Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1985, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þó i sima 68-78-58. Fyrir' hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað -5T FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1985. Akureyri: Iðnskólinn að háskóla? Lögð hefur verið fyrir bæjarráð Akureyrar tillaga um að gefa Háskóla Islands Iðnskólahúsið við Þingvaliastræti sem Verkmermta- skólinn notar núna. Tillaga þessi kemur frá þriggja manna nefnd bæjarins. Hún heldur á næstunni til fundar við nefnd, sem menntamálaráðherra skipaði til að fjalla um skipan og rekstur Háskóla Islands. Mikill vilji er hjá norðan- mönnum til að koma upp háskóla- kennslu ó Akureyri og er hugmyndin með g jöfinni að auðvelda slíkt. Á fundi bæjarráðs í gær var ekki tekin ákvörðun í mólinu. Rætt var hvort ekki væri hægt að bjóða hús- næði ón þess að gefa það. Iðnskóla- húsið er nýlegt og þykir henta vel til háskólakennslu. Það er 8.500 rúm- metrar með ellefu stofum og hægt að kenna þar 300—400 manns. -JBH, Akureyrl Kennarar úr BSRB? Nær 70% kennara í Kennarasam- bandi Islands vilja ganga úr BSRB. Þessi niðurstaða er ljós þegar um 2/3 hlutar atkvæða haf a veriö taldir. Undanfariö hafa kennarar í Kenn- arasambandinu greitt atkvæði um hvort rétt sé að segja skilið viö BSRB. Endanleg niðurstaða kosn- ingarinnar verður ekki kunn fyrr en 14. maí. Ef fer sem horfir gengur úrsögnin í gildi um næstu áramót. APH Almenn vaxtalækkun Samkvæmt ákvörðun Seðla- bankans lækka vextir á sparisjóðs- bókum um 2% á morgun. Flestir bankamir hafa tilkynnt vaxtalækkun á öðrum reikningum í framhaldi af því, á bilinu 0,5—1,5%. Þeir geta hins vegar tilkynnt vaxtabreytingar fram tilklukkan 171 dag. Um síöustu mánaðamót tilkynntu allir viðskiptabankar, nema Alþýðu- banki og Samvinnubanki, vaxta- lækkun frá 1. maL Næsti breytingadag- ur er á morgun og þar næsti 21. mai Seðlabankinn veröur að samþykkja breytingar. Hann hefur þegar fallist á allt að 1,5% vaxtalækkun i takt við eigin ókvöröun um 2% lækkun sparisjóðs- vaxtanna. HERB Þetta ætti að vera sæmilegur stofnsjóð- ur fyrir löggupöbbinn! Malagafanginn ekki af baki dottinn: Læðir ávfsunum út á milli rimlanna AUar likur benda til þess að Malagafanginn stundi ávísanafals í klefa sínum í spænska fangelsinu í Malaga. Þar hefur hann sem kunnugt er setið á tíunda mónuð án þess að koma fy rir dómara. „Eg keypti ávísun að upphæð 5000 krónur í janúar síðastliðnum en fékk hana i hausinn frá bankanum nokkrum dögum síðar,” sagði kaupmaður í Mosfellssveit í samtali við DV. „Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að ávísunin var undirrituö af Malagafanganum í bak og fyrir og dagsett30.12.’84.” Ávísun þessi er nú í vörslu Rannsóknarlögreglu rikisins auk annarra er Malagafanginn gaf út án þess að innstæða væri fyrir hendi. Alls eru þær 8 talsins að upphæð 95.000 krónur, skrifaðar á Spáni en aöeins ein eftir að pilturinn var settur á bak við lás og slá. „Megnið af ávísununum lenti i höndum okkar fyrir hreina tilviljun. Viö vorum að gera fíkniefnaleit ó pilti er var að koma frá Spáni og fundum þá í fórum hans fjölda ávísana undirritaðar af Malaga- fanganum,” sagði rannsóknarlög- reglumaður aðspuröur. „Það átti að koma þessu i pening hérlendis, alls 80.000 krónur.” -EIR. Schlutor slappar af. I Kaupmannahöfn stendur yfir þessa daga húsgagnasýning, mikil og stór. Eru Islendingar meðal 14 þátttökuþjóða. Það var Poul Schlúter, forsœtisráðherra Dan- merkur, sem opnaöi sýninguna