Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER1985. 3 Ólík viðhorf stjórnarf lokkanna til eignaraðildar útlendinga: MALAMIÐLUN AD EIGNAR- AÐILD RIO VERDI 60%? Steingrímur Hermannsson um Rio Tinto-viðræður: „Við viljum ekki að útlendingar ráði hér lögum og lofum“ Framsóknarmenn hafa oftar en einu sinni lýst yfir þeirri stefnu sinni að íslendingar eigi meirihluta í þeim stórfyrirtækjum sem hugs- anlega yrði komið hér á fót í sam- vinnu við útlend fyrirtæki. Nú um áramótin heíjast viðræður við al- þjóðafyrirtækið Rio Tinto Zink Metals um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Rio Tinto hefur lýst því yfir að það sé reiðubúið að ganga til samn- ingaviðræðna um kísilmálmverk- smiðju á þeim grundvelli að það eigi 60% í fyrirtækinu á móti Is- lendingum. „Við höfum samþykkt að ganga til þessara viðræðna," sagði Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra í samtali við DV. „Við höfum skoðað þeirra kröfur og sjáum ekkert því til fyrirstöðu að v'ið ræðum við þá.“ - En nú hefur iðnaðarráðherra lýst því yfir að hann vilji að erlendi aðilinn eigi sem mest í þessu fyrir- tæki, jafnvel miklu meira en 60% - eru þá ekki forsendur sjálfstæðis- manna og framsóknarmanna gagn- vart þessum viðræðum gerólíkar? „Ég veit nú ekki hversu langt sjálfstæðismenn vilja ganga i því að leyfa erlendum fyrirtækjum að eiga hér stórfyrirtæki. Við erum lítið þjóðfélag og verðum að fara með varúð í þessum. efnum. Við viljum ekki að útlendingar ráði hér lögum og lofum. En kannski mæt- umst við á miðri leið með því að semja um 60%. En ég tek það fram að samningaviðræður eru ekki hafnar og því ekkert hægt að segja núna um væntanlega útkomu." - En ef meginregla framsóknar- manna er að eiga meirihluta í slík- um fyrirtækjum - er þá ekki fyrir- sjáanlegur ágreiningur við sjálf- stæðismenn vegna þessa? „Við erum nú ekki svo einstreng- ingslegir að við viljum ekki ræða við menn um einhvern annan hátt. Það má hugsa sér að þannig verði samið að við eignumst meirihluta í fyrirtækinu eftir einhvern ára- fjöída.“ Reiknað er með því að samninga- viðræður islenska ríkisins og Rio Tinto Zink Metals taki nokkra mánuði. Af hálfu íslendinga er það stóriðjúnefnd sem ræðir við hið erlenda fyrirtæki, þ.e. Birgir ísleif- ur Gunnarsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Geir Haarde og Axel Gíslason. Reiknað er með því að í fýrstu verði helst rætt um hugsan- legt raforkuverð til kísilmálm- vinnslunnar. -GG „Ættu helst aö eiga alla verksmiöjuna” Ríkisstjórnin og fyrirtækið Rio Tinto Zink hafa hafið frumviðræð- ur um hugsanlega sameignar- kísil- málmsverksmiðju á Reyðarfirði. Ljóst er að Rio Tinto Zink hefur óskað eftir meirihluta eignaraðild. Líklegast er að hún verði um 60 prósent. „Persónulega hefði ég helst viljað selja þeim orkuna eina og að þeir segir iðnaðarráðherra hefðu orðið ábyrgir fyrir rekstri verksmiðjunnar og sölu kísil- málmsins," sagði Albert Guð- mundsson iðnaðarráðherra að- spurður um eignaraðild Rio Tinto Zink. „Þeir ættu að mínu mati að eiga alla