Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1985, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 25. JULI1985. 13 Að aka fram úr sjálfum sér • „Það er einhver sú mesta lágkúru- mennska sem finnst þegar menn gefast upp og sætta sig við að eitur- byrlunin haldi áfram með öllu sínu tjóni.” Það kemur stundum fyrir að menn fái flugu í kollinn og getur það orðið alvarlegt ef ekki er hægt að losna við hana. Það er engu líkara en að Áfengisvamaráð sé slik fluga í kolli dr. Jóns Ottars Ragnarssonar dósents og honum gangi illa aö losna við hana því hann rekur upp neyðar- óp mikið og krefst þess að áfengis- varnaráösmenn segi af sér í von um að það gæti orðið sér til lækninga og sáluhjálpar. Að minnsta kosti virðist maðurinn mjög illa haldinn. Þetta kemur fram í grein hans í DV 19. júlí sl. Ég vona að sem flestir lesi þá grein, þar er ekkert bitastætt heldur sjúklegar fullyrðingar og stóryrði engum rökum studd. Vísindin Greinarhöfundi er tamt að minnast á visindaleg vinnubrögö en tekst svo ekki sjálfum að fara rétt með nöfn þeirra sem í Áf engisvama- ráði sitja og er annað í greininni í samræmi við þaö. Væm það taiin vísindi sem doktorinn heldur, álítur eða fullyrðir þá væri illa komið fyrir vísindunum. En svo er ekki, þau standast það þótt einn og einn hrópi „vísindin það er ég”. Fullyrðingar, gorgeir og stóryrði eru vopn þess manns sem haldinn er minnimáttar- kennd og reynir í örvæntingu að komast út úr þeirri sjálfheidu sem vanþekking og vanmáttur heldur honum í. íslenskan Og meira aö segja skriplar greinarhöfundur á skötunni i sam- bandi við íslenskuna. Af 5 mönnum í Áfengisvamaráði em „fáeinir PÁLL V. DANÍELSSON, FORM. FRÆÐSLURÁOS HAFNARFJARÐAR heiðursmenn og nokkrir alræmdir öfgamenn á bindindi” eins og segir í greininni. Þegar búið er að taka „fá- eina” af 5 þá em „nokkrir” eftir. Ég er ekki mikill íslenskumaður enda get ég ekki skipt mönnum í tvo hópa þannig aö í öðrum séu „fáeinir” og i hinum „nokkrir”. Að flýta sér Fólk þarf stundum aö flýta sér þótt jafnan sé betra að gera það með hægð heldur en að taka gönuskeið eins og greinarhöfundur gerir. Ég hefi heyrt þá sögu að maður nokkur hafi atvinnu sinnar vegna haft knappan tíma til þess að komast á milli vinnustaða. Þar sem við- komandi vildi ógjarnan eiga á hættu að vera tekinn fyrir of hraðan akstur sneri hann sér til lög- reglunnar og óskaði eftir því að fá að aka hraðar en reglur almennt leyfðu. Hann fékk synjun segir sagan en þetta lýsir vel egóistanum sem vill hafa önnur lög og reglur fyrir sjálfan sig en annað fóik. Við þetta má líkja því þegar Jón Ottar Ragnarsson æðir fram á ritvöllinn á þeim ofsahraða aö hann má ekki vera að því að líta á umferðamerkin sem vísa rétta leið á veg sannleikans eins og allur al- menningur telur sér skylt að gera. I því efni vill greinarhöfundur hafa sérreglur. Eituráhrifin Ég held að það fari ekki fram hjá neinum sem vita vill að miklar eitur- verkanir eru samfara áfengisneyslu. Þeir sem eru sérmenntaðir í næringarfræði ættu að geta frætt fólk betur þar um. Ekki um það hvemig dreifa megi eiturverkunum með mis- munandi neysluaðferðum heldur hvemig megi losna við þær. Annað sæmir ekki því fólki sem vill vinna að og vemda góða heilsu manna. Það er einhver sú mesta lágkúrumennska sem finnst þegar menn gefast upp og sætta sig við að eiturbyrlunin haldi áfram með öllu sínu tjóni. Þar er til- gangslaust að skjóta sér á bak við orð eins og frelsi og lýðræði því þau ráða ekki gjörðum þess sem ánetjast hefur áhrifum eitursins. Frelsið verður þess aöila sem leyfi hefur til þess aö selja og hagnast á eitrinu og er leystur undan allri ábyrgð af afleiðingum gerða sinna. Ekki má hlaupa frá vandanum Áfengisvarnaráð hefur alla tíð barist fyrir því að lög og reglur miðuðu að því að draga úr heildar- neyslu áfengis og þar með