Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1986, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986. Utlönd Utlönd Uttönd Utlönd Utiönd Þrjú ný dagblöð hef ja göngu sína: UMBROTATÍMAR í BRESKRIBLADAÚTGÁFU Miklir umbrotatímar eiga sér nú stað i breskum dagblaðaiðnaði. Blaðaiðnaðurinn sér nú á næstu mánuðum fram á mestu breytingar er átt hafa sér stað í greininni á öldinni eftir að hafa í áraraðir árangurslaust reynt að sigrast á andstöðu verkalýðsfélaga gegn tækninýjungum á sviði prentiðn- aðar. Bretar búast við að á þessu ári líti þrjú ný dagblöð á landsmæli- kvarða dagsins ljós. Nýju dagblöðin koma til með að tileinka sér nýjustu mögulega tækni á sviði vinnslu og prentunar og vegna nýjunganna verður starfsmannafjöldi í lágmarki. Einnig er búist við að hafin verði útgáfa á nýju síðdegisblaði í Lon- don auk þess sem nýju vikublaði vinstrimanna verður hleypt af stokkunum. Eddie Shah að þakka Flestir eru sammála um að hið nýja skeið í breskri blaðaútgáfu sé mest einum manni að þakka, Eddie nokkrum Shah, norður-enskum útgefanda er kunnur varð að bar- áttu sinni gegn ofurvaldi verka- lýðsfélaga i prentiðnaði. Shah varð kunnur um allt Bret- land fyrir tveim árum fyrir sigur sinn í langvinnri og stundum blóð- ugri deilu við öflugt verkalýðsfélag prentara. Á þeim tíma var Shah fram- kvæmdastjóri lítils en ábatasams útgáfufyrirtækis er einbeitt: sér að útgáfu nokkurra smárra héraðs- blaða er dreift var ókeypis og byggðu afkomu sína á auglýsing- um. Today í mars næstkomandi verður Shah síðan formlega krýndur sem nýjasti blaðakóngur Bretlands er dagblaði hans, Today, verður formlega hleypt af stokkunum. Today verður fyrsta dagblað Bretlands á landsvísu sem tekur í sína þjónustu nýjustu prenttækni með daglegri litprentun og gefið er út sjö daga í viku. Árangursrík viðleitni Shah í því að brjóta á bak aftur ofurvald verkalýðsfélaganna með því að staðsetja prentsmiðjur sínar og alla starfsemi hins nýja blaðs utan hins hefðbundna starfsramma Fleet- strætis og undirritun samnings er bannar allar verkfallsboðanir við hægrisinnað verkalýðsfélag tækni- manna virðist hafa rutt veginn fyrir aukinni dagblaðaútgáfu nýrra fýrirtækja. Blaðakóngurinn Maxwell „Nú er tækifærið fyrir bresk dagblöð að hverfa frá úreltri út- gáfutækni og duttlungum verka- lýðsfélaga til nýrrar tæknibylting- ar er hefur hagkvæmnisjónarmið að leiðarljósi," segir í nýlegum leiðara breska vikuritsins Econom- ist. Gömlu blaðakóngarnir í Fleet- stræti, til dæmis Ástralinn Rupert Murdoch og Tékkinn Robert Max- well, er þénað hafa milljónir í breskri dagblaðaútgáfu, eigendur tveggja vinsælustu æsifréttablaða Breta, voru fljótir að taka við sér eftir velgengni Shah. Nota þeir hana sem tromp á hendi í endalausri baráttu við íhaldssöm verkalýðsfélögin er draga vilja í lengstu lög að samþykkja kröfur blaðaeigendanna um aukna tækni- væðingu. Maxwell hefur löngum átt í úti- stöðum við verkalýðsforystuna. Tíð verkföll og yfirvinnubönn eiga sinn þátt í auknu tapi á rekstri blaðsins á síðasta ári, verkalýðs- forystan vill ekki sætta sig við fjöldauppsagnir í kjölfar tækni- byltingarinnar. Hún varð þó að sætta sig við eina tapaða orrustu í október síðast- liðnum er félögin samþykktu upp- sagnir 2.100 félagsmanna í prent- iðnaði er unnu hjá fyrirtæki Max- wells. Maxwell hefur í hyggju að hefja útgáfu nýs dagblaðs, er prentað verður í lit, í mars næstkomandi og þá i beinni samkeppni við Today er fyrirtæki Shah gefur út. Fjölmiðlaveldi Murdochs Rupert Murdoch, Ástraliumaður, en nú reyndar bandarískur ríkis- borgari, berst enn fyrir samvinnu við