Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1985, Side 36
FR ETTASKOTIÐ
(68)• (58)
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá í
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
er gœtt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Pólverja
synjað um
landvistarleyfi
Pólverja á fertugsaldri, sem kom til
landsins meö flugi frá Kaupmanna-
höfn í fyrradag, var synjað um land-
vistarleyfi á Islandi. Haföi tengdafólk
mannsins sótt um vegabréfsáritun
fyrir hann í maimánuði en fengiö synj-
un. Kom maöurinn til landsins þrátt
fyrirþetta.
Aö sögn Jóhanns Jóhannssonar, lög-
reglufulltrúa hjá útlendingaeftirlitinu,
var maöurinn í vörslu lögreglunnar á
Keflavíkurflugvelli um nóttina og fór
siöan meö flugi aftur til Kaupmanna-
hafnar í gærmorgun. „í>að eru bunkar
af áritunum sem er synjaö,” sagði Jó-
hann Jóhannsson. „Mál sem þessi eru
alvanaleg.” Jóhann sagði aö sér þætti
þaö allfrekt af venslafólki Pólverjans
aö stefna honum til landsins þrátt fyrir
að vegabréfsáritun hefði verið synjaö.
-EH.
Fálkaþjófnaðir:
Rannsókn í
fullum gangi
, á aðild
íslendinga
TALSTÖÐVARBÍLAR
UM ALLA BORGINA
SÍMI 68-50-60.
ÞRÖSTUR
SÍÐUMÚLA 10
LOKI
Þá kemst maður aftur á
rétta brautl
BæjarstjórnSelfoss
vegna stjórastríðsins?
Meirihlutasamstarf bæjarstjómar
Selfoss riöar nú til falls. Er búist við
að sverfi til stáls á næsta bæjarráðs-
fundi eftir helgi. Er ástæðan ósam-
komulag meirihlutans í stjórastríö-
inusvokallaöa.
Eins og DV hefur skýrt frá eru
miklar væringar meöal æðstu manna j
Selfosskaupstaðar, svo miklar aö
bæjarstjórinn, Stefán Omar Jfmsson,1
hefur sagt upp störfum vegna ósam-
komulags við veitustjórann, Jón öm
Arnarson. I kjölfar uppsagnar
bæjarstjórans skrifaði rúmur helm-
ingur kjósenda á Selfossi undir
stuðningsyfirlýsingu viö bæjarstjór-
ann, þar sem hvatt var til lausnar á
málinu svo hann þyrfti ekki aö hætta.
A bæjarráösfundi i fyrradag var
máiið tekiö til meöferðar. Þar lýsti
veitustjórinn yfir þvi, ekki einu sinni
heldur fimm sinnum, að með bæjar-
stjóranum myndi hann aldrei vinna.
I framhaldi af því fólu sjálfstæðis-
menn í bæjarráöi bæjarstjóranum að
auglýsa stööu sina lausa til umsókn-
ar.
Ingvi Ebenhardsson, efsti maður á
lista Framsóknar, bar upp tillögu
sem reyndar allir flokksbræöur hans
í bæjaratjóm standa aö. Þar var
■ fariö fram á aö veitustjórinn yröi lát-
inn hætta í stað bæjarstjórans og
vitnaö til undirskrlftalistanna i þvi
sambandi. Þeirri tillögu var heldur
iila tekið af öörum í bæjarráði og
ákveðið að fresta umfjöllun um hana
til næsta bæjarráðsfundar, sem verð-
ureftirhelgina.
„Meirihlutasamstarfið er í hættu.
Eg get ekki neitað því,” sagöi Ingvi
Ebenhardsson, aðspurður um þaö
máL „Meira get ég ekki sagt i bili.”
„Eg mun hætta í lok sumara. ÞaÖ
var reynd ákveðin lausn í þessu
máli. Veitustjórinn var ekki tilbúinn
til neins samkomulags, svo mér
finnst ég ekki geta veriö hér áfram,”
sagöi Stefán Omar Jónsson.
— Ef veitustjórinn veröur látinn
fara munt þú þá draga uppsögn þína
tfibaka?
„Um það vil ég ekki tjá mig á þess-
ari stundu,” sagðiStefán.
-KÞ
4
4
4
4
Rannsókn á máli Vestur-Þjóðverj-
ans, sem gripinn var glóðvolgur á
Keflavíkurflugvelli fyrir skemmstu
meö þrjá fálkaunga i farangrinum, er
nú á lokastigi, aö sögn Hallvarös Ein-
varðssonar rannsóknarlögreglustjóra.
Mál Þjóðverjans, Martin Horst
Kilian, er nú aö mestu upplýst en hann
situr þó enn i gæsluvarðhaldi og verður
þar til 19. júní. Verður mál hans sent
ríkissaksóknara tfi frekari ákvöröunar
inæstuviku.
Að sögn Hallvarðs er enn verið að
kanna hugsanleg tengsl Islendinga viö
fálkaþjófnaði i framhaldi af brottför
Christian Krey af landinu í byrjun maí
en hann var grunaður um stuld á fálka-
eggjum í Aöaldal. Aðspurður um
tengsl Bílaleigu Akureyrar og annarra
Islendinga við málið, sagði Hallvarður
að verið væri að „athuga viss atriði”.
Hann sagði ekki ljóst hvenær rannsókn
þess máls lyki. -KÞ
Bílvolta varfl á Krísuvikurveginum um mifljan dag í gœr. ökumaflurinn var afl taka krappa beygju á móts
vifl sorphaugana þegar billinn vallt og allt hlassifl af. Vifl veltuna fékk bilstjórinn, sem var einn í bílnum,
rafgeyminn framan i sig og úr honum vall geymasýra i andlit bílstjórans. Afl sögn lögreglunnar slasaðist
maðurinn ekki mikið. DV-mynd S.
