Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Qupperneq 19
DV. FÖSTUDAGUR6. SEPTEMBER1985.
31
íþróttir
Iþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Fyrirað
írra”
m ekki geta þegið
ðsla
vegna meiöslanna í olnboga og þarf aö
reyna aö beita mér ööruvísi en þaö hef-
ur ekki gengið nægjanlega vel upp á
síðkastið. Tíminn sem mótiö er á er
einnig mjög slæmur fyrir mig. Ég
byrjaði keppnistímabiliö snemma og
mótið mun lengja þaö um mánuð. Ut-
litið er því dökkt og ég held að ég geti
sagt aö spjótkastið sé ekki mitt sport
eins og málin standa. Eg mun þó hugsa
minn gang mjög vel áöur en ég dreg
þátttöku mína til baka,” sagöi Einar
dapur í bragöi.
;s keppni
iníNjarðvík
sen á Hondu 480 meö 209 stig og í þriöja
sæti er Marteinn Pétursson Suzuki 450
meö 204 stig. Keppnin getur gefið
hverjum keppenda allt aö sex til sjö
stig svo að úrslit eru alls ekki ráöin.
nn Nyström
ka meistaramótinu
gott form. Connors hefur hrapaö niður
í fjórða sæti hjá tölvu alþjóða tennis-
sambandsins en hefur unniö góða sigra
á þessu móti og svo gæti farið að þessir
tveir tennisjöfrar mætist í úrslitum
keppninnar.
I tvenndarkeppni sigruöu Wendi
Turnbull og John Lloyd þau Zinu
Garrison og Marcel Freeman en þau
Lloyd og Turnbull hafa lengi þótt besta
parið í tvenndarkeppni í tennis. -SigA.,
„Algjört happdrætti
hvernig fer”
— segir Einar sem telur sig ekki nógu vel undirbúinn fyrir Grand-Prix mótið
í kvöld. Fjórir geta komist fram úr Einari f spjótkastskeppninni.
Aouita og Slaney hafa forystu í stigakeppninni
„Ég lít á þetta eins og hvert annað
héraðsmót. Ég reyni að hugsa eins lítið
um keppnina eins og mögulegt er og
vona einungis að meiðslin versni ekki
og að það verði ekki margir spjótkast-
arar sem komist fram úr mér í stiga-
gjöfinni. Ég hef fengið þrjár sprautur
síðan á Brussel mótinu og mér hefur
ekki gengið vel á æfingum. Kastaði 72
metra lengst á æfingunni í dag. Það er
algjört happdrætti hvernig fer á
mótinu en ég verð aðeins að vona að
eitt 80 metra kast fljóti með,” sagði
Éinar Vilhjálmsson, spjótkastarinn
kunni.
Grand Prix mótið í kvöld sker úr um
það hvort Einar nær að halda forustu
sinni í spjótkastinu en sjálfur telur
hann það ólíklegt.
Hvern telur þú sigurstranglegastan?
„Það er erfitt aö segja. David Ottley
hefur tekið sér tveggja vikna hvíld frá
keppni og hann ásamt Tom Petranoff
eru mjög líklegir sigurvegarar. Þá er
Duncan Atwoodbúinn að undirbúa sig
í allt sumar fyrir mótið og gæti sigraö.
Eg er enn í efsta sæti með 43 stig,
Ottley er með 38, Petranoff og Atwood
hafa 37 stig og Englendingurinn Roald
Bradstock hefur hlotið 32 stig. Þeir
geta allir komist fram úr mér því gefið
er tvöfalt fyrir þetta mót á móts við
önnur Grand-Prix mót. Sigurvegarinn
á þessu móti hlýtur 18 stig, annaö sætiö
gefur 14 stig, það þriöja tólf og síðan
koll af kolli.
Þrátt fyrir mikinn stjörnufans eru þó
fjölmargir sem ekki munu mæta. Hafa
þá annaðhvort dregið sig úr úr keppn-
inni vegna meiðsla eða af öðrum
ástæöum. Fremstan ber aö nefna f jór-
faldan ólympíumeistarann frá því í
fyrra, Carl Lewis, en hann hefur
ákveðið að taka ekki þátt í mótinu.
Ástæðan er sú að Lewis hefur átt við
þrálát meiðsli að stríða og á því ekki
neina möguleika á sigri í keppninni.
MarokkóbúinnSaidAouita, heimsmet-
hafinn í 1500 og 5.000 metra hlaupi, mun
líklega ekki mæta en hann meiddist í
tvö þúsund metra hlaupinu á mótinu í
Rieti á italíu í fyrrakvöld.
