Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Side 30
42
DV. FÖSTUDAGUR 26. APRlL 1985.
Menning
Menning
Menning
Menning
Helgi Skúlason leikur Jón Hreggviösson.
ÍSLANDSKLUKKAN
Þjóðloikhúsið
ÍSLAND8KLUKKAN
Loikgeró Lérusar Pálssonar oftir skáldsógum
Haildórs Laxnoss.
Loikstjóri: Svoinn Einarsson.
Lolkmynd og búnlngar: Sigurjón Jóhannsson.
Lýslng: Ami J. Baldvinsson.
Tónlist: Jón Nordal.
Þegar Lárusi Pálssyni flaug í hug aö
gjöra sjónleik úr róman Halldórs
Laxness um Jón Hreggviðsson, Arnas
Ameus og Snæfríöi Islandssól var ekki
örgrannt um aö ýmsum þætti hiö nýja
leikhús þjóöarinnar færast nokkuö
mikiö í fang. En Halldór haföi þá
aðeins sett saman einn miðlungi góðan
sjónleik, og hann var jú okkar maöur,
þótt styr stæði um hann og enn væru
menn æstir út af afdráttarlausum
skoðunum hans. En Lárus sneiö úr
sögunum þrem sjónleik, sem vakti
strax í apríl 1950 mikla hrifningu í
sýningu sem lifði lengi i minnum
manna, og mun jafnvel enn þann dag i
dag í blámóöu liðins tíma varpa
skugga sínum á þriöju uppfærslu Þjóö-
leikhússins á leikgerð Lárusar. Ekki
þýðir aö deila um þaö aö Islands-
kiukkan á oft eftir að veröa leikin á
islenskum leiksviðum, en sjaldan
hefur veriö aö því spurt hversu góö
leikgerð Lárusar er, hverjir eru gallar
hennar og kostir.
Sagan
Það stingur lesanda skáldsagnanna
þriggja strax i augu hversu samtölin
viröast henta leikrænum flutningi, þaö
er kostur vel skrifaðra samtala í
sögum. Enn stingur það lesandann að
hann þykist sjá sögusviöiö allt ljóslif-
andi i huga sér, gil og lautir, hallir og
stofur, heiðar og fljót. Þetta ginnti á
sinum tíma Lárus til glimu viö leikgerö
textans. En í raun eru samtöl
sagnanna ekki upplögð til flutnings af
sviði, þau skortir hreyfingu, og þótt
dramatisk framvinda sögunnar þyng-
ist með hverri síöu, þá er hún hulin í
samslungnum vef skáldskapar
Halldórs. Komin á sviö er hún brota-
kennd, kveikjur í atburðarásinni dofna
og hverfa jafnvel: eftir standa skýrt
mótaðar persónur sem leikendur
veröa að fylla upp i af bestu getu og
sögusviö sem fátækleg eftirlíking leik-
sviðsins getur aldrei nálgast.
Senuskipti
Höfuöverkur leikstjórans sem tekst
á viö sjónleikinn eru hin tíðu senu-
skipti: Þingvellir, kotið á Rein,
dýflissan á Bessastöðum, Almannagjá
— allt yfir í hallir og torg Hafnar og er
þá margt ótalið. Alltaf hefur sú leiö
verið farin að hafa hlut fyrir heild,
sýna með einföldum myndum hiö
margbreytilega sögusvið. Sviðs-
breytingar hafa löngum hleypt snuröu
á þráö sýningarinnar, þær geröu þaö í
gærkvöldi, þótt hugvitsamleg tilraun
leikmyndarhöfundar hafi átt aö bjarga
sýningunni frá slikri hættu.
Og breyting leikstjórans á leikgerö
Lárusar þar sem bætt er inn
kynningum á stað og stund, jafnvel
með lýsingum á atferli persónunnar,
titlum hverrar sögu ofan á allt annað,
sú tilraun mistókst gersamlega og setti
á sýninguna klunnalegan brag sem
ekki er sæmandi slíkum skáldskap.
Sigurjón Jóhannsson byggir leik-
myndina upp af þrem þáttum: í for-
grunni tveim gryfjum, um mitt svið
þristrendingum, sem keyra má fram
og til baka eftir þörfum, og snúa svo
við blasi réttur flötur, veggfóöur, tré-
þiljur, húsgafl, og svo ákastmyndum
sem nýttar eru, i öllum atriöum utan-
húss, nema á Þingvöllum — þar er
himinbláminn einn til sýnis. Hér rek-
ast á þrjú form og ganga ekki saman:
eftirliking, stilisering og svo doku-
menter-stíll.
Leikmyndina lýsir svo Ami Bald-
vinsson jafnri lýsingu, átakalitilli og
drungalegri, sem þjónar illa þeim
örlagamiklu tiöindum sem gerast á
þessu sviði. Litabrigöi eru fá,
hrynjandi í beitingu ljósa vart eftir-
tektarverö.
I tvígang beitir Sveinn Einarsson
hljóöi í sýningunni til að skapa
andrúmsloft, eða til aö boöa innkomur.
