Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1985, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1985, Síða 2
2 Lokað fyrir rafmagn hjá Baldri hf. í Keflavík: „EKKISKULDAÐ NÓGU LENGI ” — segir f ramkvæmdastjórinn, en fyrirtækið er senn að hætta rekstri „Þaö var ósköp eðlilegt aö þeir lokuðu rafmagninu á okkur, viö skuld- uöum," sagði Björn Olafsson, framkvæmdastjóri Baldurs hf., fisk- vinnslufyrirtækis í Keflavík. Þaö var á mánudaginn sem lokaö var á rafmagn fyrirtækisins, slíkt hefur aldrei gerst áöur hjá því. „Ætli þaö sé ekki þaö aö viö höfum ekki skuldaðnógulengi,” sagðiBjöm. „Það er bara að sjá hvað það verður opiðlengi.” — En á fyrirtækið í vandræðum eins og svo mörg önnur á Suðurnesjum, er þaö aö legg ja upp laupana? „Það hefur gengiö bölvanlega eins og hjá öllum hér, en viö erum ekki á hausnum. Fyrirtækiö stendur meira að segja mjög traustum fótum eignalega séö. En viö erum samt aö hætta þessu, ætlum aö reyna aö selja þaö ef það er þá hægt. Það er aðeins timinn sem sker úr um hvenær við hættum.” Baldur hf. á fjóra báta, sá nýjasti, Gissur hvíti, bættist við í flotann í vet- ur. „Viö erum aö selja hann til Blöndu- óss, þeir taka viö kaupsamningnum fráívetur.” f Og enn hefur frystihús Baldurs hf. ekki verið opnaö, en þvi var lokað fyrir um ári. „Viö höfum unnið allt í salt- fisk.” — Fæst nokkuö fyrir hann? „Já, þetta er allt í lagi ef þú ert með góðan fisk.” Hætti Baldur hf. starfsemi missa um 40 manns vinnuna. „Hjá okkur hafa unniö um 16 í saltfiskverkuninni og við höfum haft 23 sjómenn.” -JGH. ÆvarPetersen fuglafræðingur: DV. FÖSTUDAGUH 7. JUNI1985. Sfldarbragginn 6 Djúpuvfk sem nú skal verða hótel DV-mynd Póll „Menn sjá stjörnur yfir þessu” „Menn sjá stjörnur yfir þessu,” sagði Ævar Pedersen fuglafræöingur þegar DV bar undir hann hugmyndina um að Islendingar hæfu fálkaút- flutning til að sporna við eggja- og fuglaþjóðum. „Þetta er ekki svona einfalt. Það myndi þýða grundvallar- stefnubreytingu í sambandi við fugla- friðunarmál. Við erum að safna upp- lýsingum um þetta en ég er alls ekki bjartsýnn á að þetta verði nokkurn tímaaðveruleika.” Fálkahald er sport aöalsins í Araba- löndum og mörg þúsund ára hefð þar um slóöir. I Evrópulöndum var sterk hefð fyrir fálkahaldi og danakonungur leyföi mönnum aö veiöa fálka á Islandi og selja þá allt fram til ársins 1770. Ævar sagði að í Arabalöndum væri þaö stöðutákn að eiga sem besta og flesta fálka. „Arabarnir vilja ekki ræktaöa fálka þeir vilja bara villta fugla sem þeir þjálfa af mikilli elju. Þeir fara með fálkana á veiðar og reyna að láta þá fljúga á bráðina og drepa hana. Fálkamir eru alveg eins og þjálfaðir veiðihundar.” Mikil eftirspum er eftir villtum fálkum í Arabalöndum og fæst hátt verð fyrir fuglinn, nálægt hálfri milljón íslenskra króna. Að sögn Ævars Pedersen geta fálkar lifað i tiu til 20 ár. Fálkinn er fugl sem lifir á norðlægum slóðum og endist ekki lengi í heitu loftslagi. Sagöi Ævar að það væri misjafnt eftir fuglum hvað þeir gætu lifað lengi við slíkar aðstæður. -EH. Eru börn þingsköp? I miðri umræöu um verslun ríkisins með áfengi, mál sem fjármálaráð- herra mælti fyrir