Mílumethafinn Steve Cram frá Bret-
landi mun ekki heldur taka þátt en
hann á viö slæm meiðsli í káifa að
stríða.
Keppi Said Aouita ekki á mótinu má
búast við gífurlega harðri baráttu um
fyrsta sætiö í karlaflokki. Einar á
möguleika á sigri, hann er nú tólf
stigum á eftir Marokkóbúanum.
Bandaríkjamaðurinn Doug Padilla er í
öðru sæti með 45 stig. Margir aðrir eru
í baráttunni um hnossið, 25 þús. Banda-
&tdk
Steve Cram — meiddur.
ríkjadollara, sem veittir eru fyrir
fyrsta sætið. Svo kann að fara að úrslit-
in ráðist í 5 þúsund metra hlaupinu en
þar mætast líklega Padila og Sidney
Maree. Ovíst er enn hvort Maree velur
frekar að hlaupa 1500 metrana eöa
fimm þúsund. Maree hefur nú hiotið 41
stig. Þrír aðrir keppendur hafa hlotið
41 stig en það eru þeir Sergei Bukha,
Calvin Smith og Pierre Quinon.
I kvennaflokki þykir flestum sem
Mary Slaney muni vinna nokkuð
öruggan sigur. Hún hefur forystu og
mun keppa í þrjú þúsund metra hlaupi.
Næstar á eftir henni í stigakeppninni
eru þær Stefka Kostadinova frá
Búlgaríu, Genowefa Blaszak frá Pól-
landi og Judy Brown-King frá Banda-
ríkjunum.
Hvað um það. Þetta kemur ekki í ljós
fyrr en á morgun. Þá munu eflaust
ófáir Islendingar setjast fyrir framan
sjónvarpstækin sín og fylgjast með
beinni útsendingu frá keppninni.
Utsendingin hefst klukkan 16 en spjót-
kastskeppnin mun að öllum líkindum
byrja um kl. 18.30. -fros.
Asgeir og félagar
mæta Saarbruckem
— í 6. umferð v-þýsku deildakeppninnar.
Uerdingen leikur gegn Bochum og efsta liðið
Werder Bremen mætir nýliðum Niirnberg
sem hafa komið mjögá óvart
Ásgeir Sigurvinsson og féiagar hjá v-
þýska liðinu Stuttgart munu mæta
Saarbrucken á heimavelli um helgina
og Uerdingen, liö Atla Eðvaldssonar
og Lárusar Guðmundssonar, mun
mæta Bochum á útivelli.
Aðalleikur helgarinnar er viðureign
liðanna í 1. og 2. sæti, Werder Bremen
og Nurnberg. Bæði liðin hafa leikið
mjög vel á þessu keppnistímabili, sér-
staklega hefur frammistaða nýliða
Nurnberg komið á óvart. Reiknað var
með því fyrir keppnistímabilið að liðiö
mundi lenda í harðri fallbaráttu en svo
hefur ekki oröiö raunin hingað til.
Bremen liöið er mjög sterkt um þessar
mundir og kannski líklegast til sigurs.
Rudi Völler, v-þýski landsliðsmaður-
inn í liði þeirra, hefur verið mjög
drjúgur við aö skora á þessu keppnis-
tímabili en hann hefur gert sex mörk í
þeim fimm leikjum sem búnir eru.
Leikur risanna Bayern Munchen og
Hamburger verður vitanlega einn af
stærri viðburðum en bæði liöin hafa átt
frekar erfitt uppdráttar. Hamburger
liðið virðist þó vera að koma til en þeir
unnu stórsigur, 4—1, á Borussia
Mönchengladbach í fyrrakvöld.
-fros.
Hörkuleikur á Akureyri
— er KA og ÍBV mætast Í2. deild. Úrslitaleikir Í3. og4. deild um helgina
Tvo si. daga hefur verið f jallað ítar-
lega um baráttuna í 1. deild knatt-
spyrnunnar. Það er þó ekkert minna
að gerast í öðrum deildum knattspyrn-
unnar. I dag er stórleikur í toppbarátt-
unni í 2. deild. Tvö efstu liðin, KA og
ÍBV, mætast á Akureyri kl. 18.00. Þá
etur Breiðablik, sem á einnig góða
möguleika, kappi við Fylki á sunnu-
daginn.
I þriðju deild verður leikinn fyrri úr-
slitaleikur deildarinnar. Þá mætast
Einherji, sigurvegari B-riðils, og
Selfoss, sigurvegari A-riðils, á Vopna-
firði. Sigurvegarinn úr tveggja leikja
viðureign þessara liða hlýtur meist-
aratitil 3. deildar en bæði liöin komast
upp.
