Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1985, Blaðsíða 40
FR ETT ASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er . notað i DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Futlrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óhá6 dagblað FIMMTUDAGUR 30. MAÍ1985. Sverrírreiður: „Einhverjirfá aðsnýta rauðu út af þessu máli” „Ég vil sem fæst orð hafa um slik óheilindi eins og ég tek á þar. Og aumingjaskap auðvitaö og þver- bresti í mínum eigin flokki, það er ekki hægt aö afsaka,” svaraði Sverrir Hermannsson iðnaöar- ráöherra í viðtali við DV í morgun. Hann var spurður álits á afdrifum stjómarfrumvarpsins um sements- verksmiðjuna sem var fellt á jöfnu í efri deildígær. Valdimar Indriðason, einn þing- manna SJálfstæöisflokksins l efri deild, greiddi atkvæði á móti frum- varpinu. „Ég ætla ekki að tala um slíka uppákomu og kjark sem svona þingmenn sýna og verða Alþingi til skammar,” sagði Sverrir um afstöðu flokksbróðursíns. „En óheilindi Framsóknar- flokksins munu ekki líþa mér úr minni í bráð,” sagði iðnaðar- ráðherra. „Og hætt við að einhverjir fái aðsnýta rauðu út af þessu máli.” -ÞG. Endurskoðandi handtekinn fyrír skjalafals Löggiltur endurskoðandi var hand- tekinn á skrifstofu borgarfógeta í gær grunaður um að stunda skjala- fals með skuldabréf. Lögreglan leitar nú að öðrum manni, lögfræð- ingi, sem talinn er tengjast sama máli. Var endurskoðandinn að bíða eftir skuldabréfum úr þinglýsingu þegar hann var handtekinn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust h já Ranns óknarlögreglu ríkisins í morgun er rannsókn máls- ins á byrjunarstigi og beinist að hlut þessara tveggja manna í málinu. Ekki reyndist unnt að fá þaö upplýst um hve miklar upphæðir dæmið snýst. -EH. ómissandi Kannski nafni NT verði aftur breytt, nú í SÍST7 Stangarholt: Breytumekki úrskurðinum — segir Alexander „Ráöuneytiö stendur við þennan úrskurð enda er hann gerður samkvæmt lögum. Ef Davíð og Reykjavikurborg sætta sig ekki við hann, verður aö leita til æðri dómstóla,” sagði Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra í samtali við DV. Eins og kunnugt er felldi félags- málaráðherra úr gildi leyfi byggingamefndar Reykjavíkur- borgar til byggingar f jölbýlishúss á lóðunum númer 3 og 9 við Stangar- holt í Reykjavík, svo og staðfestingu borgarstjórnar á samþykktinni, en ibúar i næriiggjandi götum kæröu veitingu byggingarleyf isins. „Þessi úrskurður er byggður á gildandi lögum og var einróma kveðinn upp af lögfræðingum ráðu- neytisins. Meira hef ég ekki um það að segja. Borgarstjóri verður svo að meta hvort taka eigi tillit til giidandi laga. -KÞ „Éq ætla að verða mðtorhjólalögga þegar 6g verð atór." Lftill hnokki af bamaheimilinu Alftaborg fær að prufa lögreglubifhjól fyrir framan Lögreglustöðina i Reykjavik f gær. Vinir hans af barnaheimilinu horfa 6 aðdóunaraugum. DV-mynd S. „ Albert kemur ekki í veg fyrir lausn á vanda húsbyggjenda” HEFUR AÐEINS EITT ATKVÆÐI / MN&NU — segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisf lokksins Formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, hefur ásamt for- sætisráðherra lagt til aö famar verði ákveðnar leiðir til að leysa fjárhags- erfiðleika húsbyggjenda. Fjármála- ráðherra