Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1986, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986. UUönd UHönd Utlönd UUönd Ventilation tunnel Dover Wissant Tunnel Road „. bridges Offshore island Offshore Road island bridges Folkestone Nýr foríngi Gambinomafí- unnar í N.Y. John Gotti, sem talinn er vera hinn nýi yfirmaður stærstu mafíufjöl- skyldunnar í Bandaríkjunum, kom fyrir rétt í New York í gær í nokkrar mínútur til að hlýða á boðun til réttarhalda út af ákærum um morð og glæparekstur. Gotti skiptist á orðum við blaða- menn á staðnum og sagði að eina fjölskyldan, sem hann stjórnaði, væri kona hans og tvö börn. En sviðsljósið hefur mjög beinst að honum síðan Stóri Paul Castellano, æðstráðandi Gambino-fjölskyldunnar, var skot- inn til bana 16. desember. - Gotti var lengi álitinn aðalkeppinautur Cast- ellanos. Ákærurnar, sem hvíla á honum, yngri bróður hans og fimm mönnum öðrum, lúta að þrem morðum og ránum á flutningabílum allt frá 1968. Gotti gengur laus gegn milljón doll- ara trvggingu. Hann hefur einu sinni verið dæmdur fyrir mannráp og af- plánaði tvö ár af fjögurra ára refsi- vist. Gotti býr i Queenshverfi í húsi sem lætur ekki mikið yfir sér. Dóttir hans er gift og flutt að heiman en 21 árs sonur þeirra hjóna býr í föðurhúsum og biður reyndar réttarhalda vegna slagsmála í matsölustað skammt frá heimili þeirra í júlí síðasta sumar. - Yngsta barn þeirra hjóna, tólf ára drengur, fórst í umferðarslysi fyrir sex árum á reiðhjóli. Varð hann fyrir bifreið nágranna þeirra og vinar, John Favara, sem hvarf síðan fjórum mánuðum síðar. Nýr forseti í Guatemala Marco Vinicio Cerezo, nýkjörinn forseti í Mið-Ameríkuríkinu Guate- Marco Vinicio Cerez, réttkjör- inn forseti Guatemala, tekur við völdum i dag. mala, tekur formlega við völdum í dag. Cerezo, sem er 43 ára gamall lög- fræðingur og talinn hófsamur, sagði á blaðamannafundi í gær að hann myndi ekki verða við neinum þeim tilmælum Bandaríkjanna að ein- angra nágrannaríkið Nicaragua, „Við erum hlutlausir og stefnum að því að eiga góð samskipti við öll ríki,“ sagði forsetinn. Cerezo hefur lofað að leysa upp hina illræmdu öryggislögreglu Gu- atemala er slæmt orð fór af á fyrstu árum þessa áratugs fyrir meint mannréttindabrot. Forsetinn sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann myndi sækja yfirmenn hennar til saka vegna aðildar sinnar heldur sagðist myndu láta hæstarétti eftir þa á- kvörðun. Cerezo er fyrsti lýðræðislega kjörni leiðtogi Guatemala í 31 ár en hingað til hafa herforingjar farið með völd- Umsjón: Guðmundur Pétursson og Hannes Heimisson AÐGERÐIN TÓKST VEL Á KONU SAKHAROVS Sagt er að Jelena Bonner, eigin- konu andófsmannsins Andreis Sak- harov, líði eftir atvikum vel á sjúkra- húsinu í Boston þar sem hún gekkst undir nær 5 klst. hjartaaðgerð í gær. Sögðu læknar að sex aðalæðarnar hefðu verið stíflaðar. Skiptu læknarnir sums staðar um æðar og tóku úr fæti Bonner og brjósti til þess að setja í staðinn fyrir1 hinar gölluðu. - Bonner fékk hjartaáfall 1983 og hefur síðan mátt þola hjartakvalir og verki í brjósti. Hún átti pantað í dag símtal við Sakharov, heim til Gorkí, en kemst ekki sjálf í símann. Slíka pöntun þarf að leggja inn með hálfs mánaðar fyrirvara og hún vissi ekki þegar hún pantaði að hún þyrfti að leggjast á skurðarborðið. - Dóttir hennar mun tala við Sakharov og segja honum fréttimar. Á verði gegn hryðjuverkum mundir vegna tilkynninga um yfírvofandi árás hryðjuverkamanna. Sérstök öryggisvarsla er í nánd við herstöðvar NATO og á flugvöll- um. Á myndinni sjáum við breska lögreglumenn á Heathrow flugvelli við London með alvæpni á meðal pakkaklyfjaðra farþega í far- þegasal. Funda um göng undir Ermarsund Stjómir Bretlands og Frakklands bera saman bækur sínar núna í vik- unni um hvort byggja skuli brú yfir Ermarsund eða grafa göng undir það. Frestur til ákvörðunar um það rennur út á mánudaginn. Það liggja fyrir fjórar tillögur um verkfræðilega úrlausn þess að gera Ermarsundið akfært og hafa embætt- ismenn ekki getað gert upp við sig Mótmæli gegn Rockefeller 31óðugar óeirðir bmtust út í Bu- ros Aires í Argentínu í gærkvöldi meðal vinstrisinna er mótmæltu mu David Rockefellers, banda- iks bankamanns, er sótti ráðstefnu. um efnahagsmál í borginni. Talið er að yfir 1500 mótmælendur hafi safnast saman í grennd við dvalarstað Rockefellers í miðborg- inni, kveikt í bifreiðum og brotið rúður. „Burt með þig frá Argentínu, Rockefeller," sögðu mótmælaspjöld vinstrimanna. Fylkingu mótmælenda lenti saman við liðssafnað lögreglu er nota varð táragas og háþrýstivatnsbyssur til að dreifa mannskapnum. hvern kostinn þeir taka. En menn eru bjartsýnir á að landstjórnirnar láti verða af því að gera þennan forna draum Napóleons keisara að veru- leika. Franskir og breskir ráðherrar hafa átt nokkra fundi út af tilboðunum, sem fyrir liggja, en hafa ekki komið sér saman enn. Bretar eru hlynntir hugmyndinni um göng fyrir bæði járnbraut og bíla svo að samkeppni geti orðið á milli þeirra. Frakkar segja að loftræstibúnaður þeirrar tillögu sé ekki nógu góður og enn- fremur að kostnaður við fram- kvæmdina hafi verið vanáætlaður. Óðum styttist í að tekin verði ákvörðun um göng undir Erm- arsund. Samgönguráðherrar Frakklands og Bretlands þurfa að hafa komið sér saman um endanlega ákvörðun í málinu fyrir næstkomandi mánudag. Domingo á batavegi Spænski óperutenórinn Placido Domingo sagði blaðamönnum í Barcelona um helgina að hann væri á góðum batavegi eftir uppskurðinn í síðustu viku vegna tvöfalds kvið- slits. „Þetta var annars atriði sem mér væri sama þó ég væri ekki klapp- aður upp til þess að gera aftur,“ sagði hann. Hann ætlar að jafna sig í faðmi fjölskyldunnar eftir uppskurðinn og býst ekki við að stíga inn á leiksvið aftur fyrr en í mars. Hefur hann orðið að aflýsa allmörgum sýningum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.