14. deild fer aðeins einn úrslitaleikur
fram og verður hann á laugardaginn á
Akureyri. Þá mætast IR og Reynir frá
Árskógsströnd.
Athygli skal vakin á að leikur
Þróttar og Þórs í 1. deild hefur verið
færður fram um tvo tíma á laugar-
daginn. Hann verður nú klukkan tvö en
þetta er gert til hagræðingar fyrir hina
fjölmörgu norðanmenn sem koma til
með að ferðast suður vegna leiksins.
Dagskráin í leikjum helgarinnar er á
þessa leið.
Laugardagur 7. september
1. deild
Akranesvöliur ÍA—Víkingur kl. 14.30
Kaplakrikavöllur FH—Fram kl. 14.00
Keflavíkurvöllur IBK—Valur kl. 14.00
Laugardalsvöllur Þróttur—Þór
kl. 14.00.
2. deild
AkureyrarvöllurKA—IBV kl. 14.00
Isaf jarðarvöllur IBI—KS kl. 14.00
Olafsfjarðarv. Leiftur—Skallagr.
kl. 14.00
4 deild
Akureyrarv. ReynirÁrskstr.—IR
kl. 14.00
1. d.kv.
Akranesvöllur IA—KA kl. 11.30
Kópavogsvöllur UBK—IBI kl. 14.00
Sunnudagur 8. september
1 deild
Laugardalsvöllur KR—Víðir kl. 14.00
2. deild
Kópavogsvöllur UBK—Fylkir kl. 16.00
Njarðvíkurv. Njarðvík—Völsungur
kl. 14.00
3. deild
Vopnafjarðarv. Einh.—Selfoss kl.16.00
l.d.kv.
KR-völlur KR-KA kl. 17.00
-SigA.
Björgólfur þarf trúlega oft að naga neglumar i
leikjum ÍSI vetur. DV-mynd S.
Björgólf ur og
Haukur þjálfa ÍS
Björgólfur Jóhannsson hefur verið ráðinn
þjálfari karialíðs íþróttafélags stúdenta í
blaki. Haukur Valtýsson hefur verið ráðinn
þjálfari kvcnnaliðs IS.
Þeir Björgúlfur og Haukur sóttu saman
þjáifaranámskeið erlendis í sumar með
iandsliðsþjálfurum sterkra þjóða. Leikmenn
stúdentaliðanna gera sér því vonir um aö
þeim félögum takist að ieiða liðin langt í
vetur.
Taisverðar breytingar hafa orðið á
mannskap hjá karlaliði ÍS. Indriði
Arnórsson, Stefán Magnússon og Friðbert
Traustason vcrða ekki með í vetur. Stefán
leikur mcð KA og Friðbert hefur tekið að sér
þjálfun hjá Víkingi. i staðinn hafa stúdentar
fengið Guðmund Kærnested sem aftur hefur
tekið fram blakskóna cftir árshvíld.
.________________________-KMU.
Verður ÍA
meistari
á morgun
?
■
A morgun, laugardag, geta úrslit ráðist í I.
deild kvenna í knattspyrnu. Þá leika á Akra-
nesi lið IA og KA og nægir þeim fyrrnefndu
jafntefli til að tryggja sér meistaratitilinn.
Athygli er vakin á því að leikurinn hefst kl.
11.30 en ekki kl. 17.00 eins og auglýst hefur
verið.
Punktamót
í Grafarholti
GR gengst á sunnudag fyrir punkta-
móti í golfi á Grafarholtsvelli. Um er
að ræða innanfélagsmót og verða
leiknar 18 holur með fullri forgjöf.
Byrjað verður að ræsa keppendur út
klukkan 9 á sunnudagsmorgun og
veröur ræst til klukkan hálfeitt.
Magnús með
Víkingsstelpur
I kynningu DV á þjálfurum 1. deildar
kvenna í handbolta í gær gleymdist að geta
um þjálfara Víkingsliösins. Það er hinn
hávaxni og geðþekki Magnús Guömundsson
sem þjálfar það í vetur.
-fros.
Oldungagolfmót
— á Grafarholtsvelli
Samtök eldri kylfinga gangast fyrir golf-
móti á Grafarholtsvelli á laugardaginn.
Keppt verður í þremur flokkum. Flokki 50—
55 ára, flokki 55—60 ára sem munu keppa af
hvítum teigum og flokki 60 ára og eldri sem
munu keppa á bléum teigum.
Mótið byrjar klukkan 10. Eldri kylfingar
cru nú í óðaönn að æfa sig undir Evrópu-
meistaramótið í golfi sem fram fer í Aigarve
i Portúgal dagana 2.-—1. október.
-fros