er andvígur hluta af þessum leiðum og segist ekki leggja slíka tillögu fram, hvað sem hver segir. „Hann hefur aöeins eitt atkvæði hér i þinginu. Þó að hann vilji koma i veg fyrir lausn á vanda húsbyggj- enda dugir þetta atkvæöi hans ekki til,” segir Þorsteinn Pálsson, um andstööu fjármálaráðherra. Hann bætir því við að það sé ekkert skil- yröi aö Albert leggi þessi mál fram á þinginu. Albert segir að Þorsteinn hafi tekið sér embætti fjármálaráðherra með þvi að bjóöa upp á þessar leiðir. „Nei, ég hef ekki gert það,” segir Þorsteinn. „Þingflokkurinn tók bara þá ákvörðun að standa svona aö málinu.” Oiafur G. Einarsson, formaður þingflokksins, segir að í síðustu viku hafi þingflokkurinn gefið Þorsteini umboð til að leysa þessi mál. ,4 því fólst að hann átti að gera til- lögu um upphæð sem þyrfti í hús- næðiskerfið og einnig hvaða leiðir þyrfti að fara tU að ná þessari upp- hæð,” segir Olafur. Hann segir aö þingflokkinum hafi verið kunnugt sjáeinnigbls.3 um hvaða leiðir kynnu að verða vald- ar. Olaf ur neitar því að hann hafi lof- að fjármálaráðherra að þessi mál yrðu ekki tekin fyrir á meðan hann væri erlendis. I siðustu viku var Albert í Frakklandi. Olafur segir að hann geri sér grein fyrir því að Albert geti haft aðra stöðu í þessu máU en óbreyttur þing- maður. „En hann verður að gera það upp við sig eins og aðrir hvort hann ætlar að samþykkja það sem kemur út úr þessum viðræðum,” segir Olafur. APH. Ábyrgðarmaður NT hættir um helgina: TAKAINDRIÐIG. 0G HELGIVID BLAÐINU? „Eg er að hugsa mig um. Rit- stjórastaðan stendur mér tU boða. . Linumar ættu að skýrast alveg á næstu dögum,” sagði Helgi Péturs- son fréttamaður, aðspuröur, hvort hann væri orðinn ritstjóri NT. I gærmorgun hittust þeir á fundi hjá Steingrími Hermannssyni, Helgi Pétursson, Hákon Sigurgrímsson, formaður blaðstjómar NT, Haukur Ingibergsson, framkvæmdastjóri FramsNcnarflokksins og Indriði G. Þorsteinsson. Var umræðuefnið NT og framtíð blaðsins. Að þeim fundi loknum hélt blaðstjórnin annan fund. Samkvæmt heimildum DV er meiningin að Helgi verði ritstjóri. Við hliðina á honum verði Indriði G. Þorsteinsson ráðinn, hvort hann fái titUinn ritstjóri eða eitthvað annað er ekki ljóst. Þá er og vilji fyrir því að Magnús Bjamfreðsson verði ráðinn sem eins konar ráðgjafi en þó ekki meö fasta setu á blaöinu. „Það hefur eitt og annað verið orðað við mig í sambandi við NT en það liggur engin ákvörðun fyrir frá minni hálfu,” sagði Magnús. Og Indriði sagöi: „Eg er oft kvaddur til þegar ræða á ýmis alvarleg mál.” Aðalfundur NT verður haldinn á næstu vikum, að sögn Hauks Ingibergssonar, en verið er að ganga frá uppgjöri fjármála. Fyrirtækið er sagt skulda tugi mUljóna. Herma heimUdir að verði af þessum ráðningum muni Sambandið leggja 15 til 20 miUjónir í blaðið, eins og eitt morgunblaðanna segir í morgun. „Þetta er ekki rétt. Mér er ekki kunnugt um að Sambandiö ætli að setja í þetta peninga,” sagöi Valur Amþórsson í morgun. Magnús Olafsson lætur af störfum nú um helgina. Verður þá enginn ábyrgðarmaður fyrir blaðinu eftir helgi? „Ætli það verði ekki bara ég. Það getur aldrei þurft að brúa nema stuttan tíma,” sagði Hákon Sigurgrímsson. -KÞ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.