Leiðsögumenn sömdu f nótt
Seint í gærkveldi tókst samkomu-
lag í deilu leiðsögumanna og viðsemj-
enda þeirra. Um miðnætti skrifuöu
aðilar undir kjarasamning.
„Þetta var langur og erfiður samn-
ingafundur,” sagði Friðrik Haralds-
son, formaður Félags leiðsögumanna, í
morgun viö DV. Hann sagði að á
morgun eöa sunnudag yrði boöaö til
félagsfundar, þar sem samkomulagið
yrði borið undir atkvæði. Hann vildi
ekki, að svo stöddu, upplýsa um efnis-
atriði samningsins.
Líkumar á áður boðuðu verkfalli
hafa minnkaö og útlit fyrir að ferða-
menn fáileiðsögn ísumar. APH
Bflaleigan Geysir kærir
fálkaungaþjófinn
Bílaleigan Geysir á Akureyri kærði í
fyrradag fálkaungaþjófinn, Martin
Horet Kilian, sem gripinn var á Kefla
vikurflugvelli fyrir skömmu. Er Kilian
sakaður um að hafa breytt kilómetra-
mæli bifreiðar sem hann tók þar á
leigu.
Kilian tók fjórhjóladrifinn Subaru á
leigu hjá Geysi þriðjudaginn 28. maí og
átti að skila honum föstudaginn 31.
maí. Það gerði hann ekki, en bílinn
fundu starfsmenn Geysis morguninn
eftir á flugvellinum. Hann var læstur.
og lyklamir í. Eftir símhringingar á
hótel í Reykjavík tókst þeim að finna
Kfiian á City-hótelinu. Kfiian sagðist
hafa þurft að fara i skyndingu vegna
þess að kona sín hefði veikst mjög
snögglega. Hann kæmi aftur eftir 10
daga, en greiösla fyrir bílinn væri í
hanskahólfinu. Það reyndist rétt, að
peningarnir vom þar.
Fyrir nokkrum dögum fengu þeir hjá
Geysi það staðfest að sést hefði til bíls-
ins á Raufarhöfn á meðan Kilian hafði
hann. Þeir fóru þá að velta fyrir sér að
eitthvað hlyti leiðin þangað að hafa
styst. Samkvæmt kílómetramælinum í
bílnum hafði Kfiian ekið 219 kílómetra.
Frá Akureyri til Raufarhafnar eru
hins vegar 240 kílómetrar, aðra leið-
ina. Samkvæmt því hefði hann keyrt að
minnsta kosti 500 kílómetra. Því væri
ljóst að eitthvaö hefði maðurinn fitlað
við kílómetramælinn í bílnum og þess
vegnavarkæranlögöfram. -KÞ/-JBH.
i
4
4
4
4
4
| i
4
f
4
Bein þátttaka Islendinga
í Alaskaævintýrum fráleit
— segir Guð jón B. Olaf sson eftir Alaskaf ör með sjávarútvegsráðherra
Oskar Magnússon,
DV, Washington:
„Eg held að bein þátttaka Islend-
inga í ævintýrum við Alaska sé alveg
fráleit,” sagði Guðjón B. Olafsson,
forstjóri Iceland Seafood, í samtali
við DV. Guðjón ásamt Ottari Hans-
syni, aðstoðarforstjóra Goldwater,
og Halldóri Asgrímssyni sjávarút-
vegsráðherra er nýkominn úr för til
Alaska þar sem kannaðir voru mögu-
leikar á samvinnu við Alaskamenn
um fiskveiðar og vinnslu.
Guðjón sagði að vissulega væru
auðug fiskimið út af ströndum
Alaska sem litiö væru nýtt. Stór hluti
aflans þar væri veiddur af erlendum
skipum eöa bandarískum skipum,
sem seldu aflann til erlendra skipa á
hafi úti. „Markmið Alaskamanna
virðist vera að færa þessar veiðar á
bandariskar hendur ekki síðar en á
árunum 1989 og 1990,” sagði Guðjón
B. Olafsson. Hann sagði að Is-
lendingar ættu ekki hentug skip til að
stunda þessar veiðar. Ekki fengist
leyfi til að landa þeim fiski sem er-
lend skip veiddu og því þyrfti mun
stærri verksmiðjuskip en við hefðum
yfir að ráða til aö geta fryst aflann
umborð.
„Það er af og frá að kaupa ný skip
sérstaklega til þessa verkefnis,”
sagöi Guðjón.
Um fiskvinnslu i landi sagði Guð-
jón að Alaskamenn spyrðu fyrst
hvort Islendingar væru tilbúnir að
leggja fram fjármagn í slíkt. Svarið
við þeirri spurningu væri neitandi.
Ekki veitti af fénu á Islandi.
Guðjón sagði að til greina kæmi að
Iceland Seafood keypti sjávarafurðir
af Alaskamönnum á sama hátt og
fyrirtækið hefur keypt fisk af ýmsum
öðrum á hreinum viöskiptagrund-
velli.
Þá gat Guðjón þess að Alaska-
menn skorti þekkingu til veiða og
vinnslu. Yfir þeirri þekkingu hafa Is-
lendingar að ráða en spurningin væri
hvort okkar verðlagning á þeirri
þekkingu væri samkeppnlsfær við
aðrar þjóðir og hvort Alaskamenn
vildu yfirleitt kaupa þessa þekkingu
af okkur.
$
i
i
i
Í
Í
i