Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1985, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 30. MAl 1985. Menning Menning Menning Menning Þorsteinn frá Hamri. DJÚPRÆTT OG LIMFÖGUR UÓD - ný Ijóð Þorsteins f rá Hamri I fyrra birtist Ljóðasafn Þorsteins hjá Iðunni, og eru þar aliar fyrstu átta ljóðabækur hans. Og nú er komin Ný ljóð hjá sama forlagi, fimmtíu að tölu auk sjö kvæða þýddra úr ensku. Umhverfiö í þessum ljóðum er gamalkunnugt lesendum Þorsteins. Þetta er íslenskt sveitalif í árdaga vél- væðingar, nákvæmar get ég varla tímasett það. Sá sem talar í ljóðunum minnist þráfaldlega bernsku sinnar, og þá þannig að einstök atvik verða lif- andi aftur með þeim hugblæ sem þeim fylgdi. Lesendum kann að finnast bros- lega smátt það markmið sem barns- hugurinn setti sér í samanburði viö afrek talandans: Eg sá námfúsa barnshönd skrifa í linustrikaða stílabók: I fornöld á jörðu var frækorni sáð. .. En talandinn er tregafullur: Vildi ég þó feginn bæta fyrir margt — og sé ennþessa stílabókarblaðsíðu á hljóðum stundum. (bls. 17) Enda öðlast þessi skarpa mynd víð- tæka merkingu; um andstæður barns- hugar og fullorðins. Næsta kvæði, Yfir- lit, skýrir þaö nánar: Þú sest við að yrkja og þú verður lítill drengur (bls. 18) Það fylgir líklega þessum bemsku- heimi og -hug að þegar guði bregður fyrir er kumpánlega um hann talað, aö hætti Jóhannesar úr Kötlum, minnir mig; eins og gamlan sveitamann: bjarkarstofnarnir bragandi af gamansemi og hann drottinn minn góöglaöur í hliðinu. (bls. 19) Oftar víkur Þorsteinn að sérstööu skálda. Samborgarar þess sjá kannski bara státinn sérgæðing sem virðist helst hafa áhuga á þvi að tryggja sér frið og aðstöðu, en Þú ert allt annarsstaöar með sól í fangi og sumar í kringum þig. (bls.35) Þegar aðrir menn háma i sig dægrin og svolgra stríðsöl með þá stiklar skáldiö „með varúö yfir ísabrot hug- ans og ótryggar vakir, nístur til hjarta- rótar” (bls. 9). Skáldið fær ekki að vera með í þess- ari veislugleði jarðlífsins, en vUl nema aldarsvipinn. Oft tengist þetta svart- sýni í glæsilegum kvæðum með mynd- ríkum lýsingum í dökkum Utum (t.d. Hvar, Heiðavegir, Skeggræður, Ert þú ljósiö). Það er ekki nóg með að umhverfi kvæðanna sé nær aUtaf nokkurra ára- tuga gamalt, þar að auki byggja nokk- ur kvæði á fornsögum en mjög mörg á þjóðsögum. EöUlegt virðist að skýra þetta svo aö skáldiö vilji styrkja rætur menningarinnar, sjá samtíma sinn í samhengi við þjóðtrú og erfðavenjur. Þetta gerir Þorsteinn Uka beinUnis í nokkur skipti, Njálu tengir hann við kvenfrelsisbaráttu samtímans: Líkt óg svo margir hef ég unnið til syn junar umHaUgerðarhárið ^ ^ Og freudisminn birtist í oröalagi fjárbænda áður fyrr: Bók (...) Er hart aö játa aö hér sé aUt sem hugðistu dylja, á blóði nært? Hér braust það f ram meöan byrgðirþú hvemgluggaogsmugu... GamU sauður. (bls. 31) Orðfæri Þorsteins er í grundvaUar- atriðum af þessum toga, en þó mjög fjölbreytUegt eftir efni; ritmál, upphafið skáldamál, fornsagnamál, o.fl. kemur fyrir. Sjálfur Ukir Þor- steinn ljóöum sínum við brýr (bls. 30), og það er ástæða tU að þakka honum sUka brúargerð miUi