Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1986, Blaðsíða 27
DV. ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986. 27 Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36% nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. Tvisvar á ári má taka út án þessa frá- dráttar. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og 42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%, 4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, eftir 6 mánuði 37% og eftir 12 mánuði 37%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 37%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reyn- ist hún betri. Vextir færast einu sinni á ári. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. Öndvegisreikningur er bundinn til 18 mánaðar, verðtryggður og með 7% nafnvöxt- um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu vextir og á,3ja mánaða reikning í bankanum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársQórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur oróinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en innleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir 7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið- um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð- stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð- bætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta- auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum reikningum bankanna og með 50% álagi. Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis- skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9% vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn- lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu SDR. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er al- mennt 12-18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna íjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl- skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund. Lánstími er21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóðurákveðursjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfír þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11 % vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,125%. Vísitölur Lánskjaravísitala í janúar 1986 er 1364 stig en var 1337 stig í des. 1985. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986 er 250 stig á grunninum 100 frá janúar 1983 en 3699 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11.-20.01. 1986 INNLÁN MEÐ SERKJÖRUM s I * B É S SJASÉRUSTA ll i! !i II 11 II íi U II Ú INNLÁN ÚVERÐTRYGGÐ SPARISJÓÐSBÆKUR ðbundin innstæða 22,0 22,0 22.0 22,0 22.0 22.0 22.0 22,0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 25.0 26,6 25.0 25.0 23.0 23.0 25,0 23,0 25.0 25.0 E mán.uppsögn 31,0 33,4 30.0 28.0 26.5 30.0 29,0 31.0 28.0 IZmán.uppsögn 32.0 34.6 32.0 31.0 33.3 SPARNAÐUR-LANSRÉTTURSp»r»ð3 5mán. 25,0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25,0 29.0 26.0 23.0 29.0 28.0 INNLÁNSSKÍPTEINI Til 6 mánaða 28.0 30.0 28.0 28.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0 Hlauparcikningar 10.0 10,0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10,0 10.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6 mán. uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGD GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Sterlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGD ALMENNIR VÍXLAR (forvextir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 VIÐSKIPTAVÍXLAR (forvextir) 34.0 2) kge 34.0 kge 32.5 kge kge kge 34.0 ALMENN SKULDABRÉF 32.0 3) 32.0 32,0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 VIOSKIPTASKULUABRÉF 35.0 2) kge 35,0 kge 33.5 kge kge kge 35.0 HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 31,5 31.5 31,5 31,5 31.5 31,5 31.5 31.5 31,5 ÚTLÁN VERÐTRYGGD SKULOABREF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN T1L FRAIVILEIÐSLU SJANEÐANMAISI) 1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 9,75%, í Bandaríkjadollurum 9,5%, í sterlingspundum 13%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfúm er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Hafharfírði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj. 3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. Sandkom Sandkorn Öll laun í Búnaðarbankann, segja bæjaryfirvöld í Kópavogi. Allt í Búnað- arbankann Einn þeirra banka er þykja standa traustum fótum er Búnaðarbanki Islands. Þetta kemur raunar fram í auglýsingum bankans þar sem sytrandi lindir og sveitasæla eru í öndvegi. Það verður enginn var við taugaveiklunarupphlaup á þeim bænum. En auðvitað stendur bankinn í blóma af því að hann á marga velvildar- menn sem sumir hveijir geta ekki hugsað sér að skipta við annan banka. Sem dæmi um þetta má nefna forráðamenn Kópa- vogsbæjar. Þannig er nefni- lega mál með vexti að laun starfsmanna bæjarins eru eingöngu lögð inn á reikn- inga í Búnaðarbankanum. Neita forráðamenn að leggja inn á reikninga í öðrum bönkum. Þetta hafa forráðamenn Alþýðubankans ekki viljað sætta sig við. Þess vegna sendu þeir yfirvöldum Kópavogsbæjar bréf þar sem kvartað var yfir þess- um viðskiptamáta bæjar- ins. Bréfið var svo tekið fyrir á bæjarráðsfundi. Þar reis þá upp fulltrúi