Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1985, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR 25. JULI1985. 5 Margir eruað missa trúna — segirBjörn Jónssoní „Bjössabúð” „Það eru ansi margir hér sem eru að missa trúna á að hér eigi eftir að risa verksmiöja,” segir Björn Jóns- son, verslunarstjóri í „Bjössabúö” á Reyðarfirði, í samtali við DV. „Ég held að margir hafi átt von á meiru miðað við þaö sem rætt var um þessa verksmiðju á sinum tíma,” segir Björn. Hann segir að flestir bæjarbúar hafi nú i langan tima beðið eftir að verksmiðjan rísi af grunni. Sumir hafi farið út í íbúöarbyggingar í von um aö verksmiðjan kæmi. Aðrir hafi gert sér vonir um aukna vinnu i sam- bandi við akstur vörubíla og moksturstækja. „Það eru tveir vörubílstjórar farnir héðan vegna verkefnaskorts,” segir Björn Jónsson, sem viröist vera orðinn heldur vonlitiil um að kísil- málmverksmiðja eigi eftir að risa á Reyðarfirði. Hann er ekki einn um þá skoðun á ReyðarfirðL APH „Þá áttu flestir von á meiru," segir Bjöm Jónsson á Royöerfirði. DV-mynd PK Ypsilon-billinn I trjábeði sem til- heyrir ibúðarhúsi við Austurgerði. DV-myndS Bfllinn lenti í trjábeði Hörkuárekstur varð í fyrradag á Bústaðavegi skammt frá Bústaða- kirkju. Fólksbill með R-númeri kom akandi austur Bústaðaveg. Sá bílstjór- inn skyndilega kyrrstæðan bíl á akreininni. Reyndi hann þá að hindra árekstur með því að sveigja yfir á rangan vegarhelming. Bifreið meö Y-númeri kom akandi á móti og missti ökumaður hennar vald á bílnum við þetta og fór út af veginum. Lenti ypsilon bíllinn í trjá- beði i húsagaröi sem tilheyrir Austur- gerði. A leiðinni út af lenti bíllinn á gangandi vegfaranda. Sá slasaðist ekki og gat gengið heim. Okumaður bifreiðarinnar, sem var kona, hlaut lítilsháttar meiðsli; höfuðhögg og kvartaði hún um eymsli i handlegg. Talsvert eignatjón varð í árekstrinum. -EH. „Átti von á þessu” — segir skattakóngur Vestmannaeyinga, Kristmann Karlsson „Ég hef litið um þetta að segja. Ég átti alveg von á þessu því það ar búið að reikna þetta út fyrir mig,” sagði Kristmann Karlsson, skattakóngur Vestmannaeyja, en hann rekur Karl Kristmanns — umboðs- og heild- HRAÐFRYSTISTOÐIN EFST Eftirfarandi lögaðilar greiða hæstu gjöld í Vestmannaeyjum: verslun í Eyjum. „Ég hef veriö ofarlega í mörg ár. Ég hreinlega man ekki hvort ég hef áður verið efstur. Þetta eru tölur sem maöur heldur litið upp á,” sagði Krist- mann Karlsson. -KÞ Vestmannaeyingar: Greiða rúmar 246 milljónir í skatta 1. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. kr. 4.825.014 2. Vinnslustöðin hf. 3.633.318 3. Fiskimjölsverksmiðja í Vm. hf. 3.485.725 4. Fiskiðjan hf. 2.951.146 5. Isfélag Vestmannaeyja hf. 2.845.148 6. Samtog sf. 1.730.000 7. Vestmannaeyjabær 1.576.784 8. Gunnar Olafsson og Co hf. 1.454.073 9. Kaupfélag Vestmannaeyja 1.433.861 10. H. Sigurmundsson hf. 1.431.427 Skattar Vestmannaeyinga í ár eru samtals 246.367.870 krónur. Á einstakl- inga eru lagðar 201.064.818 krónur og er það 22,48 prósent hækkun frá í fyrra. Á lögaðila eru lagðar 44.944.296 krónur og er það 19,36 prósent hækkun frá í fyrra. Börn undir 16 ára aidri í Vestmannaeyjum greiða 358.756 krónur og er það 31 prósent hækkun frá í fyrra. Fjöldi einstaklinga á skrá er 3.329. -KÞ Heildsali í fyrsta sæti Tíu efstu skattgreiðendumir meðal Vestmannaeyinga em eftirtaldir: 1. Kristmann Karlsson heildsali kr. 1.581.464 2. Erlendur Pétursson framkvœmdastjóri kr. 894.679 3. Guðmundur Valdimarsson útgerðarmaður kr. 764.102 4. Haraldur Gfslason framkvsamdastjóri kr. 626.098 5. Einar Valur Bjamason yfiriæknír kr. 614.543 6. Bjðm fvar Karlsson yfirissknir kr. 538.452 7. Pálml Lórensson veitingamaður kr. 534.092 8. Guðjón Pálsson skipstjóri kr. 502.901 9. Sigurður Elnarsson framkvœmdastj. kr. 482.251 10. Sigurjón R. Grétarsson stýrimaður kr. 475.540 í takt! Ótrúlegt en satt! Sambyggt bíltækl — 2x8 wött. FA/I. Steríó. MW. Aðeins 3.950 * .*•*'»> /**\ » /-\ \ > ^ ^ ^ ^^•••••••••^^ • ©• ^mmmmmml ■•••••• •••••• ^^••••# v » rs | /•"S 4-<S O TÖN8 ^-SW, VOL Bíltækjapakki sumarsins! •«**«» 400 *©<• 40* AM *4 *0 7Ó V3Q 4*0 1*0 KH* >4», y-S, >***>.. % -^•••••••••^^ mm ••••<■ .••••••■"' • •••••' • •••••' mmmmmm^ mmmmm^~ ruue uu I /~N ./-s. /-H, .««*«, ■ Sambyggt bíltækl Verð adeins 4.950 2x7 wött. FM. Steríó. MW. Ásamt I5 watta hátölurum. * /..1 •:ívVv :• Og aftur komum vid á óvart! ^j }WÆi 1 ; ifl Sambyggt bíltækl - 2x7 wött. „Auto Reverse ". FM. Steríó. MW. Aðeins 5s690 \' V- ■ Hátalarar í alla bíla — Verð frá 1.370 parlð. Tónjafnarar með 30 watta afll frá 2300. Leitið ekki langt yfir skammt. — Úrvalið er hjá okkur. SJÓNVARPSBÚÐIN Lágmúla 7 — Reykjavik Simi 68 53 33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.