Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER1985. Menning___________Menning___________Menning___________Menning Mennii þeirra sem koma suðureftir er hin fagra hershöfðingjaekkja Anna Petrovna og fjölskylda hennar. Þeir sem heima sátu skríða úr híði sínu og fagna sumargestunum. Einn þeirra er kennarinn, Plat- onof, sem verður þungamiðja í lífi fólksins í leiknum. Hann er hinn gáfaði, skemmtilegi sjarmör, sem heillar alla, konurnar falla fyrir honum og karlarnir dá hann. En þó Platonof teljist varla miðaldra er hann lífsþreyttur. Vonirnar hafa brugðist, hann hefur staðnað sem skólastjóri í litlum bæ. Hann er spurður: „Hvers vegna varð ekki meira úr þér?“ og skiljan- lega vefst honum tunga um tönn. Þrátt fyrir gáfur sínar og persónu- töfra er Platonof nefniléga veik- geðja og tvístígandi, hann skýtur sér undan ábyrgð og fellur sam- viskusamlega fyrir öllum freisting- um sem á vegi hans verða. Ef til vill er það, einmitt þessi tvískinn- ungur sem fær allar konur til að elska hann. Þær geta verið honum undirgefnar en um leið vekur hann upp verndarhvötina í þeim og viss- una um að geta gert úr honum betri mann, leitt hann til nýs lífs. „Nýtt líf, það er gamall söngur,“ segir vesalings Platonof. Þegar upp er staðið skapar hann flestum öðrum persónum í leiknum örlög, beint eða óbeint. Hann verð- ur nærri harmræn persóna. Hann er í tygjum við svo margar konur að allt fer á endanum í hönk. Arnar Jónsson leikur Platonof. Mér fannst Arnari láta betur að sýna neikvæðu hliðarnar á honum, tillitsleysi, méinfýsni, vingulshátt og sérhlífni hans, heldur en yfir- máta sjarma hans, sem vinnur hjörtu allra. Mér fannst vanta eitt- hvað í myndina plúsmegin. En engu að síður skapar Arnar hér eftirminnilega persónu og eftir þvi sem hallar undan fæti fyrir Platon- of verður myndin heilsteyptari. Þó að hlutverk Platonofs sé kannski sá ás sem allt snýst um má segja að flest hlutverkin séu mikilvæg í leiknum. í sýningu Þjóðleikhússins er valinn maður í hverju rúmi. Ekkjuna fögru leikur Helga Jónsdóttir og fatast hvergi. Hún er glæsileg og heldur fullri reisn þrátt fyrir ágjöf í samskiptun- um við Platonof. Margt mætti tína til um leik Helgu en einkar vel þótti mér henni takast til í atriðinu í stofu Platonofs. Þeir Bessi Bjarnason, Rúrik Haraldsson og Róbert Arnfinnsson leika þrjá mektarmenn og skapa hver um sig aldeilis frábærar per- sópur. Mér liggur við að segja þeir leika ekki - þeir eru. Þau Guðbjörg Thoroddsen og Sigurður Skúlason leika ungu hjónin Sofju og Sergei. Guðbjörg er örugg og yfirveguð í leik sínum og Sigurður sýnir vel örvæntingu hins niðurbrotna eiginmanns þegar hann kemst að ástarmakki konu sinnar og Platonofs. Lækninn leikur Pétur Einarsson með stanislövsku yfirbragði og systur hans, konu Platonofs, leikur Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. „Ég er fantur og hún er flón,“ segir Platonof. Lilja sýnir vel hina und- irgefnu eiginkonu sem í lengstu lög stendur með manni sínum, alltaf fús að fyrirgefa en hann gengur þá bara ennþá lengra í ótryggð sinni ogyfirgangi. Steinunn Jóhannesdóttir leikur vandræðalegt hlutverk hinnar sí- skælandi Maríu sem Platonof hefur yndi af að kvelja og hrella á allan hátt og kemst hún vel frá því. Og eins og tindrandi stjarna í litlu hlutverki Markós, sendiboða héraðsdómarans, er Þorsteinn Ö. Stephensen. Hann er hreint út sagt guðdómlegur, enda segir Markó svo sjálfur í leikritinu, að hann líkist guði, „því hann skapaði mig í sinni mynd“. Öll ytri umgjörð leiksins er