Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Side 2
2 DV. LAUGARDAGUR31. ÁGUST1985. Greiðslujöfnun lána: Umsóknum hefur fjölgað mikið Umsóknum um greiðslujöfnun hús- næðismálalána hjá Húsnæðisstofnun hefur fjölgað mikiö undanfama daga. Þær eru nú orðnar 150 til 180. Fyrir nokkrum dögum höfðu aðeins 54 sótt um greiöslujöfnun. Ekki hefur verið ákveðið hvort umsóknarfresturinn verður framlengdur en honum átti að ljúka 1. september. Að sögn Katrínar Atladóttur, for- stöðumanns byggingasjóðanna, er einnig búist við nokkru magni umsókna með pósti sem eigi eftir að berast stofnuninni. APH Höfuðrýmí í aftursæti MAZDA 323 Sedan 4 dyra Volkswagen Golf 3 dyra Datsun Cherry 5 dyra Toyota Corolla 5 dyra Volvo 340 5 dyra Mitsubishi Lancer 4 dyra Mitsubíshi Colt 5 dyra 94 cm 93 — 89 — 93 — 87 — 89 — 88 — Ertu harðhaus? cm Volvo 340 87 __Colt 88 Cherry 89 Lancer 89 _ Golf 93 Corolla 93 í sumum bílum getur þú þurft á því að halda! Rými er mjög mísjafnt í bílum, jafnvel þó þeir eigi að heíta af svipaðri stærð. Míkilsvert atriðí er að nóg höfuðrými sé í aftursaeti fyrír fullvaxta fólk,en á það vill skorta í sumum gerðum bíla. Berum saman tölur um höfuðrýmí í nokkrum tegundum áþekkra bíla= MEST FYRIR PENINGANA Þarna sést svart á hvítu að hinn nýi MAZDA 323 er rúmbestur allra þessara bíla, þannig að vel fer líka um þá hávöxnu. Forðastu því hausverk, berðu ekki bara saman bæklíngana þegar þú velur bíl, komdu, mátaðu J og reynsluaktu MAZDA 323. Verðíð mun 011/1 / f|~ koma þér þægílega á óvart, það setur þíg svo D/l/(DUmU #ff7 sannarlega ekki á hausinn. Smiðshöfða 23 sími 812 99 MAZDA 323 Hatchback 1300 LX 3 dyra.Verð 369.000 ' Fluga og eld- spýtustokkur Ovenjustór randafluga skaut starfs- tókst að handsama fluguna og stilla mönnum Isafoldarprentsmiöju skelk í henni upp við hliöina á eldspýtustokki bringu nú í vikunni. Hún sveimaði um og mælistiku, eins og venjan er í vélasalinn hjá þeim og þóttust sumir slikum tilvikum. Enginn var bitinn. aldrei hafa augum litið þvílíkt ferlíki í flugulíki. Eftir töluverðan eltingarleik -EIR. Ófremdarástand á Borgarspítala: Fresta verður opnun skurðlækn- ingadeildar — vantar allt að 30 hjukrunarfræðinga Vegna manneklu er ljóst að ekki verður unnt að opna A-5, skurðlækn- ingadeild Borgarspítalans, nk. mánudag eins og ráðgert var. Vonir standa til að hægt verði að opna deildina um næstu mánaðamót. Þessi deild, ásamt lyflækningadeild, hefur verið lokuð í sumar. Hjá Borgarspítalanum fengust þær upplýsingar að lauslega áætlaö vantaði 20 til 30 hjúkrunarfræðinga og annaö eins af sjúkraliðum. „Ástandið hérna er slæmt og þá er vægt til orða tekið. Það hefur í raun aldrei verið svona slæmt og fer bara versnandi,” sagði Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri Borgar- spítalans, í samtali við DV. — Og hvaö er þá til ráða? „Það er ljóst að það verður að gera átak í þessum efnum. Ástæður fyrir manneklunni eru ýmsar. Ein þeirra er án efa lág laun. Þá er einnig ljóst að það útskrifast ekki nógu margir hjúkrunarfræðingar. Að mínu mati var það röng ákvörðun að loka Hjúkrunar- skólanum því það var ljóst að svona myndi fara. Þá er ein ástæöan fyrir þessu sú að þessi störf eru kref jandi og oft erfitt að samræma þau heimilisstörfum,” sagði Jóhannes. APH Samningur um hvalveiðar: Gildistöku frestað f ram til áramóta Ákveðið hefur verið að framlengja uppsagnarákvæöi samnings þess sem Hafrannsóknastofnun og Hvalur hf. hafa gert um hvalveiðar í vísindaskyni á næsta ári. Upphaflega var gert ráð fyrir því að samningurinn gengi endanlega í gildi 1. september og fram að þeim tíma gætu báðir aðilar sagt honum upp. Nú hefur verið ákveðið að þessi tímamörk verði um næstu ára- mót. „Astæðan fyrir þessu er sú að ætlun- in er að kanna ýmis atriði í sambandi viö vísindaáætlunina betur. Eftir fund- inn í vísindaráði Hvalveiðiráösins þyk- ir rétt að endurskoða þessa áætlun og kanna meðal annars hvort aðrir erlendir aðilar vilji taka þátt í þessum rannsóknum,” sagöi Arni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu, í samtali við DV. Hann ítrekaði aö þessi ákvöröun væri ekki tekin vegna þrýstings frá hvalfriðunarmönnum. „Menn vilja bara fá lengri um- þóttunartima til að ganga endanlega frá þessari áætlun,” sagði Ámi. APH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.