Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1985, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 30. MAl 1985. J.U Menning Menning Menning Stundleg skáld íslensk á ensku Threo Modorn lcelandic Poets. Iceland Review 1985.126 bls. Þýðandi þessarar bðkar, Marshall Brement, er sendiherra Bandaríkj- anna á Islandi. Bókin gefur heldur fó- tæklegar upplýsingar um fyrri störf hans á bókmenntasviðinu, en hann er þar sagður mikill áhugamaður um bókmenntir og málamaöur mikill. Og áreiöanlega er það einhver besta leið sem hugsast getur til að læra eitthvert mál, að glíma við að þýða bókmennta- verk úr því. Brement skrifar sex bls. formála fyrir safninu. Hann er auðvitaö ætlaður enskumælandi les- endum, sem ekkert þekkja til íslenskra bókmennta. Formálinn er fjörlega skrifaður og af töluverðum lærdómi. Þar er mikið lof uppi haft um ást Is- lendinga á ljóðlist, en hitt kemur þó glögglega fram, að Brement á þar við hagmælsku, sem er allt annar hlutur, a.m.k. í huga sumra Islendinga. En kannski gegnir öðru máli um ensku- mælandi fólk. Ekki eru upplýsingar í bókinni um úr hvaða bókum ljóðin eru tekin, en þaö væri gagnlegt fyrir t.d. útlendinga sem eru að læra íslensku, það fólk kemur einmitt til með að hafa sérstakan áhuga á bókinni. Þetta torveldar lika nokkuð starf ritdómarans, það myndi kosta mikla vinnu að leita uppi öil ljóðin á íslensku. I þessari bók eru nær þrjátíu ljóð eftir Stein Steinarr, þ. á m. allur flokk- urinn Tíminn og vatnið. Hin ljóðin eru flest úr Ferð án fyrirheits. Matthías Johannessen er aöeins fyrirferðar- meiri með 18 ljóð á 40 bls., en Jón úr Vör á 21 ljóð á jafnmörgum bls. Við val þýðandans finnst mér ekki hægt að gera athugasemdir. Það leiðir af sjálfu sér, að hver þýðandi hlýtur að velja frjálslega það sem til hans höfð- ar, annað getur hann ekki þýtt vel. Heildin En raunar eru hér tvö höfuöskáld módernismans á Islandi, og mörg þeirra frægustu verk. Þótt þriöja skáldiö, Matthias, njóti ekki eins al- mennrar viðurkenningar, þá hlýtur val þýðandans að eiga rétt ó sér, eins og áður sagði. Hinsvegar verður að gera þá kröfu að þýddi textinn standi á eigin fótum, einnig þegar tekinn er hluti ljóðabálks. Hér eru aðeins fimm ljóð úr Þorpinu eftir Jón úr Vör, en það er allt í lagi, þau standa sem slík. Hinsvegar verður Matthías öllu verr úti. Brement sleppir fyrstu tveimur ljóðunum úr bálkinum þið, en birtir 3., 4. og 15. Ljóð nr. 3 verður því alveg óskiljanlegt, því lesandinn getur ekki vitað við hvern þar er talað, þ.e. til skeggjaðra andófs- manna á Vesturlöndum, um 1970. En þaö skiptir raunar höfuðmáli, einnig í nr. 4. Matthías gerir mikiö að því í ljóð- um sínum að vísa til annarra bók- menntaverka, svo sem alsiöa er hjá módernum skáldum. En sé verk með slíkum vísunum þýtt, þá verður að skýra við hvað er átt, annars dettur það dautt niður. I nr. 3 vísar Matthías til sögunnar um djáknann á Myrká. Hvaða enskur lesandi skilur skýringa- laust: „komið þið til fundar við okkur með hvítan blett með hvítan blett í hnakka”? Mér er erfitt að dæma um hvemig textamir standa sem ljóð á ensku. Því það hlýtur aö þurfa enska málvitund til aö skynja hvemig blæbrigði oröa falla saman í textanum. Þótt mér finnist sumt ankannalegt hér, og t.d. ástæðu- laust að breyta línuröð í Tíminn og vatnið svo oft sem Brement gerir, skul- um við því frekar snúa okkur að öðm. Markmið þýðenda hlýtur að vera að sýna verkinu sem mestan trúnað. Víki hann verulega frá frumtexta, á hann að segja: „ort uppúr” éða eitthvað þvíumlikt. En nú er