Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Blaðsíða 18
18
DV. LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986.
LIFANDI DAUÐ
AÐ BÚAÍ RE YKJAVÍK
Björn á Löngumýri aftur fluttur í sveitina
eftir 3 ár í höfuðborginni
„Mér leiddist í Reykjavík. Það er lifandi dauði að búa þar. Svo verður maður
slæmur í hnjánum af að ganga á malbikinu, það er ekki hollt að ganga á steini. Það
vita hestamir. Héma geng ég hins vegar á grasi og er allt annar maður. Ég
held að fólki líði ekki vel í Reykjavík.“
Leiðinlegt
Reykja viku rævintýri
Bjöm á Löngumýri er fluttur aftur
í sveitina eftir þriggja ára búsetu í
höfuðborginni. Hann er kominn á
níræðisaldur, verður 81 árs í næsta
mánuði og heitir ekki lengur Bjöm
á Löngumýri heldur Bjöm Pálsson i
Vesturhlíð. Vesturhlíð er jörð í 7
kílómetra fjarlægð frá Löngumýri og
þar hefur Bjöm hafið búskap á nýjan
leik eftir Reykjavíkurævintýrið sem
fór svo mjög í taugarnar á honum.
„Ég ætlaði að hugsa og fást við
skriftir í Reykjavík, birti reyndar
þrjár greinar í Morgunblaðinu um
efnahags- og bankamál og svo ekki
meira. Það er gott að vera kominn
aftur í sveitina, það finnst bæði mér
og konunni. Ég er byrjandi, bý ekki
stórt, aðallega mér til heilsubótar og
hressingar. í Vesturhlíð eru góð
ræktunarskilyrði, fallegt bæjarstæði
og ég er búinn að girða allt landið.
Kannski byggi ég mér einhvern tíma
íbúðarhús þama, langar reyndar til
þess áður en ég verð of gamall."
Ekkert heimili án hunds
Eins og stendur býr Bjöm í Vestur-
hlíð í íbúðarhúsi á Löngumýri þar
sem sonur hans bjó áður:
„Strákurinn vildi græða meira og
fór þess vegna að vinna í Búnaðar-
bankanum í Reykjavík. Hann hefur
meira gaman af því að mkka aðra
en að láta rukka sig. Vonandi kemur
hann aftur, þá flytur hann hér inn
og ég byggi mér í Vesturhlíð."
- Saknarðu einskis í Reykjavík?
„Jú, Landsbókasafnsins. Það var
gott að koma þangað og ná sér í
fróðleik. En skemmtilegra var að
koma aftur í sveitina og hitta gamla
hundinn minn. Hann var orðinn
óttalegt skar, hafði saknað okkar og
svo fékk ég mér nýjan hvolp. Það er
ekkert heimili án hunds.“
Björn í Vesturhlíð hlakkar til vors-
ins, „...nú fer dag að lengja og þá
verður svo fallegt héma, fitan rennur
af manni og heilsan batnar. Ég er
sannfærður um að fólki líði betur úti
á landsbyggðinni en í Reykjavík;
hins vegar halda margir að þeim
hljóti að líða betur í þéttbýli. Þetta
er eins og með skepnumar sem rása
út um allt í leit að betri haga en
enda svo á sama stað. Ég held að
efnahagur manna í Reykjavík sé
almennt ekki betri en fólks úti á
landi. Það er einn og einn braskari
sem hefur það gott í höfuðborginni."
Ráðherrasótt á þingi
- En nú streymir fólkið í bæinn?
„Já, þessi flótti er ekki góður. Það
vantar eldsálir á marga staði úti á
landi. Eldhuga sem stjóma, blása
kjarki og bjartsýni í brjóst íbúanna,
fá þá til að trúa á lífið og vinna. Það
vantar starfsamar, hagsýnar og dug-
legar eldsálir víða.“
- Eru ráðherramir okkar duglegar
eldsálir?
„Menn halda að þeir séu valdir
ráðherrar vegna þess að þeir hafi vit
á hlutunum en því er oft öfugt farið.
Menn eru yfirleitt gerðir að ráð-
herrum vegna þess að þeir hafa
ekkert vit á hlutunum. í ráðherra-
dómi er það þægðin sem skiptir máli.