menningar- heima. Mikið gagn vinnur hann ís- lenskri menningu með því og er þetta ekki tU fyrirmyndar um málvemd þá sem nú er svo mjög tU umræðu? Samt er önnur ástæða miklu merkari fyrir því að skáldiö leitar svo mjög til fortíðarinnar. Þetta er einfaldlega leiðin inn i skáldheima hans. Ymis ljóð leita róta eigin Ufs hans (t.d. Vatn, Reisubók) Ferðahugur lýsir þvi einkar vel hve fánýt er leitin — burt inn rakleitt i annað hús, aðra sjálfsmynd og sögu — staðnæmist aldrei í ósviknum keimi þíðvinda, moldar og þara; (bls. 49) En einkum finnst mér ljóðið Staðir segja mikið um leið hans tU skáld- skapar: Staðir sem helst leita á hug minn: þarríkireinkumþögn... Áeinumþeirra hnígur föl brekka niöur í gamalt bæjargU; á öðrum er leirflag sem ég man einkum með hófsporum í hörsU — og djúpt í hug mér blundar einmál og íbyggin starartjömin. . . (.. .bls.38) Menn sjá að aUtaf er þetta skörp mynd úr náttúrunni, mynd hluta sem mega vera þýðingarlausir öUum öðrum en skáldinu. Hann er að upp- Bókmenntir Örn Olafsson götva sinn eigin skilning á heiminum í „smáatriðum”, feta óruddar brautir. Og nú, þegar hann hefur leitt okkur um starmýrar og heiðar Borgarfjarðar- héraös, ber ég loks kennsl á förunaut hans, þótt hann sé í nokkurri fjarlægð; það er fínlegur franskur gyðingur, stertimenni mikið í klæðaburði, enda heimagangur í öUum fínustu veislum Parisarumaldamótin: Marcel Proust. Auðvitað er Þorsteinn ekki að elta hann, vissi kannski ekki af honum, en þeir stefndu bara í sömu átt, áttu sam- leiö. Markmiöiö á þessari leið má meðal annars kaUa; að lifa fyUUega á andartakinu sem Uöur. Þetta birtist skýrt í kvæðum svo sem Þrjár vorvís- ur, Þú og OÞOL Hvað er á við andartaksins fögnuö: upphaf nýs Ufs úr skurn höfugra dagdrauma? Á eftir hefurðu ekki hugmynd um hvaö vaktiþaö, eigingirninni nægir aðöðlastþað. Bráðlætinu nægir aö geta brennt það til ösku fyrirímyndað nýtt. HoUvættir, ljóstið mig sprotum yðar að ég megni að afbera heimsmynd hamskiptanna — una viö andartaksins vængjaöa fögnuð, lifa. (bls.57) Líking er tekin af fugU og hæfir það vel efninu; eggskurn bresturí 1. erindi en í hinu síðasta hefst nýtt Uf til leik- andi flugs upp yfir hversdagsleikann. Ekkert getur verið óUkara egginu en það sem úr því kemur, það eru sann- köUuð hamskipti. Eggið þekkjum viö að eru höfugir, þ.e. þungir og syfjuleg- ir dagdraumar. En hið nýja? Það er ekki nóg með að ekki verði vitað hvað vakti það, almennur hugsunarháttur (gestanna í veislugleði kvæðisins Skáld, sem áður var um talaö), þ.e. eigingirni og bráölæti, spyr ekki um þaö. Og sá sem horfir ekki eftir kjarna hlutanna getur ekki skynjað neitt nýtt. En það er svo erfitt að afbera þessa kennd, að yfirstíga takmörk sín að til þess verður að treysta á utanaðkom- andi galdur. Þýdd ljóð þessarar bókar held ég að muni vekja athygli. Eitt er eftir Robert Frost, tvö eftir Wordworth og fjögur eftir Edgar Allan Poe — þar á meöal sjálfur Hrafn- inn, sem Einar Ben. þýddi fyrir einum niutiu árum. Heyrt hefi ég að einhver j- ir fleiri hafi þýtt þetta kvæði en um slíkt eru því miður ekki til skrár. Hér er ekki svigrúm til að fara í