Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Side 30
42
DV. FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER1985.
SKÍFUR
ÚRVALSDEILDIN
APPETITE - Prefab Sprout
(KITCHENWARE)
Þó þetta sé langt frá þvi aö vera hiö
fullkomna popplag sem öll
smáskífuframleiðsla snýst um er
Appetite eins og önnur lög af meistara-
verkinu Steve McQueen nokkrum
gæðaflokkum ofar en önnur popplög
nú um stundir. Ég á ekki von á þvi að
sjá Appetite ofarlega á vinsældalistum,
til þess er það einfaldlega alltof gott.
BETTER THAN THEM -
NEWMODELARMY =EMI)
Þetta eru ungir, frískir, sprækir,
spriklandi fjörugir, bitrir, reiðir, ákafir
Bretar sem hrífa mann með fínum lag-
línum og einhverjum kröftugustu
söngvum i breska rokkinu um langt
skeið. Þetta lag stendur No Rest auð-
vitað dálítið að baki en má eflaust
hlusta á það 1132 sinnum án þess að
leiðast.
DANCING IN THE STREETS -
DAVID BOWIE/MICK JAGGER
(EMI)
Hvað er sosum hægt að segja þegar
tvær helstu skrautfjaðrir ,,ellipoppsins"
taka sér snúning eftir gömlum
Motown-smelli Mörtu og Vandellas?
Þegar ofan i kaupið bætist að þetta er
allt i þágu góðs málefnis og gömlu
mennirnir hafa sjálfir mest gaman af —
eru þá ekki aðfinnslur óviðeigandi? Ég
bara spyr.
DON'T STOP THE DANCE -
BRYAN FERRY(EG)
Þeir eru fleiri afarnir I poppinu en
Jagger og Bowie. Ferry er af sömu kyn-
slóð og kann betur en flestir aðrir að
sameina snilld og stíl. Hér er komið á
smáskifu mest grípandi lagið af breið-
skifunni Boys And Girls og auðvitaö
fyrsta flokks vara.
1. DEILD
'69
BRYAN
SUMMER OF
ADAMS IA&M)
Ekki beinlínis minn tebolli einsog
Bretinn segir en fer þó langleiðina með
það að sætta mig við tónlist þessa
kanadíska rokkara. Fyrri lög hans hef
ég reynt að leiða hjá mér eftir bestu
getu en þetta lag er skrambi gott, góö-
ur texti og grípandi viðlag.
I THOUGHT l'D NEVER SEE YOU
AGAIN - WORKING/WEEK
(VIRGIN)
Working Week hefur ekki náð að
skapa sér það nafn í breska tónlistarlíf-
inu sem hún á skilið. Fönk og sól og
dálitill djass er uppistaðan, hér syngur
Julie Roberts ballöðu sem hvaða hljóm-
sveit sem er gæti verið sæmd af —
kannski ekki beinlinis ógleymanlegt lag
en næsta númer við. Umgjörð lagsins
samt einum of stöðluð fyrir minn
smekk.
FALLISTAR
YOU'RE THE ONE FOR ME — D
TRAIN (PRELUDE)
Einsog staða Vikings er i 1. deildinni
er það auðvitað einsog að nefna snöru i
hengds manns húsi að tala um fallista.
En ég spái þessu lagi ekki langlífi. Það
kom út fyrst árið 1981 og Paul
Hardcastle (N-N-N-nineteen) varð svo
skotinn í þvi að hann „rímixaði" það
einsog það heitir á fagmálinu þegar slikt
var ámálgað við hann. Hann hefði mín
vegna mátt láta það ógert.
TAKES A LITTLE TIME - TOTAL
CONTRAST (LONDON)
Ekki batnar það. Breskt fönk sem
hljómar einsog hundraö önnur lög, ger-
samlega ópersónulegt og gerilsneytt
lag sem á hvergi annars staðar heima
en á diskótekum og flytjendurnir eru al-
ger andstæða þess sem ég ímynda mér
fina tónlistarmenn. Tak þennan kaleik
frá mér!
1. SKAMMTUR ROKKSOGUNNAR
PRESLEY OG FJORIR AÐRIR
FRUMHERJAR
I eina tíö gátu poppskrifarar gengiö
að sínum lesendum vísum. Þeir voru
einlægt aö skrifa fyrir jafnaldra sína.
Þá var rokkiö ungt og aðeins unga kyn-
slóðin haföi meðtekiö þaö útlenda fyr-
irbæri sem kallaöist rokk og ról. Full-
oröna fólkið sló sér á lær, fussaði og
sveiaöi og sendi synina hárprúöu nauö-
uga viljuga til hárskerans. En rokkiö
hélt sínu striki — og nú er svo komiö aö
rokkið höföar til fólks sem er komið
hátt á fimmtugsaldur! Hafi tildæmis
sjónvarpiö haldiö aö þaö væri aö gera
unglingum sérstakan greiöa á ári æsk-
unnar með því aö sýna rokkþáttinn Síö-
asta valsinn, kveöjuhljómleika the
Band um daginn — þá hefur þaö skot
geigað. Rokkaödáendur um og yfir þrí-
tugt þekktu the Band, ekki unga fólkið í
dag.
