Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1985, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1985, Síða 30
42 DV. FÖSTUDAGUR 7. JONI1985. JASON & THE SCORCHERS - LOST AND FOUND: KÁNTRÍTÓNUST meb pönkkeim HOWARD JONES — DREAMINTO ACTION: DRAUM- URINN RÆTIST Howard Jones er einn af þeim fjöl- mörgu en þó nokkuö góðu ungu bresku tónlistarmönnum sem kvöddu sér hljóðs í upphafi tölvupoppsaldar. Og vissulega er Hóvarði margt til lista lagt. Hann semur til dæmis öll lög sem hann flytur, semur texta og leikur aukinheldur á öll hljóðfæri sem reynd- ar eru öll af hljóðgervlaættinni. Alla þessa vinnu leysir Hávarður af hendi með hinum mesta sóma. Samt er eins og neistann vanti til að drengurinn geti fyllt heila plötu með góðum lögum. Á þeirri plötu sem hér er til umfjöll- unar — Dream Into Action — eru til dæmis nokkur býsna góð lög — léttmelt og grípandi lög — en þess á milli dettur allur dampur af Hávarði og stundum er rétt eins og hann sé að tey gja lopann til að fylla upp í ákveðið tómarúm. Engu að síður getur Hávarður vel við unað, platan selst vel og þar er hinu ógæta lagi, Things Can Only Get Bett- er mest fyrir að þakka. Annað er það sem ber að nefna og vel er gert á þessari plötu — en það eru textar Hávarðs. Þeir bera það ekki með sér við fyrstu áheyra að vera merkilegir — en þegar betur er að gáö leynist margt í þeim sem vekur mann til umhugsunar. Vissulega leysir Hávarður engar h'fsgátur í textum sín- um—né heldur er í þeim hvöss ódeila. Þess í stað veltir Hávarður fyrir sér ýmsu varðandi mannleg samskipti og hvetur menn til að gera eithvað í því að láta drauma sína rætast. Ætli hann hafi ekki gert það s jólfur? -SþS Nú beinast augu margra rokkunn- enda aö bandarísku nýbylgjunni þó þess sé ekki farið að gæta nema í litlum mæii hérlendis., Ungu bandarísku rokksveitimar leita margar fanga i tónlist fyrri tima, rokkabilli kemur við sögu svo og kántrítónlist og sumparí má segja að kraftinn sæki þessar hljómsveitir í breska pönkið. Þessi lýs- ing á alténd við Jason & the Scorchers sem kemur frá Nashville og hefur því kántrítónlistina í blóðinu eins og fólk þarumslóðir. En þó kántritónlistin blundi í bak- grunninum vekur strax athygli að Jason & the Scorchers spila rokk af mikilli innlifun og djöfuhnóð. Það er hráabragð að tónhstinni og svipar að þvi leyti til pönktimans i breska rokkinu, einfalt og kraftmikiö, en tón- listin er að hinu leytinu af allt öðru sauðahúsi en hjá Bretunum og andi kántrítónhstarinnar umlykur plötu, Lost And Found. Þetta er harla skemmtileg blanda og þegar við bætist að þetta eru laghentir strákar — melódíurnar fínar — verður fitonskrafturinn sem einkennir plötuna býsna smitandi. