Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Síða 5
DV. FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER1985.
5
Gíf urleg harka á myndbandamarkaðnum og...
Víg í sjónmáli?
eigendur myndbandaleiga óttast kollsteypu
í kjölfar nýju sjónvarpsstöðvanna
Gífurleg samkeppni ríkir nú á mynd-
bandamarkaðnum. Um tíu leigur hafa
lækkaö verðið á myndböndum, leigja
bandiö nú á 60 krónur í stað 120 til 150
krón,a áður. Mikillar hræðslu gætir
einnig hjá eigendum myndbandaleiga
við nýju útvarpslögin, þeir óttast koll-
steypu nái nýjar sjónvarpsstöðvar
miklum vinsældum.
„Staða leiganna er mjög misjöfn,
sumar hafa haslað sér völl og eru
sterkar, aörar virðast eiga í stöðugum
vandræðum og hjá þeim eru eigenda-
skipti líka hvaö tíðust,” sagði Kári Ei-
ríksson, framkvæmdastjóri mynd-
bandadeildar Háskólabíós í gær.
Kári sagðist telja að nú færi að koma
verulegur kippur í útleigu myndbanda.
„Það er venjan á þessum árstíma.”
Varðandi sumarið sagði Kári að það
hefði ekki orðið jafnslæmt og menn
heföu óttast. „Um tíma var þetta þó
mjögslæmt.”
„Ég tel útilokað að leigurnar haldi út
að leigja myndbandið á 60 krónur, það
er engan veginn nægilegt verð til að
eðlileg endurnýjun eigi sér stað á
myndböndum.”
Mikil vanskil voru hjá myndbanda-
• Um tíu myndbandaleigur í Reykja-
vik hafa lækkað verð á myndbönd-
um um helming og leigja bandið
nú á 60 krónur. Harkan er í algleym-
ingi en eiga nýju sjónvarpsstöðv-
arnar eftir að drepa myndbanda-
leigurnar á einu bretti?
leigunum viö dreifingarfyrirtækin í
vor og féllu víxlar unnvörpum. „Það
eru talsverð vanskil ennþá og oftast
hjá sömu leigunum.”
Og Kári bætti við: „Það er reyndar
' eins og vanskil loöi við þennan bransa,
sennilega er þaö mest vegna þess að til
er fólk sem enn trúir því aö hægt sé að
verða ríkur á einni nóttu með því að
stofna myndbandaleigu.”
Eigendur margra myndbandaleiga
óttast nú mjög nýju útvarpslögin og
spá sumir þeirra kollsteypu á mark-
aðnum er þau taka gildi. „Menn óttast
aö nýju sjónvarpsstöðvarnar nái svo
miklum vinsældum að fólk minnki
verulega að leigja sér myndbönd.”
Kári telur að myndbandaleigum eigi
eftir að fækka í Reykjavík. „Það er of
mikið af leigum, það viðurkenna all-
ir.”
Hann telur þó að leigurnar hafi lifað
sumarið af og segist ekki heyra mikið
um aö leigur séu auglýstar til sölu.
En baráttan heldur áfram. Lækkað
verð, myndbandstæki takir þú þrjú
myndbönd og ekki má gleyma utan-
landsferð hjá einni leigunni, hafir þú
heppnina með þér. -JGH
Meira út en inn
Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu sjö
mánuði þessa árs er hagstæður um 79
milljónir króna. Fyrir sama tímabil í
fyrra var halli á viðskiptum við útlönd
um627m.kr.
Utflutningsverðmæti þetta tímabil í
ár er 15 prósentum meira á föstu gengi
en var í fyrra. Þar af var verðmæti
sjávarafurða 23 prósentum meira en
verðmæti áls 21 prósenti minna og kís-
iljárns 17 prósentum minna en í fyrra.
Annar vöruútflutningur var 26 prósent-
um meiri að verðmæti en fyrri hluta
síðasta árs.
Vöruinnflutningur var 9 prósentum
meiri nú að verðmæti en fyrir sama
tíma í fyrra.
I júlímánuði einum voru fluttar inn
hingað til lands vörur fyrir 2.811 millj-
ónir króna. En við fluttum út vörur fyr-
ir aðeins fleiri krónur eða 3.344 m.kr.
Þannig að vöruskiptajöfnuðurinn er
hagstæður um rúmar fimm hundruð
milljónir króna.
Minni bílainnflutningur
Aðeins hefur orðiö breyting á sam-
setningu innfluttra vara og mest ber á
minni bílainnfiutningi. Dregið hefur úr
hátollatekjum ríkissjóðs þar af leið-
andi.
II l/letmái nuðurh ■ r ja
I celand Seafood
Að sögn Bolla Þórs Bollasonar er
vöruskiptajöfnuðurinn í samræmi við
þjóðhagsspár. Spáð var að almennur
vöruinnflutningur landsmanna á árinu
næmi 22 milljörðum króna. Utlit er fyr-
ir nú að sá innflutningsliður nemi 24
milljörðum í árslok.
