Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1986, Blaðsíða 32
FR ÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu' eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1986. Dýralæknar mótmæla land- búnadarráðherra Þýsk-íslenska: Framkvæmda- stjórinn aðhætta Guðmundur Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Þýsk-íslenska hf., hef- ur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. „Þetta er búið að standa lengi til. reyndar sagði ég upp í haust. Þessi uppsögn mín er alls ótengd rann- sókninni sem hér fer nú fram,“ sagði Guðmundur í samtali við DV. Hann sagði að hann hefði sagt upp í haust en það dregist að hann færi eftir að skattarannsóknin hjá fyrir- tækinu hófst. Hann sagðist ekki vita hvenær hann hætti en það yrði hráð- lega. Guðmundur vildi ekki gefa upp hvertyrðihansnæstastarf. . KÞ r Avísanafals: Fjorir í gæslu Fjórir voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald um helgina vegna ávísana- fals. A sunnudaginn var einn maður úrskurðaður í varðhald til 29. janúar. Þrennt var úrskurðað í varðhald á föstudaginn. Kona og maður verða í gæsluvarðhaldi til 15. janúar og maður til 5. mars. Þremenningarnir hafa ítrekað komið við sögu hjá lögreglunni. Fólkið var nú handtekið fyrir þjófnað á ávísanaheftum og fals. SOS Meiddist íandliti Harður árekstur varð á Keflavík- urflugvelli í gærmorgun. Kona skarst á andliti eftir að hafa ekið bíl sínum fyrir leigubifreið. Bifreiðin, sem konan ók, skemmdist mikið, er talin ónýt. Leigubifreiðin skemmdist minna. Ökumaður hennar slapp við meiðsli. - SOS HEIMSKERFI TIL HEIMANÖTA 1 LOKK Fylgjum fordæminu. Innsiglum alls staðar! Dýralæknafélag íslands hefur sent landbúnaðarráðherra mót- mæli vegna stöðuveitingar hans í dýralæknisembættið á Hellu á dögunum. Þar segir að félagið „harmi að ráðherra hafi ekki séð sér fært að fara eftir umsögn stöðuveitinga- nefndar um embættið". Jafnframt er þess getið að stöðuveiting þessi geti orðið til þess að erfitt reynist Það var lítið um að vera í fiskiðju Granda hf. á Grandagarði í gær- morgun, enda mætti aðeins um helm- ingur fiskverkunarkvenna fyrirtæk- isins til vinnu sinnar í gærmorgun. Voru konurnar að mótmæla upp- sögnum og öðrum breytingum er að manna öll dýralæknisembætti á landinu. Eins og kunnugt er og DV greindi frá sóttu 14 um embættið. Stöðu- veitinganefnd, sem starfar innan félagsins og fjallar um embætta- veitingar, raðaði umsækjendum eftir ákveðnu stigakerfi. Gefur það til dæmis flest stig að starfa í „erf- iðu embættunum", sem svo eru nefnd, þar sem samgöngur eru fylgt hafa í kjölfar sameiningar Bæjarútgerðarinnar og ísbjarnarins í Granda hf. Svavar Svavarsson, framleiðslu- stjóri Granda hf., sagði að lítil afköst hefðu verið í gær hjá fyrirtækinu strjálar og mjög strjálbýlt. Er þetta gert til að dýralæknar fáist til starfa við þessi embætti. Só umsækjandi, sem hlaut fyrr- nefnda stöðu, lenti í fjórða sæti eftir stigakerfi nefndarinnar. Þótti ýmsum freklega gengið framhjá mönnum með 14 ára starfsreynslu og þar yfir eins og DV skýrði frá á sínum tíma. sökum slælegrar mætingar. Hann sagðist þó vonast til að konurnar mættu til vinnu sinnar í dag. í frystihúsinu á Grandagarði vinna um 85 konur. Aðeins milli 40 og 50 þeirra mættu til vinnu sinnar í gær. -KÞ Samningar hafnirvið Rio Tinto Zink Fyrsti formlegi samningafundur milli íslenskra stjórnvalda og fyrir- tækisins Rio Tinto Zink hófst í gær í Bristol í Englandi. Þessum fundi lýkur á morgun og kemur íslenska samninganefndin aftur til landsins á fimmtudag. Birgir Isleifur Gunnarsson er formaður nefndarinnar. Auk