Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 31. ÁGUST1985.
11
Háaloft
um að tveggja manna herbergi er of
lítiö fyrir vísitöluf jölskylduna sem er
samkvæmt útreikningum þeirra sem
hafa lagt fyrir sig prósentureikning í
þágu ríkisstjóma tveir fullorðnir og
rúmlega eitt og hálft bam. Mér skilst
að varðandi rúmlega hálfa barnið
skipti aldurinn ekki máli þegar ríkis-
stjómarútreikningarnir eru annars
vegar, og raunar stærðin ekki held-.
ur, en þetta tvennt skiptir á hinn bóg-
inn verulegu máli þegar þarf að fara
að hola útreikningnum niður í allt of
lítið herbergi.
Konan mín lagði til að við færðum
rúmin saman og var það svo sem
ágæt hugmynd þangað til í ljós kom
að þau voru bæði blýföst viö vegginn.
Jón L. Ámason
Bh3+ 34. Kgl H8xe2 35. Hxe2 Hxe2
36. Hxc5 Hg2+ 37. Khl Hf2 og hvitur
gaf.
Hvítt: Moore (Bandaríkin)
Svart: Xngvar Ásmundsson
Sikileyjarvöm.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 g6 6. f3 Bg7 7. Be3 Rc6 8.
Dd2 6-0 9. Bc4 Rd7 10. h4 Rde5 11.
Bb3 h5i?
Nýjung! Venjulega er leikið 11. —
Ra5 og reynt að ná tangarhaldi á c4-
reitnum. Leikur Ingvars tefur fyrir
sóknaraðgeröum hvíts á kóngsvæng.
Best er 12. 0—0—0 og ef 12. —Ra5 þá
13. De2 og síöan g2—g4 og reyna að
brjótast í gegn. Hvítur teflir mátt-
leysislega í framhaldinu.
12. Rxc6?! bxc6 13. Bh6 Be6 14. Bxg7
Kxg7 15. 0-0-0 Hb8 16. Re2 Db6 17.
Dc3 Db418. Dxb4 Hxb419. Bxe6?!
Frumkvæði hvíts er gufað upp og
svartur má vel við una í endataflinu.
Þessi leikur styrkir svörtu miðborðs-
stöðuna.
19. —fxe6 20. Rd4! Kf7 21. b3 c5 22.
Re2 a5 23. Rf4 c4 24. Hd4 Hc8
abcdefgh
25. bxc4? Hcb8! 26. Hh3? Rxc4 27. c3
Hbl+28. Kc2 H8b2+ 29. Kd3 Re5+
og hvítur gafst upp vegna 30. Ke3
Hel+ og vinnur.
JLÁ.
FlWtfST VACA ALV£<$
SfJ\LFSAGT A& /SÁS<
F/TA í VÍtVfVU UJÁ S£H.^
Sá fimm ára stakk þá upp á því að
pabbi sinn svæfi á gólfinu og bauðst
til að lána honum peysuna sína fyrir
kodda. — Hún er skítug hvort sem
er, sagði hann.
Fleiri álika skynsamlegar tillögur
komu frá meðlimum fjölskyldunnar
en að lokum datt einhverjum í hug að
fá lánaðar dýnur á hótelinu og var
það auðsótt mál. Þetta voru alveg
prýðilegar dýnur en hins vegar
fylgdu þeim engin rúmföt og svaf því
húsbóndinn í vísitölufjölskyldunni
vægast sagt illa um nóttina jafnvel
þótt hann hefði skítugu peysuna und-
ir höfðinu.
Eldsnemma næsta morgun feng-
um við okkur að borða á hótelinu og
þar sáum við fyrirbæri sem var
miklu skemmtilegra en allar bensín-
stöðvarnar og kaupfélögin til sam-
ans, þetta var þýsk kona sem
hrúgaði svo miklu af landbúnaðar-
vandanum á diskinn sinn að það var
engu líkara en hún ætlaöi að leysa
hann upp á sitt eindæmi fyrir hádegi.
Því miður máttum við ekki vera að
því að fylgjast með þeirri þýsku því
að samkvæmt áætlun ætluðum við að
vera komin heim um kaffileytið.
Áætlunin stóðst og síðan við kom-
um í bæinn hefur ekki verið spáð blíð-
skaparveðri af neinum í fjölskyld-
unni enda árangurinn eftir því.
Kveöja
Ben.Ax.
Dregur til úrslita
í bikarkeppni BSÍ
Nú dregur til úrslita í bikarkeppni
Bridgesambands Islands og verða
undanúrslitaleikirnir spilaðir á Hótel
Hofi v/Rauðarárstíg 7. september.
Einn af lykilleikjum keppninnar var
spilaður fyrir stuttu milli sveita
Þórarins Sigþórssonar og Jóns
Hjaltasonar. Var almennt búist við
jöfnum og spennandi leik en hins vegar
gjörsigraði sveit Jóns og gaf sveit
Þórarins leikinn þegar ein lota var
eftir.
Hér er skemmtilegt spil frá leiknum.
Suður gefur/a-v á hættu.
