Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Qupperneq 12
12
DV. FÖSTUDAGUR6. SEPTEMBER1985.
—
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND
JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSONog INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14,SÍMI 686611.
Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI
27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: ÁRVAKUR HF.,
Áskriftarver.ö á mánuði 400 kr.
Verö í lausasölu virka daga 40 kr.
Helgarblaö45 kr.
„Burt, það erég”
Landsþing Landssambands framsóknarkvenna sam-
þykkti athyglisverða ályktun fyrir síðustu helgi. Lands-
þingið sagði, aö kona skyldi vera í fyrsta eða öðru sæti
hvers framboðslista Framsóknarflokksins í komandi
sveitarstjórnar- og alþingiskosningum. Við uppröðun í
önnur sæti framboðslistanna minnti landsþingið á þann
yfirlýsta vilja Landssambands framsóknarkvenna, að
stjórnir, nefndir, ráð og listar á vegum flokksins veröi að
helmingi skipuð konum. Hið síðastnefnda skírskotar til
fyrri „Húsavíkursamþykktar” framsóknarkvenna.
Fari framsóknarmenn eftir þessari samþykkt kvenna-
anna mundi margur landsfrægur framsóknarþingmaður-
inn verða að víkja úr sæti, jafnvel þótt svo færi, að Fram-
sókn héldi þingstyrk sínum í næstu kosningum. Nú er eng-
in kona í þingflokki framsóknarmanna.
Davíð Aðalsteinsson í Vesturlandskjördæmi viki fyrir
konu, Ölafur Þ. Þórðarson í Vestfjaröakjördæmi, Stefán
Guðmundsson á Norðurlandi vestra, Guðmundur Bjarna-
son á Norðurlandi eystra, Jón Kristjánsson á Austurlandi
og sjálfur ráðherrann Jón Helgason á Suðurlandi. Er þá
reiknaö með, að þingmenn í efstu sætunum sætu sem fyrr
í hverju kjördæmi, sem þó þyrfti ekki að vera. Þessi
talnaleikur er skemmtilegur. Vissulega væri landsmönn-
um hollt, að þingmenn eins og Ölafur Þ. Þórðarson og Jón
Helgason vikju fyrir framsóknarkonum. Verra en nú er
getur það ekki orðið.
Varaformaöur Framsóknarflokksins, Halldór Ás-
grímsson ráðherra, segist „ánægður með þann áhuga,
sem konur innan flokksins sýna flokksstarfinu með álykt-
un sinni”. Hann vísar þó frá sér að afgreiða ályktunina og
skírskotar til þess, aö það sé „mál kjördæmasambands-
ins í hverju kjördæmi að ganga frá framboðslistum”
Væntanlega reynir fyrst á þetta í næstu sveitarstjórnar-
kosningum á vori komanda. Að öllum líkindum munu
framsóknarkarlarnir í sveitarstjórnum ekki standa upp
fyrir konum, svo að heitið geti. Reynir þá á þær yfir-
lýsingar framsóknarkvennanna, að þær muni bjóða fram
BB-lista sér á parti en innan flokksins.
Athyglisverð var ræða Sigrúnar Magnúsdóttur, for-
manns Félags framsóknarkvenna í Reykjavík og vara-
borgarfulltrúa, sem NT birti undir fyrirsögninni: „Ég er
— ég get — ég verö — ég vil”. Þetta var framsöguræða
um framboðsmál á landsþinginu.
Sigrún sagði: „Við erum ung og tiltölulega fámenn
Landssamtök framsóknarkvenna.” Nei, fjölmenninu er
ekki fyrir að fara í þessum samtökum, sem hyggjast
ganga svo langt.
Sigrún sagði einnig, að framsóknarkonur væru með
fræga samþykkt í fórum sínum, Húsavíkursamþykktina.
Þær væru bundnar af stórum orðum og kröfum. „Verum
vissar um vald okkar, þegar við viljum,” sagði hún þó og
vitnaði í því efni til kvæðisins Elfan eftir Davíð Stefáns-
son, þar sem segir meðal annars: „Burt, það er ég. Víki
það ekki, þá veltur hún fram/vefur um björgin hvítan
hramm. . .”
Vissulega munu margir landsmenn álíta eins og fram-
sóknarkonur, að hreinsun væri aö því, að eitthvað af
framsóknarkörlunum hyrfi af Alþingi. En ólíklegt er, að
það verði framsóknarkonur, sem koma því í verk. Hitt er
sennilegra, að karlarnir láti ekki undan konunum en kjós-
endur sjái um að fækka þeim.
Haukur Helgason.
BJÓROG
HOLLUSTA
Rökin
Rök dómsmálaráöherra og lög-
reglustjóra reyndust — eins og öll
rök svokallaðs Áfengisvarnaráös —
fyrirfram gefin og stóöust ekki þegar
til kastanna kom.
Rökin meö bjórnum eru einfald-
lega alltof sterk, m.a. vegna þess aö
hann er einasta áfengiö sem hægt er
að drekka talsvert magn af án þess
að missa ráð og rænu.
