Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Side 11
DV. FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER1985. 11 Litið inn á kennaranámskeið í Varmárskóla: „Kennarar áhugasamir þrátt fyrir vandræði sín” ATARI A520ST Nú til sýnis á Heimilinu ‘85. Fyrsta sending.væntanleg í byrjun október. Pantanir óskast staðfestar. UMSAGNIR í BRESKUM TÖLVUBLÖÐUM: JOHN LAMBERT 1 ELECTRONICS & COMPUTING, JÚLÍ ‘85__________________________________________ “Atari has used an original and elegant method of memory management which should make the ST faster than any other PC on the market - in any price bracket". “The specification outstrips nearly all computers up to, and including, the IBM PC“. “It is difficult to find fault with this machine ... Pd certainly buy one“. GARY EVANS Í SAMA HEFTI AF E. & C.________________ “Extremely elegant future“. TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR: -minnið 512K - miðverk 68000, 8MHZ - skjáupplausn 640 x 400 - fjöldi litamöguleika 512 o.fl. ÚTSÖLUSTAÐIR:____________ Bókabúð Braga, Laugavegi 118, Reykjavík. Rafbúð Sambandsins, Ármúla 3, Reykjavík. Sjónvarpsbúðin, Keflavík. points the way to computers of the MARC0 HF. Langholtsvegi 111 Pósthóf4330 104Reykjavík »687970 -687971 SG-einingahús á Selfossi: Fjöldauppsagnir „Salan hefur nánast dottið niður og er orsök vandans fyrst og fremst sú aö Húsnæðisstofnun ákvaö í maí að hætta að greiða út lán til einingahúsa á 10 mánuðum. Þau eru nú greidd á 18 mánuðum eins og önnur húsnæðislán,” sagði Guðmundur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri SG-einingahúsa á Sel- fossi. Um mánaðamótin sagði fyrirtækið upp 15 iðnaðarmönnum en hafði áður sagt upp 11 aðstoðar- og verkamönnum sem unnu aö einingahúsasmíði. Enn eru ráðnir 19 starfsmenn hjá fyrir- tækinu til smíða og afgreiðslu í bygg- ingarvöruverslim SG. „Þessar uppsagnir eru fyrst og fremst til öryggis. Það er von okkar aö það takist að afla nýrra verkefna og endurráða stærsta hlutann aftur,” sagði Guðmundur. Hann sagði enn- fremur að skjótari afgreiðsla hús- næðislánanna hefði á sínum tíma verið tekin upp í samræmi við lítinn bygg- ingartíma einingahúsanna. Fólk hefði séð sér verulegan hag í að komast und- ir þak á skömmum tíma. Eftir að af- greiðslutíminn hefði verið lengdur í vor hefði fjármagnskostnaður við kaup á einingahúsum aukist verulega og sala á þeim minnkað. „Eg held að það megi segja sömu sögu af flestum einingahúsaframleið- endum,” sagði Guðmundur. „Við höfum rætt við félagsmálaráð- herra og ég held að honum sé ljós vandinn. Eins höfum viö átt tal við formann stjórnar Húsnæðisstofnunar. Nú er verið að athuga málin, en ég tel ekki líkur á að þessu verði breytt til batnaðar á næstu mánuðum. >JKH. Tölvan sem allir hafa beðið eftir. Fyrir skömmu var fyrsti Seat bíllinn afhentur hjá Tögg hf. til hjón- anna Magneu Ingvarsdóttur og Gisla Ólafssonar. Er hann tiundi bill- inn sem þau kaupa hjá fyrirtækinu. DV-mynd VHV. er þessa dagana fyrir kennara 6 til 12 ára nemenda. Námskeiðið er haldiö í Varmárskóla í Mosfellssveit og eru þátttakendur um 300 kennarar úr bæj- um og hreppum í nágrenni Reykjavík- ur, nánar tiltekið úr skólum frá Hafn- arfiröi norður á Kjalarnes. „Þátttakan fór fram úr björtustu von- um og sýnir aö kennarar eru áhuga- samir þrátt fyrir vandræði sín,” sagði Kristín H. Tryggvadóttir kennsluráð- gjafi en hún hefur veg og vanda af skipulagningu námskeiðs sem haldið Námskeiðið hófst með fyrirlestrum en síðan skráði fólk sig í einstök nám- skeið sem fjölluðu um afmarkaðri þætti skólastarfsins. Dagskránni í Varmárskóla lýkur á föstudag en hún verður endurtekin fyrir kennara af Suðurnesjum eftir helgi. -JKH. „Já, já, það er gaman að þessu,” sagöi Indriði Jónsson, kennari við Snælandsskóla, þegar blaðamenn DV hittu hann á kennaranámskeiðinu. Indriði hafði valið sér námskeið í myndmennt í almennri kennslu og var i óöaönn aö útbúa mynd með að- ferð sem hann kallaöi mónóprent. „Eg á að kenna teikningu nokkra tíma í vetur og mig langaði til að læra eitthvað í sambandi við það,” sagði Indriði. Spurður um aöbúnað kennarastétt- arinnar sagði hann: „Það er mjög illa búið að henni varðandi laun. Maður heyrir alltaf um fleiri og fleiri sem hætta vegna launanna. Það er óhætt að segja að það sé þungt hljóð í mönnum og það er víst að framboð á góðum kennurum minnkar á næst- unni ef kjörin verða ekki bætt.” -JKH. „Umræður og spurn- ingar í kennslu eru viðfangsefnið” Indrioi Jónsson með mónóprent- mynd sína. Sigrún Aðalbjarnardóttir flytur fyrirlestur sinn um umræður og spurningar í kennslu. Einn leiðbeinendanna á kennara- námskeiðinu er Sigrún Aðalbjarnar- dóttir. Hún vinnur um þessar mundir að doktorsritgerð í þroskasálfræði við Harvardháskólann i Bandaríkjunum og tekur þar til umfjöllunar hugmynd- ir barna um samskipti sín við kennara og vini. „Umræður og spurningar í kennslu eru viðfangsefnið,” sagði Sigrún, þeg- ar hún var spurð um fyrirlestur sinn á námskeiðinu. „Við viljum laða fram hinn heillandi hugarheim barna og leit- umst því við aö veröa okkur meðvit- andi um þær spurningar sem við spyr j- um nemendurna. Þannig er áhersla lögð á að reyna fremur að fá fram f jöl- breyttar hugmyndir nemenda og þjálfa rökhugsun þeirra. Því er öllum tillögum þeirra tekið vel í stað þess að leita að hinu eina rétta svari í formi beinna yfirheyrslna. Það eykur sjálfs- traust þeirra og sjálfstæða hugsun.” Þegar Sigrún var spurð hvort það væri vænlegt aö snúa sér að kennslu hér heima að fenginni doktorsnafnbót svaraöi hún því til að hún spyrði sjálfa sig oft þeirrar spurningar. „En ég hef unniö lengi að kennslumálum hér á landi og þetta er mitt áhugasvið. Markmið mitt er að stuðla að því að við uppalendur skiljum betur hugsun barna þannig að við getum komiö bet- ur til móts viö þarfir þeirra og þroska.” -JKH. „MAÐUR HEYRIR ALLTAF UM FLEIRIOG FLEIRISEM HÆTTA VEGNA LAUNANNA”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.