í neðri deild, kvaddi Kristín S. Kvaran (BJ) sér hljóðs um þingsköp. Þingforseti sem þá stundina gegndi því starfi, Karvel Pálmason (A), gaf þingmanni leyfi til að taka til máls. Kristín kvaðst hafa þá fyrr um morguninn haft samband við mennta- málaráðherra, Ragnhildi Helgadóttur, vegna frétta í fjölmiðlum um ástand mála á dagvistarstofnunum. Þingmaö- ur fór fram á í viðtali við ráðherra að þetta mál yrði rætt utan dagskrár sem ráðherra kvaöst ekki vera tilbúinn til. Því ræddi þingmaður í ræðustól „um þingsköp”. Og fleiri tNcu til máls. For- seti þingdeildarinnar margítrekaði, reyndar eftir ræðulok hvers þing- manns, að menn töluöu eingöngu um þingsköp. Fór dágóður tími forseta í þá útlistun fyrir þingmönnum. Og allir töluðu „um þingsköp” eins og þaö hét. Reyndar var vart greindur munur á umræðunni sem þarna fór fram og um- ræðu utan dagskrár. Þetta tiltekna dæmi er nokkuð táknrænt fyrir þennan vinnustaö. Stjómarandstæðingar sem til máls tóku voru auk Kristínar upp- hafsmanns, þau Guðrún Helgadóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Kristín Hall- dórsdóttir og Svavar Gestsson. Tóku þau öll í sama streng aö ræða þyrfti úr- bætur í dagvistarmálum en samkvæmt fréttum fjölmiðla er ástand á þessum stofnunum mjög slæmt. Flótti úr fóstrustéttinni er óeðlilegur sem rekja mátillágralauna. Menntamálaráðherra sagöi að launamál fóstra væri sveitarstjómar- mál en hún skyldi gera það sem í henn- ar valdi væri og hennar ráöuneytis til að gera bragarbót á þessum málum. Greindi ráðherra frá aðgeröum sem þegar eru í gangi í ráðuneytinu. A þingpöllum var hópur þolenda sem máliö snerist um, fóstrur og börn frá dagvistarstofnunum. Kristín S. Kvaran sem sjálf er fóstra upplýsti að nú í fyrsta skipti í 40 ára sögu Fósturskólans væri aðsókn að skólanum dræm. Fóru stjórnarandstæðingar fram á utan dagskrár umræðu um málið í dag. Að lokinni þessari umræðu um „þingsköp” hélt áfram umræða um verslunríkisinsmeðáfengi... -ÞG Þrenn lög: Frádráttur meðlags, siglingalög og stuðningur við tónlistarskóla Aö minnsta kosti þrjú frumvörp urðu að lögum frá Alþingi í gær. Tvö mál voru afgreidd í efri deild og eitt í neðri. I neðri deildinni var hinn nýi lagabálk- ur um siglingalög samþykktur. Laga- greinarnar eru hátt á þriðja hundrað- iö. I efri deild var frumvarp um breyt- ingu á tekju- og eignaskatt. Þetta er þingmannafrumvarp stjómarand- stæðings því flutningsmaður er Jó- hanna Sigurðardóttir. Þetta frumvarp felur í sér breytingar á meðlags- greiðslum til samræmis við ákvæði bamalaga um framfærsluskyldu. I gildandi lögum um tekju- og eigna- skatt er meðlagsgreiðendum heimilað- ur frádráttur frá skatti sem nemur helmingi meðlagsgreiðslna meö bami til 17 ára aldurs. Samkvæmt bamalög- um er framfærsluskylda lengd til 18 ára aldurs en í lög vantaði ákvæði um frádrátt greiðenda þetta eina fram- lengda ár. Hitt frumvarpið sem afgreitt var sem lög frá efri deild er um fjárhags- legan stuðning viö tónlistarskóla. Viö áður gildandi lög sem samþykkt voru 1975 hafa komið fram ýmsir annmark- ar sem leiörétta varð með nýjum lög- um. -ÞG Djúpavík: HÓTEL í SÍLDAR- BRAGGA ;Frá Páli