Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Page 10
 10 DV. FÖSTUDAGUR6. SEPTEMBER1985. Norskir kjósendur enn tvístígandi —en kjósa á sunnudag og mánudag Jón Einar Guðjónsson, fréttaritari DVíOsló: Kosningabaráttunni í Noregi lýkur formlega í kvöld með stórum fundi í sjónvarpssal þar sem leiötogar allra stjórnmálaflokkanna munu gera hosur sínar grænar fyrir kjósendum. Síðan er bara að brynja sig með þol- inmæðinni í þrjá daga eöa fram til miðnættis á mánudagskvöld þegar búist er viö nokkuð öruggri kosninga- spá í sjónvarpinu. En spurningin sem brennur mönnum í muna á meðan er: Hver eru líklegustu úrslit kosninganna? — I Noregi birtast þrjár skoðanakann- anir í hverjum mánuði. Eru þær jafnan lítið samhljóma. Þær tvær stofnanir sem, þegar hér er komið, hafa báöar birt sínar kann- anir úr ágústmánuði, spá sigri borg- araflokkanna á grundvelli niður- stööu sinnar. Þeir stjórnmálaspek- ingar, sem standa að baki þessum könnunum, eru sammála um einn hlut. Nefnilega að enginn þeirra muni hætta vikulaunum í veömáli um hver sigra muni á mánudaginn. Kosningabandaiag Þótt skoðanakannanir gefi borg- araflokkunum 3—4% forskot, kemur til margt fleira, sem hæglega gæti velt sigrinum yfir á verkamanna- flokkinn og Gro Harlem Brundtland. Utreikningar úr síöustu könnun sýna aö stjórnarflokkarnir þrír munu fá sjötíu og sjö fulltrúa á stórþinginu, norski framfaraflokkurinn fjóra og stjórnarandstöðuflokkarnir sjötíu og sex. — En mjög mjótt mun þykja vera á mununum í einstökum kjör- dæmum og sagt er að nokkrir þing- menn stjórnarflokkanna, einkum miðflokksins, séu í fallhættu. Því þyrfti ekki nema litla breyt- ingu á fylgi t.d. miðflokksins í fáum kjördæmum til þess að stjórnin öll félli. Noregur er eina ríkið á Norður- löndunum sem hefur engan lands- kjörinn þingmann eða uppbótarþing- sæti til þess að jafna út atkvæðatölur flokkanna. — Hefur þaö mál mjög verið á baugi, en smærri flokkarnir hafa barist fyrir því að fá uppbótar- þingsæti tekin inn í kosningafyrir- komulagið en verkamannaflokkur- inn hefur staðiö gegn því. Til þess að vega upp á móti þessu hafa kristilegi þjóðarflokkurinn og miðflokkurinn gengið í kosninga- bandalag í fjórtán kjördæmum. Kjósendur geta kosið sinn flokk, aö eigin geðþótta auövitaö, en atkvæðin verða talin saman og ef þau eru nógu mörg til þess aö flokkarnir fái menn kjörna á þing, þá fær sá sem fleiri at- kvæði hlýtur viðkomandi þingsæti. — Að margra áliti getur þetta kosn- ingabandalag haft úrslitaáhrif í kosningunum. 25% vita ekki Það veldur aðallega óvissu stjórn- málaspekinga í spám þeirra um úr- slit kosninganna að stór hópur kjós- enda svarar: „Veit ekki!” — þegar hann er spurður um hvern hann muni kjósa. Viku fyrir kosningarnar höfðu 25— 30% norskra kjósenda ekki enn gert upp hug sinn um hverjum þeir ætla að ljá atkvæði sitt. Henry Valen prófessor, sem í áratug hefur fengist við að skoða kosningahug Norð- manna, segir aö um það bil 10% þess- ara óráðnu kjósenda sé fólk er engan hug hafi á því aö skila sér á kjörstað eða kjósa. 