Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Síða 32
FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu ' eða vitneskju um frött — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrár nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1 985. Ólöglegt verkfall 2. janúar? Þagna útvarp ogsjónvarp? Mestar Hkur eru á að tæknimenn útvarps og sjónvarps hefji vinnu- stöðvun þann 2. janúar nk. náist ekki við þá samkomulag um bætt kjör. Hið samá gildirum tæknimonn Pósts og síma. Engar viðræður hafa verið milli tæknimanna, þ.e. rafeindavirkja og fulltrúa ríkisins, síðan um miðjan desember og engar viðræður eru fyrirhugaðar. Kröfur rafeindavirkja hafa ekki verið ræddar þar eð deilan stendur um það hvort þeir fái að starfa samkvæmt kjörum eða samn- ingi Sveinafélags rafeindavirkja. Ríkið hefur mótmælt lögmæti boð- aðrar vinnustöðvunar við útvarp og sjónvarp og sömuleiðis mótmælt lögmæti uppsagna rafeindavirkja sem vinna hjá Pósti og síma. Um 90 rafeindavirkjar hjá Pósti og síma hafa sagt upp með venjulegum þriggja mánaða fyrirvara. Einu andsvörin, sem rafeindavirkjarnir hafa fengið frá ríkinu. eru þau að ríkið sendi þeim bréf þann 23. des- ember sl. þar sem uppsagnir þeirra voru sagðar ólögiegar og þt'ir beðnir um að endurskoða uppsagnirnar. „Þeir sögðu ekki upp störfum sín- um heldur starfskjörum," sagði Ind- riði H. Þorláksson, talsmaður launa- máladeildar fjármálaráðuneytisins. „En gildandi samningur styðst við lög og reglur sem ná yfir ríkisstarfs- menn. Þeir hafa ekki umhoð til þess sem einstaklingar að segja upp sín- um starfskjörum. Þess vegn.-- eru uppsagnir þeirra ógildar. Þetta höf- um við tilkynnt þeim með bréfi og skoruðum jafnframt á þá að draga uppsagnirnar til haka.“ Rafeindavirkjar hjá útvarpi og sjónvarpi vilja að Sveinafélag raf- eindavirkja fari með þeirra samn- ingamál gagnvart ríkinu. „Það er allt útlit fyrir vinnustöðv- un," sagði Magnús Geirsson, for- maður Sveinafélags rafeindavirkja, í samtali við DV. Vinnustöðvun þessara aðila fylgir óhjákvæmilega að útvarp og sjón- varpþagna. - GG LOKI Ekki fékk ég neina ávísun. Alveg satt! UngtparnærdrukknuníAkureyrarhöfn: „MJÖG ÞREKAÐUR 0G MÁTTVANA” —sagðiJón Valdimarsson lögregluþjónn sem ásamt öðrum bjargaði unga parinu úrísköldum sjónum „ Við köstuðum til hans bjarg- Það var um þrjúleytið í nótt að Eydal, sem voru þarna nærstaddir, Farið var með fólkið beint á hring og okkur tókst að ná í hönd- 18 ára stúlka kastaði sér í sjóinn hófu strax björgunaraðgerðir. sjúkrahús. Þegar þangað kom var ina á honum og draga hann upp. út af Torfunesbryggju á Akureyri. Þeim tókst fljótlega að ná stúlk- það orðið mjög kalt og þrekað. Hann var þá orðinn mjög þrekaður Maður um tvítugt stakk sér á eftir unniuppmeðhjálpbjarghrings. Ekki mun því’nafa orðið meint af og alvcg máttvana," sagði Jón henni henni til bjargar. Hann gat Jón Valdimarsson lögregluþjónn, volkinu en liklega mátti ekki tæp- Valdimarsson, lögregluþjónn á þó ekki veitt henni neina björg og sem reyndar var ó frívakt, átti leið arastandaíþettaskipti. Akureyri, sem ásamt öðrum tókst dró fljótt af þeim tveimur í ísköld- þarna um og aðstoðaði þá Hörð og að ná ungum Akureyringi upp úr um sjónum. Tveir ungir menn, þeir Hallgrím við að ná unga mannin- APH ísköldum sjó í nótt. Haukur Hallgrímsson og Hörður umuppúrsjónum. d'vEROA aust m** ■ SOHg • íslensku landsliðsmennirnir í handknattleik tóku daginn snemma í morgun og mættu í jólasveinabúning- um á barnaheimili víðs vegar í höfuðborginni. Sungu þeir fyrir börnin og gáfu þeim plötu sína sem lands- liðið söng inn á fyrir jólin. Landsliðsmennirnir munu síðan skipta um búninga fyrir kvöldið því i kvöld leikur íslenska landsliðið gegn því danska í Laugardalshöll og hefst leikurinn klukkan átta. Þjóðirnar leika öðru sinni á morgun á Akranesi en þriðji leikurinn verður á sunnudagskvöld í Laugardalshöll. Myndin var tekin í Dyngjuborg í morgun.-SK/GVA Fjármálaráðherra: Væri mjög óhyggileg aðgerð „Það mun reyna á hvort tækni- mennirnir mæta 2. janúar eða ekki. Það væri afar óhyggilegt af þeim að gera það ekki. Þeir eru ráðnir sem opinberir starfsmenn og hafa ekki sagt upp ráðningarsamningum sín- um sem slíkir. Þess vegna væri það ólögmætt af þeim að mæta ekki til vinnu," sagði Þorsteinn Pálsson fjár- málaráðherra í morgun um boðaða vinnustöðvun tæknimanna útvarps og síma. „Þetta er kjarni málsins. Tækni- mennirnir réðu sig ' sem opinbera starfsmenn og hafa ekki sagt upp sem slíkir. Menn hafa rétt til þess að velja sér stéttarfélög. En þá hlýtur það að ná til allra starfsréttinda. Þar kemur margt til og þessir menn njóta enn kjara opinberra starfsmanna, eins og lífeyrisréttinda. Þeir bera einnig skyldur sem opinberir starfs- menn á meðan þeir hafa ekki enn sagt upp sem slíkir. Undan þeim skyldum myndu þeir víkjast ef þeir mættu ekki til starfa 2. janúar," sagði fjármálaráðherra. HERB Mengun og óþrifnaður hjá Sfldarbræðslunni á Seyðisfirði: Grútur drepur rollur „Það er mengun og óþrifnaður frá Síldarbræðslunni sem veldur þessum rolludauða. Sildarbræðslan hleypir alltof miklum grút út í Seyðisfjörðinn og hann flýtursíðan upp í fjörur. Rollurnar koma svo, éta þarann og drepast," sagði Jón Pétursson, héraðsdýralæknir á Egilsstöðum, í samtali við DV. Að undanförnu hefur borið á óeðlilega miklum rolludauða á Seyðisfirði og þykir nú ljóst að rekja megi þau dauðsföll til Síldar- bræðslunnar þar í bæ. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að seyð- firsku rollurnar hafi drepist úr krabbameini en því vísar dýra- læknirinn á bug: „Það er ekki meira um krabba- mein í kindum á Seyðisfirði en gerist og gengur annars staðar. Það er alltaf ein og ein rolla sem drepst úr krabbameini en ekki ástæða til að blanda grútnum úr Síldarbræðslunni i það mál. Hins vegar geta rollur fengið krabba- mein af því að éta síldarmjöl sem blandað hefur verið rotvarnarefn- um en það er annað mál," sagði Jón Pétursson, dýralæknir á Egils- stöðum. Alls munu um 30 kindur hafa drepist á Seyðisfirði eftir grútarát. -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.