Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Page 17
íþróttir íþróttir íþróttir
Enginn bók-
aður í Aþenu
— og allir leikmenn Liverpool geta því
tekið þátt í úrslitaleiknum við Juventus
íEvrópubikarnum
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta-
manni DV á Englandi:
Það var ekkert mál fyrir Liverpool
að tryggja sér rétt í úrslit Evrépubik-
arsins gegn gríska liðinu Panathinaik-
os í Aþenu á miðvikudag. Þó urðu leik-
menn Liverpool að fara hægt í sakirn-
ar — fimm leikmenn liðsins í hættu að
missa af úrslitaleiknum ef þeir yrðu
bókaðir. En englnn var bókaður.
Mark Lawrenson, sem lék á miðj-
unni, var langbesti leikmaður Liver-
pool og hann skoraöi eina mark leiks-
ins í Aþenu á 60. mín. eftir samvinnu
við annan Ira, Ronnie Whelan. 1—0 og
samtals 5—0 í báðum leikjunum. Lið
Liverpool var þannig skipað: Grobbe-
laar, Neal, Beglin, Lawrenson, Niehol,
Hansen, Gillespie, Dalglish, Whelan,
Waish(Johnston69. mín.) ogWark.
DV. FÖSTUDAGUR 26. APRIL1985.
Sigurður Pétur Sigmundsson, FH, sigurvegari í víðavangshlaupi ÍR annað árið í röð
„Þetta var talsvert erfitt. Ég er ekki
í nógu góðri æfingu, en sigurinn var þó
aldrei í hættu. Ég átti nóg eftir þegar í
Hljómskálagarðinn kom og ég stefni á
að vera í toppþjálfun í lok maí,” sagði
Sigurður Pétur Sigmundsson, FH,
hafnfirski hagfræðingurinn, eftlr að
hann hafði sigrað i 75. víðavangshlaupi
IR í gær. Annað árið í röð sem Sigurður
Pétur sigrar í víðavangshlaupinu.
Rúmlega hundrað keppendur voru í
þessu afmælishlaupi IR og tæplega 100
luku hlaupinu. Talsvert hvasst var og
heldur kalt þegar hlaupið fór fram en
þátttaka hefur sjaldan eða aldrei verið
betri og fjöldi áhorfenda fylgdist með
hlaupinu. Þar mátti sjá ýmsa sem
fylgst hafa með víðavangshlaupinu í
áratugi enda ef hlaupiö stór liður í
borgarlífinu á sumardaginn fyrsta. Á
sér langa og merka hefð.
Meðal keppenda voru um 20 frá
sjónvarpinu og þegar Sigrún Stefáns-
dóttir, hinn kunni fréttamaöur, kom í
mark sagði hún. „Erfitt jú, það varsvo
hvasst,” en Sigrún blés þó varla úr
nös. Svo létt reyndist henni hlaupiö,
semerá fjórðakm.
Jón Guðlaugsson, HSK, kom
sprækur í mark að venju. I 27. sinn,
sem hann hleypur í víðavangshlaupi
IR og ,,ég ætla að halda áfram til alda-
móta, auðvitað”, sagði Jón. Þá var
þarna ansi harðskeyttur strákur,
Bjami Davíðsson, aöeins 13 ára, en var
þó mjög framarlega. „Eg hef hlaupið
áður í víðavangshlaupi IR og vona að
ég eigi eftir að vera oft með í
framtíðinni,” sagði Bjarni. Greinilega
efni í sigurvegara eftir nokkur ár.
Hrönn ánægð
„Eg er mjög ánægð með hlaupið —
Sigrún Stefánsdóttir, f réttamaðurinn kunni, kemur brosandi í mark.
DV-mynd Brynjar Gauti.
fyrsta hlaup mitt í vor,” sagði Hrönn
Guömundsdóttir, IR, sem kom lang-
fyrst stúlknanna í mark. „Þetta er allt
að koma hjá mér aftur,” sagði hún
ennfremur en Hrönn missti alveg úr
tvö ár vegna meiðsla.
„Eg átti ekki möguleika í Sigurð
Pétur, — hann hafði forustuna allt
hlaupið og var greinilega mjög sterkur
lokakaflann. Hins vegar er ég nokkuð
ánægður með annað sætið. Hef lítið
sem ekkert æft, — var við kennslu á
Laugarvatni í vetur,” sagði Jón
Diðriksson, nú FH, en hann varð sigur-
vegari í víöavangshlaupinu 1978. Hefur
undanfarin ár stundaö háskólanám í
Þýskalandi en kom heim sl. vor.