Manni er spum: hví ekki oftar? Af
nógu er að taka. Leikhljóð hefðu lífgað
mikiö uppá allt þetta daufa sviö, ef
skipulega er sneitt hjá þeim áhrifa-
valdi, hvers vegna er þá gripið til hans
í þessi tvö skipti? Aftur á móti er skotiö
inn stefum eftir Jón Nordal endrum og
sinnum, þau hentuöu vel á sínum
stöðum og vom falleg áheymar.
Ágallar
Þannig koma snemma brotalamir i
ljós á sýningunni, bara í sviösmynd og
því formi sem sett er um leikinn. Þær
kunna aö sýnast smávægilegar, en
þegar öll kurl koma til grafar, ráöa
þær miklu um úrslit, lif og áhrifa-
magn þessa sjónleiks drjúga kvöld-
stund. Sýningin verður löng, eftirtekt
áhorfandans dofnar og leikendur fá
ekki notið sín i endalausum innkomum,
töfum vegna kynninga eða sviös-
breytinga.
Hver er ástæðan fyrir svona
löguöu?
Kjarkleysi, íhaldssemi, óskýr
metnaður þeirra listamanna sem ráða
útliti og stefnu leiksins? . Því er erfitt
að svara án þekkingar á innviðum þess
starfs sem liggur aö baki sýningu sem
þessari. En árangurinn blasir viö og
undan honum geta áhorfendur ekki
flúið, komi þeir í leikhús á annað borð.
Leikendur
Allur fjöldinn af leikurum í sviðs-
setningu Sveins Einarssonar sýnir
heldur sviplítinn leik. Það er eins og sá
þunglamalegi svipur sem ræður
ríkjum í umgerö leiksins sligi
leikenduma. Stöku sinnum sprettur
fram persóna, sem ekki lætur kúgast:
Amar Jónsson leikur Sigurð dóm-
kirkjuprest á tempraðan hátt, bældan
en bráðan til sinna bragða. Gaman er
að sjá Arnar aftur á sviöi, heilan meö
velskapta persónu. Siguröur Sigur-
jónsson bregður upp ýkjufárri mynd
af Jóni Grindvíkingi, stöðugri í undir-
gefni og forvitni um undur nátt-
úrunnar: þeir Hjalti Rögnvaldsson
Leiklist
Páll B. Baldvinsson
sem leikur nafna hans Marteinsson
eiga fágaöa spretti í sínum atriðum.
Róbert Amfinnsson leikur Eydalín
lögmann af kaldrifjaöri heims-
mennsku, synd að gervi þeirrar per-
sónu skyldi ekki betur samsamað frá-
bærri lýsingu sögunnar. Valdimar
Helgason leikur í þriðja sinn varð-
manninn Jón af yndisþokka sem hon-
um einum er laginn. Guðrún Stephen-
sen umskapar flagiö sem Amar kvæn-
ist til fjár, í umkomulausa konu sem á
alla samúð áhorfanda. En þá em líka
upp taldir þeir sem vinna lítinn sigur á
sinum ferli i þessari sýningu.
Aðalleikendur
Sveinn hefur bmgöið á þaö ráð aö fá
nýja menn til starfa í sýninguna, sem
er furðulegt. Bæði er að fastir
starfsmenn Þjóöleikhússins geyma
innan sinna raða fleiri en einn og tvo
menn sem leikið geta Amas Ameus og
Magnús í Bræðratungu. Svo getur
Þjóöleikhús heldur ekki leyft sér að
sækja vinnumenn á aðra bæi meðan
húskarlar sitja aðgerðaiausir i skála
og drepa tímann. Ekki síst meðan
húsið býr við rýran fjárhag og vill fá
meir. Fyrir utan þá lögboðnu skyldu
sem á þvi hvílir, að húsiö skuli stuðla
að listrænum þroska þeirra starfs-
manna sem ráðnir em.
Því er á þetta minnst að þeir Þor-
steinn Gunnarsson og Harald G. Har-
alds em hvorugir i essinu sinu í hlut-
verkum Ameusar og Magnúsar. Har-
ald nær sér nokkuð á strik í drykkju-
skap Magnúsar, en spjátrungshætti
hans og hroka miðlar hann ekki.
Þorsteini Gunnarssyni reyndist líka
um megn að sýna okkur þann sjarmer-
andi mann sem forfærði unglings-
stúlku um sumamótt vestur í Breiða-
firði, svo eftirminnilega að hún fylgdi
honum allar götur síðan. Heldur ekki
þann mann sem hefur „hina klofnu
tungu 3náksins” og er eitt augnablik í
brima valdafíkni reiöubúinn að gerast
erlendur þjónn á sínu elskaða landi
bókanna.
I Áma er að finna drög að öðrum
veraldlegum herra sem í næstu skáld-
sögu Halldórs, Atómstöðinni, gekk
skrefi lengra en þessi kæruleysislegi
bókamaður. Leitaði Sveinn Einarsson
ekki langt yfir skammt aö Amas
Ameus f þetta skiptið?