eitur- áhrifum þess. Það er því skylt að gera. Þeirri stefnu raska ekki gífur- yrði Jóns Ottars Ragnarssonar. Áfengisvamaráð mun ekki segja af sér heldur skal greinarhöfundi ráð- lagt að afla sér þekkingar um áfengismál á víðum og fordóma- lausum grunni, það er besta leiðin fyrir hann til þess að losna við fluguna i kollinum sem virðist þjá hann svo mjög. Að iðka hraðari akstur en þekking leyfir leiðir ekki til farsældar. Páll V. Daníelsson „Frelsið verður þess aðila sem leyfi hefur til þess að selja og hagnast á eitrinu og er leystur undan allri ábyrgð af afleiðingum gerða sinna." RÍKISREKINN EINKASKÓU • „Þetta er aöeins byrjunin á ljótum leik til að brjóta niður skólakerfið, skapa misrétti og ranglæti í grunnskól- um.” Mörg furðuleg fyrirbæri hafa skotið upp kollinum síðan frjáls- hyggjan hélt f yrir alvöru innreið sína í þjóðfélagið. En líklega er þó þessi svokallaöi einkaskóli eöa Tjarnar- skóli eitt hið undarlegasta. Þaö sýnir sig að frjálshyggjan sem hrópað hefir hástöfum í ára- raðir „Báknið burt” og selur hvert ríkisfyrirtækið eftir annað fyrir ótrúlega lágt verð, sérstaklega þau sem skilað hafa einhverjum arði, getur gert hina ótrúlegustu hluti þeg- ar hún má ráða ferðinni — getur meira aö segja stofnaö ríkisrekinn einkaskóla sem fær nákvæmlega sama framlag frá ríki og sveitar- félagi og aðrir grunnskólar en er þó í eigu tveggja kvenna. — Oneitanlega sýnist þetta allt saman dálítiö skondið og verðskulda athygli. Þvílikt feiknar framtak og orka að geta komiö þessu öllu i kring áður en nokkur veit af og án þess að nokkuð þurfi að fjalla um málið í nefndum, ráðumeða borgarstjórn. Hverjir eru þeir sterku stofnar? Þaö er undarlegt að minnast ekkert á hvaða stofnar standa að þessum stórhuga konum. Þær hljóta þó að hafa ósvikin ættareinkenni. Eru þær kannski af ætt Davíðs, Ragnhildar eða Ragnars Júlíus- sonar, skólastjóra, borgarfulltrúa og formanns Fræðsluráðs, er fann húsnæði fyrir skólann sem fulltrúi borgarstjóra og upplýsti fávísan al- menning um að Davíð Oddsson mætti gera við eignir borgarinnar hvað sem honum sýndist? Hins vegar kom Ragnar Júliusson, formaöur Fræðsluráðs, þar hvergi nálægt en sagði fræösluráðsmenn ekki þurfa að verða óða .. . Hann heitir Ragnar J úlíusson og er borgarf ulitrúi. Eigendur forréttinda- skóla ríkisins Þó að eigendur þessa skóla segi að þetta sé algjörlega þeirra hugmynd sem orðið hafi til á síðasta vetri þeg- ar þær stöllur hafi verið að tala um framtiðarmöguleika sína sem kennara, er þær töldu harla litla, þá þarf eitthvaö fleira að koma til en löngun launþega að bæta kjör sin aö slfkt nái fram að ganga meö þeim ódæmum sem hér hafa átt sér staö. Þaö er hitt og annað athyglisvert í Kjallarinn AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR VERSLUNARMAÐUR þessu sambandi: Eigendur skólans segjast hafa komist að því að lögum samkvæmt væri hægt að stofna einkaskóla á grunnskólastigi og hafi þá ákveðið að reyna þetta. En geta kennarar verið svo illa að sér í grunnskólalögunum að vita ekki að þvi er tekiö f ram að slíkir skólar eigi engan rétt á f járframlögum ríkis eða sveitarfélags? — Og fáránlegt er að kalla þetta væntanlega fyrirbæri í menntakerfinu einkaskóla þó að efnaðir foreldrar borgi há skólagjöld fyrir börn sin til þess að skapa þeim forréttindi í námi á því stigi sem fram að þessu hefir þó ríkt fullkomið jafnrétti. — Hafa ef til vill eigin framtíðardraumar villt þessum framsæknu kennurum eða væntanlegu skólastjórum sýn? — Að sjálfsögðu vill enginn kennari byggja eigin velferð á því að mismuna unglingumí námL Gerræði gegn samfélaginu Þeir sem halda uppi vömum fyrir þennan forréttinda skóla gera það vissulega gegn betri vitund. Halda því meira að segja fram að hér hafi i langan tima verið starfandi þess konar skóla á grunnskólastigi og benda á