Nú sá ég þig hlaupandi á
Fríkirkjuveginum rétt fyrir hlaupiö.
Hvaö skeði? — „Það var ekkert, var
aðeins seinn fyrir en það skipti engu
máli. Þetta var aðeins skokk og ég var
kominn að rásmarkinu þremur
mínútum fyrir hlaupið,” sagði Jón og
hlóvið.
FH sigraði
1 3ja manna sveitakeppni sigraði
FH, þeir Sigurður P., Jón Dikk og
Jóhann Ingibergsson. Sveitin hlaut 11
stig en ár og dagur er síðan önnur
sveit en IR hefur sigrað. A-sveit IR
hlaut 16 stig, B-sveit IR 30.1 5 manna
sveitum sigraöi IR — hlaut 31 stig. FH
34.110 manna sveitum sigraði IR með
55 stig. I sveitakeppni kvenna, 3ja
manna sveitir, sigraði IR. Hlaut 6 stig.
I sveitinni voru Hrönn, Guðrún Zoéga
og Guðrún Ásgeirsdóttir.
Fyrstir í hlaupinu urðu:
1. Sig. P.SigmundssonFH 13:05,2
2. JónDiðriksson.FH 13:12,2
3. HafsteinnOskarsson, IR 13:30,5
4. MárHermannsson, UMFK 13:32,2
5. Guðm. Sigurðsson, UBK 13:58,5
6. Steinn Jóhannsson, IR 13:59,0
7. SteinarFriðgeirsson, IR 14:00,0
8. Bragi Sigurðsson, Armanni 14:11,1
-hsím.
Jón Guðlaugsson lýkur sínu 27. viða-
vangshlaupi IR.
Úrslitin á
þriðjudag
— milli FH og Víkings
íbikarkeppninni
„Ég er að fara og athuga málið —
auðvitað á úrslitaleikurinn í bikar-
keppni HSt að vera í Laugardálshöll,”
sagði Júlíus Hafsteln, formaður
íþróttaráðs Reykjavíkur, í samtali við
DV. Fyrlrhugað er að úrslitaleikur FH
og Víkings verði á þriðjudagskvöld. Ef
að likum lætur er það leikur sem gæti
dregið að mikinn fjölda áhorfenda. Nú
stendur yfir iðnsýning i Laugardals-
höll, víst frá Borgarnesi.
„Við stefnum að þvi að leikurinn
verðl á þriðjudag og í Laugardalshöll,
— munum gera aUt sem i okkar valdi
er tU að af þvi geti orðið,” sagði Jón
Erlendsson, framkvæmdastjóri HSt.
Ekki getur orðið af því að úrsUtaleik-
urinn í 2. flokki karla í bikarkeppninni
verði þar jafnframt því fjórir af leik-
mönnum Víkings i meistaraflokki leika
einnig i 2. flokki.
hsim.
Sigurður Pétur kemur í mark í víðavangshlaupi IR. Næstur er Jón Diðriksson en
fjær má greina þriðja og f jórða mann. DV-mynd Brynjar Gauti.
Bílar á
skulda-
bréfum:
BMW
316 árg. '84,
315 árg. '82,
628 csi árg. '82.
Mercedes
Benz
280 SE árg. '78,
280 SLC árg. '80.
Ciíroen
GSA Paiias árg.
'82,'81.
Datsun
King Cab pickup,
árg.'84.______
Honda
Accord EX árg. '82,
Civicárg. '80, '83.
Peugeot504
station,
7 manna,
árg. '78.
Mitsubishi
Starion turbo
árg. '82._____
Isuzu Trooper
áeg. '82.
Sýnishorn úr
söluskrá:
Honda
Accord árg. '78,
'79, '80, '82.
Civic árg. '80, '81,
'82,'83.
Daihatsu
Charade árg. 79,
'80,'81,'82,'83,
Charmant árg. '79
station.
Góð kjör.
Fiat Uno
45 S, árg. '83, '84.
55 árg. '84.
Toyota
Corolla árg. 79,
'80, '81. Tercel
4wd. árg. '83, '84,
'85.___________
Opið laugardaga
kl. 10-18.
SB
BÍLASALAN
BL/K
Skeifunni 8
Sími 68-64-77.
e
Hafnfirski hagfræðing-
urinn fyrstur í mark
Iþróttir
íþróttir
íþróttir
Iþróttir