Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Side 6
28
DV. FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985.
Leikhús — Leikhús — Leikhús — Leikhús
íslenska óperan
Leðurblakan. Tvær sýningar verða á
Leðurblökunni um helgina, í kvöld,
föstudag kl. 20, og á laugardag kl. 20 og
eru þetta jafnframt síðustu sýningar.
Leikfélag Reykjavíkur
Draumur á Jónsmessunótt verður
sýndur í allra síðasta sinn í kvöld,
föstudag, kl. 20.30.
Astln sigrar veröur sýnd á laugardag
og sunnudag kl. 20.30.
Nemendaleikhúsið
Fugl sem flaug á snúru eftir Nínu
Björk Arnadóttur verður sýndur í allra
síðasta sinn sunnudagskvöldið 2. júni
kl. 20.30. Miðapantanir eru allan sólar-
hringinn í sima 21971. Miðasalan er op-
in sýningardagana milli kl. 18 og 20.30.
Leikfélag Akureyrar
Kötturlnn sem fer sínar eigin leiðir
eftir Olaf Hauk Símonarson veröur
sýndur i allra síöasta sinn á sunnudag
kl. 17. Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir
og eru leikendur Theódór Júlíusson,
Þórey Aðalsteinsdóttir, Þráinn Karls-
son, Sunna Borg, Pétur Eggerz,
Marinó Þorsteinsson og Rósberg Snæ-
dal.
Edith Piaf, söngleikurinn vinsæli um
litríkt líf og list frönsku söngkonunnar
Edith Piaf, veröur sýndur á föstudags-
ogiaugardagskvöld kl. 20.30. Fáar sýn-
ingar eftir.
Þjóðleikhúsið
Chicago, söngleikurinn eftir Bob
Fosse, Fred Ebb og John Kander,
verður sýndur í kvöld (föstudag) og á
sunnudag. Uppselt er á báðar þessar
sýningar. Leikstjórar Chicago eru
Kötturinn fer
sínar eigin leiðir
— í allra síðasta sinn á Akureyri
Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir
verður sýndur í allra síðasta sinn hjá
Leikfélagi Akureyrar á sunnudaginn
kl. 17. Þarna er um bama- og
unglingaleikrit að ræða eftir Olaf
Hauk Símonarson.
Leikurinn byggir á smásögu eftir
Rudyard Kipling, Kötturinn sem fer
sínar eigin leiðir. Persónur leiksins
eru húsdýrin 4, kötturinn, hundur-
inn, hesturinn og kýrin auk manns-
ins, konunnar og bamsins. Leikurinn
fjallar á vissan hátt um þaö hvemig
þessi dýr þróast frá því að vera villi-
dýr yfir í húsdýr. Það er einkum
konan sem með kænsku sinni lokkar
dýrin til þjónustu við manninn á
mismunandi forsendum allt eftir því
hvaða hagsmuna hver á aö gæta.
Kötturinn fer þó jafnan sínar eigin
leiðir.
Leikhús — Leikhús
Benedikt Arnason og Kenn Oldfield en
í helstu hlutverkum eru Sigríður Þor-
valdsdóttir, Carol Níelsson, Pálmi
Gestsson, Róbert Amfinnsson, örn
Árnason og Sigurður Sigur jónsson.
Islandsklukkan eftir Halldór Laxness,
í nýrri uppfærslu Sveins Einarssonar,
verður sýnd á laugardagskvöld (1.
júní). I helstu hlutverkum em Helgi
Skúlason, Tinna Gunnlaugsdóttir, Þor-
steinn Gunnarsson, Amar Jónsson,
Hjalti Rögnvaldsson, Sigurður Sigur-
jónsson og Róbert Amfinnsson.
Valborg og bekkurinn, leikrit danska
höfundarins Finn Methlings, er sýnt
á Litla sviðinu. Leikstjóri er Borgar
Garðarsson en Guðrún Þ. Stephensen
og Karl Agúst Ulfsson fara með hlut-
verkin í leiknum. Næsta sýning verður
sunnudagsinn 2. júní klukkan 16 og
þar næsta sýning þriðjudagskvöldiö 4.
júní. Minnt er á veitingar sem leikhús-
gestum standa til boða fyrir sýningar.