Annars er mikil ráðherrasótt ríkj-
andi í þinginu. Sérstaklega á þetta
við um Reykjavíkurmennina. Menn
úti á landi sem standa í atvinnu-
rekstri hafa ekki tíma til að verða
ráðherrar og eru því ekki haldnir
þessari sótt. Það er oft gaman að
fylgjast með þingmönnum þegar búið
er að gera þá að ráðherrum. Fyrst
er mikill ánægjusvipur á þeim, svo
fer brúnin að þyngjast og þegar þeir
em látnir hætta þá verða þeir óham-
ingjusamir."
Steingrímur
þykist vita allt
- Hringja framsóknarmenn aldrei
í þig til að leita ráða?
- Aldrei! Stundum hringi ég sjálfur
í Steingrím en þá hefur hann orðið
allan tímann. Steingrímur þykist
vita þetta allt.
- Er hann líkur pabba sínum?
„Nei, þeir eru ekki mjög líkir.“
- Eruð þið Jón Helgason vinir?
„Jón Helgason á enga óvini, hann
elskar friðinn. Kannski á hann ein-
hveija vini en hann er ekki bardaga-
maður.“
- Hvemig líst þér á Þorstein Páls-
son?
„Ég þekki ekki nýja fjármálaráð-
herrann og vil ekki vera að fella
dóma yfir mönnum sem ég þekki
ekki. Þorsteinn var kosinn formaður
án þess að hafa pólitíska reynslu og
menn geta fengið snert af mikil-
mennskubrjálæði þegar þeir komast
snöggt til valda. Vonandi kemur það
ekki að sök í þessu tilfelli. Annars
ruglaði Þorsteinn saman útflutn-
ingstekjum og þjóðartekjum um
daginn. Það var dálítið meinlegt."
Forríkarkerlingar-
tóm vitleysa!
- Sverrir Hermannsson?
„Ég held það væri ráð að láta
Sverri Hermannsson fara á milli
ráðuneyta og taka til. Hann hefur
gert margt gott enda gamall sjómað-
ur sem kann að stíga ölduna. Hann
hristi upp í þeim hjá RARIK og nú
er það Lánasjóðurinn. Það má svo
sem vel vera að hann hafi farið of
geyst þar og rekið einhvem i bráð-
ræði en það stendur eftir að það er
ekkert vit í þessum menntamálum
lengur. Það er allt of mikið af
menntamönnum og hvaða vit er til
dæmis í því að verið sé að lána forrík-
um kerlingum peninga svo þær geti
lært það sem þeim dettur í hug. Þetta
ertóm vitleysa."
Skóli og lífsleiði
Ekki þykir Birni í Vesturhlíð
grunnskólalögin gáfulegri. Lögin
sem Ólaíúr Jóhannesson leyfði
Magnúsi Torfa að hafa í gegn vegna
þess að Ólafi þótti svo vænt um
Magnús og Magnúsi svo vænt um
hugmyndirnar sem síðar urðu að
lögum. Eða svo segir Bjöm í Vestur-
hlíð:
„Það er neikvætt að þvinga fólk
með lagaboði til að sitja of lengi í
skóla. Sumir hafa nefnilega hvorki
áhuga né getu til að stunda nám og
af því getur sprottið minnimáttar-
kennd, vanlíðan og jafnvel lífsleiði.
Það er að sjálfsögðu voða gott að
leyfa öllum að læra og ferðast um
heiminn og það er líka gott að búa
vel að öldruðum. En það em takmörk
fyrir því á hverju við höfum efni.
Sjálfur fékk ég leið á því að vera á
flakki...“
Umhverfis jörðina
- Hefurðu farið til útlanda?
„Ég fór í kringum jörðina um tví-
tugt; sendur af SÍS til að kynna mér
frystingu kjöts á Nýja-Sjálandi. Það
var gaman að koma til Indlands,
Egyptalands og Kína. Ég sá bæði
indíána og svertingja en þegar ég
kom aftur til Evrópu nennti ég varla
að líta í kringum mig. Mér fannst
allt vera eins.“
í Húnavatnssýslunni líður Bimi í
Vesturhlíð hins vegar vel; segir
sveitafólk margfalt sælla en bæjar-
búa:
Lungnabólga og blóðtappi
„Undirstaðan er að sjálfsögðu gott
fæði. Ég hef lifað á kjöti og mjólk
og aldrei orðið misdægurt. Ég borða
kjöt á hveijum degi, stundum tvisvar
á dag. Þetta með að fitan í kjötinu
sé óholl er tómt kjaftæði og vitleysa.
