Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Síða 2
2
DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Menningarverd-
launin afhent
í hádeginu í dag voru áttundu
Menningarverðlaun DV veitt við
málsverð í Þingholti, Hótel Holti.
Eins og venjulega voru viðurkenn-
ingar veittar fyrir afrek í sex list-
greinum á liðnu ári. Að þessu sinni
hlutu verðlaunin Einar Kárason
rithöfundur fyrir skáldsögu sína,
Gulleyjuna, Hafliði Hallgrímsson,
tónskáld og sellóleikari, fyrir
hljómsveitarverkið Poemi og út-
setningar á íslenskum þjóðlögum,
Guðrún Gísladóttir leikkona fyrir
leik sinn í Agnes, barn Guðs og
Reykjavíkursögum Ástu, Magnús
Kjartansson myndlistarmaður fyr-
ir sýningu sína í Listmunahúsinu,
Hjörleifur Stefánsson arkitekt og
Finnur Birgisson, skipulagsstjóri
Akureyrarbæjar, fyrir skipulag
fyrir Ákureyri og Karl Óskarsson
kvikmyndagerðarmaður fyrir
framlag sitt til kvikmyndarinnar
Hvítir mávar og fleiri mynda.
Þriggja manna dómnefndir, skip-
aðar gagnrýnendum DV og öðrum
sérfræðingum, tilnefndu listafólk
til verðlaunanna.
Verðlaunagripina hannaði Jón
Snorri Sigurðsson gullsmiður en
þeir eru í formi frístandandi skúlpt-
úra. Nánar verður sagt frá verð-
launaveitingunni í blaðinu á morg-
un.
-ai
Vinnudeila ívélaverkstæði Síldarvinnslunnar á Neskaupstað:
STARFSMENN ÍHUGA
FJÖLDAUPPSAGNIR
Launadeila er nú komin upp milli
starfsmanna vélaverkstæðis Síldar-
vinnslunnar í Neskaupstað og for-
ráðamanna Síldarvinnslunnar.
íhuga starfsmennirnir nú fjöldaupp-
sagnir vegna hennar.
Forsaga málsins er sú að skömmu
fyrir áramót fóru starfsmenn véla-
verkstæðisins til forstjórans og báðu
hann um 15% launahækkun á þeim
forsendum að slíkt tíðkaðist á öðrum
sambærilegum stöðum. Forstjórinn
tók vel í þessa bón. Síðan liðu ein-
hverjar vikur.
Eftir áramót komst þó skriður á
málið aftur. Þá var starfsmönnum
tjáð að þeir myndu frá 15% launa-
hækkun. Ekki var þeim þó greint frá
þeim böggli sem fylgdi skammrifinu,
það er að jafnframt yrði tekið af þeim
10% óþrifaálag sem þeir höfðu haft.
Raunverulega fengu þeir því ekki
nema 5% hækkun.
Þessu undu starfsmennirnir ekki
og hættu samstundis að vinna næt-
urvinnu. Þá sögðu þeir upp eftir-
vinnu með eðlilegum fyrirvara, sem
er hálfur mánuður.
I síðustu viku komu svo fjórir
starfsmenn frá vélaverkstæði á Eg-
ilsstöðum til vinnu í Neskaupstað.
Þeim hafði verið sagt að um mann-
eklu væri að ræða.
Að sögn starfsmanna vélaverk-
stæðisins er nú verið að huga að
fjöldauppsögnum. Höfðu þeim borist
óljósar fregnir af því að menn væru
væntanlegir úr Reykjavík til að
ganga í störfin á vélaverkstæðinu.
- JSS
Arnarholl
notaður
fyrlr
bflastæði
Arnarhóll hefur orðið illa fyrir
barðinu á ökumönnum undanfarið.
Hafa menn lagt bílum sínum upp um
allan hól og valdið með því miklum
skemmdum á grasinu.
Fyrir tilstilli gatnamálastjóra fóru
nokkrir lögreglumenn á staðinn og
könnuðu aðstæður. Engir bílar voru
teknir í þessari könnunarferð enda
ætlunin fyrst og fremst að kanna
hvaða bílar þetta væru og fylgjast
Lögreglumenn að kanna aðstæður við Arnarhólinn. DV-mynd S.
með hvort sömu aðilar legðu þarna Síðan þessi athugun var gerð hefur
oft. Auk þess þótti sýnt að ekki væri lögreglan hins vegar látið fjarlægja
hægt að fjarlægja bílana án þess að nokkra bíla og sektað eigendur
valda frekari spjöllum á hólnum. þeirra. -VAJ
Fyrsta ref abúið f Breiðdal
Frá Sigursteini Melsteð, fréttarit-
ara DV á Breiðdalsvík:
Sett hefur verið á stofn refabú að
Felli í Breiðdal. Komu fyrstu dýrin,
Kaupmannahafnarlögreglan lét í
gær rýma hús í nágrenni skrifstofu
sovéska flugfélagsins Aeroflot í
borginni. Þar á meðal var aðalskrif-
stofa Flugleiða.
í anddyri skrifstofu Sovétmann-
anna fannst plastpoki sem enginn
vissi hvaðan var kominn. Óttaðist
lögreglan að í pokanum leyndist
sprengja. Var því gripið til allra
67 talsins, frá Birkihlið og Hlíð á
Héraði fyrir nokkrum dögum. Virð-
ast þau kunna vel við sig á nýja
staðnum.
þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar
þykja þegar ótti um sprengjutilræði
vaknar.
