Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Side 7
Viðtal við John Waters
kvikmyndaleihstjóra
(og klámhund?)
Að halda með Spánverjum
— Zico-vinafélagið fer á knattspyrnuleik
DV. FÖSTUDAGUR14. JUNI1985.
ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR
Ögmundur Kristinsson prentari
sést hér að störfum.
OÐRUM HNOTTUM?
— Sagtfrá kenningum dr. Helga Pjeturss og
rætt við fylgismenn hans
Ég er það sem |','
þeir kalla
B-maður
— Rættvið Jóhann G.
Bsrgþórsson,
forstjóra Hagvirkis,
laxaræktanda ognú
einn eigenda BÚH
er á seyði um helgina?- Hvað er á seyði um helgina
Galleri Borg,
Pósthússtræti 9
Næstu viku verða til sýnis í Gallerí
Borg verk þeirra Kjarvals, Ásgríms
Jónssonar, Gunnlaugs Blöndal,
Katrínar Jónsdóttur, Nínu Tryggva-
dóttur og fleiri. Auk þess veröa þar
nokkrar eldri myndir núlifandi lista-
manna. Myndirnar veröa til sölu.
Galleríiö er opiö virka daga kl. 12—18
og um helgar kl. 14—18.
Árbæjarsafn
Safniö er opið frá kl. 13.30—18 alia
daga nema mánudaga.
Galleri íslensk list,
Vesturgötu 17
Jóhannes Geir listmálari sýnir 10
olíumálverk og 46 olíukrítarmyndir.
Sýningin er opin daglega kl. 9—17 og
umhelgarkl. 14—18.
Stofnun Árna Magnússonar
Handritasýning, opin á þriöjudögum,
fimmtudögum og laugardögum frá kl.
14-16.
Listasafn Einars Jónssonar
v/Njarðargötu
Safnið er opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 13.30—16.
Höggmyndagaröurinn er opinn dag-
lega frá kl. 11—17.
Listasafn islands
Þar stendur yfir 100 ára afmælissýning
safnsins. Á sýningunni eru 110 verk, öll
í eigu safnsins, eftir frumherjana
Asgrím Jónsson, Þórarin B. Þor-
láksson, Jóhannes S. Kjarval og Jón
Stefánsson. Sýningin er opin um
helgina kl. 13.30—22 en virka daga kl.
13.30-16.
Mokka Kaffi
v/Skólavörðustíg
Jón Axel Björnsson sýnir graf-
íkmyndir á Mokka næstu þrjár vikur.
Þetta er í fyrsta skiptið sem Jón Axel
sýnir grafíkmyndir, en hann hefur
eingöngu sýnt akryl- og olíumálverk
fram að þessu. Myndimar á Mokka
eru unnar í kopar, dúk og tré.
Nýlistasafnið,
Vatnsstig
Engin tilkynning hefur borist um
sýningu þessa helgi.
Listamiðstöðin
v/Lækjartorg
Engin tilkynning hefur borist um
sýningu þessa helgi.
Þjóðminjasafnið
Þar eru til sýnis myndir eftir Sölva
Helgason. Opiö á þriðjudögum,
fimmtudögum, laugardögum og
sunnudögum frá kl. 13.30—16.
úgmundur Kristinsson spáir um úrslit 1.
deildarleikja:
„Þetta verður mikill
baráttuleikur"
— segir ögmundur um leik Víkings gegn KR.
Valsmenn fara til Akureyrar í kvöld
— Þetta veröur mjög erfiöur leikur
— mikill baráttuleikur, sagöi ög-
mundur Kristinsson, markvörður
Víkingsliðsins, sem mætir KR í 1.
deildar keppninni í knattspymu á
morgun. — Leikurinn verður ekki
jafnteflisleikur. Annaö hvort liðið fer
með sigur af hólmi. Eg vona að það
verðum við Víkingar sem fögnum
sigri. Urslit leiksins munu skera úr
um það hvort liðið verði að berjast á
botninum f ram eftir sumri, sagði ög-
mundur.