hans eiga sæti í nefndinni Geir Haarde, aðstoðar- maður fjármálaráðherra, Guðmund- ur G. Þórarinsson verkfræðingur, Axel Gíslason, aðstoðarforstjóri SÍS, og Halldór Kristjánsson, lögfræðing- ur í iðnaðarráðuneytinu. -APH Framboðsmál á Akureyri: Prófkjör hjá Sjálf- stæðisflokknum Frá Jóni G. Haukssyni, blaða- manni DV á Akureyri: Sjálfstæðismenn á Akureyri hafa ákveðið að láta prófkjör ráða skipan framboðslistans fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar í vor. Prófkjörið fer líklegast fram seinni hlutann í febrú- ar. „Það var samþykkt með yfirgnæf- andi meiri hluta af hafa prófkjör. Mjög fáir voru á því að hafa það opið,“ sagði Einar Bjarnason, for- maður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna, i gær. „Prófkjörið verður hálf-lokað eins og sagt er. Það er bundið við flokks- menn en hægt verður að ganga í flokkinn fyrir kjördag og á meðan á kjörfundi prófkjörsins stendur." Sænskt bridgemót: íslendingar átoppnum íslenskir bridgespilarar voru áber- andi ó toppnum í sterku tvímenn- ingsmóti sem fram fór um helgina í Lundi i Svíþjóð á vegum fyrirtækis- ins Ákerlund og Rausing. - Eftir að hafa leitt allt mótið í fyrsta sætinu enduðu Þórarinn Sigþórsson og Þorlákur Jónsson i öðru sæti þegar þeir misstu sænskt par, Bennet og Holmertz, upp fyrir sig í fyrsta sætið. 1 þriðja sæti urðu Úlfur Árnason og Sævar Þorbjörnsson og i tiunda sæti höfnuðu Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson. - Tveir íslensk- ir læknar, frændur og nafnar, Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson, end- uðu í 22. sæti, en alls voru 54 þátttö- kupör í keppninni. Mót þetta er árlegur viðburður og yfirleitt vel sótt af sterkustu spila- mönnum Svía auk oft gesta frá Danmörku og Noregi sem minna bar á að þessu sinni. Vinnueftiiiitid heimsótti Vopnafjörd: Innsiglaöi lögreglustööina Fulltrúar frá Vinnueftirliti ríkis- ins gerðu lögreglunni á Vopna- firði heimsókn um helgina og inn- sigluðu lögreglustöðina. Var þetta gert til að þrýsta á um endurbætur á húsnæðinu. Þær hafa staðið fyrir dyrum, en þótt dragast á langinn. Það var á laugardag sem lög- reglustöðin var innsigluð. „Það er eins með þetta húsnæði og viða tíðkast úti á landi, að það er í heldur lélegu ástandi,“ Rúnar Valsson, lögregluvarðstjóri á Vopnafirði, er DV ræddi við hann. „En því er ekki lokað af því að það sé heilsuspillandi. í fyrra stóð til að gera nokkrar endur- bætur á húsnæðinu en af því hefur ekki orðið enn. Vinnueftirlitið vill láta lagfæra tiltekna hluti og er vafalaust með þessu að þrýsta á um að svo verði gert.“ Rúnar sagði að farið hefði verið fram á að upphitun yrði lagfærð; ginnig að húsið héldi vatni, en það vildi leka í stórrigningum. Þá hefði líka verið sett út á aðstöðu lög- reglumanna, þannig að hún yrði stækkuð. „Við vorum að fá inn á borð núna teikningar og kostnaðaráætlun varðandi breytingar á lögreglu- stöðinni,“ sagði Rúnar. „ Það hefur því verið unnið í málinu þótt sú vinna sé ekki lengra komin. Áætl- aður kostnaður er ó aðra milljón en þá eru tekin með fleiri atriði en farið hefur verið fram á að verði lagfærð.“ Rúnar kvaðst búast við því að lögreglustöðin yrði opnuð innan skamms. Sýslumaðurinn hefði þeg- ar haft samband við Vinnueftirlitið og farið fram á að stöðin yrði opnuð aftur. . JSS -KÞ Það var rólegt í frystihúsinu á Grandagarði í gær, enda sat um helmingur fiskverkunarkvennanna heima til að mótmæla uppsögnum og breytingum hjá Granda. DV-mynd S Fiskverkunarkonur Granda með mótmæli: Helmingurinn sat heima

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.