Þetta þýöir aö hætta á misnotkun
og þar með hættan á ofurölvun (sem
er stærsta hættan samfara áfengis-
neyslu) er minnst, jafnvel minni en
eftir borövínsneyslu.
I raun þýöir þetta — hvað sem
læknaprófessorar segja — mun
minni hætta á alkóhólisma því tíö
ofurölvun er og veröur ávallt fyrsta
stig áfengissýkinnar.
Þar viö bætist aö bjórinn er holl-
asta áfengiö í bókstaflegri merkingu
vegna þess aö í honum eru bætiefni,
þ.á m. B-vítamín sem viö þurfum
nauðsynlega á að halda.
Auk þess er bjór auövitaö sérlega
svalandi — ekki síst yfir sumartím-
ann — og fyrir þá sem kunna með
hann aö fara eitt besta svefnmeðal
sem til er.
,,Bjór er einfaldlega skásta áfengi sem fáanlegt er. Ráðlegg ég öllu
ungu fólki sem notar áfengi á annað borð að láta hann ganga fyrir ef
kosturerá."
um viö ekki einu sinni þeim sem
næstlægstir eru.
Þau rök aö bjórinn stuðli aö auk-
inni unglingadrykkju eru einnig út í
hött vegna þess aö (a) hún er nú þeg-
ar of mikil og (b) drekki þeir á annað
borð er best aö þeir haldi sig þá við
bjórinn.
Engin rök og engar rannsóknir eru
til sem benda til þess aö íslenskir
unglingar muni drekka meira áfengi
ef bjórinn kemur. Þvert á móti bend-
ir ýmislegt í gagnstæða átt.
Lokaorð
Hví bjór?
Bjór er einfaldlega skásta áfengi
sem fáanlegt er. Ráðlegg ég öllu
ungu fólki sem notar áfengi á annaö
borö aö láta hann ganga fyrir ef
kostur er á.
Þvættingur Áfengisvarnaráös, lög-
reglustjóra, dómsmálaráðherra og
annarra lögmætra yfirvalda um hiö
gagnstæöa getur þaö látið sem vind
um eyrun þjóta.
Fyrr eöa síðar mun koma aö því aö
hér koma upp yfirvöld sem sjá ljósið
í myrkrinu. Þaö er því ekki um ann-
aö aö ræða en aö þreyja þorrann
þangað til.
Ekki skal þó örvænta. Nú þegar
eru margir hlynntir bjórnum, þ.á m.
forsætisráðherra og fimmtán alþing-
ismenn (nöfn þeirra veröa birt meö
næstu grein).
FRJÁLSLYNDI
í FRAMKVÆMD
íslands og þeim er tjáö aö bjór sé
bannaöur á Islandi eru viöbrögöin
Um allan heim er diskókynslóðin
— með Bandaríkin í broddi fylkingar
— aö afneita sterkum drykkjum og
snúa sér aö veikari og hollari veigum
og hafna jafnvel áfenginu alfariö.
Aöeins eitt land á Vesturlöndum
sker sig úr í þessari þróun: ísland.
Hér eigum við ennþá heimsmet í því
að fá mestan hluta áfengis okkar
(um 75%) úr þessum sterku drykkj-
um.
Þaö sem verra er: I þessu eina
landi er dómsmálaráðherra — með
fulltingi lögreglustjóra — á fullu aö
drepa alla viöleitni í þessa jákvæðu
og sjálfsögöu átt.
JON ÖTTAR
RAGNARSSON
DÓSENT
A ,,Fyrr eöa síðar mun koma aö því
að hér koma upp yfirvöld sem sjá
ljósið í myrkrinu. Það er því ekki um
annað að ræða en að þreyja þorrann
þangað til.”
Mótrökin
Mótrökin hafa einkum veriö þau að
bjórinn muni auka heildarneysluna
og að hann muni stuöla aö aukinni
ungiingadrykkju. Hafa þau veriö
margsinnis hrakin.
Sé verðstýringu haldið til streitu
eins og hingaö til er nákvæmlega
engin hætta á því aö bjórinn auki
heildarneysluna aö ráði eins og hald-
ið hefur veriö fram.
Auk þess er heildarneysla okkar á
vínanda sú lægsta á Vesturlöndum.
Jafnvel þótt hún ykist lítillega næö-
ávallt á einn veg: Undrun og kæföur
hlátur.
Þegar þeim er síðan tjáö aö viö
leyfum hins vegar sterka drykki og
fáum 3/4 okkar vínanda úr brennd-
um drykkjum nær meðaumkunin
fljótlega yfirhöndinni.
Sem betur fer hafa flestar þjóöir
einhverja ámóta sérvisku sem hægt
er að benda á áöur en þetta fólk af-
skrifar okkur sem hreina útkjálka-
menn.
En ástæöan fyrir því aö viö ætlum
að fá bjór er þó ekki þessi, heldur hitt
aö viö vitum aö hann mun bæta
áfengisvenjurnar og draga úr áfeng-
issýki. . . hvaö sem dómsmálaráð-
herra og lögreglustjóri segja.
Jón Óttar Ragnarsson