mjög erfitt að þýða ljóð, því þau byggjast oft á samþjöpp- un, þar sem margir þættir tvinnast Bókmenntir Örn Ólaf sson saman. Vitsmunalegt samhengi text- ans, eða röklegt, sé um það aö ræða, er aðeins einn þáttur af mörgum, mynd- mál Ijóðsins er oft mikilvægara, einnig hugrenningatengsl þau sem fylgja orðunum, það sem lesandi finnur á sér, en getur varla tekið á; ennfremur hljómfall ljóðsins og hrynjandi. Sjald- an mun ljóðaþýðandi geta skilað öllu þessu í sameiningu, hvað á hann þá aö láta ganga fyrir? Það hlýtur að vera breytilegt, fara eftir eðli hvers ljóðs, hvaða þættir drottna í því. Nú er hér um stundleg ljóð að ræða (módem), og ein mikilvægasta hlið þeirra er oft ljóð- myndir, þ.e. lýsingar með orðalagi sem höfðar svo nákvæmlega eða sér- kennilega til sýnar eða heyrnar (lýsir t.d. lit, lögun eða hreyfingu), að les- anda finnst hann sjá þetta fyrir sér. Brement velur þá skynsamlegu leið að leggja mest upp úr að skila myndum ljóðanna — enda þótt hann segist láta óm kvæðanna vera í fyrirrúmi, frekar en textann, þegar nákvsm þýðing myndi illa hljóma eða óskáldlega, svo sem oft vill verða (bls. 17). Framkvæmdin Að þessu mæltu er skjótt frá því að segja, að ýmislegt er hér vel gert Þýðingar Brements á t.d. „Vor” (bls. 35), „Blóm” (bls. 36), „Bær í Breiða- firði” (53) eftir Stein virðast mér piýðilega gerðar, og nokkuð vel „A Kaldadal” eftir Matthías. „Snær” eftir Jón úr Vör er líklega of fínspunniö til að það sé hægt að þýða, hrynjandin er mikilvæg, en hún fer forgörðum (bls. 62). Verra finnst mér ýmislegt í Tím- inn og vatnið: 16. „þáfjall” merkir þiðnandi fjall, fjall í hláku (sbr. Hávamál), en ekki fjall þátiðar, „time’s past mountain”. 9. „Eins og svefnhiminn/ lagður blysmöskvum/ veiðir guð” verður: „like the sleéping sky/ laid with torch mesh/ which catches god”, þ.e. hjá Brement er guð veiddur, en veiðir í frumtextanum, álit ég. 17. „A sofinn hvarm þinn/féll hvít birta/ harms míns” er ranglega þýtt: á vakandi augu þin, „The white light/ of my grief/ falls on your waking eyes”. Segja má að þessi þrjú dæmi séu raunar ekki ótvíræð hjá Steini. En 3. „gagnsæjum vængjum/ flýgur vatnið til baka” merkir ekki „through transparent wings”: í gegnum gagn- sæja vængi. 7. „koma syfjuð vötn” er óviöeigandi að þýöa: „the tired waters come”: þreytt vötn, þó svo að syfjuð börn muni kölluð „tired” á ensku. . . 13. „Inn í hugans neind/ kemur nóttin/ eins og nafnlaus saga” verður bara „Night comes/ into the void”. ..: inn í tómið. Fleira mætti kannski tína til, en þó er Tíminn og vatnið tiltölulega vel þýtt, miðaö við ýmislegt annað. I Sement (bls. 33) fer illa á því að þýða: „Þið sáuð mig rísa í hlakkandi mikilleik” með „in screamlng greatness”, þ.e. öskrandi eöa gargandi. Vissulega er þetta enska orö haft um hljóð ránfugla, sem á íslensku er kallaö aö hlakka. En hér er einmitt ve'rið að tala um þá ógn sem fylgir hljóðum mætti. I Heimurinn og ég (bls. 56) talar Steinn um þessa tvo aðilja sem f jandmenn. En Brement tekur þann kost að líkja þeim við tvo urrandi hunda. Steinn segir að „lítið” atvik hafi sætt þessa fornu f jandmenn, það var dauði barns sem báðir unnu. Hér þýðir Brement „lítið” með „paltry”, sem skv. minni málvitund (og Ensk-íslenskri orðabók öö) merkir: litilmótlegur, ómerkilegur. Það nær engri átt, en síðan magnar hann mjög orð Steins um barniö, sem „var einnig heimsins barn og von hans líka” upp í: „became the world’s pure hope, it’s perfect pitch”. Otkoman einkennist af mótsögnum, sem ekki eru í frumtexta. I 51. passíusálmi