Asgeirssynl, Isafirði: Flestir landsmenn þekkja eflaust til Djúpuvikur á Ströndum. Þeir sem ekki þekkja staðinn muna e.t.v. eftir sjónvarpsleikriti Hrafns Gunnlaugs- sonar, Blóðrauðu sólarlagi, en það var tekið á Djúpuvík. Nú eru tvö ár síðan síðasti íbúinn á Djúpuvík hætti að hafa þar fasta búsetu. Nú virðist sem þessi gamla höfuöborg síldarævintýranna sé að lifna við á ný. Hlutafélagið Magnús Hannibalsson hf. hefur keypt hluta af mannvirkjum á Djúpuvík, þar á meðal gömlu síldarbræðsluna og verbúöir sem henni fylgja. Ein þeirra er kvennabragginn svokallaði sem áður ! hýsti stúlkur sem unnu við söltunina. Þessa dagana eru nokkrir bjartsýnis- ,menn í óðaönn að innrétta kvenna- braggann sem hótel. Þar sem áður bjuggu allt að 100 konur ætla nýju hótelhaldararnir að hýsa 18 manns f 9 tveggja manna herbergjum. Einnig er gert ráð fyrir nokkru svefnpokaplássi. Að sögn Ásbjamar Þorgilssonar, sem gekk með okkur um eignina, er stefnt að því að opna hótelið þann 17. júní næstkomandi. Þrír til sex starfsmenn verða á hótelinu og hefur Amdís Guðnadóttir verið ráðin hótel- stjóri. Asbjöm var spurður um hugsanlega fiskirækt sem Magnús Hannibaldsson hf. hefur veriö orðaður við en hann varðist allra frétta og sagði þau mál vera í skoöun. Ekki verður hér lagöur neinn dómur á hvort grundvöllur sé fyrir hótel- rekstri á Djúpuvík. Ef framtak þeirra félaga verður til aö auka feröamanna- straum norður á Strandir þá er það vel því þetta af skekkta hérað býr yfir mik- illi náttúrufegurð. -EH. Útvarpslagafrumvarpið: Auglýsingarnar í hendur útvarpsréttarnefndar „Það hafa ýmsar hugmyndir verið ræddar sem ráðherrar þurfa að taka afstööu til,” sagði Haraldur Olafsson, formaður menntamálanefndar efri deildar, um útvarpslagafrumvarpiö. Nefndin hefur fundað undanfama daga nær daglega og von manna er að frumvarpið verði afgreitt úr nefnd um helgina og síðan tekið á dagskrá efri deildarámánudag. „Eg hef haft hugmyndir um að út- varpsréttamefndinni verði falið að taka auglýsingaþáttinn í sínar hendur, en enn er þetta aðeins hugmynd,” sagði Haraldur. Síöan sagði hann aö boðveitutillögur margar hafi verið ræddar og menn á þvi að boðveitukerf- in eigi að vera í eign sveitarfélaga. „öll byrjunarlög hafa annmarka og margt er ófyrirséð,” sagði Haraldur einnig og því hefði verið lagt til í nefnd- inni að nefnd sérfróðra manna yrði skipuð til aö fylgjast með lögunum og framkvæmd þeirra. Auglýsingamáliö sem er viökvæmasti þáttur frumvarps- ins og hefur valdiö mestum deilum inn- an stjórnarþingmanna sagði hann að reynt yrði að finna annan flöt á. -ÞG Bjórinn: HIK OG VOMUR Allsherjarnefnd efri deildar fjallaði á fundi sinum í morgun um bjórfrum- varpið. Þar svifu margar hugmyndir yfir vötnum, til dæmis um að leggja þetta mál undir dóm þjóðarinnar með atkvæöagreiðslu. Dálitlar vomur hafa verið í hópi stuöningsmanna bjórsins vegna lítils meirihlutafylgis við afgreiðslu frum- varpsins í neðri deild. Niöurstaða þeirra atkvæðagreiöslu var 20 með bjórnum og 16 á móti honum. Bindindismenn í hópi þingmanna munu vera andvígir þjóöaratkvæða- greiðslu um bjórinn. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.