með pompi og pragt ó miövikudag. Af þvi tilefni færðu þðtt- tökuþjóðirnar forsætísrððherranum þennan forlóta stól. -KÞ/DV-mynd Ól. Guöm. Verkfall 17. maí? I fyrrinótt slitnaði upp úr samn- ingarviðræðum fimm verkalýðs- félaga og Skógræktarfélags rikisins. Eitt þessara félaga hefur aflað sér verkfallsheimildar og búist er við að hin félögin geri það einnig. Skógræktarfélag rikisins er með vinnuhópa víðsvegar um landið, á svæðum þar sem ræktun skógar fer fram. I þessu sambandi eru gerðir sérsamningar við verkalýðsfélögin. Undanfarið hafa verið haldnir tveir fundir milli aðila. Samkomulag hefur ekki náðst um kaup og kjör á þessum fundum. Málinu var því vis- að til sáttasemjara rikisins og það var þar sem slitnaði upp úr viðræð- unum í fyrrinótt. Búist er við því að sáttasemjari reyni að boða aðila á sinn fund bráölega. Ef ekki nóst sættir í þessu máli skellur á verkfall 17. mai. Það er verkalýðsfélagið Þór á Selfossi sem hefur boðað verkfall. Verkalýös- félagið Rangæingur, verkalýðsfélög- in í Borganesi, á Húsavík og í Fljóts- dalshéraði munu öll ætla aö afla sér heimildartilverkfalls. APH Vörubíll eyðilagðist Mikill eldur kom upp í vörubifreið frá Selfossi í gær og endaði með því aö billinn brann til kaldra kola. Ohappið ótti sér staö um fimmleytið í gær við vikumámurnar skammt frá Miöengi. Bíllinn varö skyndilega eitt eldhaf og tókst bílstjóranum ekki aö nálgast slökkvi- tækiö i bálnum. -EH. Lögf ræðikostnaður á innheimtu útvarps- og sjónvarpsgjalda ólöglegur? Þúsundir manna hlunnfarnar i skjóli ríkisútvarpsins? Notandi útvarps og sjónvarps hefur neitað lögmæti þess aö afnota- gjalds var krafist af honum með ólögöum innheimtukostnaði sam- kvæmt gjaldskrá Lögmanna- félags Islands. Lögmaður hans og lögmaður Rikisútvarpsins kljást nú um mólið fyrir stjóm Lögmanna- félagsins. Neitun mannsins styðst við lögfestan lögveðsrétt Rikisút- varpsins sem gerir lögfræöi- innheimtu alveg óþarfa. Afnotagjald mannsins lenti í vanskilum. Það hafði þegar tekið á sig 10% álag sem er viðtekin venja um þau afnotagjöld Rikisútvarpsins sem falla i eindaga. Með lögveðsrétt I sjónvarpstæki mannsins nægði Rikisútvarpinu að senda honum skriflega viðvörun um aö tækið yrði tekið og sett á uppboð nema greiðsla bærist, þá væntanlega með eðli- legum dróttarvöxtum. Siöan gat komið til uppboðs með tilheyrandi kostnaöi. Innheimta gjaldsins var hins vegar falin lögmannastofu sem krafði hánn um innheimtukostnað samkvæmt gjaldskrá Lögmanna- félagsins. Gróflega reiknað nemur sá kostnaður um 35% af afnota- gjaldinu. Viðvörun með lögveðið að vopni hefði aftur á móti ekki kostað manninn krónu, því Rikisútvarpið hefur 10% innheimtuálag sjálfvirkt i sínu innheimtukerfi. Mál mannsins er eitt af þúsundum, jafnvel tugþúsundum, því Ríkisút- varpið hefur um árabil afhent lög- mannastofum vanskilaskuldir notenda til innheimtu. Samkvæmt heimildum DV hafa minnst fimm lögmannastofur mikinn starfa við þetta. Mólsvarar Ríkisútvarpsins munu halda þvi fram að það eigi að sleppa skaölaust fró innheimtunni. Því mun ekki mótmælt. en visaö er til lögvarins lögveösréttar Ríkisút- varpsins, sem sé fullnægjandi trygging. Vinni maðurinn móliö fyrir stjórn Lögmannafélagsins eða dómstólum geta aðrir i hans sporum krafist endurgreiöslu ó greiddum innheimtukostnaöi til lögmanna- stofanna. Endurkröfur gætu náð fjögur, jafnvel tíu ár aftur í tímann, eftir atvikum. HERB I i i i i i i i i i t t t t t Í í i i :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.