rækilegan samanburð þýðinga og frumtexta. Þaö er svo mikið verk að B.A. ritgeröir eru skrifaðar um slíkt efni sem samanburöur tveggja þýð- inga Hrafnsins er. Hér koma því aðeins fáeinar almennar athugasemd- ir um það. Það hlýtur að vera mikið vandaverk að þýða Hrafninn, m.a. vegna mikils rims sem er áberandi þáttur í kveðandi kvæöisins. Svo „gamalgróið” sem orðfæri Þorsteins er, þá hefur þýðing hans þó einmitt það framyfir þýðingu Einars að vera á tiltölulega eölilegu nútímamáli. Þetta er þó mest við fyrstu sýn, þýðing Einars venst fljótt. Þar ber töluvert á fomfálegu oröalagi, stundum er það jafnvel stirt. En þess ber að gæta, að kvæðið er ort á mjög fomfálegri ensku. Og i grundvallaratriðum er orðalag Einars einfalt og þjált og þýðing hans sýnist mér mun nákvæmari en Þor- steins, bæði í efnisatriðum og orðalagi. Fáein dæmi: 3. erindi: „And the silken sad uncertain rustling of each purple curtain/ Thrilled me — filled me with fantastic terrors never felt before;”/ So that now, to still the beating of my heart, I stood repeating: / Einar: „Skráfaði í skarlatstjöldum, skulfu kögur huldum völdum;/ hrolli ollu, engu sinni/ áður kunnum, gnýir þeir./ Hjartslátt setti að mér illan,/ og eg margtók til að stilla’ hann: Þorstelnn: „Hljótt og dapurt hóf að gnauða/ hjá mér stofutjaldiö rauða/ og mig gagntók æði dulið/ ógn og hrolli samtvinnað;/ Stóð ég sem við strengi festur,/ stamaði minn fyrsta lestur: ” Það á illa við að segja að stofutjald gnauði, enda bara haft vegna ríms. Og „sem við strengi festur” er viðbót þýð- anda sem Einar hafði ekki. 7. erindi: „Open here I flung the shutter, when, with many a flirt and flutter,/ In there stepped a stately Raven of the saintly days of yore.”/ Einar: „Opnum þá ég hlera hrindi,/ hoppar inn úr næturvindi/ aldinn hrafn, en blakkir, breiðir/ berja loftið vængirtveir.” Þorsteinn: „Upp ég glugga opnum svipti;/inn þá flaug og buxum kippti/ svartur hrafn með fjaðrafumi;/ fugli vitrum sópar að.” Hér leiðir rímþröng- in Þorstein í smekklausa buxnakippi. 8. erindi: „Though thy crest be shom and shaven, thou, „I said, „art sure no craven,/ Ghastly grim and ancient Raven wandering from the Nightly shore —/ Tell me what thy lordly name is on the Night’s Plutonian shore!”/ Quoth the Raven, „Nevermore.” Einar: „Þótt ei hamur þinn sé fagur,/ þú ert”, sagði ég, „ekki ragur./ Þaðan, fom og furðu magur/ fugl, þú komst, sem ljósið deyr./ Greindu mér þitt hefðarheiti/ heima þar, sem ljósið deyr. ’ 7 Innir hrafninn: „Aldrei meir. ” Þorsteinn: „Prúður ertu að sjá, minn séra;/ síst mun kappinn ragur vera;/ myrkrastranda meginfrera/ muntu eiga að samastað;/ má ég vita heföarheiti/ herrans — í þeim sama- stað?”/ Aldrei framar”, fuglinn kvað.” Ekki þarf frekar vitnanna við um hve miklu máttugri tök Einar Ben hafði á þessu kvæði Poe’s en Þorsteinn nær. Allt um það er mikill fengur að þessari bók, og þá einkum vegna frum- sömdu kvæðanna. Ekki er hægt að rýna í hvert og eitt þeirra á þessum vettvangi og verðum við hér að láta staöarnumið. örnölafsson. Slappaðu af með Úrval í hendi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.