Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Qupperneq 15
DV. FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER1985, 15 Menning Menning Menning Menning M BERGIN LOFTÞJÖPPUR Eftirtaldar stærðir fyrirliggjandi á lager með loftkút og þrýstijafnara 130 l/mín. 200 300 -“- 500 -”- MJÖG HAGSTÆTT VERÐ Vesturþýsk gæöavara á hagstæöu verði LANDSSMIÐJAN HF. ISÖLVHÓLSGOTU 13 - 101 REYKJAVlK SlMI (91) 20680 - TELEX 2207 GWORKS Gefin fyrírheit Golf: Dægradvöl almúgamanna sem auðkýfinga Kynning á íþróttinni Orgeltónleikar Björns Steinars Sólbergssonar í Kristskirkju 1. september. Efnisskrá: Johann Sebastian Bach: Toccata í F- dúr BWV 540, þrír sálmforleikir- Wachet auf, ruft uns die Stimme BWV 645, Wer nur den lieben Gott Iðsst walten BWV 647, Ach bleib bei uns, Herr Jesu Christ BWV 649; Tríósónata nr. 5 í C- dúr BWV 529 J. Alain: Choral dorien og Litanies; M. Duruflé: Prelude et fugue sur ie nom d'Alain op.7. Frá því Björn Steinar Sólbergsson hélt sína fyrstu tónleika, í þann mund að ljúka námi suður í Róm, hafa menn fylgst með ferli hans af áhuga. Að lok- inni Rómardvölinni hélt hann til París- ar til frekara náms, ráðgerir að ljúka þar námi að ári og mun þegar vera ráðinn til að taka við starfi á Akureyri aönámiloknu. Á þessum tónleikum glímdi Björn Steinar við gamla Bach og tvö af leið- andi trúarskáldum Frakka á þessari öld, þá Alain og Duruflé. Hann hóf leik- inn með Toccötu í F-dúr BWV 540 og lék síðan þrjá sálmforleiki, BWV 645, 647 og 649. Þekktastur sálmforleikj- anna þriggja og vinsstastur er sá fyrsti þeirra, Vakna, Síons verðir kalla. Síðan lauk Bach þætti tónleikanna með Tríósónötu í C-dúr BWV 529. Þaö fer ekki á milli mála, aö Björn Steinar Sól- bergsson hefur tamið sér önnur tök við leik á verkum Bachs og annarra meistara barokktímans en við eigum yfirleitt að venjast hér í norðrinu. Okk- ar heimastíll er „Arfurinn frá Leipzig” (sem alls ekki má skilja á sama nei- kvæða hátt og almennt er gert í nor- rænni tónmenntakennslu nútímans). En stíll Björns Steinars ber léttara og að mörgu leyti ferskara yfirbragð. Franskt, segjum við gjarnan, en þess ber þó að geta að Bjöm Steinar hafði þegar tamið sér slíkan stíl í einhverj- um mæli áður en hann hélt til náms í Frakklandi. Leikur hans hefur samt yfir sér tign og hina innri ró sem „Arfinum frá Leipzig” gjarnan fylgir. Þegar bílar mætast er ekki nóg að annarvíki vel útávegarbrún og hægi ferð. Sá sem á móti kemur verður að gera slíkt hið sama en notfæra sér ekki til- litssemi hins og grjótberja hann. Hæfilegur hraði þegar mæst er telst u.þ.b. 50 km. jUMFERÐAR RÁÐ Lífsreynsla: Grímur lætur rigna hjá Gaddafí Grímur Jónsson á Isafirði vann eitt sinn við að búa til rigningu í Líbýu lanw Á BLAÐSÖLUSTÖÐUM Upphaf sjónvarpsins Skemmtilegar myndir sem sýna að ýmislegt hefur breyst Get bæði unnið undir pressu og mjög mikið Viðtal við Sigrúnu Stefánsdóttur Svo þegar þessir tveir ólíku straumar blandast saman hjá einum organista getur útkoman orðið býsna góð. Að loknum Bach lék Björn Steinar frönsk tuttugustu aldar verk. Dóríski kórallinn eftir Alain er hreint snilldar- verk. Litanies eru það einnig og leikur- inn fyllilega í samræmi við þaö. Prelúdíuna og fúguna samdi Duruflé til minningar um Alain. Fúgunni klúðr- ar Duruflé að vísu en þó eru innan um í verkinu rismiklir kaflar sem ánægju- legt er á aö hlýða — þá kannski sér- staklega þegar svo vel er spilað. Það sem mestu máli skiptir er jú hvernig Tónlist Eyjólfur Melsted leikið er. Ferill Björns Steinars Sól- bergssonar hefur verið stöðugt klifur á brattann. Hann hefur greinilega tamið sér stíl þeirra skóla sem hann hefur numið við en þó án þess að glata sínum persónueinkennum, heldur hefur hans eigin stíll fremur skerpst. Hver þekkir ekki þá erfiöleika sem margir ungir listamenn hafa þurft að glíma við um áraraöir að námi loknu, að spila sig frá sínum skóla? Þessir tónleikar voru engin undantekning hjá Birni Steinari — hann hefur jafnan með leik sínum gefið fyrirheit um enn betri leik næst og staðið við þau. Eg hlakka því enn sem fyrr til aö hlýða á leik hans aftur. EM .Ferill Björns Steinars Sólbergssonar hefur verið stöðugt klifur á bratt-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.