Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 31. ÁGUST1985. Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan Það reyndist ekki með öllu átaka- laust að stefna hljómsveitinni Með nöktum saman. Og þó eru þetta bara þrír menn. Magnús Guðmundsson var að vísu alltaf tilkippilegur, en þeir Halldór Lárusson og Ágúst Karlsson stóðu í ströngum æfingum með Stúdentaleikhúsinu. Að lokum var ákveðið að Magnús yrði talsmaður hljómsveitarinnar. Hann var auðvitað áður í Þey og hin- ir tveir störfuöu með Spilafíflum og hinni konunglegu flugeldarokksveit. Rétt er líka að taka fram að Lárus Grímsson flautuleikari og tónskáld hefur að undanfömu leikið Með nöktum. Stund og staður: Stúdíó Mjöt klukkan ellefu á miðvikudags- morgni. örugglega heimsmet Byrjunin fyrst. „Drengimir Halldór, Ágúst og Birgir Mogensen voru búnir að æfa upp efni og buöu mér sæti í hljóm- sveitinni sem söngvari. Nú, ég opn- aði kjaftinn og við létum vaöa. Ot- koman: Nokkrir tónleikar og hljóm- platan Skemmtun.” — Upptökurnar á Skemmtun drógust á langinn, var það ekki? „Jú, þær stóðu lengi yfir. Ég var sjálfur upptekinn við stúdióiö og þetta stóð yfir meira og minna í sjö mánuði. En tímarnir urðu ekki fleiri en sjötíu.” — Bitnaöi þessi langi upptökutími eitthvað á heildarútkomunni? „Já, hann gerði þaö. Á plötunni er bæði nýtt og gamalt efni. Þetta er svona einn allsherjar kokkteill og NAFNIÐ ENGIN Magnús í Nöktum ræðir um skemmtun, spilagleði og láborgaralega íslendinga anna, en í rauninni var oft eitur að vera í þessu. Bölvaður kafbátahem- aður.” — Hvernig stendur íslensk popp- músík í dag, að þínu mati? „Ég held aö hún sé aö komast á mjög heimsborgaralegt stig. Ég vona þaö að minnsta kosti. Mér finnst að fólk ætti aö vera öldungis ófeimið við að reyna að koma sér á framfæri erlendis. Hér verða menn oft fyrir miklu aðkasti fyrir slíkt þó þeir séu að gera landi sínu gott í leið- inni.” Vantar fé og hugarfarsbreytingu „Það sem vantar að mínu mati er fjárhagslegt afl. Margir tónlistar- menn standa mjög illa fjárhagslega. Við eigum að gera eins og Ástralir. Þeir verja hluta af fjárlögum sínum í aö styrkja innlenda kvikmyndagerð. Það ætti að vera mögulegt að gera slíkt hér, bæði fyrir poppið og kvik- myndimar. En það þarf vitaskuld líka hugar- farsbreytingu. Það á að taka því sem sjálfsögöum hlut að menn spili á hljóðfæri eða séu í rokkhljómsveit. Dæmi eru til um að spilarar á heims- mælikvarða lendi hér í einhverjum sveitaballagrúppum vegna þess ein- faldlega að þeim bauðst ekkert ann- að. Það er virkilega sorglegt að horfa uppáslíkt.” Purrkur í BBC — Ef við snúum okkur aftur að plötunni ykkar, Skemmtun. Hvernig gengur að kynna hana erlendis? „Viö höfum sent hana út, en enn hefur engin niöurstaða komið. Viö erum líka að reyna að koma video- inu inn á MTV í Bandaríkjunum. kannski ekki alveg eins heilsteyptur og maður hafði hugsað sér í byrjun. Sumt af þessu er frekar tilrauna- kennt. Viö tókum til dæmis upp lagið Holes rétt áður en platan fór i skurö erlendis, á tíu minútum. Það er örugglega heimsmet.” Einstaklingar, músalingar, tippalingar — Eruðþiðánægðirmeðplötuna? „Já, við erum ánægðir með hana, það er að segja hluta hennar, kannski sjötiu prósent. Platan tilheyrir að mörgu leyti músíkstefnu sem ekki er mikið í gangi núna. En á tónleikum erum við með efni sem ekki hefur verið tekið upp enn og er kannski mun dæmi- geröara fyrir okkur. Það er ekki hægt að segja að þetta band spili einhverja ákveðna tónlist. Þetta er heldur engin venjuleg hljómsveit. I rauninni er þetta alls ekki hljómsveit! Við erum hópur ein- staklinga, músalinga, tippalinga eða hvaö þetta nú heitir. Við spilum og æfum þegar við höfum tíma og ger- um það einungis þegar spilagleöin blossar upp í okkur. Platan lýsir vel okkar vinnu- brögðum. Við komum saman og yfir- leitt ræður andrúmsloftiö og annað tilfallandi hvernig við vinnum. Til dæmis gerðum við eitt mjög agress- ivt lagt þar sem Halldór trymbill hafði fengið rafstraum og hár hans orðið brunarústir einar. Við brugð- umst skjótt viö og sömdum vont lag. 1 annan tíma brosti Ágúst með neðri tanngarðinum og minnti óhugn- anlega á eitthvert frík frá sveiflutím- anum. Þá sömdum við gott lag. Fjölbreytnin á plötunni er mikil og það er varla hægt að hugsa sér meiri andstæður en Emotional swing og Breth.” IMafnið blásaklaust — En hvernig er nafnið á hljóm- sveitinni tilkomið? „Það er gripið. Við leituðum að nafni sem var einfalt og nakið. 