er hinni frægu lokalinu: „Skyldi ekki manninum leiöast að láta krossfesta sig” snúið viö: „Isn’t the man tire- some/allowing himself to be cruci- fied”, þ.e.: Er ekki maðurinn leiðinleg- ur!.. . því miður eru fleiri dæmi af slíku tagi. I Lát huggast barn (bls. 47) er tállaust þýtt sem hugsunarlaust: „without much thought”, en þau orð hæfa vel þýðingunni á 2. erindi: „I krafti þess sem kemur eöa fer þú kallar ekki fram þín tár né ama. Það snart þig ei og enginn mark þess sér, því innstu vitund þinni stóð á sama.” „The magnitude of that which comes or goes, does not call up your tears or your unease. It did not touch the trace of all your woes because you would not let yourmind displease.” Enskumælandi lesendur (aðrir eru væntanlega löngu hættir að lesa) eru beðnir að bera þetta saman, einkum 3. línu. Hér er ekki rúm til að taka á fleiru. En niðurstaöan af þessu öllu verður sú, að Brement sýni hæfileika á þessu sviði, en handrit hans hafi bara verið prentað of fljótt. I formála þakkar hann íslenskum vinum sínum aðstoð og ráðleggingar við þýðingarnar, og er þeim það til litils sóma, hafi þeir allt séð og Brement farið að ráðum þeirra: Verst á ég þó með að skilja útgefandann. Hann má aldrei treysta því að vel sé gert, hann á alltaf að fletta upp og bera saman eða fá kunnáttumann til þess. Vissulega gerir Brement ýmislegt vel, en ef spurt er: Er þetta bók sem þú vilt gefa erlendum vinum til að kynna þeim ís- lenska ljóðlist, þá verður svarið: Nei, því miður er ekki hægt að mæla með henni. Styrkið og fegríð Hkamann SÍÐASTA NÁMSKEIÐ FYRIR SUMARFRÍ Ný 3ja vikna námskeið hefjast 3. júní Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi œfingum. Sértimar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértimar fyrir eldri dömur og þœr sem eru slæmar i baki eða þjést af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufu- böð — kaffi — og hinir vinsælu sólaríum-lampar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Júdódeild Ármanns Á 'B OO innritun og upplýsingar alla virka daga Mrmusa óz. kl. 13_22 í síma 83295. LANDSBYGGÐARFÓLKI í þorpum og bæjum landsins sem vill drýgja tekjur sínar og jafnvel skapa sér sjálfstæöan atvinnurekstur gefst nú gott tækifæri. Þeir sem hafa áhuga, vinsamlegast sendið umsögn um ykkur sjálf í pósthólf 8310 Reykjavík. Nú er rétti tíminn til aö flísaleggja svalirnar eða garðskálann. Frostþolnar flísar af ýmsum gerðum. Auðvitað eftir sem áður Willeroy + Boch hrein- lætistæki og baðflísar. Margar nýjar, bráðfallegartegundir. Greiðsluskilmálar 20% út, eftirst. 6 man. ó garmaByggingavörur hf. Reykjavíkurvegí 64. Hafnarfírði, sími53140. Nýtískuleg hílaþvottastöð Við bjóðum forþvott, sápuþvott, 2-þátta bón og þurrkun. Stöðin getur tekið bíla sem eru allt að 225 cm á breidd og 227 cm á hæð. Við gefum fólki kost á að fá nýtt byltingar- kennt efni, Poly-lack, borið á bílinn meðan það bíður (20 mín. á bíl). Poly-lack inniheldur acryl sem gefur bílnum geysifallegan gljáa, skýrir litina og endist lengi. I Þýskalandi er þetta efni borið á alla Mercedes Benz áður en þeir eru afhentir. Poly-lack býður nú einnig sérstakan felguhreinsi sem nær næstum öllu, jafnvel ryði. Frá Poly-lack, efni sem í alvöru hreinsar plast,t.d. tappa og klæðningu að innan. Mössum gamalt lakk og gerum gljáandi eins og nýtt. Setjum lista, rendur og spoilera á bílinn þinn. Opið virka daga 12—20, helgar 10—19. Bílaþvottastöðin, Bíldshöfða 8, (við hliðina á Bifreiðaeftirlitinu).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.