Tinna Gunnlaugsdóttir tekur við
hlutverki Snæfríðar sem réttborin.
Satt að segja hef ég beðiö þess að
henni gæfist kostur á svo góðum bita,
sem hentaöi fasi hennar og burðum,
málmýkt hennar og hörku. Sárt þótti
mér að sjá hana ráöalausa lengi vel í
þessari sýningu og get ég ekki annaö
en álasað leiðbeinendum hennar um að
láta þetta tækifæri svo fara. Hér
vantaði viða herslumun, litla
hreyfingu, staðfasta vissu um merk-
ingu undir oröanna hljóöan til að stýra
svipbrigöum og hljómfalli.
Svipuð áfellisorð hitta Helga Skúla-
son sem leikur Jón Hreggviðsson sem
tilfinningalitla skepnu. Það er rangt að
Jón hafi ekki ríkar tilfinningar. Harður
og harkalegur textaflutningur, alger
skortur á þeim makindum sem eru
persónunni eðlislæg, slíkir ágallar
gera persónuna utanveltu í atriðum
sögunnar. Og þegar Helgi sýnir loks
kumpánlegan svip i hinu fræga atriði
við eldiviðarskýliö við ágætan mótleik
Guörúnar Stephensen, þá blússar hann
í gegnum textann af fullkomnu
miskunnarleysi fyrir gullnum reglum
eintalsins, stígandi og risi, með þögn-
um til áherslu.
Þannig . . .
Islandsklukkan heldur áfram aö
vera átakanlegt og yndislegt skáld-
verk. Á dauöustu setningum þessarar
sýningar má heyra perlur íslenskrar
sagnageröar — undrið stærst verður
eftir sem áður sköpun þessa sagna-
bálks, sem engar leiksýningar geta
apaðeftir.
Við eigum ekki nema einn mann.
POPP
SMÆLKI
Sæinú! Væntanlega
hefur þaö ekki fariö fram
hjá lesendum að sá ást-
kæri dúett sem kallar sig
Wham! hefur uppá síð-
kastiö verið aö spóka sig
austur I Kína og mengað
þar andrúmsloftið með
sinni vesturlensku popp-
tónlist einsog kinverskir
ráðamenn kalla það. Það
þykir hins vegar tíðindum
sæta að kínverskt popp-
fyrirtæki hefur gert hljóm-
plötusamning við Wham!
og ku það vera í fyrsta.sinn
í Kína sem slíkur samn-
íngur er gerður við hljóm-
sveit frá Vesturlöndum. . .
^Snælda með lögum
Wham! er þegar komin út í
Kina og önnur fyigir bráð-
lega. . . Enn vinnur Bob
Geldof baki brotnu að stór-
hljómleikum í sumar með
þátttöku alira risanna í
■poppinu til styrktár,
iSþtópíusöfnúninni. Engar
dagsetningar hafa enn
verið nefndar en Ijóst þykir
að af hljómleikunum
verður og er þá gjarnan
talað um tvenna hljómleika
samtímis í Bretlandi og
Bandarlkjunum, * . Og úr
því að Eþíópíusöfnunina
bar á góma: Pat Benater,
sem sakir óléttu sinnar
kom því ekki við aö syngja
með USA for Africa, hefur
ákveðið að ágóði af laginu
We Belong renní óskiptur í
söfnunina. . . Style Coun-
sil hefur frá þvi í des-
ember verið önnum kafin í
hijóðveri að taka upp
söngva á væntanlega
breiðskífu. Uppá band
munu komin rúmlega
tuttugu iög. Paul Weller
hefur af sinni heimskunnu
hógværð sagt að mörg
laganna séu svo frábær að
erfitt hafi verið að velja lag
á nýja smáskífu. Að lokum
varð þó lagið Walls Come
Tumbling Downl sett á
skífuna smáu. Stóra
platan kemur I maí og
Style Counsil heldur síðan
austur fyrir járntjald, til
Póllands nánar tiltekið, til
þess að myndsetja
plötuna; það heitir víst Ifka
að búa til video. . . Orð-
rómi um dúett "þeirra
Alison Moyet og Paul
Young hefur verið neitað
af hálfu útgáfufyrirtækis
þeirra, CBS. Pvi er þó ekki
neitað að hugmyndin er
góð. . . Big Country fer
inni hljóðver fljótlega til
þess að táka upp sína
þriðju plötu. Smáskífu
þaðan er þó að vænta fyrr.
. . Einstaklega gott orð fer
af breska dúettinum'Go
West og enn ein fjQ'ðurin
bættist í þeirra hatt á
dögunum er leitaö var til
þeirra strákanna um lag
fyrir Chaka Khan. . . lan
Dury hefur reist The Block-
heads upp frá dauðum. . .
önnur breíðskífa Dead
Alive er rétt ókomin og
heitir; Youthquake. . .
Búiðíbili... -Gsal.