ákaf- lega vönduð, í hefðbundnum stíl. Sviðsmynd Alexandre Vassiliev er oft stórbrotin og vel útfærð, eink- anlega skógurinn, þar sem trjá- stofnarnir minna á skógarhallir Kjarvals. Og tæknibrellurnar í lestaratriðunum eru alveg pott- þéttar. Búningarnir eru ákaflega fallegir og vel unnir, og allur sviðsbúnaður trúr þeim stað og tíma sem leikur- inn á að gerast á. Fyrst og síðast hlýtur heiðurinn af vel unninni sýningu að vera Þórhildar Þorleifsdóttur leik- stjóra. Hún hefur unnið mikið verk og gott og vissulega einnig fengið nægan tíma til æfinga og gott samstarfsfólk. Að mínurn dómi er þetta vönduð sýning og vel fallin til vinsælda. AE. upphaflega gerð leikritsins sem handrit er hann hafi umskrifað, skorið niður, stokkað upp og jafn- vel bætt inn persónum en engu að síður alltaf verið anda Tsjekovs trúr. Og víst er um það að í þessu leik- riti þekkjum við bæði heildaranda og einstakar manngerðir úr öðrum Þjóðleikhúsið: VILLIHUNANG Höfundur: Anton Tsjekhov Leikgerð: Michael Frayn Þýðing: Árni Bergmann Lýsing: Páll Ragnarsson Leikmynd: Alexandre Vassiliev Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Jólaleikrit Þjóðleikhússins að breyta h'fi sínu, vantar enda oft orku og vilja til að taka af skarið. Vegna hins sammannlega kjarna verða leikritin tímalaus og eiga skírskotun á hverjum þeim tíma sem þau eru sýnd á og svo er einnig nú. Við getum heimfært margt upp á umræðu dagsins í dag, til dæmis kvenfrelsishugmyndirnar. Helga Jónsdóttir og Pétur Einarsson í hlutverkum sínum i Villihunangi Þjóðleikhússins. þessu sinni er Villihunang eftir Anton Tsjekhov, í leikgerð Mich- aels Frayn. Þetta leikrit á sér all- sérstæða sögu, eins og fram hefur komið í kynningu á því að undan- förnu. Handrit Ieikritsins fannst fyrst 16 árum eftir lát höfundar og lengi var deilt um hvort hér væri raunverulega á ferðinni verk Tsjekhovs. Nú hallast flestir að því að um æskuverk hans sé að ræða. í upphaflegri mynd var leikritið mjög langt, yrði óstytt un. 6 klst. í flutningi. Því hefur það verið stytt og umskrifað áður en til flutnings kæmi. Fyrsta uppsetningin var í Stokk- hólmi 1954, en sú leikgerð, sem hér er á ferð. var frumsýnd í breska þjóðleikhúsinu í júlí 1984. Michael Frayn segist hafa litið á verkúm hans. Hér svífur yfir vötn- unum þessi gamalkunni andi eftir- sjár eftir horfnum tíma, trega- blandin þrá eftir því sem aldrei varð og einhverju sem ekki verður höndlað. Persónur nálgast miðjan aldur og finnst lífið vera að fara hjá án þess að því hafi verið lifað. I leikritum Tsjekovs býr miklu meira en það sem mætir auga og eyra við fyrstu kynni. Mörgum kann að finnast leikrit sem Villi- hunang tíðindalítið en fyrst og fremst er hér, eins og í öðrum leik- ritum höfundar, íjallað um persón- ur um reynslu þeirra, tilfinningar og þrár. Undir tiltölulega kyrru yfirborði ólga ástríður en menn og konur eru oft í fjötrum ytri að- stæðna og geta ekkert gert til að Leiklist AUÐUR EYDAL - Leikritið Villihunang er að ýmsu leyti með léttari blæ en seinni verk höfundar. Mörg tilsvör eru hnytti- leg og vekja hlátur. Þau hafa áreið- anlega ekki orðið leiðinlegri í þýðingu Árna Bergmann en hún vekur athygli fyrir það hversu lip- urt og gott mál er á henni. Leikurinn gerist á óðalssetri í Suður-Rússlandi. Veturinn hefur liðið í fábreytni en með vori koma til sumardvalar þeir sem dvalið hafa í Moskvu, fyrirheitna landinu, sem allir þrá að komast til. Meðal Afangastaðir á langri vegferð Þórunn Elfa Magnúsdóttir: AF LEIKVELLI LÍFSINS Bókaútgáfa