1 rauninni er þetta blásaklaust nafn, kannski pínulítið dónalegt. ” — Engin afhjúpun? „Nei, nei, nafnið er bara nafn. Við ætluðum fyrst að heita Sem innfædd- ir en það kom ekki til.” — Hvernig undirtektir hefur hljómsveitin fengið? „Við höfum fengið mjög jákvæöa dóma, ef til vill aðallega fyrir videoið sem við gerðum. Það er svolítið saga á bak við það. Þannig var að nokkrir krakkar úr MH fengu styrk til aö gera nokkurskonar videomynd. Eitt- hvað til aö hafa í höndunum þegar þau færu í framhaldsnám. Þau völdu okkur sem myndefni og siðan var þetta tekið upp á tæpu hálfu ári, um vetur og sumar í ýmiskonar lóköl- um.” Tónlistin undir áhrifum „Það er eitt í sambandi við gagn- rýnina,” heldur Magnús áfram. „Mér finnst umræðan hér á landi um enska texta fáránleg. Ef menn vilja virkilega vera þjóölegir í því sem þeir eru að gera þá held ég aö þeir ættu að leggja meiri áherslu á að vera þjóðlegir í tónlistinni. Spurningin er bara sú, er það hægt? Það er ekki til neitt sem heitir íslensk tónlist. Hún finnst hugs- anlega í kirkjukómum i Trékyllisvík eða hjá Sveinbimi Beinteinssyni. En staðreyndin er sú að öll tónlist hér er undir miklum áhrifum erlendis frá. Pönkið var til dæmis aðeins fram- lenging á því sem var að gerast í Bretlandi. Bara þjóðfélagslegar for- sendurvantaði. Þeir sem semja texta á ensku eru kannski lausir við þennan smáborg- aralega hugsunarhátt, að allt eigi að vera á islensku vegna þess að það sé svo yndislegt. Það er smáborgara- legt að hugsa þannig vegna þess að ef menn gefa sér þann möguleika að einhver erlendis vilji hlusta á þá verða þeir að vera opnir fyrir því. Markaðurinn hér er ekki það stór. Hvað okkur varðar þó höfum við það til hliðsjónar að geta sent efni út. Við höfum fáein nöfn erlendis og sendum nokkrum góðum mönnum eintak af nýju plötunni. ’ ’ „Bölvaður kafbátahernaður" Nóg um enska texta og viö snúum okkur að blómatíma nýbylgjunnar. „Þetta er svolítið sorglegt. Fyrir tveim til þrem árum var komið tóma- hljóð í skrokka. Böndin féllu eitt af öðru og eftir stóð ekkert nema Bubb- inn. öll viðbrögð voru orðin mjög nei- kvæð. Fólk var hætt að nenna þessu.” — En af hverju kom þessi þreyta. Dag einn voru allir allt í einu búnir að fá nóg? „Ég veit þaö eiginlega ekki. Þetta var hugarfarslegs eðlis. Menn hefðu kannski getað haldið áfram að spila og fengið fólk til aö koma og hlusta. En viljinn verður að vera fyrir hendi. Svo var þetta líka fjárhagslegur bömmer fyrir flestar þessara hljóm- sveita. Margir eru enn í skuld út af þessu. Það ótti líka aö vera ríkjandi lög- mál um samstöðu meðal hljómsveit- En þetta eru alltsaman hliðarverk- efni. Við getum ekki lagt fullan kraft í þetta vegna þess að við erum allir vinnandi. Ágúst og Halldór eru í Stúdentaleikhúsinu og ég er hér í Mjöt. Við sendum, fyrst til að byrja með, efni til útvarpsmannsins John Peal. Þessi Peal er alveg stórmerkilegur náungi. Hann hefur heillast mjög af því sem íslensk rokkbönd hafa verið að gera. Ég man eftir aö hafa verið að fikta í útvarpstækinu heima þegar ég heyrði skyndilega í Purrk- inum í BBC. Absúrd.” Engar kvaðir — Hvað er framundan Með nöktum? „Kannski ætlum við í hljómleika- ferð. Við ætluðum út á land, og ætlum reyndar enn, en við uröum að fresta ferðinni vegna þess að Halldór og Ágúst voru uppteknir við leikritið.” — Enframtíðin. Núeruhljómleik- ar á döfinni og. . . „Nú segjum við bara kannski,” grípur Magnús frammí. „Eg er í góðu sambandi við Persíu og kannski maður feti í fótspor Holger Zukay, sem hefur unnið með raddir í út- varpi. Ég á stórt gamalt útvarpstæki heima og það getur vel verið að mað- ur snúi sér einn daginn að einhverju svoleiðis. En eins og er þá held ég að við drengimir vinnum saman áfram. Það fylgja því engar kvaðir að vera í þessu bandi. Og það er það þægileg- asta af því öllu.” -ÞJV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.