Þegar sérfræðingar lögreglunnar
könnuðu innihald pokans reyndist
það vera bæklingar frá bandarísku
flugfélagi. Var þá viðbúnaði hætt
enda hafði engin tilkynning um
sprengju í húsinu borist.
-GK
Það þurfti að aka fjarðarleið með
dýrin af því að Breiðdalsheiði fæst
ekki rudd. Dýrin fá þurrfóður eins
og er en með aukinni fóðurgjöf er
nauðsynlegt að fá fóður frá Egils-
stöðum.
Að sögn Guðrúnar Þorleifsdóttur í
Felli getur það skipt sköpum fyrir
þessa búgrein hér á suðurfjörðum að
samgöngur séu góðar yfir heiðina og
hún verði opnuð reglulega á veturna.
Þá væri hægt að sækja fóðrið að
Birkihlíð á móti fóðurbíl frá Egils-
stöðum. Leiðin frá Felli að Egilsstöð-
um fjarðarleið er um 135 km en milli
Fells og Birkihlíðar um heiðina 60
km. Það munar um minna. Það hefur
lengi verið kappsmál manna hér að
fá heiðina rudda a.m.k. einu sinni í
viku. Ætti það ekki að vera mikið
mál því þetta er ekki snjóþungur
fjallvegur. Og nú er þörfin enn
brvnni.
BÆKUNGAR í
STAÐ SPRENGJU
Atvikið þegar Flugleiöaþoturnar
nærrírákustsaman:
Saksóknarí
vill f rekarí
rannsókn
Ríkissaksóknari hefur sent flug-
atvik það þegar nærri lú við árekstri
tveggja Flugleiðaþotna þannti. sept-
ember 1984 aftur til Rannsóknarlög-
reglu ríkisins til frekari rannsóknar.
„Það eru nokkur atriði sem við
vildum að könnuð yrðu sérstaklega,“
sagði Þórður Björnsson ríkissak-
sóknari.
I rannsóknarskýrslu loftferðaeftir-
lits Flugmálastjórnar, sem opinberuð
var þremur mánuðum eftir atvikið,
kemur fram að aðeins hafi munað
nokkrum metrum að ekki varð
árekstur milli vélanna. Um borð
voru samtals 403 menn.
Þoturnar hófu sig til flugs af Kefla-
víkurflugvelli með aðeins einnar
mínútu millibili. DC-8 þota fór á
undan. Boeing 727-þota klifraði hins
vegar hraðar og dró þá fyrri uppi.
Flugstjóri Boeing-þotunnar sá
hvert stefndi. Tilkynnti hann það
flugumferðarstjóra, sem hins vegar
reyndi að fullvissa flugmennina um
að lágmarksaðskilnaði væri haldið.
Rifust Boeing-flugstjórinn og flug-
umferðarstjórinn á flugbylgjunni
drjúga stund meðan stórhætta var á
árekstri. Þegar Boeing-þotan skaust
undan hægri væng DC-8 þotunnar í
nokkurra metra fjarlægð blindaði
sólin flugmennina.
-KMU
Forsetafundur JC-hreyfmgarinnar í Evrópu á Hótel Loftleiðum. JC-félagar í
álfunni eru nú 38.000 talsins.
Evrópuforsetar JC funduðu í Reykjavík:
Heimsfríöarhlaup
með Olympíueldinn
Á fundi Evrópuforseta JC-hreyf-
ingarinnar í Reykjavík fyrir
skemmstu var kynnt heimshlaup,
„Earth-Run“, sem alþjóðastjórn JC
og samband Evrópuforseta hreyfing-
arinnar styðja sérstaklega. Hlaupa á
með ólympíueldinn frá Los Angeles
umhverfis jörðina, i tilefni alþjóðlegs
árs friðar 1986, og á hlaupinu að
ljúka við aðalstöðvar Sameinuðu
þjóðanna í New York næsta nýárs-
dag.
Það var eina íslenska JC-félagið
eingöngu skipað konum sem stóð
fyrir fundi Evrópuforsetanna,
JC-Vík. Fulltrúar komu frá 18 Ev-
rópulöndum. Einnig kynntu tveir
japanskir fulltrúar næsta heimsþing
JC i Nagoya í Japan. Loks tóku þátt
í fundinum tveir fulltrúar frá al-
þjóðastjórn JC. Aðalmál fundarins
var að fjalla um tillögur nefndar sem
miða að sterkara sambandi Evrópu-
forseta og auknum áhrifum þeirra
innan alþjóðahreyfingarinnar.
JC-félagar í Evrópu eru nú 38.000.
Á þessum fundi var kynnt framboð
Árna Þ. Arnason.ar, JC-Reykjavík,
til embættis alþjóðlegs varaheims-
forseta. Landsforseti JC á íslandi
þetta starfsár er Grétar D. Pálsson,
JC-Stykkishólmi. -HERB
Straumur i raf magnsbfl
Straumur fólks hefur verið í portið
að baki húsnæðis Innkaupastofnun-
ar ríkisins að undaförnu til að skoða
rafmagnsbílinn víðfræga sem nú er
þar geymdur. Rafmagnsbíllinn hefur
verið í eigu Háskóla íslands og Gísli
Jónsson prófessor haft yfirumsjón
með þeim tilraunum sem farið hafa
fram varðandi hagnýti hans og gildi.
Háskólinn hefur nú ákveðið að
selja bílinn og hefur hálft hundrað
tilboða borist til Innkaupastofnunar-
innar. Eru þau af ýmsum toga, það
hæsta hljóðar upp á 230 þúsund
krónur.
-EIR