Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER1985. 11 CANAD# Loðnulöndun áÞórshöfn Frá Aðalbirni Arngrímssyni, fréttaritara DV á Þórshöfn: Nýlega landaði Stakfell 130 tonnum eftir níu daga útivist. Voru um 30 tonn frosin og 100 tonn ísuð. Skipið landaði í tvo mánuði í haust hjá Sjóla í Hafnarfirði. Er þetta önnur löndun skipsins eftir komuna aftur heim. Stakfellið er nú í síðustu veiðiferð sinni á þessu ári. Þá landaði Guðmundur Ólafur frá Ólafsfirði hér 600 tonnum af loðnu og síðar Jöfur frá Keflavík 400 tonn- um. Bátar hafa róið héðan með dragnót og línu. Reytingsafli hefur verið en tíðarfar stirt til sjósóknar fyrir þá. Nú er lokið undirbúningi fyrir uppsetningu loðnuverksmiðju þeirr- ar sem verið er að byggja í Noregi. Er hún væntanleg til Þórshafnar í febrúarmánuði. Danirhafa áhyggjuraf hommum hérálandi Hinn nýbakaði doktor, Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hannes Hólm steinn varði doktorsrit- gerð í Oxford Hannes Hólmsteinn Gissurarson varði 22. nóvember síðastliðinn dokt- orsritgerð í stjómmálaheimspeki í Oxford-háskóla. Fjallaði ritgerð Hannesar einkum um frjálslynda íhaldsstefnu Friedrichs Hayeks, en einnig var þar rætt um kenningar ýmissa annarra heimspekinga og hagfræðinga. Hannes leiðir rök að því í ritgerðinni að engin mótsögn þurfi að vera á milli frjálslyndis og íhaldssemi. Leiðbeinandi Hannesar í Oxford var dr. John Gray á Jesús- garði, en andmælendur við doktors- vörnina voru Z.A. Pelczynski og John R. Lucas. Hannes Hólmsteinn hefur um ára- bil verið dálkahöfundur og bók- menntagagnrýnandi á DV og hlaut á þessu ári „penna ársins“ frá DV. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, B.A. prófi í sagnfræði og heimspeki og cand. mag. próf í sagnfræði frá Há- skóla íslands. / Þingmenn Vinstri sósíalistaflokks- ins í Danmörku hafa óskað eftir því að ráðherra þeirra, sem sér um norr- æn málefni, Christian Christensen, kanni hvaða breytingar hafa verið gerðar á íslenskri og finnskri löggjöf eftir að Norðurlandaráð samþykkti að samræma aðgerðir gegn mismun- un á hommum og lesbíum. Þingmennirnir hafa farið fram á þetta í utanríkismálanefnd danska þingsins. Þeir fullyrða að í báðum þessum löndum eigi hommar og les- bíur enn undir högg að sækja. í Finnlandi séu t.d. enn lög sem banni samkynja fólki að hafa kynferðislegt samband. Þingmennirnir vilja fá upplýsingar um hvernig þessum málum sé háttað á íslandi og í Finnl- andi. Þeir fullyrða reyndar að í þess- um löndum sé enn litið á þetta fólk sem afbrigðilegt, sem stafi af kyn- ferðislegum truflunum og vandamál- um. - APH | HF. OLGERÐIN EGILL SKALLAGRIMSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.