»-
Kvikmyndahús — Kvikmyndahús
Regnboginn
Það er oröiö langt siöan almenni-
leg sjóræningjamynd hefur sést á
hvíta tjaldinu. Nú geta aðdáendur
slíkra mynda tekið gleði sína því
Regnboginn hefur hafið sýningar á
Ölgandi blóði (Savage Island) sem
er ekta sjóræningjamynd af gamla
skólanum. Það er Tommy Lee Jones
sem leikur aðalhlutverkið. Vert er að
geta tveggja mynda sem tilnefndar
voru til óskarsverðlauna í apríl.
Þær eru Ferðin til Indlands (A Pass-
age To India) eftir hinn aldna meist-
ara David Lean og Vígvellir (The
Killing Fields), eftirtektarverðar,
myndir sem vert er aö s já.
Bíóhöllin
Enn eina Evrópusýninguna aug-
lýsir Bíóhöllin í dag. I þetta skiptið er
þaö vinsæl táningamynd vestanhafs,
The Flamingo Kid. Fjallar myndin
um ungan strák og kynni hans af
lífinu. Léttur húmor er í myndinni.
Aðalhlutverkið leikur einn athyglis-
verðasti leikari vestanhafs af yngstu
kynslóð, Matt Dillon, sem menn
muna úr Coppoia myndunum sem
sýndar voru í Bíóhöllinni The Outsid-
ers og Rimple Fish. Tvær aðrar
myndir er vert að benda á, The
Cotton Club, hina umdeildu mynd
Francis Coppola, og aðra umdeilda
mynd, 2010.
Stjörnubíó
Nýjasta mynd Brian De Palma
Body Double er frumsýnd í dag.
Eins og viö er að búast frá þessum
meistara hrollvekjunnar er þetta
ekki mynd fyrir taugaveiklaö fólk.
Aðalhlutverkin leika Craig Wesson
og Melaine Griffith. Tvær athyglis-
verðar kvikmyndir er rétt að benda
á, 1 fylgsnum hjartans (Places In
The Heart) og Saga hermannsins
(Soldier Story). Myndir sem voru
tilnefndar til óskarsverðiauna fyrir
stuttu.
Laugarásbíó
Undarleg paradís (Stranger In
Paradise) erathyglisverðkvikmynd
sem sýnd er í Laugarásbíói. Mynd
þessi hefur vakið mikla athygii og
þykir hún sýna aðra hlið á Ameríku
en venjulega er gert í amerískum
kvikmyndum. Hefur hún fengið
fjölda verðlauna. I aðalsalnum er
aftur á móti endursýnd Flótti til
sigurs (Escape To Victory), mynd
með þremur stjömum, Sylvester
Stallone, Michael Caine og Péle.
Tónabíó
Tónabíó sýnir gamlan vestra,
Einvigið í Djöflaá (Duei at Diablo).
Leikstjóri þessarar myndar er Ralph
Nelson, ágætur leikstjóri sem lítiö
hefur heyrst til undanfarið. Aðalhlut-
Austurbæjarbíó
Á BLÁÞRÆÐi
Á bláþræði (Tightrope) er
nýjasta kvikmynd hetjunnar Clint
Eastwood. Leikur hann þar töffara
sem er í sama flokki og Dirty Harry
sem hann hefur leikið svo eftir-
minnilega á undanfömum árum. Af
öðmm leikurum má nefna
Genevieva Bujold og svo dóttur Clint
Eastwood og Ali, son Eastwood. Þá
má geta þess að í Austurbæjarbíói er
sýnd mynd Hrafns Gunnlaugssonar,
Hrafninn flýgur og er hún dubbuð á
ensku í þessari útgáfu.
-HK.
Kvikmyndahús
verkin eru í höndum James Gamer
og Sidney Poitier sem einnig hefur
lítið borið á á undanfömum árum.
Nýja bíó
Það er íslenska kvikmyndin
Skammdegi sem enn gengur í Nýja
bíói. Þetta er hin ágætasta saka-
málamynd sem þrátt fyrir snubbótt-
an endi aiiir ættu að hafa gaman af.
Fjallar myndin um systkin sem búa
á jörð fyrir vestan sem er rík af heitu
vatni. Oprúttnir bissnesmenn vilja
ólmir kaupa jörðina, en þau vilja
ekki selja. Einn erfingi jarðarinnar
kemur í heimsókn vestur og reynir
að hafa áhrif á söluna. Henni er tekið
með mikilli tortryggni. . . Aðalleik-
ararnir sýna mjög góðan leik í mynd-
inni.
