Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986. 3 Hvað segja Sambandsmenn um ákærurnarí kaffibaunamálinu? „ÞETTA ER ÁKÆRA EN EKKIDÓMUR” segir Valur Arnþórssonf stjómarformaður Sambandsins „Það eru engin sérstök viðbrögð við þessu af hálfu stjómarformanns Sambandsins," sagði Valur Amþórs- son, stjómarformaður Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. „Stjórn Sambandsins er ekki ákærð. Sambandið sem fyrirtæki er ekki ákært. Það em fimm einstakl- ingar sem em ákærðir. Það er þýðingarmikið að þeir em ekki ákærðir fyrir persónuleg auðg- unarbrot. Þeir eru ekki ákærðir fyrir að hafa leitt Sambandið til brota á verðlagslöggjöf, skattalöggjöf eða tollalöggjöf en vissulega em ákærur á þá eftir sem áður alvarlegs eðlis. Eftir þá umfjöllun, sem þetta mál hefur fengið, þá kemur það mér ekki á óvart að þessi niðurstaða varð á þessu stigi og þetta fari til meðferðar dómstóla. Það er einmitt hinn rétti vettvangur til að fjalla um þetta þannig að rétt yfirvöld fái tækifæri til þess að kveða upp dóm um sekt eða sýknu hinna ákærðu.“ Má búast við breytingu á starfs- vettvangi hinna ákærðu? „Þetta er ákæra. Þetta er ekki dómur. Stjóm Sambandsins á eftir að koma saman. Hún heldur væntan- lega fund áður en langt um líður þar sem þetta mál verður rætt. Hvort það verða einhver sérstök viðbrögð af hálfu stjómar Sambandsins um það get ég ekki sagt á þessu stigi en ít- Kaupmáttur: 2-3% lægri nú en á síðasta árí Kaupmáttur launataxta er nú um 2 til 3 prósentum lægri en meðal- kaupmáttur var á síðasta ári. Allt árið í fyrra hélst kaupmátturinn nokkuð stöðugur og náði hámarki í október. Þessar upplýsingar ferigust hjá Þjóðhagsstofnun. Búist er við því að verðlagsbreytingar í janúar verði á bilinu 1,5 til 2 prósent. Frá nóvember á síðasta árí fram til áramóta hafa verðlagsbreytingar verið um 5 prósent. í október fengu flestir launþegar launahækkanir á töxtum sem námu um 7,5 prósent. Kaupmátturinn féll 'því fram að áramótum eftir þessar launahækk- anir um 5 prósent. -APH Vfðir biður um gjaldþrot Stjóm Trésmiðjunnar Víðis bað í gær um gjaldþrotaskipti. Lög- maður fyrirtækisins kom þessari ósk á framfæri við bæjarfógetann í Kópavogi fyrir hádegi. Ásgeir Pétursson bæjarfógeti sagði í gær að þegar væri byrjað að undirbúa innköllun til birtingar í Lögbirtingablaðinu. Samkvæmt lögum hafa kröfuhafar tveggja mánaða frest til að lýsa kröfum sínum frá birtingu auglýsingar um gjaldþrotaskiptin. Formaður stjómar og fram- kvæmdastjóri félagsins verða kall- aðir f rír skiptarétt til að gefa skýrslu. Að því búnu verður kveð- inn upp úrskurður um gjaldþrota- skipti, væntanlega á mánudag. Fimm mánaða greiðslustöðvun Afmæli Dagsbrúnar: ’ Fjórirfá gullmerki Á sunnudaginn verður haldin veg- legur afmælisfagnaður á Hótel Sögu í tilefhi af 80 ára afmæli Dagsbrúnar. „Dagskráin verður mjög fjötbreytt og skemmtileg, flutt verður ágrip af sögu Dagsbrúnar, flutt verða ljóð og sagðar sögur. Fjórir aldnir starfs- menn Dagsbrúnar fá gullmerki fé- lagsins fyrir frábærlega unnin störf,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar. Hátíðin hefst klukkan 14.00, „það verður vonandi ofsafjör. Nú, svo á Reykjavík afmæli þetta árið líka. Það var gaman að afmælin skyldi bera upp á sama ár þar sem saga Dagsbrúnar og saga Reykjavíkur verða ekki sundur skildar," sagði Guðmundur. KB Víðis lauk á fímmtudag. f frétt frá stjóm fyrirtæksins þann dag sagði að áætlað væri að skuldir þess næmu rúmum 145 milljónum króna. Jafnframt kom fram að eitt tilboð hefði borist í húseign Víðis að Smiðjuvegi 2 í Kópavogi, frá stuðn- ingsmönnum Knattspymufélags- ins Vals, að fjárhæð 97 milljónir króna. 36 starfsmanna Trésmiðjunnar Víðis bíður nú óvissa. -KMU reka að þetta er ákæra en ekki dómur," sagði Valur Amþórsson. -KMU Valur Arnþórsson: Fimm staklingar eru ákærðir. : »}v :Í8 rj f: 38 »}«• zp :: •JÍ- •J\« *J\« •}\« :jg 38 ag •}\« :\\: 38 :8 •}\« >t\« •\\« 38 38 38 38 38 3í: 38 *\\« 38 38 38 *}\« 38 Í & 38 38 38 $ •}\« F J ALL ABIFREIÐ TIL SÖLU Kaiser Jeep, nýupptekin Bedford disilvél, Dana hásingar, 4ra gira kassi, nýyfirbyggður, 9 stólar, dísil- miðstöð, drifspil, alls kyns aukaútbúnaður, tilvalinn ferðabíll eða fyrir verktaka. Verð kr. 950 þús. -»Bílabú5 Benna Aukahlutir Varahluír Sérpantanir VAGNHJ®LIÐ Vélaupptekningar Vagnhöföa 23 110 Reykjavik Simi 685825 Vatnskassar og vélahlutir i ameriska bila á lager M|og hagstætt verö Aukahlutir, varahlutir, viðgerðir, sérpantanir. Veitingahúsió SPRENGISAHPUR gerir kunnugúUm síóustu helgi var hamborgaraútsala - núna er TVEGGJA DAGA „KJUKLINGA ** TTTSAT.A OG (BITINN’ verdur á 45 KALLU VEITINGAHUSID SFREN6ISANDUR Bústaóavegi 183 © 6-880-88 Töi ni is /1, Töi i u issoi i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.