verksmiðjuna. En ég geri ekki ráð fyrir því að það sé grun- dvöllur fyrir því á Alþingi." Birgir Isleifur Gunnarsson verð- ur formaður íslensku samninga- nefndarinnar og er búist við að formlegar viðræður hefjist eftir áramót. -APH Á aðfangadag útbýtti lögreglan verðlaunum I umferðargetraun Umferðarráðs og iögreglunnar í Reykja- vik. Fór getraunin fram á meðal barna I grunnskólum Reykjavíkur. Hér á myndinni sjást þau Hörður Þór Hafsteinsson, Dóra Reynisdóttir og Snæbjörn Aðalsteinsson með verðlaunin áður en þeim var útbýtt. DV-mynd Sveinn Halldór með hæstan bflakostnað ráðherranna: UM138 ÞÚSUND Á FJÓRUM MÁNUÐUM Halldór Ásgrimsson sjávarútvegs- ráðherra hefur vinninginn í bíla- kostnaði ráðherra fyrstu fjóra mán- uði ársins. Rekstrarkostnaður vegna bifreiðar hans þann tíma var 138 þúsund krónur. Næstur er Geir Hall- grímsson með 108 þúsund og þá Steingrímur Hermannsson með 100 þúsund. Þessar tölur voru gefnar upp á Alþingi fyrir skömmu eftir fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðardóttur, þing- manni Alþýðuflokksins. í fjórða til sjötta sæti eru Alexand- er Stefánsson, Matthías Bjarnason og Sverrir Hermannsson með 85 þúsund krónur hver. í sjöunda sæti er Matthías Á. Mathiesen með 78 þúsund, þá Albert Guðmundsson með 65 þúsund, Jón Helgason með 64 þúsund og Ragnhildur Helgadótt- ir rekur lestina með 60 þúsund krón- ur. -KÞ Ratsjárvegurinn: Fyrsta áfanga lokið Frá Aðalbirni Arngrímssyni, fréttaritara DV á Þórshöfn: Nú er verið að ljúka þeim hluta ratsjárvegar upp á Gunnólfsvíkur- fjall sem ljúka átti í fyrsta áfanga. Éru nú fullbúnir 3,6 km og hafa farið í þann kafla 100.000 tonn af möl. Oftast hefur unnið við veginn 15-20 manna hópur og fjórar til fimm jarð- ýtur og aðrar þungavinnuvélar. Ekki er enn ákveðið um framhald vegalagningarinnar en með hliðsjón af því að fyrsta áfanga lauk mörgum mánuðum fyrir áætlun má reikna með frekari framkvæmdum innan tíðar þar eð öll tæki eru á staðnum. Verkstjóri við vegagerðina er Jón Gunnþórsson. Hússtjórnarskólinn, Varmalandi: Sex kennarar tíunemendur Fram að jólaleyfi voru nemendur í Hússtjórnarskólanum á Varmalandi í Borgarfirði aðeins tíu. Við skólann starfa þrfr fastráðnir kennarar auk skólastjórans, og tveir stunda- kennarar. Við skólann eru því sex kennarar fyrir tíu nemendur. „Ég vonast til að það verði fleiri nemendur hjá okkur eftir áramót, líklega tuttugu talsins," sagði Stein- unn Ingimundardóttir, skólastjóri skólans. Námstími nemenda í hússtjórnar- skóla er 30-32 vikur. Námstímanum er skipt í tvær annir og hefst síðari önn þessa skólaárs eftir áramót. Fyrir nokkrum árum voru 11 hús- stjórnarskólar á landinu og allir þéttsetnir. Nú er aðeins kennt í sex skólum og fáir nemendur. I sumum skólunum hefur verið tekið upp námskeiðahald í auknum mæli. Hússtjórnarskólarnir sex, sem enn eru starfandi, eru skólarnir á'Var- malandi, Isafirði, Laugarvatni, Laugum í Þingeyjarsýslu, Hallorms- stað ogReykjavík. Hússtjórnarnám er einnig í fjöl- brautaskólum. ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.