Hér áður fyrr dóu bændur úr lungna-
bólgu en ekki blóðtappa. Sjálfur fæ
ég ekki blóðtappa á meðan ég stend
í málaferlum."
- Við hverja ertu nú að kljást fyrir
dómstólum?
„Ég er með tvö dómsmál í gangi
núna. Eitt er gegn manni sem reyndi
að stela af mér hlutabréfum, annar
reyndi að stela af mér hrossum...“
- En áfram með mataræðið?
„Ég lít á fisk sem snarl og tóbak
reykti ég í 40 ár, byijaði fertugur
vegna þess að ég var með tannpínu
og hætti þegar ég var áttræður.
10 þúsund krónur í NT
- Og brennivín?
„Ég er svo til alveg hættur að
bragða það vegna þess að mér líður
ekki nógu vel daginn eftir. Hins
vegar held ég að fólk hafi aldrei haft
það betra á Islandi en einmitt í dag;
hvorki gamalt fólk né ungt...“
- En fylgið hrynur af Framsóknar-
flokknum?
„Já, Framsóknarflokkurinn er
búinn að vera lengi í stjórn en hefur
ekki ráðið einn.
-NT?
„Ég setti 10 þúsund krónur í það
fyrirtæki; tímdi ekki að gefa þeim
meira enda bjóst ég aldrei við að fá
neinn arð af þessu fé. Það kom líka
á daginn að þeir eyddu öllum pening-
unum í blóm á ritsjómina og fóru
með allt til andskotans. Framsóknar-
menn kunna ekki að reka dagblað
og nú er Kristinn Finnbogason
kominn aftur. Ef ekki er hægt að
reka Tímann Kiddalausan þá verður
bara að hafa Kidda. Ég hef oft sagt
við þessa Tímamenn að þeir ættu að
fara yfir til Sveins Eyjólfssonar á
Dagblaðinu og læra að reka dagblað
af honum. Sjálfur hef ég verið að
hugsa um að fara suður og halda
blaðamannafund um hvemig reka
eigi blað.
Verðbólga og prestar
- En hvað myndi Bjöm í Vesturhlíð
gera ef hann fengi að ráða öllu hér
á landi?
„Ráðast á verðbólguna, rífa hana
upp eins og njóla en til þess verða
menn að skilja eðli verðbólgunnar..."
Nú fylgir tveggja stunda fyrirlestur
um verðbólgu og vexti þama í stáss-
stofunni á Löngumýri og ræðan
endar á því að ef menn ætli að reikna
dæmi þá verði þeir að skilja dæmið.
Það sé íslenskum stjómmálamönn-
um ekki gefið, „...það hlýtur að vera
ömurlegt að vera prestur. Þeir em
alltaf að tala um eitthvað sem þeir
vita ekkert um. Sjálfur gæti ég ekki
verið embættismaður. Ef ég fengi að
lifa upp á nýtt þá færi ég í búskap
og útgerð, það er svo skemmtilegt."
Bjöm á Löngumýri er ekki viss um
að hann skrái endurminningar sínar
í Vesturhlíð. Hann byijaði reyndar
á ævisögunni fyrir tveimur árum,
skráði niður eitt og annað um upp-
vaxtarárin en hætti svo. „Það em
margir sem hafa yiljað skrifa ævi-
sögu mína. Jónas Ámason var alltaf
að djöflast í mér en hann vildi bara
láta mig tala og svo ætlaði hann að
skrifa. Ég vil skrifa mína ævisögu
sjálfur."
Lítið en snoturt
Bjöm í Vesturhlíð er alsæll að vera
kominn í Húnavatnssýsluna aftur og
sloppinn af gangstéttunum í Reykja-
vík sem fara svo illa með liðamótin,
sérstaklega hnén. Það er svo gott að
ganga á grasinu í sveitinni og ágætt
að stunda búskap ef maður skuldar
ekkert. Aðrir ráða ekki við neitt.
Við bændur og stjómmálamenn
segir hann: „Það á að búa lítið en
snoturt. “ -EIR