sjálfstæðis- manna, Richard Björgvins- son. Mótmælti hann þvi að laun starfsmanna yrðu í framtíðinni lögð inn í Bún- aðarbankann eingöngu og krafðist þess að fyrri höml- um yrði aflétt í máli þessu. Ekki er vitað um endalok þessa máls. Helgi E. skipar sér í hóp harðlínufréttamanna. Helgi E. með Við gátum þess litillega hér i Sandkorni á dögunum að fréttaflutningur sjónvarps hefði tekið nokkrum stakkaskiptum að undan- förnu. Þykir tekið harðar á ýmsum málum nú en áður. Má þar nefna Hafskipsmál- ið og síðar meint sukk Þýsk-islenska. Sagði í sama korni að fréttamenn hefðu skipst í tvo hópa vegna afstöðu sinnar til slíks fréttaflutnings. Hefðu þau Páll Magnússon og Edda Andrésdóttir, með Ingva Hrafn fréttastjóra í farar- broddi, stutt hörðu frétta- mennskuna. En fleiri munu vera í þeim hópi, þar á meðal Helgi E. Helgason fréttamaður. Hann hefur sagst vera | hlynntur harðri frétta- ! mennsku þegar slikt ætti við og allar upplýsingar lægju fyrir. Varðandi frétt um Þýsk-islenska, sem olli fjaðrafoki á fréttastofu sjónvarps, sagði Helgi að sú frétt hefði verið rétt í öllum atriðum, enda ekki birt fyrr en allar upplýsingar höfðu fengist staðfestar. Og þar höfum við það. Hitastillingin reddaði kaup- félaginu. Hitabreytingar á kaupfélags- skrifstofunni Allir hljóta að vita að það er hreinn unaður að kom- ast í vinnu hjá kaupfélag- inu. Og ef eitthvað er að þá er því kippt í lag á svip- stundu, eins og eftirfarandi saga ber með sér: Það gerðist á skrifstofu kaupfélags eins í blómlegri sveit að nýr hitastillir var settur á alla ofna. Þetta var svona sjálfvirk stilling. En starfsfólkinu likaði alls ekki við hana því hitinn á skrifstofunni rokkaði til og frá eftir veðrinu úti. Því var það að skrifstofu- stjórinn hringdi myndug- lega í rafvirkjameistarann sem hafði séð um uppsetn- inguna á hitastillunum handhægu. Spurði stjóri hvort ekki væri hægt að fá einn stilli fyrir alla ofnana sem mætti svo skrúfa upp eða niður eftir því sem fólk vildi í hvert skipti. Meistar- inn taldi þetta minnsta mál i heimi. Hann sendi siðan rafvirkjastrák á kaupfé- lagsskrifstofuna til að kippa málunum í lag. Nokkru síðar hitti skrif- stofustjórinn rafvirkja- meistarann svo að máli. Þakkaði hann honum mik- ið fyrir aðstoðina á skrif- stofunni. Kvaðst stjóri nú alltaf stilla hitann sjálfur og væru nú allir ósköp ánægðir með hitastigið og tilveruna. Það var svo ekki fyrr en nokkru seinna að það slapp upp úr rafvirkjastráknum að hann hefði bara skrúfað hitastillinn á skrifstofu- vegginn en aldrei tengt hann við ofnana! Lífsstarfiö Þeir sátu við sama borð á Fógetanum og tóku tal saman. Eftir smástund barst talið að íjölskyldum þeirra og var ekki legið á upplýsingunum. „Hvað áttu mörg systk- ini?“ spurði annar. „Hvorki meira né minna ersautján,“svaraði hinn. „Og hvað gerir pabbi þinn eiginlega?" „Eg var að segja þér það.“ Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Menning Menning Menning kennarar þess) að virtustu mennta- sto&unum erlendis. Til baka snýr það flest og reynist íslenskri músíkanta- stétt liðsauki, yfirleitt góður. Nú eru Zukofsky námskeiðin aflögð Tónlist EYJÓLFUR MELSTED Sinfóníuhljómsveit æskunnar Sinfóniuhljómsveit æskunnar leikur í Menntaskólanum við Hamrahlið 6. janúar. Stjómendur/leiðbeinendur Oddur Bjöms- son, Bemharöur Wilkinson, Joseph Ogni- bene. Á allra síðustu árum hafa áhrif Zukofsky námskeiðanna verið að koma glöggt í ljós. Ungt tónlistarfólk, sem þangað sótti músíkölsk vítamín, hefúr átt enn greiðari aðgang en fyrir- rennarar þess (í mörgum tilvikum Joseph Ognibene, leiðbeinandi hljómsveitarinnar. Á efnisvali blásaranna á tónleikun- um í Hamrahlíð sást að viða var við komið og þess gætt að nemamir fengju nasasjón af blásaramúsfk frá ýmsum tímum. Allt frá lúðramúsík endurreisnartímans gegnum klassik og rómantík til músíkur þessarar aldar og nýjasta stykkið ekki nema átta ára gamalt. Nú er alls ekki ætlun- in að segja hér kost og löst á einstök- um verkum eða flutningi þeirra. Slíkt væri alls ekki réttlátt þar sem nem- endur áttu í hlut og yrði þá í hæsta lagi sleggjudómur um frammistöðu leiðbeinendanna. Þeir gætu að sjálf- sögðu varið sig með þeim gullvægu sannindum að enginn skóli sé betri en nemendumir sem nám við hann stunda. Þó get ég ekki látið hjá líða að minnast á þann góða blásarakúltúr sem i flutningi Oktetts Ketils Sæ- verads fyrir átta flautur birtist. En höfúðmáh skiptir í þessu öllu saman að til skuli vera fyrirtæki (sleppum því að nefha það stofnun) sem af alúð og vandvirkni sinnir þörfúm sem tónhstarskólamir geta ekki nema að htlu leyti mætt, en skipta sköpum í uppeldi verðandi hljómsveitarmanna. EM sem slík en starfinu þó haldið áfram í þeirra anda undir merkjum Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar. bessi æsk- unnar sveit er þjóðþrifafyrirtæki, ekki síst þar sem tónlistarskólar okkar, svo margir að tölu, era í flestum tilvikum of smáir til að geta boðið nemendum sínum upp á þátttöku í hljómsveit al fullri stærð og alls ekki á þann hátt að viðkomandi nemar séu á svipuðu getustigi. Með námskeiðum af því tagi, sem haldin eru á vegum Sin- fóníuhljómsveitar æskunnar, er þó komið til móts við þarfir nemanna í hinum dreifðu tónlistarskólum. :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.