ögmundur sagði að Víkingsliðið
hefði æft mjög vel að undanfömu og
vonaðist hann eftir því að Víkingar
sýndu góðan leik gegn KR.
— Nú hafið þið fengið þrjú stig?
— Já, en ég tel að það séu þó ekki
þau þrjú stig sem við áttum að fá. Að
öllu eðlilegu hefðum við átt aö leggja
Víði að velli en tapa fyrir Vais-
mönnum. Þaðfóröfugt. Þááttumvið
að ná stigi á Akureyri — gegn Þór.
— Hver er ástæðan fyrir hinu
slæma gengi Víkings?
— Það eru hinar miklu manna-
breytingar sem hafa átt sér stað. Við
misstum markaskorarana okkar —
þá Heimi Karlsson og Kristinn
Guðmundsson. Þá er Ragnar Gísla-
son hættur og örnólfur Oddsson fór
aftur til Isafjaröar og Omar Torfa-
son í Fram.
ögmundur sagði að búast mætti
1 við geysilega harðri baráttu í 1.
deiidarkeppninni í sumar.
— Hvað hefur komiö þér mest á
óvart?
— Það er Framliðiö sem er geysi-
lega sterkt. Eg vissi að Framarar
yrðu sterkir en ekki svona sterkir.
Þeir em með góða liðsheild, sem
leikur skemmtilega knattspyrnu. Þá
hafa einstaklingar eins og Omar
Torfason og Guðmundur Steinsson
náð sér vel á skrið — hafa sýnt stór-
leiki.
Umferð útisigranna
Ingi Björn Albertsson, sem var
spámaður okkar fyrir stuttu, spáði
tveimur leikjum rétt — sigri Skaga-
manna yfir Þrótti og jafntefli Kefla-
víkurogKR 1—1.
Nú er komið að ögmundi að spá
um úrslit leikjanna í 1. deildar
keppninni um helgina. Eins og áður
þá þarf hann ekki að spá um leik
KR—Víkings í tölum en um aðra leiki
verður hann að spá í tölum.
Þór—Valur: — Valsmenn vinna
2—0 fýrir norðan. Mér finnst
Þórsarar ekki eins sterkir og þeir
hafa verið undanfarm tvö ár. Vals-
menn eru aftur á móti mjög gott lið.
Víðir—Fram: — Framarar halda
áfram að skora mörk eins og þeir
hafa gert. Eg spái því að þeir vinni í
Garðinum3—1.
FH—Akranes: — Þetta verður
mikill markaleikur. Skagamenn
vinna 4—2 í Kaplakrika.
Þróttur—Keflavik: — Þróttarar
eru lélegir. Eg spái Keflavík sigri 2—
1.
Eins og sést á þessari spá ög-
mundar, þá eru f jórir útisigrar og sá
fimmti veröur ef Víkingar ná að
leggjaKRaövelli.
-SOS
Leikir helgarinnar
Heil umferð verður leikin í 1. og 2. Sunnudagur:
deildarkeppninni í knattspyrnu um Þróttur—Keflav.
helgina.
l.DEILD: 2.DEILD:
Föstudagur: Þór—Valur kl. 20 Laugardagur: KA—Njarðvík kl. 14
Laugardagur: Skallagr.—Fylkir kl. 14
Víðir—Fram kl. 14 Isafj.—Breiðabl kl. 14
FH—Akranes kl. 16 Siglufj.—Völsungur kl. 14
KR—Víkingur kl. 14 Vestmey.—Leiftur kl. 14
★ Opiðfrá
kl. 22 til 3.
* H'ió
.Urn fJöriA
Láttu
ekki
vanta!
— fjöriðerí
á f östudags-
Þórscafé
og laugardags-
kvöldum