15—20% er hins vegar fólk sem ætlar að kjósa en er enn tvístíg- andi. Hann heldur því einnig fram að fólk hafi ekki lengur eins sterkar ræt- ur til ákveðins stjórnmálaflokks og áður tíðkaðist og því sé þarna í hópn- um fólk sem veltist á milli. Það fójk kýs eftir málefnum hvers tíma. Bandarísk kosningabarátta Aðalkosningabaráttan hefur staðið yfir síðan í byrjun ágúst. Forkólfar hafa þeyst um allan Noreg þveran og endilangan til að „kristna” kjósend- ur. Gro Harlem Brundtland hefur verið hvað ötulust og haldið yfir sjö- tíu fundi. Káre Willoch forsætisráð- herra tók ekki virkan þátt í kosninga- baráttu hægri flokksins í byrjun en þegar herforingjunum í flokknum þótti ekki hægri vindurinn nógu sterkur kom forsætisráðherrann til skjalanna. Norsk kosningabarátta líkist æ meira því sem við heyrum lýst úr stjórnmálunum í Bandaríkjunum. Sænskir blaðamenn hafa staöiö þrumu lostnir og horft á ráðherra svífa í loftbelgjum yfir Osló eða olíu- Stjórnmálaflokk- arnir í Noregi Stjórnarflokkarnir: Hægri flokkurinn (hliðstæð- ur Sjálfstæðisflokknum) Kristilegi þjóðarflokkurinn Miðflokkurinn (hliðstæður Framsóknarflokknum) 53 þingsæti 15 þingsæti 11 þingsæti Utan stjórnar: Framfaraflokkurinn (eins konar Glistrup-flokkur) Verkamannaflokkurinn systurflokkur Alþýðuflokksins) Sósíalíski vinstriflokk- urinn (hliðstæður Alþýðu- bandalaginu) Vinstriflokkur (miðflokkur) 4 þingsæti 66 þingsæti 4 þingsæti 2 þingsæti Framfaraflokkurinn styður ríkisstjórnina en á engan fulltrúa eða ráðherra í henni. Hinir eru í beinni stjórnarandstöðu. A*. #> K V • Kðre Willoch er samkvæmt siðustu skoðanakönnunum nálægt endur- kjöri og eins og sést á teikningunni ætlar hann ekki að hleypa Gro Harlem Brundtland að tindi norskra stjórnmála. Teikning: Jan O. Henriksen málaráöherra Norðmanna mæta til fundar íklæddan eins og fursti frá Kuwait. — „Þetta heföu Palme og Adelsohn í Svíþjóð aldrei þorað aö láta sjá til sín,” sögöu þeir sænsku. Og á meðan sænsku blöðin gera góð- látlegt grín að þessum norsku uppákomum, í stíl við Hafnfirðinga- brandarana heima á Fróni, skrifa norsku blöðin um þetta vítt og breitt eins og hver önnur dagleg tíðindi. Stjórnmálaflokkarnir verja til samans um þaö bil þrjátíu milljón- um norskra króna í þessa kosninga- baráttu og er verkamannaflokkurinn stórtækastur í fjáraustrinum. Þeir eyða um þrettán milljónum en hægri flokkurinn tíu milljónum. Slagorðin Slagorð stóru flokkanna, hægri flokksins og verkamannaflokksins, sýna vel bilið milli þessara aðalpóla norskra stjórnmála. Á meðan Willoch og hægri menn segja: „Á réttri leið með hægri!” — meinar verkamannaflokkurinn, að nú sé „þörf á nýjum vexti fyrir Noreg”. Efst eru á baugi í þessum kosning- um heilbrigðismálin og efnahags- málin. Þaö er einkum verkamanna- flokkurinn sem hefur hamrað á heil- brigðismálunum. Stjórnarandstaðan hefur bent á að sextíu þúsund manns bíði eftir sjúkrahússplássi, fimmtán þúsund bíði eftir rými á elliheimili. — Stjórnarflokkarnir benda á að fleiri ný sjúkrahús hafi verið tekin í notkun á síðustu árum en í tíð vinstri flokkanna. En allir viðurkenna að ekki hefur verið gert nóg. — Skoð- anakannanir sýna að verkamanna- flokkurinn hefur töluvert slegið sér upp á heilbrigðismálunum. Sömu skoðanakannanir sýna aö hægri flokkurinn hefur slegið sér upp á öryggismálum og efnahagsmálum. Flokkurinn, með forsætisráðherrann í broddi fylkingar, hefur haldið uppi hörðum árásum á verkamannaflokk- inn og haldiö því fram að kjósendur geti ekki treyst verkamannaflokkn- um í öryggismálum. — Foringjar verkamannaflokksins hafa brugðist ókvæða við og bent á aö allir flokk- arnir hafi skrifað undir samkomulag um stefnu í öryggismálum síðasta vor. I efnahagsmálunum benda stjóm- arflokkarnir á að þeim hafi tekist að ná verðbólgunni niður úr 13% í 5— 6%. Stjórnarandstaðan svarar með því að benda á að nú séu komin sex- tiu þúsund á atvinnuleysisskrá. w Umsjón: Guðmundur Pétursson og Þórir Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.