Svona er breiddin orðin mikil í rokk-
inu. Meira aö segja Bítlarnir eru ungu
kynslóðinni í dag eitthvert framandi
fyrirbæri sem hún kann lítil deili á en
veit þess meira um Madonnu og Duran
Duran sem aftur Bítlakynslóöinni, aö
ég tali nú ekki um aðdáendur Prella
gamla, þykir lítill fengur í og ljær tæp-
ast eyra nema tilneydd.
Enginn ber lengur brigöur á þaö aö
rokkið er mikilvægt túlkunarform,
ekki bara æskunnar heldur líka fullorö-
ELVIS PRESLEY
inna — og eftir nokkur ár getum viö
bætt öldnum í þennan hóp. Því ekkert
fær stöövaö rokkið úr þessu og engin
rök hníga í þá átt aö viö ákveðinn aldur
veröi rokkiö sem hjóm eitt. Viö eigum
eftir aö spila okkar rokk á elliheimilum
eftir fimmtíu ár, veriöi viss!
Miðaö viö eilífðina er rokkiö ferlega
ungt. Aðeins um þrjátíu ára. I eyrum
okkar hljóma þó fyrstu rokklögin sem
aftan úr grárri forneskju og Eddie
Cochran, Carl Perkins og Gene Vinc-
ent eru nöfn sem ég býst við aö fæstir
unglinga komi fyrir sig. En nú skal úr
því bætt því einsog margir vita hefur
Almenna bókafélagið hafiö útgáfu á
„sögu rokksins”, samtals þrjátíu tvö-
földum breiðskífum. Fyrsti skammt-
urinn er kominn, annars vegar heil
plata með rokkkónginum sjálfum, Elv-
is Presley, og hins vegar nokkur lög
frá fjórum frumherjum: Bill Haley,
Little Richard, Fats Domino og Buddy
Holly. Allt eru þetta merkar og fágæt-
ar heimildir um fyrstu spor rokksins
og augljóslega ekkert sparaö til þess
aö gera þetta mikla safn sem vegleg-
ast.
Ég bíö spenntur eftir næsta
skammti.
-Gsal
SCRITTIPOLITTI - CUPID & PSYCHE ’85
AFSKAPLEGA GOD TONUST
Þeir sem hafa fylgst meö listapoppi
heimsins aö undanförnu kannast ef-
laust við lagiö Word Girl meö hljóm-
sveitinni meö skrítna nafniö, Scritti
Politti. Þetta er ákaflega hugljúft lag
enda hljómsveitin ákaflega hugljúf
eins og maður kemst aö þegar hlustaö
er á breiöskífuna Cupid & Psyche ’85.
Fyrrgreint lag um orðastelpuna er
aö sjálfsögðu að finna á þessari plötu
en þar fyrir utan eru mörg önnur af-
bragðsgóö lög á plötunni.
Lykilpersóna Scritti Politti er söngv-
arinn og lagasmiöurinn Green Gart-
SCRITTI POLITTI
DAVID KNOPFLER - BEHIND THE LINES
David Knopfler er yngri bróöir Mark
Knopflers sem er allt í öllu í Dire
Straits. David byrjaöi feril sinn í Dire
Straits, en um leiö og fyrsta plata
hljómsvátarinnar fcr að vekja athygli
hætti hann í henni, hefur sjálfsagt
fundist hann vera í skugganum af
stóra bróöur. Eftir nokkur ár og tvær
sólóplötur stendur hann enn í skugga
bróður síns og þarf engan aö undra
sem hlustar á nýjustu plötu hans, Be-
hind The Lines.
Það er nefnilega nokkrum erfiðleik-
um bundið aö þekkja þá bræöur í sund-
ur. Stundum fannst mér ég vera aö
hlusta á Dire Straits, nema hvaö lögin
náðu ekki þeim gæðum sem lög Mark
Knopflers innihalda. Ekki þar fyrir aö
plata David sé eitthvert rusl. Hún er í
heild hin áheyrilegasta. David Knopfl-
er er ágætt tónskáld og góöur hljóm-
borðsleikari. Þaö háir honum og mun
alitaf há honum aö vera svona líkur
stóra bróöur í röddinni. Það er leitt.
Fyrri plata Davids var fljót að falla í
gleymsku og hræddur er ég um aö það
veröi einnig örlög Behind The Lines,
þótt mér finnist hún eiga betra skiliö.
Þaö eru níu lög á plötunni og eru lög
og textar eftir David. Lögin eru nokkuö
misjöfn aö gæðum. Þau bestu, eins og
Heart To Beat, Prophecies og The
Stone Wall Garden, eiga þaö vel skiliö
aö heyrast. Þessi lög eru ágæt tónsmíð
og flutningur hinn besti.