Hlíöardals-, Landakots- og Isaksskóla sem slíka. En um þann fjarstæðukennda samanburð hafa ýmsir fjallað þar á meðal kennarar og skólastjórar. Vissulega hljóta allir að sjá hve ósæmilegan málflutning þessir menn nota til að reyna að réttlæta þetta svívirðilega gerræði gegn menningu og menntakerfi þjóðarinnar. — Svo langt hafa sumir gengið i þessari samanburðarfræði sinni að taka Verslunarskólann og Samvinnu- skólann sem dæmL Skrítið að þeir skuli ekki nefna Háskólann. Þessir menningarvitar þykjast ekki sjá að þessi nýi skóli eöa aörir slíkir geti aukið stéttaskiptingu eöa um mismunun i námi sé aö ræða. Vissulega vita þeir betur. En þannig þjóöfélag vilja þeir einmitt skapa: Minni almenna menntun, meiri fá- tæka, ódýrara og auösveipara vinnuafl. Og hins vegar gjörspillt yfirstétt sem ríkir í krafti ranglætis og fávisku. Gramsar í verðmætum þjóðarinnar, stelur og felur jöfnum höndum en fær aldrei nóg. Góðverkastofnun ríkisins Það hefur veriö að heyra að fyrir- huguö námsbraut þessa nýja skóla sé með svipuðu sniði og grunnskóla- lögin sem ekki hafi komist í fram- kvæmd vegna f jársveltis. Hefði ekki verið nærtækara fyrir vin litla mannsins að láta þá fjármuni sem hann umyrðalaust veitti þessum nýja skóla renna til uppbyggingar í grunnskólunum og láta frjáls- hyggjuna sjá um sitt? — Eða var þetta kannski til að uppfylla ein- hverja þörf og bæta við góðverkin svo að siðferðileg skylda við grunn- skólana og þjóðfélagið varð að víkja? Fjölmiðlafár Það má satt vera að um heilbrigða samkeppni geti verið aö ræða milli ríkisskóla og einkaskóla ef riki og sveitarfélög stæðu ekki að því að gera þá síöamefndu að forréttinda- skólum en tæplega undir þeim kring- umstæðum sem hér er um að ræða. Þess vegna sýnist mér að ýmsir „álitsgjafar” sem fjallað hafa um þetta mál séu aö sviösetja ótrúlegan skrípaieik i fjölmiðlum þar sem þeir segja svart hvítt og öfugt. — Rétt svona af handahófi tek ég hér smá sýnishorn af einu slíku fyrirbæri úr íhaldspressunni. Þar segir: „ . . Einkaskólar eru ágætt dæmi. Ekkert bendir til annars en að þeir geti veitt okkar staðnaða skólakerfi verðuga samkeppniogauk þessleyst hluta af fjárhagsvanda ríkisins...” — Líklega er þetta nú ekki ríkis- sósialismi eða hreinræktuð frjáls- hyggja Miltons Friedman. — Það skyldi þó aldrei vera að það sé ríkis- kapítalismi sem langar eftir allt saman aökomast á ríkisspenann? — Hver getur svarað því? Sjálfsagt munu þeir þekkja þetta: Jón Ottar, Hannes Hólmsteinn og Halldór Blöndal. — Þó að margir málshættir í íslensku máli séu rök- réttir, að mínu viti, er ég ekki eins viss um að sá sem segir að ekki verði bókvitið í askana látið sé að öllu leyti sanr: (eikanu m samkvæmur. Hvert verður svarið? En hvað sem um þetta allt verður má öllum ljóst vera að engin af- sökun er til fyrir því að ríki og sveit- arfélag styðji slíkan skóla svo lengi sem grunnskólamir geta á engan hátt uppfyllt skyldu sína við nemendur eða kennara vegna fjár- skorts. Þá er það einnig alvarlegt mál að svo virðist sem lýöræðið hafi verið gróflega brotið. En það hefir nú reyndar einkennt allt stjómarfar í Borg Daviðs. — Hvers vegna að vera nokkuð að pjaskast með borgar- f ulltrúa? — Því ekki að setja Davíð á gullstól í staðinn? — Svo hefði hann auðvitaö vesíra, skósveina og annað slíkt lið í kringum sig. Hvert verður andsvar almennings við þessari nýju árás á velferðar- þjóðfélagiö sem fína fólkið hefir verið svo stolt af ? — Ætlar þjóðin að sameinast og mótmæla kröftuglega eða þakka í auðmýkt fyrir fyrir þetta skammarstrik einsogöllhin? Þetta er aöeins byrjunin á ljótum leik til að brjóta niður skólakerfið, skapa misrétti og ranglæti í grunnskólum. Þeir vita hvaö við á valdhafarnir. — Það var aldrei hætt við að þeir gleymdu ári æskunnar. Aðalheiður Jónsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.