Vkstur Nohfiur 4 9765 A3 0 654 + G842 Au?tur
4 D432 4 G108
D1098 5
0 G98 0 ÁK73
* 106 * ÁKD73
SuPUK 4 ÁK KG7642 0 D102 4 95
I lokaöa salnum sátu n-s Símon
Símonarson og Jón Ásbjörnsson en a-v
Guðmundur P. Arnarson og Þórarinn
Sigþórsson.
Sagnir gengu á þessa leið:
Suður Vestur Norður Austur
1H pass 1S dobl
2H pass pass pass
Dálítið lint hjá austri að berjast ekki
áfram. Vörnin fór hins vegar úrskeiðis
og Jón slapp einn niður í stað tveggja.
Það voru 50 til Þórarins.
I opna salnum var allt annað upp á
teningnum; þar sáu n-s Guðmundur
Hermannsson og Björn Eysteinsson,
en a-v Jón Hjaltason og Hörður Am-
þórsson:
Suöur Vestur Norður Austur
1H pass pass dobl
pass 1G pass 3G
pass pass pass
Guðmundur spilaði út hjartaás og
meira hjarta. Björn drap á kónginn og
tók sér langa umhugsun. Eg býst við
að hann hafi talið vörnina vonlausa. því
eigi Hörður laufagosann, sem er
líklegt eftir sagnirnar, þá lendir hann
óumflýjanlega í kastþröng, þegar
Hörður tekur fimm slagi á lauf.
Að lokum spilaði hann spaðakóng í
þeirri von að hann fengi kall og gæti
síðan losað sig við spaöaásinn í laufið
og foröast innspilið.
Guðmundur iét spaðasexið sem
hjálpaöi ekki mikiö. Björn spilaði nú
hjarta og Hörður, sem hafði geymt
áttuna, svínaði henni. Hann kastaði
öðrum tígli úr blindum, sá fyrri hafði
farið í hjartakóng og spilað' spaöa á
tíuna. Bjöm drap á ásinn og spilaöi sig
út á tígli. Hörður tók nú tígulás og
spilaði spaðagosa. Þegar Bjöm var
ekki með drap Hörður með drottn-
ingunni og tók hjartadrottningu.
Þetta var meira en Guömundur
þoldi, hann gat hvorki misst lauf né
spaöa, óverjandi kastþröng og spilið
var unnið.
Það voru 600 til Jóns sem græddi 11
impa á spilinu.
Stefán Guðjohnsen
Opiö hús
Eins og fram hefur komið munu
þeir Olafur og Hermann Lárussynir
gangast fyrir opnu húsi í bridge hvern
laugardagseftirmiðdag í Borgartúni 18
(hús Sparisjóös vélstjóra).
Þar er öllum heimilt að grípa í spil
eða tvö með líku fyrirkomulagi og
tíðkast hefur í sumarbridge. Spilað
verður í riðlum, skráð við mætingu og
spilamennska hafin ekki síðar en kl.
13. Borðgjald verður það sama og í
sumarbridge, kr. 150 á spilara. Spilað
verður um meistarastig og heildar-
verðlaun og dagsverðlaun (eftirgjöf af
borögjaldi).
Einn kunnugur umsjónarmönnum
kom að máli við þá og tjáði þeim að
slík laugardagsspilamennska hefði
tíðkasthéráárumáður(ca 20árum)í
Alþýðuhúskjallaranum. Einhver meiri
saga fylgdi því, sem menn geta ráðið í,
en alla vega verður þessi framkvæmd
á vegum þeirra Ölafs og Hermanns
frábrugðin því.
Helgarspilamennska hefst laugar-
daginn 14. september nk. og eins og
áöur sagði eru allir velkomnir. Sér-
staklega þeir sem aldrei hafa áður
gefið sig í keppnisbridge. Nú er tæki-
færið.
á húsgögnum
og smávöru
-50%
afsláttur
Utsalan stendur aðeins I örfáa daga
Éli > \\ | ? i;
Einstakt tækifæri þessir vönduðu
og ódýru þýsku skrifborðsstólar verða seldir ó
útsölunni á meðan birgðir endast.
Model SILKE
nú á kr. 2.450.00
FCJRUHÚS ÍÐ HF.Í
SUÐURLANDSBRAUT 30— SÍMI 687080
BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 6212 40
GLF1800 árg. 1984, gull-
aans, ekinn Z7.000 km. Verfl kr.
500.000,-
Sapporo GLS 2000 árg. 1983,
svartur, ekinn 34.000 km. Verfl
kr. 440.000,-
Mazda 323 árg. 1982, hvitur, ek-
inn 54.000 krr). Verfl kr. 270.000,-
Volvo 245 GL turbo árg. 1983,
grásans, ekinn 56.000 km. Verð
kr. 750.000,-
Opel Corsa TR árg. 1984,
ekinn 24.000 km. Verfl
360.000,-
, Galant GLS 200 árg. 1982, beis,
kr. ekinn 47.000 km. Verfl kr.
340.000 -
HÖFUM KAUPENDUR AÐ
NÝLEGUM BÍLUM. -
ÚRVAL BÍLA Á STAÐNUM.
RÚMCÓÐUR SÝNINCARSALUR
— REYNDIR SÖLUMENN —
OPIÐ:
Mánud.—föstud.kl. 9.00—19.00.
Laugard. kl. 10.00—19.00.