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að tónlistin er í aðra röndina óskaplega gamaldags og óspennandi, hér má heyra glás af gömlum slitnum frösum frá benskuár- um rokksins og nánast eina nýjabragð- þessa JASONttTHESCORCHERS iö á þessarí plötu er þessi sérkennilega heillandi blanda af gamalli og nýrri tónlist: þegar pönkið fór ó stefnumót við kántríið — orðað á afar einfaldan hátt. Mér skilst að Jason & the Scorchers hafi ekki áður gefið út heila breiðskifu en út hafi komið „mini-lp”, Fervor, ár- ið 1983. Það veröur gaman að fylgjast COMMODORES - NIGHTSHIFT: GOÐ SOULTONUST Það var fyrir rúmum tólf árum sem Commodores komu fyrst fram á sjónarsviðið. Hljómsveitin þótti strax flytja vandaða soultónlist og var fljótt faríö aö líta til þeirra félaganna sem helstu boðbera soultónhstarinnar. Þaö voru samt rólegu lögin þeirra sem uröu vinsælust. Sá sem átti einna mest þátt í vel- gengni Commodores var tvímælalaust Lionel Ritchie. Hann var söngvarínn og lagasmiðurinn og varð fljótt aðal- tákn hljómsveitarinnar. Það hlaut sem sagt að koma að því að Lionel Ritchie færi að gefa út plötur sem einstakhng- ur. Enda fór það svo að hann yfirgaf hljómsveitina og velgengni hans síðan þekkja vístflestir. Af Commodores er að segja aftur á móti að flestir bjuggust við því að ekki yrði langt í að hljómsveitin legði upp COMMODORES laupana. En svo var þó ekki og þeir félagar þraukuðu í nokkur ár og gáfust aldrei upp. Þeir réðu nýjan söngvara, J.D. Nicholas, sem ásamt Walter „Clyde” Orange sér um söng- inn og nú hefur afkvæmi Commodores litiö dagsins ljós. Nefnist platan Nightshift og titillagið hefur rokið upp alla vinsældalista aö undanförnu, enda mjög gott lag sem söngvaramir tveir gera góð skil. Lagið er tileinkað minningu tveggja stórmenna á sviði soultónlistar, Jackie Wilson og Marvin Gaye. Stórgott lag og besta lagið á plötunni. En það er ekki nóg aö hafa eitt gott lag á níu laga plötu. Og víst er það að eftir aö hafa hlustaö ó Nightshift þá er ég viss um að Commodores þurfa ekki aö kvíða framtíöinni. Platan er í heild hin ágætasta. Lögin eru hin áheyrileg- ustu og flutningur Commodores fró- bær. Af öðrum lögum á plötunni mó nefna Animal Instinct, Shp Of The Tongue og Play This Record Twice. AUt lög sem Commodores getur verið hreykinnaf. HK. KATHRINE & THE WAVES - KATHRINE & THE WAVES: EINKAR FRISKLEGIR NYLIÐAR Þessi unga hljómsveit hefur svo sannarlega fengiö fljúgandi start með laginu sínu: Walking On Sunshine, sem á siðustu vikum hefur rutt sér leið í efstu sæti vinsældahsta. Hljómsveitin hefur ranglega verið kölluö bandarísk, því þó söngkonan og miðdepih hljóm- sveitarinnar út ó við, Kathrine Leskan- ich, sé frá Kansas eru tveir liðsmanna sveitarinnar breskir og sjá fjórði mexíkanskur. Lagasmiður hljómsveitarinnar og gítarleikari er Kimberly Rew, breskur og fyrrum Uðsmaður í Soft Boys. Hljómsveitinni hefur verið líkt við Pretenders og það ekki að ósekju: bandarísk söngkona með mikla rödd og breskur gítaristi, en miklu lengra nær samlíkingin ekki. Tónhstin er létt- rokkað popp meö skirskotun til Bítla- tímans, sannarlega flutt af einskærri gleöi og krafti og geislandi fjöri, en skortir hins vegar þann hvassa bein- skeytta stíl sem einkennir Pretenders og þvi miður er Kathrine Leskanich ekki nema skugginn af Chrissie Hynde og ákaflega litil dýpt og túlkun í söngn- ums Það er ósanngjarnt aö halda þess- um samanburöi th streitu. Kathrine & the Waves kemur með f erskan blæ inn í poppið og þá má öhum vera ljóst eftir að hafa heyrt þessa plötu að hljóm- sveitin á eftir að fylgja eftir vinsældum