Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1985, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1985, Blaðsíða 32
44 Kvartmílukeppni. Fyrsta kvartmílu- keppni ársins verður haldin laugardaginn 11. maí kl. 14.00 á brautinni við Straumsvík. Nýir bílar. Nýtt keppnis- form. Sviðsljósið Sviðsljósið HIÍLLUMHÆ í HÓLAGARDI Fyrir stuttu hélt verslunarmiöstööin Hólagaröur árshátíö sína i Átthagasal Hótel Sögu. Var þess meðal annars minnst að í ár eru liðin 10 ár síðan 6 fyrirtæki hófu starfsemi í verslunar- miöstööinni. Nú eru fyrirtækin orðin 14 talsins enda var margt um manninn á Sögu þetta kvöld. Eins og á öllum góöum árshátíðum var glatt á hjalla og mikiö um dýröir. Þeim starfsmönnum matvöru- verslunarinnar Hólagarös sem hafa starfað frá upphafi var veitt guliúr í tilefni tímamótanna og svo var dans- inn stiginn fram á rauöanótt. Frá afhandingu gullúranna. F.v.: Sigurður Gunnarsson verslunarstjóri, siðan Valdimar Valdlmarsson, Kolbrún Karlsdóttir, Lára Ágústsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Hrefna Priplds, sem ðll fengu gullúr, og loks Gunn- ar Snorrason kaupmaður. NÝ STÓRHUÓMSVEIT FÉ- LAGS HARMÓNÍKUUNNENDA Mikill og vaxandi áhugi virðist vera fyrir harmóníkuleik og alltaf fjölgar þeim sem þjálfa vilja sig í meðförum hljóöfærisins. I apríl sl. leit dagsins ljós ný stór- hljómsveit harmóníkuleikara innan Félags harmóníkuunnenda. Meölimir hennar eru mestmegnis nemendur frá Almenna músíkskólanum. Stjómandi og aðalútsetjari er kennari þeirra, Karl Jónatansson. Æskulýösráö hefur séö hinni nýju hljómsveit fyrir húsnæði í húsakynnum sínum að Fríkirkjuvegi 11. Það er ekki einungis gróska í Félagi harmóníkuunnenda í Reykjavík, mikill áhugi er einnig á harmóníkuleik á landsbyggöinni. Nýjasta dæmiö þaöan er nýstofnað félag harmóníkuunnenda í RangárvaUasýslu þar sem gamal- reyndar harmóníkukempur, Valdimar Auðunsson og Grétar Geirsson, halda um stjórnvölinn. Ekki geta útvarpshlustendur kvart- að yfir litlum harmóníkuleik í útvarpi, harmóníkuþættir víðs vegar af landinu, sem skapaö hafa sér töluveröar vinsældir, heyrast nú reglu- lega á öldum ljósvakans. Hin nýja stórhljómaveit Félags harmónikuunnenda á aafingu nýlega. Karl Jónatansson stjómandi I forgrunni. Sally loksins viðurkennd Á myndinni sjáum við stjörnuna með guUna hnöttinn við afhendinguna um daginn. Leikkonan Sally Fields fékk sem kunnugt er óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni Places in the Heart í mars síðastliðnum. Viö afhendingu Golden Globe verðlaunanna í HoUy- wood fyrir skömmu gerði Sally sér lítið fyrir og vann gullna hnöttinn fyrir afburðaleik sinn í fyrmefndri kvik- mynd. Nú er sagt aö Sally Fields sé loksins farin að trúa því að fólk meti hana einhvers og dái hana sem leik- konu. „Golden Globe" leikaraverðlaunin þokktu aru kannskl ekki eins vel kynnt og óskarsverðlaunaafhend- ingin an vekur þó alltaf mlkla athygli vestanhafs. Verðlaunln voru nýlega afhent I kvlkmyndaborginni Hollywood og var þar auðvitað miklð um dýrðlr. Á myndinni sjáum við tvö kunnugleg andlit er kynntu vaentanlega vinningshafa á hátiðlnni, Brooke Shields og Chrlstopher Atkins. Skötuhjúln höfðu ekki sáð hvort annað frá þvi þau unnu saman að myndlnni Bláa lónið hár um árið og skemmtu sár' þvi vel eftir langan aðskilnað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.