Háskólabíó
Það er vinsælasta mynd í heimin-
um á undanförnum mánuðum, Lögg-
an í Beverly Hills (The Beverly Hills
Cop), sem er þar til sýningar. Þessi
ágæta gamanmynd er minnisstæðust
fyrir leik hins frábæra gamanleikara
Eddie Murphy í lögguhlutverki sem
er skrifað fyrir hann. Hæfileikar
hans njóta sín vel. Þessi makaiausi
gamanleikari er óðum að verða ein
stærsta stjarna kvikmyndanna. Það
verður enginn fyrir vonbrigðum með
Lögguna í Beverly Hills.
Hvaö er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um
Sýningar
Sölusýning í
Eden
Þessa dagana stendur yfir sölusýning Birgis
Schiöth í Eden, Hverageröi. Sýningin mun
standatil 10. júní.
Myndlistar- og listmunasýning í
grunnskólanum á Hellissandi
Sigurður Sólmundarson heldur mynd-
listar- og listmunasýningu í grunn-
skólanum á Hellissandi um sjómanna-
dagshelgina. Sýnd verða 40 verk, unnin
úr timbri, grjóti og ýmsum gróðri.
Þetta er 6. einkasýning Sigurðar auk
nokkurra samsýninga. Sýningin
verður opin i dag frá kl. 14—22 og
laugardag og sunnudag frá kl. 18—22.
Ásgrímssafn Bergstaflastræti 74
Sunnudaginn 2. júní verður opr.uð í
Ásgrímssafni hin árlega sumarsýning.
Að þessu sinni eru sýnd um 35 mynd-
verk og hefur áhersla verið lögð á að
hafa sýninguna sem fjölbreytilegasta,
bæði hvað myndefni varðar svo og
tækni. 1 heimili Asgríms á neðri hæð
hússins eru sýnd verk frá fyrsta og
öðrum tug aldarinnar, olíumálverk,
vatnslitamyndir og teikningar. Uppi í
vinnustofu málarans, áannarri hæð
hússins hafa verið dregin fram yngri
úrvalsverk í eigu safnsins.
I sumar verður Ásgrímssafn opið
alla daga vikunnar nema laugardaga
kl. 13.30—16.00. Aðgangur er ókeypis
og verður sýningin opin tii ágústloka.
Kjarvalsstaflir v/Miklatún
Á morgun verða opnaöar fimm
sýningar á Kjarvalsstöðum. I vestur-
sal sýna 18 félagar Listmálaraféiags-
ins málverk. I austursal sýnir Tryggvi
Amason grafíkmyndir, í vesturforsal
sýnir Myriam Bat-Yosef málaða hluti
ýmiskonar. I austurforsal sýnir öm
Ingi skúlptúra og myndverk. Fyrir
framan kaffistofuna verður sýning á
þeim sex tillögum sem valdar voru til
frekari útfærslu í hugmyndasam-
keppni um hlutverk og mótun Arnar-
hóls.
Gallerí Grjót Skólavörðustíg 4a
Þar stendur yfir samsýning aðstand-
enda gallerísins. Opið virka daga kl.
12—18, lokað um helgar.
Listmunahúysifl
Lækjargötu 2
Þar stendur yfir sýning á málverkum
eftir Vigni Jóhannsson. A sýningunni
eru u.þ.b. 40 olíumálverk, unnin á
þessu og siðastliðnu ári. Sýningin, sem
er sölusýning, er opin virka daga frá
kl. 10—18, laugardaga og sunnudaga
kl. 14—18, lokað á mánudögum.
Sýningunni lýkur 9. júní.
Listasafn Íslands
Á morgun verður opnuð 100 ára
afmæiissýning Listasafns Islands. Á
sýningunni verða 110 verk, öll í eigu
safnsins, eftir frumherjana Asgrím
Jónsson, Þórarin B. Þorláksson, Jó-
hannes S. Kjarval og Jón Stefánsson.
Sýningin verður opin fyrstu vikuna
daglega kl. 13.30—18 og tvær fyrstu
helgarnar kl. 13.30—22 en eftir þaö
veröur opið alla daga frá kl. 13.30—16.
Allt efni sem á að koma
í Helgarkálfinn „Hvað er
á seyði um helgina?"
þarf að hafa borist rit-
stjórn blaðsins fyrir há-
degi á miðvikudögum.
Fyrir eóa eftir bíó
PIZZA
hOsið
Gransásvegi 7
simi 38833.