I samtali við Hallgrím Snorrason
hagstofustjóra kom fram að aukinn út-
flutningur hefur verið m.a. á lagmetis-
vörum fyrstu sjö mánuði þessa árs svo
og prjónavörum og sútuðu skinni. Tæp-
lega fjörutíu prósent aukning hefur
verið á sölu lagmetisvara og sútuðum
skinnum og um tíu prósent aukning
var á söluverðmæti lopa og bands.
Fyrstu þrjá mánuði ársins var gífur-
leg aukning á vöruinnflutningi.
Sú aukning er m.a. rakin til kjara-
samninga í desember og aukins kaup-
máttar launþega í byr jun ársins.
Síðan hefur dregiö úr og samdráttur
var í vöruinnflutningi í júnímánuði.
-ÞG
Oskar Magnússon, DV, Washington:
Ágústmánuður síðastbðinn var met-
mánuður hjá Iceland Seafood, dóttur-
fyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjun-
um.
„Við seldum fyrir 13 milljónir og
46.000 dollara í ágústmánuði. Það er
aukning um 7,7 prósent, miðað við
sama mánuö í fyrra,” sagði Guðjón B.
Ölafsson forstjóri í samtali við DV.
I ágúst í fyrra nam salan 12,1 milljón
dollara. Guðjón sagði að ef ekki hefði
komið til skortur á karfa hefði salan
getað orðið enn hærri. Heildarsalan í
ágúst í magni var 9.790.000 pund. I
ágúst 1984 var hún 9.084.000 pund.
Af verksmiðjuframleiddri vöru voru
nú seld 6.126.000 pund fyrir 6.763.000
dollara. I fyrra voru sambærilegar töl-
ur 5.701.000 pund fyrir 6.221.000 doll-
ara.
Nú voru seld 2.906.000 pund af flök-
um fyrir 4.550.000 dollara en í fyrra
voru seld 2.598.000 pund fyrir 4.100.000
dollara.
„Heildarsala okkar á fyrstu átta
mánuðum þessa árs nemur 87.563.000
dollurum. Sambærileg tala fyrir fyrstu
átta mánuði ársins 1984 var 79.184.000
dollarar. Þetta er söluaukning um 10,6
prósent á fyrstu átta mánuöum árs-
ins,”sagðiGuðjónB. Olafsson. -Þ6G
Á höf uðdag skipti um
Frá Reginu Thorarensen, Gjögri:
Veðrátta hér hefur farið batnandi
síöan á höfuödaginn 29. ágúst. En
gamla fólkið trúði því einmitt að þá
skipti um, hefðu rigningar og kuldar
verið langvarandi.
Hér hafa verið nær stanslausar rign-
ingar síðan 20. júlí. Sláttur hófst á flestum
bæjum um miöjan júlí. Spretta var ágæt.
Nokkrir bændur eru enn ekki búnir
með heyskap sinn hér í Árneshreppi.
Þeir sem byrjuðu seint eiga enn hey
úti. Sá ég núna í morgun, er ég fór
norður í hreppa, galta sem á að þurrka
víða á túnum. Og svo var það fyrir
nokkrum dögum, er ég kom á stórbýli
eitt, að það varð að láta vagninn bíða
meðan vatnið seig úr heyinu.
Það er alltaf hægt aö slá í þessari
vætutíð, en aftur á móti verra að koma
þessum nýtísku þungu tækjum út á
túnin.
Síðustu daga hefur mátt heita þurrt
og í dag og í gær hefur verið þurrk-
flæsa, en kalt.
Pepsi Áskorun!
Um allan heim hefur fólk
tekiö áskorun írá Pepsi-cola
og borið saman Pepsi og
aöra kóladrykki.
— Undantekningarlitiö varö
Pepsi fyrir valinu.
Pepsi-cola skorar á þig....
aö gera samanburð.
Takið Pepsi
Áskorun i
Látið bragðið ráða
DANS
cn
DANS - DANS - DANS - DANS - DANS - DANS
<
Q
I
cn
2
<
Q
C/)
2
<
Q
CO
2
<
Q
CO
2
<
Q
KEFLAVIK -
GRÓFIN
- kennt á
miðvikudögum og
laugardögum
Barnadansar og
leikir fyrir börn
frá 3ja ára aldri.
^Samkvæmis- og
gömludansarnir.
íkDisco/jass og
freestyle fyrir
alla krakka.
HAFNARFJÖRÐUR
IÞRÓTTAHÚSIÐ v/STRANDGÖTU
kannt á
fimmtudögum og
laugardögum.
Kefiavík:
Innritun í dag,
föstudag 6. sept. og
á morgun, laug-
ardag 7. sept.
kl. 13—19 báða dagana.
Sími 4799
Verið velkomin.
Audur
'Waraldsdóllir
dansskóli
# 12 tíma námskeið,
eingöngu rokk,
tjútt og jitterbug.
Kvennatímar í léttum
jass-hreyfingum
viðgóða tónlist.
Fólag íslenskra
danskennara
FÍD.
I
SNVQ ~ SNVO ~ SNVQ - SNVQ - SNVQ - SNVQ - SNVQ
Hafnarfjörður:
v/Strandgötu i dag,
föstudag 6. sept. og á
morgun, laugardag 7. sept.
kl. 13—19 báða dagana.
Sími 51711.
o
>
2
ín
o
>
2
co
I
o
>
00
o
>
2
C/)
o
>
2
co