtinu ef um er að
ræða lengri leið.
Vegfarendur þekkja ekki alltaf þá
vegi sem hægt er aö aka um hin ýmsu
byggðarlög.
Annars er aUtof Utið um góöar merk-
ingar á íslenskum þjóðvegum. Maður
kemur oft að „stórum” gatnamótum
þar sem er ekkert skUti. Ef maöur er
ekki því kunnugri er ómögulegt að
segja til um hvert leiðir Uggja.