Menningarsjóös 1985. Þórunn Elfa Magnúsdóttir hefur verið afkastamikill rithöfundur og á langan ritferil að baki. Ritverk hennar eru af ýmsu tagi ritgerðir, skáldsögur og smásögur en skáld- sagan er þó öðru fremur vettvangur hennar. Rúmlega hálf öld er síðan hún sendi frá sér fyrstu skáldsög- una, Dætur Reykjavíkur, 1933. Sú saga vakti verulega athygli og varð mjög vinsæl. Þótt höfundurinn væri aðeins rúmlega tvítugur fór ekki á milli mála að hann ritaði létt og fallegt sögumál, kunni vel að segja sögu, brá upp raunsæjum myndum úr bæjarlífinu og kunni skil á söguefninu, enda Reykvík- ingur að fæðingu og uppeldi. Misjafnlega tekið Bækur Þórunnar Elfu síðan eru orðnar á þriðja tug, flestar skáld- sögur. Þær eru auðvitað misjafnar að efnum og gæðum og dómar um þær hafa líka verið misjafnir en flestar þeirra hafa notið vinsælda. Þegar litið er yfir höfundarferil Þórunnar og skrif um bækur henn- ar verður vart sagt að hún hafi notið sannmælis eða viðurkenn- ingar sem henni ber. Það verður Þórunn Elfa Magnúsdóttir. ekki af henni haft að hún ritar fallegt og aðlaðandi mál. Þótt Þórunn Elfa sé Reykvíking- ur stendur hugur hennar mjög til sveitamenningar frá fyrri árum og hún sækir söguefni sín alloft til hinna innfluttu Reykvíkinga, í Bókmenntir ANDRÉS KRISTJÁNSSON hugarheim þeirra með samúð og skilningi á þáttaskilunum sem verða í h'fi þeirra við flutninginn. Og hún hefur h'ka skrifað hrein- ræktaðar sveitalífssögur, einkum úr gamalli tíð og sjást þess gild dæmi í sagnasafni þvi sem nú er komið úthjá Menningarsjóði. Það er góðra gjalda vert og fylli- lega réttmætt af Menningarsjóði að gefa út allvænt úrval eða sýnis- horn af stuttum sögum Þórunnar Elfu og þetta er allstór bók með fimmtán sögum. En hér hefði þurft að fylgja betur úr garði. Það sést til að mynda ekki hver valið hefur þessar sögur, hvort það er höfund- urinn sjálfur eða einhver annar. Það sést ekki heldur hvort eða hverjar þeirra hafa birst áður eða eru nýjar af nálinni né hvenær þær eru skrifaðar en gerð þeirra bendir til að þær séu ritaðar á alllöngu tímaskeiði. Þá hefði verið æskilegt að sögunum hefði fylgt ofurlítil greinargerð um skáldkonuna. Markviss gamansemi Sögurnar eru töluvert sundur- leitar bæði í tíma og efni. Þarna eru gamlar sveitasögur og nýlegar borgarsögur og sitthvað þar á milli. Gaman væri að fjalla ofurlítið um einstakar sögur því að þær vekja ýmsar hugleiðingar við hraðlestur en nú er hvorki tóm né tími til að rýna betur í þær. Mér finnst til dæmis sagan um Stínu vinnukonu býsna athyglis- verð nærfærin mynd af sveita- stúlku i vist i Reykjavík fyrir nokkrum áratugum. Þetta er saga um hlutskipti hennar á dögum meiri stéttaskiptingar í bænum, saga frá liðinni tíð um bilið milli þjóns og húsbænda en einnig sam- skipti í ákveðnu mynstri. Saga vinnukonunnar á heimilum góð- borgara í Reykjavík fyrr á árum er þarna sögð af nærfærni og það er ekki oft sem (jallað hefur verið með þessum hætti um þetta sögu- efni. Gamansemi verður víða vart og hittir oft í mark en á einstaka stað er þó skotið yfir það eins og í sög- unni um hina einu sönnu ást. í sögunni Menn sem við mæt- um er samskiptum ungs og um- komulauss gáfumanns og efnaðs, einmana öldungs vel lýst og bent á samgönguleiðir milli kynslóða. Ég held að þessar sögur bendi til þess að réttmætt sé að gefa verkum Þórunnar Elfu meiri gaum en verið hefur og unna henni meiri viður- kenningar en hún hefur notið. A.K. NÝTT LÍF - ÞAÐ ER GAMALL SONGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.