verkalýðsfélögin í sambandi við áætlanir sínar um að færa vinnslu á vinsælasta dagblaði Bretlands- eyja, The Sun, til nýrrar prent- smiðju sem byggð var fyrir sjö árum utan við Fleetstræti en hefur fram að þessu staðið auð. Það er haft eftir Andreas Wit- ham-Smith, einum þriggja aðalrit- stjóra Daily Telegraph, að með framtaki Shah hafi honum tekist að breyta hrörnandi ímynd bresks blaðaiðnaðar í augum fjárfesting- araðila í nýja ímynd þar sem aukin velta, ávöxtun og góðir fjárfesting- armöguleikar eru mest áberandi. „Án Eddies hefði okkur ekki tekist að safna fjármagni til nýju Blaðakóngurinn Rupert Murdoch kvartar yfir allt að 300 prósent of mörgum starfs- mönnum á bresku dagblöðun- um og „vinnuaðferðirnar eru skömm fyrir stéttina" segir hann. útgáfunnar," sagði Andreas W. Smith. „Hann gerbreytti andrúms- loftinu." Stífni verkalýðsfélaga Dagblöð við Fleetstræti hafa fram á þennan dag verið unnin með tækni er rann sitt skeið á enda fyrir að minnsta kosti aldarfjórðungi og hagkvæjjani í rekstri ekki alltaf setið í fyrirrúmi. Óhagstæðir samningar við tvö stærstu verkalýðsfélög prentara komu að auki í veg fyrir tölvu- vinnslu og notkun nýrrar tækni í vinnslu ljósmynda. I hvert skipti er kjaradeilur voru i uppsiglingu við dagblaðaeigendur Blaðaútgefendur kenna stífni verkalýðsfélaga um hve seint gengur að tæknivæða vinnslu dagblaðanna og um úrelta starfshætti i dagblaðaútgáfu. hikuðu félögin ekki við verkfalls- hótanir og vinnustöðvun. Ef velgengni í blaðaútgáfu hefði einungis byggst á fjölda seldra eintaka hefðu bresk blöð ekki lent í þeirri úlfakreppu er þau hafa verið í síðustu ár, segja sérfræðing- arnir. Dagblöðin níu á Bretlandseyjum, sem útbreiðslu hafa um allt landið, hafa viðhaldið lesendafjölda sín- um óbreyttum á síðustu 25 árum. Samanlagt hafa þau selt yfir 15 milljónir eintaka á dag. Fimm þessara dagblaða teljast til æsifréttablaða er byggja frétta- flutning sinn á lögreglu- og hneykslismálum, íþróttum og nöktu kvenfólki. Vegna úr sér genginnar tækni og of margra starfsmanna hafa fæst dagblöðin skilað hagnaði á síðustu árum og flest tapað miklum fjár- munum á skömmum tíma. Skömm á vinnuaðferðum Blaðakóngurinn Murdoch kvart- aði nýverið yfir allt að 300 prósent of mörgum starfsmönnum á dag- blöðunum „og vinnuaðferðirnar eru skömm fyrir stéttina", eins og hann orðaði það sjálfur. Murdoch hótar nú að gera sér- kjarasamninga við tæknimenn þar sem verkföll eru útilokuð, í sama dúr og Shah gerði við tæknimenn sína. Miklir umbrotatímar hafa einnig átt sér stað hjá dagblöðunum Daily Telegraph og Daily Express. Það stefndi í fjárhagslegt skip- brot hjá Telegraph á síðasta ári eða þar til í síðasta mánuði að Conrad Black, kanadískur viðskiptajöfur, keypti meirihluta hlutabréfa í fyr- irtækinu fyrir 43 milljónir dollara. Það fyrsta sem Black gerði var að skipa nýjan aðalritstjóra og setja honum það meginmarkmið að tæknivæða blaðið í samræmi við breytta tíma og fækka starfsfólki. Nýir eigendur tóku einnig við stjórninni á ritstjórn Daily Express í október síðastliðnvun. Nýr stjórnarformaður, David Stevens, krafðist umsvifalaust 20 prósent fækkunar starfsfólks og aukin tæknivæðing virðist einnig í undirbúningi. Eða eins og vikublað breskra blaðaútgefenda, U.K. Press Gaz- ette, sagði í nýlegri forystugrein. „Já, það virðist ýmislegt vera í deiglunni í blaðaheiminum, 1986 virðist sannarlega ætla að verða viðburðaríkt ár. Bresk dagblöð seljast nú í yfir 15 milljónum eintaka dag hvern og hafa sölutölurnar lítið breyst síðasta aldarfjórðung. Umsjón: Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.