Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1985, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR 2«. MA11985.
15
Menning Menning Menning Menning
GRODUR-
HÚSA-
RÆKTUN
— myndir Einars Hákonarsonar
íGalleríBorg
Hugtakiö „túlkun” kemur ósjaldan
fyrir í umfjöllun um myndlist og er þá
oftast átt við þau umbrot sem eiga sér
staö í málverki, skúlptúr og öðrum
greinum myndlistar, þegar lista-
maöurinn kappkostar að steypa saman
hinu hlutlæga og hinu huglæga, — því
sem hann sér (og veit) og því sem hann
finnur fyrir.
En því aðeins getur listamaðurinn
túlkað að hann hafi áður upplifað. Hér
á ég ekki við að hann þurfi beinlínis að
hafa siglt um allan lífsins ólgusjó áður
en hann er fær um að segja eitthvað
um mannlegt háttemi í list sinni. Svo
þessi líking sé tekin bókstaflega, þá
komst Gunnlaugur Scheving aldrei
nema út í hafnarmynnið á litilli kænu,
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
en málaði þó einhverjar stórfengleg-
ustu sjómannamyndir sem við eigum.
Formsins vítahringur
Hann haföi nefnilega hæfileikann til
innlifunar, setja sig í fótspor annarra,
og innlifunin varð honum að upplifun.
Án slíkrar upplifunar er hætt við að
listamaöur festist í formrænum víta-
hring, þar sem gliman við afmarkað
myndrænt vandamál kemur í staöinn
fyrir úrvinnslu á upplifun. Þetta á
jafnt við þá sem tjá sig á hlutbundinn
hátt um lífið og tilveruna og þá sem
umskapa eftir lögmálum óhlutbund-
innar myndlistar. Það dylst t.d. engum
sem skoðar málverk Svavars Guðna-
sonar að þar fer listamaður sem er svo
nákunnugur íslenskri náttúru aö hann
er nánast partur af henni.
Þessi vöntun á upplifun hefur ein-
mitt sett ansi mikinn svip á málverk
Einars Hákonarsonar hin síðari ár,
hvað sem veldur. —
Um hana vitnar síendurtekin notkun
hans á sama „arkitektúr” í myndum,
hvert sem myndefniö er.
Allt er það sett í eins konar lóðrétta
pressu og þrýst á úr báðum áttum uns
forgrunnur, frumlag og bakgrunnur
renna saman um miöbik myndanna.
Hið einstaka atvik
Hér er eins og listamaðurinn sé að
mála myndir til þess að mála myndir,
ekki til þess að segja eitthvað nýtt og
merkilegt um viðfangsefni sin. Litróf
Einars hefur í fölva sínum og hörku
einnig borið meiri keim af gróðurhúsa-
ræktun en náttúruupplifun.
Sýning Einars í Gallerí Borg vitnar
einnig um það að listamaðurinn hefur
alla burði til að komast út úr þessum
vítahring. Hinir hörðu og þurru litfletir
hans eru nú óöum að víkja fyrir frjáls-
legri pensildráttum þar sem litir eru
látnir ganga hver inn á annan og slá
neista hver af öðrum. Gott dæmi eru
myndir nr. 3,6 og 9.
Þar að auki er að finna í nokkrum
myndanna tilburöi til endurskoðunar á
hinni stöðluöu myndbyggingu. Hér á
ég t.d. við myndir eins og nr. 9, af liggj-
andi konu, og nr. 16, sem sýnir konu
klæða sig upp. Hvorugt mótifið lendir í
kvörninni miklu, heldur er hið einstaka
atvik, innlifun eða upplifun, látið
stjóma framvindu myndanna, og
áhorfandinn skynjar muninn eins og
skot.
Al.
MATRÁÐSKOIMA
óskast að sjúkrahúsinu á Egilsstöðum sem
fyrst. Upplýsingar um starfið eru gefnar í síma
97-1386.
Boðsmót Taflfélags
Reykjavíkur 1985
hefst að Grensásvegi 46 miðvikudaginn 29. maí kl. 20.00.
Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi þannig:
1. umferð miðvikudag 29. maí kl. 20.00
2. umferð mánudag 3. júní kl. 20.00
3. umferð miðvikudag 5. júní kl. 20.00
4. umferð föstudag 7. júní kl. 20.00
5. umferð mánudag 10. júní kl. 20.00
6. umferð miðvikudag 12. júní kl. 20.00
7. umferð föstudag 14. júní kl. 20.00
Öllum er heimil þátttaka í boðsmótinu. Umhugsunartími
er 1 1/2 klst. á fyrstu 36 leikina, en síðan 1/2 klst. til
viðbótar til að Ijúka skákinni. Éngar biðskákir.
Skráning fer fram í síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20—
22. Lokaskráning verður þriðjudaginn 28. maí kl. 20 — 23.
Taflfélag Reykjavíkur.
Grensásvegi 44—46, Reykjavfk,
símar 83540 og 81690.
Einar Hákonarson — Málverk, 1985.
SJONVORP
im
EIGENDUR ITT SJÓNVARPSTÆKJA
ERU EKKI í VAFA.
VIÐ ERUM ÞAÐ EKKI HELDUR.
Umboðsmenn
allt
um
land.
SJ ÓNVARPSDEILD
SKIPHOLTI 7 - SÍMAR 20080 & 26800