Walking On Sunshine. Formúlan er skotheld og aðalsmerki hljómsveitar- innar einmitt sterkar laglinur sem auðvelt er að söngla fyrir munni. Walking On Sunshine er samt áber- andi mest grípandi og einstaklega vel lukkað í sumarbyrjun. Kathrine & the Sunshine mun hafa gefið út tvær breiðskífur áður hjá ein- hverri lítilU hljómplötuútgáfu í Kanada og hermt er aö þessi plata sé úrval laga af þeim tveimur plötum. Hvort hljómsveitin er því komin inn í sviös- ljósið tfl þess að dvelja um hríð eða hverfa skjótt hlýtur næsta stóra plata hennar að segja til um. Eg held hún sé komintilaðdvelja. -Gsal með framvindunni í bandariska nýrokkinu og mér sýnist að Jason & the Scorchers sé ágætir fulltrúar þeirrar bylgju. Á plötunni eru nokkur afbragðs lög og ég nefni að lokum fá- ein: Shop it Around (gæti orðið smell- ur), Broken Wiskey Glass, White Lies og eina ballaðan á plötunni er fima- góð: FarBehind. -Gsal SMÆLKI Sæi Nú! Elton John undirbýr nú nýja breiðskifu af miklum móó og lætur einsk- is ófreistaó til þess að hafa hana sem veglegasta. Gestalistínn er til dæmis oröinn býsna langur og þar medal annars aó finna Nik Kershaw, George Michael, Mel Gaynor (úr Simple Mínds) og Roger Taylor (úr Queen) og gamli maðurinn flaug sórstaklega tii Bandaríkjanna þeirra erinda að syngja dúett með Millie Jackson; sá söngur er veantanlegur á næstu smáskifu: Act Qf War... Ojass- hljómsvert Sting, sðngvara Police, sem áður befur verið sagt frá og hehir því frumlega nafni Sting, verður fest á filmu á hljómleika ferð í sumar um Japan, Banda rlkin og Evrópu... Kvikmyndirnar halda áfram að lokka popparana til sín. Prince stekkur fram á hvíta tjaldiö öðru sinni í sumar; hann hefur þekkst aðalhkitverk i kvíkmynd Zen Braun sem heitir: Prince of Oarkness & the Moming Star, sem er sögð ein- hvers konar nútlma útfærsla á West Side Story... Þá herma heimildir að Siflie Joel leiti logandi tjósi að hlutverki meðal Hollívúddmanna en Joel ætlar sér stórt hkitverk; leSta, stjóma og framleióa... Og enn um kvik myndadrauma; Tina Turner hefur ekki sést á tjaldinu frá þvi hún lék í Tommy-óperunni árið 1975. Hún leikur á móti Mel Gibson i þriðju kvíkmyndinni um Max Med... Ein efnilegasta hljómsvert Breta, New Model Army, tapaði bassa leikara sfnum á dögunum og hyggst reyna að fylla upp i skaróió sem fyrst. Plötu hljóm sveharinnar, No Rest For the Wicket, hefur verið hæh óspart... Meira en sextíu manns, sem tengjast skemmtanalifinu á ein hvem hátt í Bretlandi, hafa behió stuðningi við aðstandendur þeina sem létust f brunanum f Bradford, Þessi hópur, sem gengur undir nafnkiu the Crowd, tekur upp á plötu lag Gerry Marsden, Youll Never Walk Alone, og þekktir popparar eru meðal annarra Nolan Sisters, Phil Lynott og Rick Wakeman... Nýjar smáskffur ere á leióinni frá Paul Young (Tomb of Memories), Pat Benatar (Shadows Of the Night), RAH Band (Sorry Doesn't Make h Anymore), Fall (Couldn't Get Ahead) og Sting (If You Love Somebody Set Them Free).., Meðal gesta á nýju sólóplötu Bryan Ferry eru Mark Knopfler, Nile Rogers og David Gilmour... Búið f bHi... Gsal k

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.