Ef David Knopfler á eftir aö ná
toppnum sem einstaklingur verður
hann aö breyta tónlist sinni. Eins og er
líkist hún um of tónlist Dire Straits og
meðan svo er verður erfitt fyrir hann
aö ná vinsældum. HK.
POPP
I
SMÆLKI
Sælnú! Nýjustu tölur úr kjör-
dæmi Bruce Springsteens herma
að platan hans, Born in the USA,
hafi selst í rúmlega tólf milljónum
eintaka i heiminum til þessa. Fyrir
utan Bandaríkin hefur Brúsi átt
mestu fylgi að fagna i Vestur
Þýskalandi, Ítalíu, Noregi, Finn
landi. Suður Afriku og Belgiu en
þar var títtnefnd skifa samtals i
21 viku á toppi breiðskífulista...
IVlenn velta nú mjög fyrir sér fúlg
unum sem stórpoppararnir hafa
handa á rnilli eftir að Nlichael
Jackson yfirbauð Paul McCartney
á dögunum og hreppti útgáfufyrir
tækið ATV Music. Þessi kaup
færa Jackson líka réttinn á ýms
um smærri útgáfum, meðal ann
arra Northern Songs þar sem
megnið af fjársjóói Bitlanna er
geymt, 251 lag nákvæmlega. i
þessum pakka er lika Lawrence
Wright Music. útgáfa sem meðal
annars á réttinn á mörgum þekkt
ustu lögum Duke Ellingtons og
Hoagy Carmíchaels... Þrjár i
hópi þekktustu söngkvenna
poppsins eru með breiðskífur i
burðarliðnum, þær Diana Ross,
Sheena Easton og Stevie Nicks.
Barry Gibb semur og stjórnar upp
tökum á plötu Diónu Ross og tttil
lagið, Eaten Alive, er sanuð i fé
side og er oft sett samasemmerki milli
nafns hans og hljómsveitarinnar
Green Gartside = Scritti Politti. Green
þessi er mjög sleipur lagasmiður og
syngur aukinheldur mjög vel meö
nokkuö sérstæðri rödd sinni. Sumir
myndu eflaust segja aö hann væri
væminn og það gæti hann án efa verið
ef hann semdi slepjulegar ballöður.
En svo er guöi fyrir aö þakka aö hug-
ur Greens stendur til annars og því er
hann = Scritti Politti jafnafbragösgóö
hljómsveit og raun ber vitni.
Tónlist Greens hefur á sér mjúkt
yfirbragð en skemmtileg notkun á
hljóðgervlum og trommum forða henni
frá aö verða væmin og vellukennd.
Sem fyrr segir er tónlistin á Cupid &
Psyche ’85 afskaplega hugljúf og eru
flest lögin gædd þeirri náttúru góöra
laga aö vera sífellt aö koma manni á
óvart meö nýjum blæbrigðum sem
ekki höföu heyrst fyrr.
Svona plötur dvelja langdvölum á
fóninum hjá manni. -SþS-
A LITLA MOGULEIKA
{
DAVID KNOPFLER
lagi fyrir fyrrnefndan Michael
Jackson... Von er á tvófaldri
liljómplötu rneð ýmsum listamönn
urn i nafni Dave Clark og ku eiga
aó liBÍta: Time. Þar mun að finna
lagið SIib's So BBautifui, dúett
Stevie Wonders og Cliff Rich
ards... Smáskífur á næstunm.
China Crisis lYou Did Cut Mel,
Madness (Yesterday’s Men),
Marillion (tavender). Scritti Politti
(Perfect Way), Sister Sledge
(Dancing On the Jagged Edge) og
Stephen Tin Tin Duffy (Unkiss
That Kiss)... Eftir tæpan hálfan
mánuð verða haldnir stórhljóm
leikar i Los Angejes til styrktar
rannsóknum á AIDS, alnæmi. Þar
koma meóal annarta frarn Rod
Stewart, Cyndi Laupet, Stevie
Wonder, Tina Turner, Yoko Ono,
Kenny Rogers. Dolly Parton,
Dionne Warwick og margir aðrir
heimskunnir flytjendur... Micha
el Jackson enn og aftut: Á fyrstu
videospólu með Frank Sinatra,
setn út veróur gefin innan tiðat,
verður meðal annars að finna
spjall milli þessara tveggja risa i
dægurtónlist aldarinnar... Einn
breskur útvarpsþulur staðhæfði
aö lagið How Could You Believe
Me When I Said I Loved You,
When l’ve Been A Liar All My
Life væri lengsti titill á lagi í popp
sögunni. En það var snarlega rekið
ofaní hann þvi lengsti titillinn er
(og haldið nú andanum): l'm A
Cranky Old Yank In A Cranky Old
Tank On The Streets Of Yoko
hama With My Honululu Mama
Doin' Those Beat - 0, Beat 0,
Flat On My Seat D Hirohito Blues;
lagið eftir Hoagy Carmichael. Búið
í hili. . -Gsal